Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 4
1. MAÍ
Avarp Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga 1. maí
1. maí er helgaður samstöðu
verkafólks og réttlæti. Það er
vlð hæfl á hátíðisdegl verka-
lýðslns ( ár að beina augum
okkar til þeidökkra verka-
manna í Suður-Afríku. Þeir
heyja um þessar mundir harða
baráttu fyrir mannréttindum
og réttlæti. Hvergi er önnur
elns þörf á alþjóðlegu átaki til
að losa heiminn við yfirvofandi
stríðsógnun og afmá af jörð-
unni kerfi, þar sem
mannréttindi og réttvísi eru
fótum troðin. Baráttan í Suð-
ur-Afríku sýnir einnig svo ekki
verður um vlllst, hve áhrifa-
mlkll sterk og óháð verka-
lýðshreyfing er í vörn fyrir
mannréttindum og réttinda-
málum verkafólks.
Ástandið í Suður-Afríku nálg-
ast nú suðupunkt. Tuttugu og
fimm árum eftir að fjöldamorðin
f Sharpeville áttu sér stað eru enn
við h'ði takmarkanir á ferðafrelsi
og löggjöf Apartheid sem við-
heldur misrétti og stjóm hvíta
minnihlutans í landinu stendur
óhögguð. 21. mars í ár endurtóku
atburðirnir í Sharpeville sig, þeg-
ar lögregla Suður-Afríku hóf
skothríð á saklaust fólk og drap
19 manns að sögn yfirvalda. Sjón-
arvottar halda því fram, að fjöm-
tíu manns hafi verið drepnir. Alls
hefur lögregla drepið um 240
svertingja á síðustu tíu mánuð-
um. Þúsundir hafa særst í átökum
við lögregluna og um ellefu
hundmð manns hafa verið hand-
teknir.
Eitt helsta bitbein kúgunar-
stjómar S-Afríku er þarlend
verkalýðshreyfing þeldökkra. Á
s.l. ári hóf Alþjóðasamband
frjálsra verkalýðsfélaga herferð
um allan heim til að fá leysta úr
haldi nokkra forystumenn verka-
fólks í S-Afríku, þ.á.m. Pirochaw
Camy, framkvæmdastjóra
Verkalýðsráðs S-Afríku, og
Chris Dlamini, forseta Sambands
Verkalýðsféiaga S-Afríku. Þetta
em tvö öflugustu sambönd
frjálsrar verkalýðshreyfingar í
landinu. Um þessar mundir er
tuttugu og einn félagi verka-
lýðsfélaga í haldi.
Andstaðan gegn kynþáttamis-
rétti fer dagvaxandi í S-Áfríku. Á
alþjóðavettvangi fær þessi and-
staða aukinn byr. Viðbrögð
stjórnvalda eru í fyrsta lagi að
leggja til umbætur sem dæmdar
em til að mistakast, þar sem ekki
er hreyft við undirrót misréttis-
ins. í öðm lagi beita þau morð-
um, ofbeldi, handtökum og of-
sóknum.
Alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfélaga hefur farið þess á
leit við öryggisráð S.Þ. að það
beiti S-Afríkustjóm refsiaðgerð-
um. Sett verði olíusölubann á
landið auk sölubanns á vömm til
kjamorkuframleiðslu. Þá er lagt
til að bannað verði að selja S-
Afríkustjóm hátæknivömr, sem
nota má í hemaðariegum til-
gangi.
Brýnt er að aðildarfélög Al-
þjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga beiti stjómvöld í
löndum sínum auknum þrýstingi,
sérstaklega hvað varðar viðskipti
og fjárfestingu í Suður-Afríku.
Auka þarf refsiaðgerðir þar sem
þær koma að mestu gagni í bar-
áttunni að Apartheid stefnu
stjómvalda. Einnig ber að styðja
enn frekar eigin áætlun Alþjóða-
sambands frjálsra verkalýðsfé-
laga til hjálpar sjálfstæðri verka-
lýðshreyfingu svertingja í Suður-
Afríku.
í 1. maí ávarpi Alþjóðasam-
bands frjálsra verkalýðsfélaga á
síðasta ári var minnt á verkafólk,
sem býr við harðstjóm alræðis-
þjóðfélaga. Jafnframt var áhersla
lögð á hugsjónir frelsis og réttindi
verkalýðsfélaga. Sambandið lítur
svo á, að óháð verkalýðshreyfing
hafi verið mestur aflvaki og burð-
arás mannréttinda í heiminum.
Lýsandi dæmi um þetta er sjálf-
stæðverkalýðshreyfingþeldöickra
í S-Afríku. Félagar em nú um
hálf milljón. Með fádæma hug-
rekki, fómum og tryggð við hug-
sjónir frjálsrar verkalýðshreyf-
ingar hafa samtök þeldökks
verkafólks orðið áhrifamikið bar-
áttutæki gegn kúgun svarta meiri-
hlutans í landinu. Þau hafa barist
fyrir frelsi, réttlæti og afnámi Ap-
artheid, og þannig reynt að koma
í veg fyrir blóðbað, sem óum-
flýjanlegt er, ef staðið verður til
lengdar gegn grundvallanréttind-.
um meirihlutans.
Á alþjóðlegum baráttudegi
verkafólks senda aðildarsam-
bönd Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsféiaga um allan heim -
alls 141 samband í 98 löndum
með 82 milljónir verkamanna að
baki - þeldökkum verkamönnum
í Suður-Afríku baráttu- og sam-
stöðukveðjur. Þeir heyja harða
baráttu fyrir þeim markmiðum,
sem eru einkunnarorð Alþjóða-
sambands frjálsra verkalýðsfé-
laga: Brauð, friður og frelsi.
1. maí kaffi Svalanna Hótel
Sögu kl. 14.00
Hlaðin borð af kræsingum. Stórkostlegt happdrætti, ferðavinningarog boð á
veitingahús, leikföng og margt fleira. “
Tískusýningar kl. 14.30 og 15.30.
Sýnd verða fötfrá eftirfarandi verslunum:
Dömugarðinum, Öndum og höndum, Bernharð Laxdal, aukþess
sólgleraugu frá Linsunni. Snyrtivörur frá Lauru Biagotti, snyrtaf
snyrtistofunniMandý, Laugavegi 15.
Svölukaffi svíkur engan. Allur ágóöi rennur til líknarmála.
SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.
Bandalag starfsmanna
ríkis og bœja
sendir félagsmönnum sínum og öllum launa-
mönnum baráttukveðjur á hátíðisdegi launa-
fólks.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 1. maf 1985