Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 5
1 1. MAÍ Bjartsýni er baráttunesti Verkalýðshreyfingin setur kröfu um kaupmáttartryggingu áoddinn. VSÍ leggst alfarið gegn verðbótum á laun. Tvísýn staða. Vordagar, - hækk- andi sól og hugur í fólki. Á 1. maí staldra menn gjarnan við og líta yfir sviðið, kanna viðstöðu andstæð- ingsins, skilgreina markmiðin framundan, brýna til baráttu, hvessa eggjar. Sjaldan hefur verið meiri þörf á því en einmitt í dag. Viö búum við tíma þar sem sameiginlegt vald ríkisstjómar og atvinnurekenda hefur knúið verkalýðshreyfinguna á undan- hald um tíma. Alltof margir hafa fallist á þau rök að kjaraskerðing væri óhjákvæmileg til að rétta úr kút sameiginlegs fjárhags okkar sem þjóðar. Nú er hins vegar far- ið að renna upp ljós fyrir mörgum - menn eru að sjá að þeir voru hafðir að ginningarfíflum. Meðan tekjur almennings skruppu allverulega saman í nafni sameiginlegs þjóðarhags fitnuðu milliliðirnir sem aldrei fyrr. Meðan hagur alþýðu manna var með versta móti þá greindu opinberar skýrslur frá því að hag- ur verslunar og þjónustu væri „með skásta móti“. Meðan stjórnvöld sáu til þess að arður- inn af striti fólksins í fiskverkun og sjávarútvegi úti á landsbyggð- inni var nánast tekinn opinberu eignamámi og færður á silfurfati yfir í vasa milliliðamógúlanna í Reykjavík þá brostu stjórnar- herrar afsakandi og sögðu við fólk: Þetta er allt í nafni þjóðar- hags. Af hálfu stjórnvalda vom for- sendur febrúarsamninganna á síðasta ári þær, að þjóðarfram- leiðsla myndi dragast saman á ár- inu og töluvert minna verða til skiptanna. Þess vegna vildu þau draga úr kaupmætti. En þegar upp var staðið í árslok kom auðvitað í ljós að þjóðarfram- leiðsla hafði ekki minnkað, - heldur vaxið! Sú auðaraukning kom aldrei í vasa fólksins í landinu. Þvert á móti minnkaði kaupmáttur okkar. Við vomm höfð að ginningar- fíflum ósvífinna stjórnvalda og atvinnurekenda. Kaupmáttartrygging Fyrsta morgunverk núverandi ríkisstjórnar á valdatróni var að banna með lagaboði greiðslu dýr- tíðarbóta « svonefndrar verðtryggingar á laun. Dýrtíðar- bætumar höfðu þó verið hluti frjálsra samninga milli verkalýðs- félaganna og atvinnurekenda. Afnám þeirra varð launafólki dýrkeypt. Síðan þá hefur kaup- máttur umsaminna tekna verið að dragast saman. í dag er hann orðinn fjórðungi rýrari en við upphaf ríkisstjómarinnar. Það jaftigildir því, að stjórnvöld hafi hrifsað úr vösum okkar fjórðu hverja krónu af þeim launum sem við höfðum, þegar hún komst á valdastóla. Reynsla tveggja síðustu ára hefur sýnt okkur og sannað, að samningar án einhvers konar dýr- tíðarbóta eru harla lítils virði. Dæmið af BSRB-verkfallinu og samningunum í lok þess segir allt sem þarf. Þar náðust fram góðar kauphækkanir, en engin kaupmáttartrygging. Blekið á samningnum var tæpast þornað þegar byrjað var að krukka í kaupmáttinn með gengisfell- ingum og skipulögðu gengissigi og í dag er búið að stela nánast öllum hinum fjárhagslega ávinn- ingi verkfallsins af okkur. Þess vegna er alveg ljóst, að höfuðkrafan í næstu samninga- gerð verður kaupmáttartrygging í einhverju haldbæru formi. Um þetta em allir félagar í verkalýðshreyfingunni sammála. Alþýðusamband íslands hefur þegar lagt kjölinn að næstu samn- ingum með því að setja fram þrjár meginkröfur: ■ Kaupmáttartrygging. ■ Hinum glataða kaupmætti verði náð aftur. ■ Laun þeirra lægst launuðu verði hækkuð sérstaklega. Svardagar VSÍ Það er að sönnu rétt, að lög- boðið bann við dýrtíðarbótum á laun rennur út í júní og í við- ræðum við verkalýðshreyfinguna hafa stjórnvöld fallist á að fram- lengja það ekki. Þar með skyldi þó enginn halda að björninn sé unninn. Stjórnvöld eru eftir sem áður jafn mikið á móti því að ein- hvers konar dýrtíðarbætur verði reiknaðar á laun. Hins vegar meta þau stöðuna þannig, að sökum þeirrar feykilegu kjara- skerðingar sem launafólk hefir sætt, þá sé frá pólitísku sjónar- miði afar erfitt að ríkisstjómin verði sá aðili sem tálmi upptöku einhvers konar kauptryggingar. í annan stað telja þau að samtök atvinnurekenda, VSÍ, séu nú nógu sterk til að geta á eigin spýt- ur andæft kröfunni um dýrtíðar- bætur. Viðhorfið er þannig óbreytt, en það hafa orðið hlut- verkaskipti: VSÍ verður nú sá að- ili sem verður látinn spyrna fót- um gegn upptöku dýrtíðarbóta - en ríkisstjórnin mun standa álengdar hjá og tæpast grípa inn í átökin nema sýnt verði að máttur verkalýðshreyfingarinnar sé að knýja VSÍ til eftirgjafar. I stíl við þessi hlutverkaskipti hefur VSÍ nú haft um nokkurt skeið uppi heita svardaga um að samtökin muni aldrei fallast á að laun verði verðtryggð á nýjan leik. Það er því meir en líklegt að þegar líður á samningagerð muni verkalýðshreyfingin neyðast til að beita afli sínu og aðgerðar- mætti til að knýja fram haldbæra kaupmáttartryggingu. Falsrök Sýnt er, að með því að knýja fram kaupmáttartryggingu myndi verkalýðshreyfingin stór- lega skerða möguleika atvinnu- rekenda til aukins gróða. Þeir beita því öllum áróðursmætti sín- um til að telja launafólki trú um, að það sé því sjálfu fyrir bestu að taka ekki upp verðbætur á laun. Rökin eru þau, að verðbæturnar muni magna upp verðbólgu, sem öllum er skaðleg. Þessi rök eru hins vegar falsrök. Þau eru ekki byggð á staðreyndum. ■ Það hafa aldrei verið færðar ótvíræðar sönnur á fullyrðingu atvinnurekenda um að verð- trygging launa valdi verðbólgu. ■ Hægt er að benda á mörg lönd þar sem laun voru verð- tryggð með beinni vísitölubind- ingu en verðbólga var eigi að síður mjög lág. Þessar upplýsing- ar hafa meðal annars komið fram hér í Þjóðviljanum. ■ Um langt skeið fiktuðu ís- lensk stjórnvöld við vísitölubind- ingu launa sem var við lýði áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Dýrtíðarbætur voru ýmist skertar, tafðar eða teknar af með öllu. Ekkert bendir til að þetta fikt hafi fært verðbólguna niður. ■ Verðtrygging launa er ein- faldlega leið til að halda um- sömdum kaupmætti óbreyttum út samningstímabilið. Hún er frá- leitt ávísun á verðbólguskriðu. Þægileg gleymska Það er allrar athygli vert, að þegar atvinnurekendur og mál- gögn þeirra ræða um verðtrygg- ingu launa og verðbólgu, þá er þess ævinlega vendilega gætt, að fela þann möguieika að það séu í rauninni atvinnurekendur sem hafi átt stærstu sök á verðbólg- unni á tímum verðtryggðra launa. Eigi að síður er það stað- reynd, að gífurleg brögð voru að því að einmitt þeir gengju á lagið á hækkuðu verðlag á þjónustu og vörum alltof mikið og alltof fljótt eftir hverja einustu launahækk- un. Þessu hins vegar „gleyma" at- vinnurekendur og attaníossar þeirra í fjölmiðlaheiminum. Sé staðhæfing atvinnurekenda um tengsl milli verðbólgu og launahækkana af völdum vísi- tölubindingar launa rétt, þá ætti sömuleiðis að vera samband á milli verðbólgu og launaskriðs. Launaskrið hefur átt sér stað næstum því alls staðar í atvinnu- lífinu, einfaldlega vegna þess að fólk lifir ekki á umsömdum töxt- um. í einstökum geirum er þetta launaskrið allverulegt. Þar sem hér er um að ræða launahækkanir umfram samningsbundin laun, þá er ekki hægt að telja þær verkalýðshreyfingunni til tekna, - né heldur kenna henni um verð- bólguáhrif launaskriðs. En er það ekki skondið, að aldrei hefur Morgunbiaðið eða talsmenn VSÍ sett á tölur um að launaskriðið magni verðbólgu? Ástæðan er einfaldlega sú að síbylja atvinnurekenda um að einhvers konar verðtrygging launa hleypi af stað verðbólgu- fljóti er fyrst og fremst áróður sem þeir nota til að fæla fólk frá stuðningi við kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar um verðtrygg- ingu. Þeir hafa hins vegar ekkert á móti launaskriði - því þeir ráða því algerlega sjálfir. Þeir vilja hafa það í hendi sér hvenær þeir hækka launin og hvenær þeir lækka þau, - hvenær þeir krukka í kaupmáttinn og hvenær ekki. Launaskríð yfir línuna þýðir ein- faldlega að þeir taxtar sem verka- lýðshreyfingin semur um eru ekki í gildi. Þarmeð hefur atvinnurek- endum tekist að lama áhrif hreyfingarinnar allverulega. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að þeir hamla af alefli gegn kaupmáttartryggingu - það eykur áhrif þeirra en rýri áhrif verkalýðshreyfingarinnar að sama skapi. Tvísýn staða Staðan í dag er tvísýn. Verka- lýðshreyfingin mun setja á oddinn kröfur um kaupmáttar- tryggingu. VSÍ hafnar alfarið öllum verðbótum. Hjá VSÍ hafa jafnframt átt sér stað nokkur mannaskipti í forystunni og inn komið menn með harðari og óbil- gjamari afstöðu til verkalýðs- hreyfingarinnar en var að finna hjá sumum þeirra sem brott gengu. Þess vegna hafa líkurnar aukist á því að í viðskiptum VSÍ og verkalýðshreyfingarinnar sverfi til stáls. Verkföli eru að sjálfsögðu ekki skemmtiatriði fyrir einn eða neinn, og það er alveg ljóst að til þeirra verður ekki gripið nema í ítrustu neyð. Hreyfingin mun ekki stefna fólki sínu í aðgerðir nema annars sé ekki kostur og fyrir því sé fullur vilji. Allar að- gerðir hennar miðast að sjálf- sögðu við það, að ná sem mestu með sem minnstum tilkostnaði, - höggva eins drjúgt strandhögg í lendum andstæðinganna og hægt er með sem minnstum fómum. Þess vegna er nú brýnt, að menn fari þegar að leggja saman höfuð til að hugsa út rétta baráttutakt- ík. Ef nauðsynlegt kann að reynast að nota aðgerðamátt verkalýðshreyfingarinnar verður að liggja fyrir hvaða ráð reynast best. Umfram allt: fólk verður að gera sér grein fyrir að eigi að ná fram þeim kröfum sem verka- lýðshreyfingin hefur sett fram, þá kann fyrst að skerast í odda. Því verður fólk að vera viðbúið. Kjarabætur eru ekki manna sem fellur af himnum. Þær nást ekki mótstöðulaust. Hins vegar er hugur í fólki um þessar mundir. Menn eru bjartsýnir og bjartsýni er baráttunesti. Látum órétt síðustu tveggja ára verða okkur öllum að heitri eggj- an! Mi&vlkudagur 1. mal 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.