Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 21
1. MAI Minni launavinna -verra eða betra líf? Vinna og verkalýður á næstu árum Árni Bergmann tók saman Vandamál verkafólks í ná- lægum löndum eru um margt ólík þeim sem mæta íslensku verka- fólki í dag. Hér er kaupið lægra en atvinnan meiri og húsnæðis- málin í alveg sérstökum hnút. En í Vestur-Evrópu ganga nú átján miljónir manna atvinnulausar eða um 12% vinnufærra manna. Ungir atvinnuleysingjar, sem hafa kannski aldrei fengið neina vinnu, eru hlutfallslega helmingi fleiri víðast hvar en nemur með- altalinu. Um leið gerir hægri- sveiflan harða hríð að atvinnu- leysisbótum og vísar á góðgerða- starfsemi og súpueldhús. Engum virðist lengur detta annað í hug en mikið atvinnuleysi sé til lang- frama. Við vitum að sjálfsögðu of fátt um þróun næstu ára. En eins víst að margt það sem er samtíð í grannlöndum verði okkar fram- tíð að meira eða minna leyti. Þetta gæti gerst Spádómar eru margir heldur dapurlegir um framtíðina. Ein spáin hljómar á þessa leið: - Launuð störf skreppa saman. - Þeirri vinnu sem eftir verður mun skipt ójafnar niður en nú er. - Tekjumunur mun aukast. - Skattar á atvinnutekjur munu vaxa. - Hagnýtt frístundastarf verður bannað. Pað er að segja: þetta gæti allt gerst. En vitanlega er hægt líka að benda á leiðir sem liggja í aðra átt. Skoðum þetta smástund. Launuð störf skreppa saman: Um þetta eru flestir sammála. Tæknibyltingin sér fyrir þessu og það er ekki líklegt að menn geti eða vilji stöðva hana. Og tækni- bylting samtímans drepur eldri störf af meiri hraða en allar fyrri tæknibyltingar. Ný störf hafa jafnt í einkaframtaksríki sem Bandaríkjunum og velferðarríki eins og Svíþjóð einkum orðið til á sviði þjónustu (hvort sem væri á matstofum eða sjúkrahúsum) - en að sjálfsögðu á einnig sá vöxt- ur sín takmörk. Viðbrögð verkalýðssamtaka við þessari þróun eru ekki á einn veg. Margir fagna þeim mögu- leika að fólk losni við einhæfa og erfiða vinnu vegna tilkomu sjálf- virkni. Aðrir segja það litla hugg- un þegar um leið sé miljónum manna kastað út í stöðugt atvinnuleysi. Annaðhvort eða Vinnunni sem eftir er verður skipt ójafnar niður. Hvers vegna? Jú - aftur vegna þess að tækniþróunin krefst mjög sér- hæfðra starfsmanna, sem mikið hefur kostað að mennta og þjálfa. Arðsemisjónarmiðin krefjast þess, að slíkur vinnukr- aftur sé nýttur til fulls: það er jafn óhentugt að vannýta slíkt fólk og að stöðva sjálfar vélarnar. Því verða sumir launamenn hart keyrðir, en aðrir hálfvegis eða með öllu atvinnulausir. Þetta er þróun sem er hagstæð fyrir kapítalista, en vitanlega er hún ekki óumflýjanleg. Og þessi þróun, ef hún fær fram að ganga, mun einnig leiða til meiri tekju- munar: atvinnurekendur hafa ekkert á móti því að borga vel þeim sem eftir verða yfir tölvum og vélmennum. Að því er hina varðar, þá verða þeir settir á framfærslu. Sem hefur til- hneigingu til að rýrna vegna óá- nægju þeirra sem góð kjör hafa með það að þurfa að borga vax- andi skatta til að halda velferð- arkerfinu gangandi. Pað er í kringum þennan hring, sem margir mundu kalla víta- hring, sem pólitísk átök milli vinstri og hægri og svo átök innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar munu vafalítið að miklu leyti snú- ast á næsta skeiði. Laun eða atvinna? Fréttir frá Bretlandi Thatchers staðfesta einmitt mjög rækilega þessar hneigðir: þar hafa stjórn- endur og allskonar sérhæfðir fengið miklar kauphækkanir, kjör hinna lægst launuðu hafa versnað. Þegar stjórn Schluters í Danmörku setti á dögunum 2% þak á launahækkanir þá var það einnig ætlað að halda lágum launum niðri - allir vissu að þeir sem betur væru settir mundu njóta launaskriðs langt fram yfir rammann. Nú síðast er frá því sagt, að Frjálslyndir, annar borg- aralegra stjórnarflokka í Vestur- Þýskalandi ætli að slá sér upp hjá miðstéttunum með því að boða launalækkun sem svar við atvinnuleysi. M.ö.o. að afnumin séu ákvæði og samningar um lág- markslaun til að fjölga atvinnu- tækifærum. Verkalýðshreyfingin getur að sönnu bent á það, að sú stefna að umbuna þeim ríku og betur settu og þrýsta niður kjörum hinna dregur ekki úr atvinnuleysi. Eftirspurn eftir lúxusvöru og þjónustu hefur að vísu vaxið bæði í Bandaríkjum Reagans og Bret- landi Thatchers, en meðal hinna fátækari dregst neyslan svo sam- an með versnandi kjörum. En yf- irleitt sýnist þeim sem með frétt- um fylgist, að mikið vanti á að verkalýðshreyfingar kunni svör við þeirri sundurvirkni sem felst í þróun síðari tíma. Víða gætir í vaxandi mæli skorts á samstöðu milli þeirra sem telja sig í tryggri stöðu, og þeirra sem ramba á barmi langvarandi atvinnuleysis. Um fjórðungur breskra kola- námumanna, yfirleitt úr ríkustu námunum, fóru aldrei í verkfallið mikla - og þar með var vísir kom- inn að ósigri Scargills og hans manna. Á Ítalíu er mikið talað um tvískiþtingu verkafólks í „launasinna” og „atvinnusinna” - þeir sem betur eru settir setja á oddinn enn hærri láun - og eru þá eftir því tregir til að borga hærri skatta í velferðina - í millifærslur til þeirra sem erfiðast eiga. „Atvinnusinnar” eru hinsvegar fylgjandi stighækkandi skatta- kerfi og margskonar opinberum afskiptum sem auka atvinnu - líka og ekki síst þar, sem arðsemi- sjónarmið hafa „reiknað burt” heil fyrirtæki og þar með þorp og bæi. Launavinna og frístundir Sjónarmið „atvinnusinna” og reyndar fleiri renna svo stoðum undir spádóm, sem sýnist fárán- iegur: að reynt verði að banna hagnýtt frístundastarf. Rök máls- ins geta verið þessi: með meiri tækni og atvinnuleysi fá menn aukna möguleika á að vinna án launa ýmis störf í þágu sjálfra sín og annarra. En bæði skattayfir- völd og einstök verkalýðsfélög snúa sér gegn slíku - því með slíkri vinnu er verið að taka launaða vinnu frá einhverjum og koma vissri starfsemi út úr opin- beru eftirlitskerfi. Um þetta eru ýmis dæmi: Rauðakrossfólk fær ekki að vinna ókeypis á sjúkra- húsum, foreldrar fá ekki að hjálpa til á dagheimilum barna sinna utan dagskrár - svo tekin séu dæmi úr Svíþjóð. Hvert skal halda? í þessum efnum öllum er mörgu ósvarað. Það sýnist þó ljóst, að ef hægriflokkar og kapít- alistar þeirra hafa sitt fram, mun rísa upp ný tegund stéttaskipting- ar við hlið þeirrar sem fyrir var: hinn mikli munur milli þeirra sem eru eftirsóttir starfskraftar og allra hinna. Verkalýðshreyfingar og flokkar hafa til þessa verið í varnárstöðu: það er reynt að slá skjaldborgir um velferðarþjón- ustuna, berjast gegn uppsögnum. Það sjónarmið á vaxandi fylgi að fagna, að setja beri á oddinn styttingu vinnuviku frekar en launamál - og má þá vísa til ný- legra dæmi bæði úr Vestur- Þýskalandi og Danmörku. Framtíðarstefnan er samt mjög óljós. Fáir leggja út í þá róttæku endurskoðun á launavinnu og lífskjarastefnu, að það sé í raun- inni hægt að lifa betur þótt hver og einn vinni miklu minna, og kaupi miklu minna - m.a. með því að frístundir hans nýtast betur en áður til margra þeirra hluta og þjónustu sem áður voru greiddir launapeningar fyrir. Þó eru menn að fikra sig áfram með þetta hér og þar. Og hjá þeim sem svo hugsa, er því dæmi velt upp, að kannski ættu menn að skipta samfélaginu upp í sósíalskan geira, þar sem séð er fyrir grund- vallarþörfum allra, og „umfram- geira” þar sem menn geta gefið persónulegu frumkvæði lausan tauminn, hvort sem menn nú vilja vinna hjá sjálfum sér, öðr- um, eða leika sér. Þegar öllu er á botninn hvolft er spurt um það, hvort menn hafi pólitískan vilja og aðferð til að gera vélamar að þeim þrælum sem gefa mannfólkinu aukið frelsi, eða hvort forræði yfir tækninni verður sem og oft áður til að frelsa fáa en halda hinum í vítahring eymdarinnar. Mlðvlkudagur 1. maí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.