Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 14

Þjóðviljinn - 18.05.1985, Page 14
Jón Ingi sýnir ó Selfossi í dag, laugardag, kl. 14 opnar Jón Ingi Sigurmundsson mál- verkasýningu í Safnahúsinu á Sel- fossi. Þar sýnir hann 35 olíu-, pastel- og vatnslitamyndir. Þetta er önnur einkasýning Jóns Inga en hann hefur tekið þátt í sam- sýningum Myndlistarfélags Árn- essýslu. Sýningin verður opin til 27. maí, virka daga frá kl. 15-22 og kl. 14-22 um helgar. Tvennir tónleikar Tónlistarskólinn á Akureyri heldur tvenna tónleika nú um helgina. Þeir fyrri veröa ísal skólans í dag, laugardag, kl. 17. Þar leikur Aöalheiöur Matthíasdóttir á fiðlu við pían- óundirleik Kristins Arnar Krist- inssonar og Aðalheiðar Egg- ertsdóttur. Auk þess leikur Fanny T ryggvadóttir á þver- flautuíeinuverki. Þettaeru lokaprófstónleikar Aðalheiðar og á efnisskránni eru verk eftir Hándel, Beethoven, Pugnani, Kreislerog CesarCui. Síðari tónleikarnir verða á morgun, sunnudag, kl. 20.30 í Akureyrarkirkju. Þar leikur sin- fóníuhljómsveit skólans en gestir á tónleikunum verða Karlakór Akureyrar og Karlakórinn Geysir. Á efnisskránni er Fin- landia eftir Sibelius, verk eftir Grieg og Bizet auk þess sem frumflutt verður nýtt tónverk eftir einn af kennurum skólans, Oliver Kentish. Þetta er 18. verk- ið sem flutt er eftir hann á 7 ára ferli við skólann. Stjórnendur verða Michael J. Clarke og Oli- ver Kentish. - ÞH Símon og Siegfried Áfram halda þeir gítarl- eikarnrnir Símon H. ívarsson og Siegfried Kobilza á tónleikaför sinni um landið. Næstu tónleikar verða á morgun, sunnudag, kl. 17 í Grindavíkurkirkju, daginn eftir kl. 20.30 verða þeir í Ytri- Njarðvíkurkirkju, á þriðjudag- inn kl. 20.30 á hótelinu í Borgar- nesi og á miðvikudag kl. 20.30 í grunnskólanum í Olafsvík. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Bach, Beethoven, de Falla og Boccherini. - ÞH Gítartónar á Húsavík Á morgun, sunnudag, kl. 20.30 heldur Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari einleikstónleika í Húsavíkurkirkju. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. verk eftir meistara barokktímabilsins, Bach og Scarlatti, og verk eftir spænska tónskáldið Albeniz. Átta strengjastúlkur með stjórnanda sírium, Jakob Hallgrímssyni. Tónlistarskóli Seltjarnarness Strengjasveitin spilar í Neskirkju Á mánudagskvöldið kl. 20.30 heldur Strengjasveit Tónlistar- skólans á Seltjarnarnesi ásamt Skólakór Seltjarnarness og nem- endum úr Tónlistarskólannum þar tónleika í Neskirkju Tónleikarnir eru haldnir vegna fyrirhugaðrar Noregsfarar Strengjasveitarinnar, en hún ætl- ar nú að endurgjalda heimsókn „Veslefrikk Strykeorkester“ frá Osló í fyrra. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Heiðarsel í Jökuldalsheiði, var í byggð til haustsins 1948. Jökuldalshelðin Dagskrá um Jökuldalsheiðina verður flutt í Norræna húsinu laugardaginn 18. maí 1985 kl. 14.00. Þar mun Bjarni Vilhjálms- son segja frá Halldóri Stefánssyni og ritverki hans, Gunnar Valdim- arsson lesa ljóð og Skjöidur Eiríksson segja frá landkostum heiðarinnar. Sýndar verða lit- skyggnur þ.á m. af bæjum og bú- endum og segir Auðunn H. Ein- arsson stuttlega frá sumum myndanna. Kaffiveitingar verða í kaffistofu Norræna hússins. bsk Tónlistarskólinn Tónleikar ó laugardag Lokaatriðið ó afmcelisdagskró Kópavogs verðuríkirkjunni Tónlistarskóli Kópavogs held- urtónleika í Kópavogskirkju laugardaginn 18. maíog verða þeir fluttir í tilefni af þrí- tugsafmæli kaupstaðarins. Tónleikarnir eru lokaatriðið á afmælishátíðinni í Kópavogi. Efnisskrá: Hljómsveit skólans leikur undir stjórn Þórhalls Birg- issonar. Hún leikur t.d. fimm þjóðlög í útsetningu Snorra Sig- fúsar Birgissonar, - og fluttur verður fyrsti þáttur úr flautukon- sert eftir Leclair, einleikari er Hallfríður Ólafsdóttir og þrjá þætti úr Vatnasvítunni eftir Hándel. Þarna mun blokkflautusextett leika barnalög eftir Bartók og fluttur verður einleikur á píanó: víkivaki eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Apríl úr Árs- tíðunum opus 37 B eftir Tchaik- ovsky og það er Kolbrún Jóns- dóttir sem leikur. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 á laugardaginn. Með nótur og píanista upp á vasann Dagana 20.-21. maí verður verður í Norræna húsinu kl. möguleiki að bæta við örfáum baritónsöngvarinn William Park- 10.00-13.00 báða dagana. söngvurum. Þeir sem vilja syngja er með námskeið fyrir söngvara Þátttöku- og áheyrendagjald er fyrir Parker geta tekið nótur og og söngnemendur. Námskeiðið hið sama, kr. 300,- á dag. Enn er píanista með sér. bsk Vorblót '85 Tónlistarmenn safna fé I dag, laugardag, kl. 14 verða haldnirtónleikar í Háskólabíói undir nafninu Vorblót ’85. Þar koma fram tónlistarmenn af ýmsum stærðum og gerðum og ætla með þessu að afla fjár til kaupaáfélagsheimilifyrir tónlistarmenn íReykjavík. Félagsheimilið er við Vatnsstíg 3 og hefur áður verið sagt frá því hér í blaðinu. Það hefur verið í eigu SATT, samtaka alþýðutón- skálda og tónlistarmanna, en um síðustu áramót var ákveðið að bjóða öðrum samtökum aðild að húsinu og breyta því í félagsheim- ili. Ákveðið var að safna hlutafé að upphæð 4 miljónir króna og hefur þegar verið safnað liðlega helmingi þeirrar upphæðar en stofnfundur nýja hlutafélagsins verður haldinn nú í júní. Að söfnuninni standa öll helstu félög tónlistarmanna. Það er fjölskrúðugur hópur sem kemur fram á tónleikunum í dag. Jazzvakning sendir þangað kvartett Kristjáns Magnússonar píanóleikara sem auk hans er skipaður þeim Þorleifi Gíslasyni saxófónleikara, Árna Scheving bassaleikara og Sveini Óla Jónssyni slagverksleikara. Full- trúar Musica Nova verða Sigurð- ur I. Snorrason klarinettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdótt- ir píanóleikari. Kvæðamannafé- lagið Iðunn sendir nokkra félags- menn á vettvang og Big band Svansins mætir á svæðið. Þar verður einnig Nýja strengja- sveitin með Bernharð Wilkinsor sem einleikara, Kór íslensku óp erunnar og Blásarakvintet Reykjavíkur, skipaður þeirr Bernharði Wilkinson flautu- leikara, Daða Kolbeinssyni óbó- leikara, Einari Jóhannessyn: klarinettleikara, Jóseph Ogni- benen hornleikara og Hafsteini Guðmundssyni fagottleikara. Fé- lag íslenskra tónlistarmanna sendir á vettvang píanóleikarana Gísla Magnússon og Halldói Haraldsson sem leika tví- leiksverkið Scaramouche sem þeir léku í siónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Öperudeild Félags ís- lenskra leikara sendir hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurð Björnsson söngvara sem syngja við píanóundirleik Jóns Stefáns- sonar sem jafnframt er kynnir hátíðarinnar og síðast en ekki síst bregða nokkrir félagar úr Félagi harmonikkuunnenda á leik. Eflaust munu einhverjjr sakna framlags úr heimi dægurlagatón- listarinnar. Fjarvera popparanna á sér þá skýringu að tækjabúnað- ur þeirra fer mjög á skjön við aðra tónlistariðkan og var ekki talið svara kostnaði að stafla upp miklum græjum fyrir kannski 7 mínútur. Þess vegna ákváðu popparar að halda sína eigin fjár- öflunartónleika síðar í sumar eða haust. En þótt popparar séu fjarri góðu gamni mun ekki skorta á fjölbreytnina á tónleikunum í Háskólabíói í dag. Því er lofað að dagskráin verði af léttara taginu og ættu flestir að finna þar eitthvað við sitt hæfi samhliða þvf að þeir styrkja fagurt málefni með nærveru sinni. - ÞH Myndlist í Hvassaleiti Myndlistaklúbbur Hvassa- leitis heldur málverkasýningu í Hvassaleitisskóla dagana 19.-20. maí, frá kl. 14.00- 22.00. Á sýningunni eru 153 málverk auk teikninga sem félagarnir 24 hafa dregið á síðustu tveimur árum. Myndlistaklúbbur Hvassaleitis hefur nú starfað í sjö ár og er þetta þriðja samsýning hans. Leiðbeinandi sl. 5 ár hefur ver- ið Sigurður Þórir Sigurðsson myndlistamaður. bsk Tvennir lokatónleikar Á morgun og mánudag verða tvennir tónleikar á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Þeir fyrri verða í húsakynnum skólans að Skipholti 33 á morgun, sunnudag, kl. 17 en þá leikur Sigurður Halldórs- son á selló verk eftir Bach, Beethoven, Peder Holm og Brahms. Sigurður er að Ijúka burtfararprófi frá skólanum en með honum leikur Brynhildur Ásgeirsdottir á píanó. Síðari tónleikarnir eru í Nor- ræna húsinu á mánudag kl. 20.30. Þar fer fram síðari áfangi í ein- söngvaraprófi Elísabetar Waage mezzó-sópran söngkonu. Á efn- isskránni eru verk eftir Edward Grieg, Caldara, Atla Heimi Sveinsson, Charles Ives, Fauré og Mahler. Við píanóið er Jónas Ingimundarson. - ÞH Elísabet Waage mezzó-sópran. Sigurður Halldórsson sellóleikari. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.