Þjóðviljinn - 16.06.1985, Qupperneq 10
-
Loftskeytastöðin við Rauðará. Fyrir róttum 80 árum barst í fyrsta skipti skeyti til
Islands um þessa stöð.
mikla athygli í Reykjavík. Á-
kvörðuninni um sæsímann varð
þó ekki haggað þrátt fyrir það að
bændur fjölmenntu til Reykja-
víkur til að mótmæla honum.
Fundur þeirra skoraði á þing og
stjórn að sinna frekar tilboðum
loftskeytafélaga um loftskeyta-
samband milli íslands og útlanda
og innan lands.
Goðafoss
fyrstur
með tœki
Marconistöðin var starfrækt
fram í október 1906 er hún var
lögð niður. Árið 1911 var uppi
ráðagerð um þráðlaust samband
við Vestmannaeyjar en ekki varð
af þeirri framkvæmd og var þá
lagður sæsímastrengur á vegum
einkaaðila, sem fengu einkarétt
um sinn, en ríkið yfirtók þó fyrir-
tækið innan fárra ára.
Eftir Titanic-slysið 1913 vakn-
aði áhugi fyrir skiparadíói í
Reykjavík eða nágrenni. Alþingi
fól ráðherra að koma upp stöð-
inni en ekkert gerðist í málinu
fyrr en 1915. Þar ár komu fyrstu
skip Eimskipafélags íslands,
Gullfoss og Goðafoss, til landsins
með radíótæki innanborðs.
Þegar Goðafoss kom til lands-
ins í júnímánuði 1915 var hann
fyrsta íslenska skipið sem var
Símstöðvarfólk á Seyðisfirði snemma á öldinni. I fremstu röð f.v.: Brynjólfur
Eiríksson, Ida Jensen, Sigurveig Guttormsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir
(aðeins fyrir aftan), Ágústa Faarberg, Brynhildur Haraldsdóttir og Snorri Lárus-
son. I efri röðum f.v.: Nielsen, Andersen, Christiani símstöðvarstjóri (lengst t.v.
efst), Solveig Jónsdóttir, Gísli Lárusson, Áslaug Árnadóttir, Emil Jónasson,
Þórarinn Kristjánsson, Jónas Lilliendahl, Árni Kristjánsson og Þorsteinn Gísla-
son. Sá síðastnefndi smíðaði loftskeytastöð 1912 og var hún eina loftskeyta-
stöðin á landinu þar til loftskeytastöðin á Melunum í Reykjavík var tekin í notkun
1918.
Loftnet stöðvarinnar var 200
metra langt á tveim 77 metra
háum stálmöstrum. Árið 1924
var einnig settur upp 2 kw
neistasendir, að mestu smíðaður
á verkstæði Landsímans og ætl-
aður til viðskipta við skip.
Auk þessarar stöðvar voru
settar upp smærri radíóstöðvar á
ísafirði, Siglufirði, Seyðisfirði,
Vestmannaeyjum, Flatey á
Breiðafirði, Hesteyri og seinna í
tók til starfa, fyrst óformlega, 10.
október 1930 með tilraunasend-
ingum og síðan 21. desember
sama ár með fastri dagskrá.
Ríkisútvarpið var frá byrjun
undir stjórn fimm manna út-
varpsráðs og útvarpsstjóra. Áður
en Ríkisútvarpið tók til starfa
hafði um nokkurt skeið starfað í
Reykjavík ófullkomin útvarps-
stöð sem sendi út helstu fréttir.
Árið 1934-35 var komið á radí-
ósambandi milli Reykjavíkur og
Saga
Loftskeyti með leynd
80 ár frá því að ísland komstí loffskeytasambaná
við útlönd og 70 árfrá því að fyrsta íslenska skipið fékk loftskeytatceki
Snemmsumars 1905
sendi Marconifélagið í
London fulltrúa sinn, W.
Densham, með leynd hing-
að til lands með Lauru.
Hann hafði í farangri sínum
radíómóttakara. Um þetta
leyti stóð slagurinn um það
hvort koma ætti upp þráð-
lausu sambandi við útlönd
eða leggja sæsíma til
landsins.
Svo vildi til að með sama skipi
kom Hannes Hafstein ráðherra
sem samninginn við Mikla nor-
ræna símafélagið um lagningu sæ-
símans. Mun hann ekki hafa haft
minnsta grun um að samfarþegi
hans, Densham, væri útsendari
Marconifélagsins og væri að
smygla loftskeytatækjum inn í
landið. Þegar eftir komuna til
Reykjavíkur hóf Densham að
reisa loftskeytastöð skammt
innan við bæinn hjá Rauðará.
Hinn 26. júní 1905 var tilkynnt að
hann hefði móttekið loftskeyti
frá Poldhu í Cornwall í 1850 km
fjarlægð. ísland var komið í beint
loftskeytasamband við önnur
lönd og eru því liðin rétt 80 ár frá
þeim atburði.
Þess skal hér getið að þegar
fyrstu loftskeytin voru send frá
íslandi voru aðeins tvö ár liðin frá
því að Marconi (1874-1937) hafði
í fyrsta sinn tekist að senda þráð-
laust skeyti yfir Atlantshafið. Það
var sent frá St.Johns í Nýfundna-
Iandi til móttökustöðvar í
Cornwall.
Marconiloftskeytastöðin á
Rauðará vakti að vonum geysi-
Frá Seyðisfirði. Næst er Gíslahús en fyrir aftan það sést I gaflinn á Stefánshúsi.
Milli þessara húsa var í fyrsta sinn sent þráðlaust skeyti innanlands árið 1912.
búið loftskeytatækjum. I þessum
mánuði eru því 70 ár liðin frá
þeim atburði. Við komu Foss-
anna varð augljós þörfin fyrir
loftskeytastöð í landi. Eina loft-
skeytastöðin, sem til var, bæði til
sendinga og móttöku, var tilraun-
astöð er Þorsteinn Gíslason, síð-
ar símstjóri á Seyðisfirði, hafði
smíðað og náði hann sambandi
við Goðafoss þegár hann var á
siglingu til landsins út af
Austfjörðum. Var þetta fyrsta
loftskeytasamband milli skips og
lands, en þremur árum áður
höfðu þeir Þorsteinn og Frið-
björn Aðalsteinsson, síðar stöðv-
arstjóri loftskeytastöðvarinnar á
Melunum við Reykjavík, sent
loftskeyti milli Gíslahúss og Stef-
ánshúss (Th.jónssonar) á Seyðis-
firði. Tæki Þorsteins munu enn
varðveitt.
Radíóstöð
ó Melunum
í júlí 1916 gerði Einar Arnórs-
son ráðherra samning við Marc-
onifélagið í London um að reisa
radíóstöð á Melunum við
Reykjavík. Hinn 17. júní 1918
var svo Melastöðin tekin opin-
berlega í notkun. Hún átti að
annast viðskipti við skip á hafi úti
og vera varasamband við útlönd
ef sæsíminn bilaði. Rafmagn var
þá ekki komið í Reykjavík og var
radíóstöðin rekin með 15 hestafla
díselrafstöð. Sendirinn var 5 kw,
tengdur rafgeymum. í byrjun var
þetta neistastöð en eftir fá ár var
hún leyst af hólmi með lampa-
tækjum.
Grímsey, Flatey á Skjálfanda og
Húsavík. Árið 1922 var ísafjarð-
arstöðin flutt að Kirkjubæ á Síðu
til þess að koma á sambandi við
Reykjavíkurstöðina. Vest-
mannaeyjar fengu skiparadíó
1921 og var það jafnframt vara-
samband við Reykjavík. Allar
þessar stöðvar voru til mikils ör-
yggis fyrir strandferðaskipin og
einnig fyrir stærri fiskiskip sem
hvert af öðru voru búin fjarskipt-
atækjum.
Útvarps-
sendlngar
Samkvæmt lögum frá 1928 var
gerður samningur við Marconifé-
lagið í London um búnað og upp-
setningu á útvarpsstöð í Reykja-
vík í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið
útlanda. Sendistöðinni var valin
staður á Vatnsendahæð. Hún var
búin fjórum loftnetum, tvö fyrir
24 metra bylgjulengd til nota fyrir
birtutíma, annað til viðskipta við
England en hitt fyrir Danmörku.
Hin tvö voru fyrir 33 m og 58 m
bylgjulengdir, til nota í myrkri og
ætluð fyrir bæði löndin. Þau eru
byggð sem stefnuloftnet. Auk
þess var reist fimmta loftnetið til
útsendinga í allar áttir. Móttöku-
stöðin var reist í Gufunesi.
Sú bjartsýni, sem lýsti sér í
byggingu stuttbylgjustöðvarinn-
ar, þrátt fyrir efasemdir margra,
hefur leitt til ótrúlegra framfara í
símaþjónustu milli landanna og
gefið góðan arð. Árið 1939 af-
greiddi stöðin 15 þúsund samtöl
en árið eftir voru þau orðin 41
þúsund talsins.
GFr/Einar Vilhjálmsson.
Goðafoss var fyrsta íslenska skipið sem hafði loftskeytatæki innanborðs.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985