Þjóðviljinn - 16.06.1985, Síða 17

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Síða 17
Vigdís verður heiðursdoktor Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, dvelur í Frakklandi dagana 18. til 25. júní n.k. í einkaerindum. Förinni er heitið til Parísar, Grenoble og Lyon. í Grenoble verður Vigdís Fiiin- bogadóttir forseti sæmd heiðurs- doktorsnafnbót við háskólann, l’Université de Grenoble, en hún stundaði þar nám í tvo vetur á Frakklandsárum sínum. Forseti íslands verður einnig viðstödd tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Grenoble 20. júní og í Lyon 21. júní, en dvelur síðan nokkra daga í París. í fylgd með forseta íslands verður Vigdís Bjarnadóttir deildarstjóri á forsetaskrifstof- unni. Reykjavík 14. júní 1985 Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Ferðafélag íslands Dagsferðir: 1. 15. júní kl. 13.00 - Viðey - Verðkr. 100.00 Fararstjóri: Lýð- ur Björnsson. 2. 16. júní, kl. 10.00 Sel- vogsgatan - Herdísarvík - gömul gönguleið. Fararstjóri: Sigurður Kristjánsson. Verð kr. 400.00. 3. 16. júní, kl. 13.00 Eldborgin - Geitahlíð - Herdísarvík. Farar- stjóri: Pórunn Þórðardóttir. Verð kr. 400.00. 4. 17. júní, kl. 13.00 Selatangar - Grindavík. Selatangar eru gömul verstöð milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Allmiklar ver- búðarústir eru þar. Þarna er stór- brotið umhverfi og má einkum nefna Katlahraun vestan við Tangana. Fararstjóri: Hjálmar Guðmundsson. Verð kr. 400.00 5. Miðvikudag 19. júní er kvöld- ferð kl. 20.00. Ekið að Skeggja- stöðum í Mosfellssveit, gengið þaðan að Hrafnhólum og áfram í Þverárdal. Verð kr. 250.00. Brottför í allar ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. MFÍK Heims- gangan Föstudaginn 21. júní nk. fer fram frumæfing Heimsgöngunn- ar, þegar gengið verður frá Þing- völlum til Reykjavíkur. Markmið heimsgöngunnar er .að tengja fólk um heim allan í boðgöngu og hátíð, svo að það megi boða þá göfugu stefnu að varðveita heim- inn, það líf, sem í honum býr og þá menningu, sem jarðarbúar hafa skapað. Menningar- og friðarsamtök lýsa yfir stuðningi sínum við þetta lofsverða framtak aðstandenda Sólstöðugöngunnar til að bæta samskipti fólks í heiminum og hamla gegn þeim öflum, sem vilja plánetu okkarfeiga. Félagskonur eru hvattar til að taka þátt í göng- unni og njóta þeirrar fjölbreyttu og skemmtilegu dagskrár, sem boðið er upp á um leið og þær leggja lóð sitt á vogarskálar friðar og lífs. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5til lOmínútnastanságóðum staö er lundin létt. Minnumst þess að reykingar í bílnum geta m.a. orsakað bílveiki. «I%F UMFERÐAR PEKING ENDURFUNDIR ÁIÁGUVBXH Nú er kominn tími til að endurnýja kynnin við Pekingendur, því nú er þessi gómsæti hátíðar- matur á ótrúlega lágu verði, aðeins um kr. 295 kg ' og hækkaði ekkert um síðustu mánaðamót. Til að gera þessa endurfundi sem eftirminni- legasta fylgja hér matreiðsluuppskriftir þriggja meistara. MATREÐSLUUPPSKRIFTIR MEISTARANNA PEKINGÖND MEÐ PÚRT- VÍNSLEGNUM PERUM Hilmar B Jónsson Fyrir 2-3. Efni: 1 pekingönd 3 stórar perur 1 appelsína 2 dl púrtvin salt og pipar Sósa: Innmaturinn úr öndinni 1 gulrót 1 laukur 6-10 þurrkuð einiber 2 dl vatn óbráðið smjör Afhýðið perurnar, kjarnið og skerið í báta. Leggið í djúpa skál og hellið púrtvíninu yfir. Látið standa í 3-4 tíma. Snúið við öðru hverju. Skerið laukinn og gulrótina í bita og setjið í steikingar- skúffu ásamt innmatnum. Afhýðið appelsínuna og skerið í bita. Hreinsið öndina og þerrið vel. Setjið perurnar ásamt appelsínubátunum innaní öndina og bindið hana upp. Geymið safann af perunum. Nuddið salti og pipar vel inn í haminn á öndinni og leggið hana síðan ofan á innmatinn í steikarskúffunni. Setjið önd- ina inn í 250°C heitan ofn og steikið þar til öndin er orðin fallega brún. Penslið af og til með feitinni sem af drýpur. Lækkið hitann niður í 150°C og steikið í um 45 mín. I allt. Þá er fitunni hellt úr steikar- skúffunni og púrtvíninu hellt í skúffuna með öndinni ásamt vatninu. Sjóðið í 15 mín. í við- bót. Þá er soðið sigtað í pönnu, einiberjunum bætt útí og soðið niður þar til orðið er hæfilega bragðsterkt. Óbráðnu smjörinu er hrært út í sósuna. Eftir það má sósan ekki sjóða. Öndin er tekin úr ofninum, bandið fjarlægt og perurnar og appelsínubátarnir fjar- lægðir með skeið og borið fram með öndinni ásamt t.d. sykurbrúnuðum kartöflum og léttsoðnu selleríi. APPELSÍNUÖND Úlfar Eysteinsson Pekinganda krydd: (fyrir ca. 4 — 5 endur). 1 bolli sykur 1 bolli salt (Sama kornastærð afsykri og salti, annars minna salt) 1/2 bolli kjúklingakrydd (Eurospice, Lederhausen) 1 matsk. paprikuduft Matreiðsla: Kryddið öndina og setjið inn í 190°C heitan ofn. Steikið i 15 mín. með bringuna upp, snúið öndinni við og steikið í 15 mín. Hellið fitunni af og geymið fyrir sósuna, kryddið öndina aftur og steikið í 30 mín. (miðastvið1900gr önd). Sósa: Brúnið innmatinn og væng- endana ásamt niðurskornum lauk og gulrót, hellið vatni yfir og sjóðið. Rífið appelsinu- börk og kreistið appelsínu útí soðið eftir að hafa sigtað það. Búið til smjörbollu úr andafit- unni (hveiti + andafita) bætið sósulit og kjötkrafti útí. Ef ekki er nóg appelsínu- bragð af sósunni má bæta hana með sykurlausu Egils appelsíni. PEKINGÖND MEÐ RIFS- BERJASÓSU Skúli Hansen Efni: 1 stk Pekingönd 1 stk laukur 1 stk gulrót 2 stönglar sellerí 2—3 lárviðarlauf heill pipar 5. .6 korn maizena sósujafnari Matreiðsla: Úrbeinið fuglinn, losið lærin og bringuna frá beininu, hreinsið fituna vel frá. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar og brúnið rólega I smjörlíki á báðum hliðum. Færið upp úr og geymið. Sósa: Smjörlíki er brætt í potti og beinin höggvin niður og brúnuð vel ásamt öllu ferska grænmetinu. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar og lárviðarlaufum. Bætið vatni í pottinn og sjóðið í 30-40 mín. Sigtið soðið og jafnið sósuna með maizena sósu- jafnara. Bragðbætið sósuna með salti og pipar, 3ja kryddi, örlitlu af ,,sage“ eða „ört seasoning“ lítið eitt af kjöt- krafti. Að lokum er bætt í sós- una rifs- eða títuberjasultu og portvíni. Andarbringan og lærin eru nú sett út í sósuna og soðin rólega í 15-20 mínútur. ísfugl Fuglasláturhúsið Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 Væri ekki þjóðhátíðardagurinn tilvalinn til Peking endurfunda?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.