Þjóðviljinn - 16.06.1985, Blaðsíða 19
fegurð og nytsemi
í tilefni 150 ára afmœlis
tímaritsins Fjölnis
landsrœkt, og er hönum oftast
ofaukið í mannligu félagi.
Jónas
En það var fleira merkilegt í
Fjölni. í þriðja árganginum 1837
birtist einhver áhrifamesti og
vandaðasti ritdómur íslands-
sögunnar. Jónas Hallgrímsson
skrifar þar um Rímur af Tristrani
og Indíönu eftir vinsælasta skáld á
íslandi um þessar mundir, Sigurð
Breiðfjörð. Jónas var ekkert að
skafa utanaf hlutunum, heldur
byrjar ritdóminn með þessum
orðum:
Eíns og rímur (á íslandi) eru
kveðnar, og hafa verið kveðnar
allt að þessu, þá eru þœrflestall-
ar þjóðinni til mínkunar - það
er ekkji til neíns að leina því -
og þar á ofan koma þœr tölu-
verðu illu til leiðar: eíða og
spilla tilfinníngunni á því, sem
fagurt er og skáldlegt og sómir
sjer vel í góðum kveðskap, og
taka sjer lil þjónustu „gáfur“ og
krapta margra manna, er hefðu
gjetað gjert eítthvað þarfara -
orkt eítthvað skárra, eða þá að
minnsta kosti prjónað meín-
lausann duggra-sokk, meðan
þeír voru að „gullinkamba“ og
,fimbulfamba“ til ævarandi
spotts og athláturs um alla ver-
öldina.
Jónas fer mjög nákvæmlega í rím-
urnar og galla þeirra og satt best
að segja stendur ekki steinn yfir
steini hjá aumingja Breiðfjörð.
Það má kannski segja að Jónas
hafi verið full harðorður, t.d.
hafði Sigurður Breiðfjörð ort
betri rímur en þessar. En Jónas
var ekki að klekkja á Sigurði per-
sónulega heldur bók-
menntagreininni í heild og í því
efni ræðst hann á garðinn þar sem
hann er hæstur, þegar hann tekur
fyrir það rímnaskáld sem vinsæl-
ast var á íslandi.
En þessi ritdómur varð ekki til
að auka vinsældir Fjölnis á ís-
landi. Vinir Sigurðar og aðdá-
endur urðu æfir af reiði og skömm-
unum rigndi yfir Fjölni. Al-
mennt á Islandi hefur líka rit-
dómurinn orðið til þess að efla
mjög andstöðuna við Fjölni,
bæði meðal leikra og lærðra. En
Sigurður Breiðfjörð bar ekki sitt
barr eftir útreiðina hjá Jónasi og
andaðist stuttu síðar í mikilli
eymd. Pegar til lengri tíma er litið
hafði ritdómurinn gífurleg áhrif
og átti hvað mestan þátt í að ann-
ar skáldskapur tók að dafna á
kostnað rímnanna og varla hefur
skeleggari og djarfari ritdómur
verið skrifaður.
Hallar undan
fœti
Eins og áður sagði gaf Tómas
Sæmundsson einn út árið 1839 en
síðan kom Fjölnir ekki út fyrr en
1843. Þá gefinn út af „Nokkrum
íslendingum“, - Fjölnisfélagið
var orðið til. Eftir það dofnar
mjög yfir tímaritinu og það sem
gefur þeim þremur ársritum sem
eftir komu gildi, eru kvæði Jónas-
ar Hallgrímssonar. Hann yrkir
mörg sín helstu kvæði á þessum
árum og birti jafnan í Fjölni. En
hvað olli þessari skyndilegu
deyfð?
Það er sennilega einkum
tvennt, fyrir utan dauða Tómasar
Sæmundssonar sem var drif-
fjöðurin í öllu starfi Fjölnis með-
an hans naut við. Hið fyrra er Jón
Sigurðsson og stofnun hans á
Nýjum Félagsritum. Pað sem
einkum olli því að af samstarfi
Jóns og Fjölnismanna varð ekki í
tímaritsútgáfu var ágreiningur
um þingstaðinn og um nafn tíma-
ritsins. Annars voru þeir sam-
huga í þjóðfrelsismálum að
mestu leýti. Eftir að Fjölnisfé-
lagið tók við vildi Jón breyta
nafni ritsins, sennilega sökum
þess að Fjölnir átti sér marga
óvildarmenn á íslandi. Þeir
Konráð, Jónas og Brynjólfur
héldu líka fast í þá skoðun að Al-
þingi skyldi endurreist á Þing-
völlum. Að þeirra mati átti Al-
þingi og hinn forni andi þjóðar-
innar þar heima og myndi þjóð-
inni farnast farsællega ef hún tæki
þar þær ákvarðanir sem mestu
réðu um framtíð hennar. Jón Sig-
urðsson var ekki jafn rómantísk-
ur í lund og þeir Fjölnismenn, -
skynsemis- og rökhyggjumaður-
inn vildi hafa þingið í Reykjavík.
Ný félagsrit drógu því talsverðan
kraft úr Fjölni, bæði úr þörfinni
fyrir tímarit og meirihluti íslend-
inga í Kaupmannahöfn fylkti sér
með Jóni.
Átök um
áfengi
Síðara atriðið eru gömul og ný
sannindi um það hvernig átök og
deilur í áfengismálum geta klofið
bæði vinahópa sem heilar þjóðir.
Árið 1843 gerðist það að fjöl-
margir íslendingar í Kaupmanna-
höfn stofnuðu bindindisfélög,
meðal þeirra voru Brynjólfur og
Konráð. Þessi félagsskapur náði
mikilli útbreiðslu og stærsta
greinin í 7. árgangi Fjölnis er um
bindindisfélögin og m.a. birt lög
þeirra þar sem segir meðal ann-
ars:
2. gr. - ...1> Á íslandi má eng-
inn fjelagsmaður bergja neinu,
sem áfengt er, án lœknis ráði,
nema því víni, sem klerkar
skulu deila mönnum í altaris-
göngu. 2> En erlendis er þar að
auk leyfilegt, að drekka það öl,
sem gjört er íþví landi, þar sem
maður er þá, svo og meðal-glas
af rínarvíni eða frakknesku
rauðavíni í sólarhring. 3. gr. -
Sjerhver fjelagsmaður skal æ
gjöraslíkt, sem honum erlagið,
til að leiða sem flesta vora landa
til þessa fjelagsskapar. 4. gr. -
Enginn af oss má hafa á boð-
stólum nokkurn áfengan
drykk, nema honum þyki sem
manns líf muni við liggja.
Jónas Hallgrímsson lét að vísu til-
leiðast fyrir þrábeiðni félaga
sinna að ganga í bindindisfélag,
en það var meira í orði en í reynd
og hann var þar skamma hríð.
Hið stranga bindindi átti ekki við
hann og hann gerði mikið grín að
félögunum, bæði í bundnu og
óbundnu máli. Hannes Pétursson
skáld hefur sýnt fram á hvernig
klofningur vinanna í áfengismál-
inu leiddi til stöðugt meiri ein-
angrunar Jónasar. Hann dvaldist
æ meir með sjálfum sér, skáld-
skapnum - og flöskunni. Það
segir sig sjálft að þetta dró mikið
úr samstöðu þeirra um Fjölni.
Jónas deyr'svo 1845 og síðasta
hefti Fjölnis er að mestu áður
óbirt efni eftir hann. Brynjólfur
Pétursson deyr fáum árum seinna
og Konráð helgar sig merkum
vísindastörfum sínum og dregur
sig að mestu leyti út úr félagsmál-
um og pólitísku stússi.
Fjölnir varð því ekki langlíft
tímarit, aðeins níu hefti, en hafði
varanleg áhrif á sögu íslensku
þjóðarinnar. Fjölnismenn áttu
öðrum fremur þátt í að efla til
mikilla muna þjóðernisvitund og
sj álfstæðistilfinningu íslendinga,
- að þeir ættu sér merkilega sögu
og gætu ráðið sínum málum sjálf-
ir eins og forfeður og -mæður
þeirra. Þannig er saga Fjölnis ó-
rjúfanlega tengd þeim atburði
sem varð er ísland endurheimti
frelsi sitt og sjálfstæði.
Páll Valsson
Sunnudagur 16. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19