Þjóðviljinn - 16.06.1985, Page 22
Ómar Kristvinsson: Að vera svikinn um 350.000 krónur ergífurlegtáfall fyrirfjárhagfjölskyldu, þaö er merkilegt að almenningur geti ekki leitað til dómstólanna sór til hjálpar í svona mólum.
Ljósmynd E.ÓI.
Fjársvikamál
Furðulegt dómskerfi
350 þúsundir sviknar út úríbúðakaupanda. Orðnar á aðra miljón í dag.
Prjú áríkerfínu. Fyrstvísardómari málinu frá íSakadómi. FlaestiréttursegirSakadóm ekki geta það.
Sakadómurdœmiraftur máiiðfráiSamidómariíbœðiskiptinfyrirSakadómi. Komiðafturtil Hœstaréttar.
Á meðan taparfólkið meiru og meiru. Ómar Krisft/insson: íslensku réttarfari ekki treystandi eftir þessa reynslu
„Hagsmuna hverra gæta ís-
lenskir dómstólar þegar undir-
réttur treystir sér ekki til að
dæma í svona borðliggjandi
máli eins og þessu? Öll rann-
sókn máisins hefur verið
þannig að Ijóst má vera að
hagsmunir einhverra annarra
en okkar hafa setið í fyrirrúmi,”
sagði Ómar Kristvinsson í
samtali við Þjóðviljann, en
hann varð fyrir því að vera
svikinn um 350.000 krónur í
fasteignaviðskiptum fyrir
þremur árum.
Nýverið sýknaði Sakadómur
Reykjavíkur Pétur Einarsson
fyrrum fasteignasala af ákæru
sem ríkissaksóknari lagði fram
gegn honum vegna meintra svika
í viðskiptum við Ómar og konu
hans. Þau hjón höfðu með milli-
göngu Péturs fest kaup á íbúð í
Hafnarfirði.
Breytingar á
kaupsamningi
- Eftir að kaupsamningur var
gerður fórum við þess á leit við
Pétur að gerðar yrðu breytingar á
honum þar sem við vildum fella
niður eina afborgun á árinu en
hækka tvær aðrar greiðslur sam-
svarandi. Pétur sagði að það væri
ekkert mál og lagði til að við sam-
þykktum þrjá víxla að sömu upp-
hæð og þær þrjár greiðslur sem
við vildum breyta og með sömu
gjalddögum og getið var í
kaupsamningi. Konan mín sam-
þykkti víxlana og Pétur gaf þá
síðan út og seldi í Útvegsbank-
ann.
Nokkrum dögum eftir að fyrsta
greiðslan var fallin í gjalddaga
samkvæmt upprunalega samn-
ingnum, hringdi seljandi og
spurðist fyrir um greiðsluna frá
okkur. Við sögðum honum frá
víxlunum. Við þá vildi hann ekk-
ert kannast og sagði að Pétur
hefði ekkert umboð frá sér til að
taka við greiðslum frá okkur.
Við töluðum við Pétur. Hann
sagði að seljandinn og hann
hefðu gert samkomulag um að
hann tæki á móti greiðslum frá
okkur og að þær yrðu lagðar inn á
viðskiptareikning seljandans hjá
fyrirtækinu Framtíðarhús sem
Pétur rak og var að byggja
einbýiishús fyrir seljandann. Við
þetta samkomulag vildi seljand-
inn ekkert kannast.
Ómar og kona hans borguðu
bæði víxlana sem voru innheimtir
af Útvegsbankanum og einnig
greiðslurnar til seljandans, og
kærðu málið til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins. Ríkissak-
sóknari gaf síðan út kæru á hend-
ur Pétri Einarssyni þann 23. nóv-
ember 1983. Þar var Pétri gefið
að sök að hafa svikið fé út úr Óm-
ari og konu hans, og til vara var
hann ákærður fyrir fjárdrátt.
Málið var dómtekið af Ár-
manni Kristinssyni í Sakadómi
Reykjavíkur þann 9. janúar
1984. í dómsorðum segir að þar
sem málið sé ekki nægilega
rannsakað sé því vísað frá. Ríkis-
saksóknari kærir þennan frá-
vísunardóm til Hæstaréttar 13.
febrúar og heitir málið þá „Ríkis-
saksóknari gegn Ármanni Krist-
inssyni sakadómara og Pétri Ein-
arssyni.”
Hæstiréttur tók málið fyrir og
kvað upp sinn úrskurð 2. mars. I
greinargerð Hæstaréttar segir að
ekki séu neinir þeir formgallar á
ákærunni sem gefi tilefni til frá-
vísunar og að mati Hæstaréttar sé
búið að afla nægilegra gagna við
frumrannsókn málsins til þess að
hægt sé að taka það til dóms-
meðferðar.
Málið var dómtekið að nýju í
Sakadómi Reykjavíkur af Ár-
manni Kristinssyni og kvað hann
upp sinn dóm 15. mars s.l., tæp-
um tveimur árum eftir að málið
hafði verið kært til Rannsóknar-
lögreglunnar. Ármann sýknaði
Pétur Einarsson af kæru Ríkis-
saksóknara á þeim forsendum að
málið hefði ekki verið nægilega
rannsakað. Þessum dómi undir-
réttar hefur nú verið áfrýjað til
Hæstaréttar.
Sami dómarinn
- Pað sem vekur mestu furðu
hjá mér er að sami dómarinn sem
hafði greinilega brugðist þeirri
skyldu sem á dómara er lögð um
að honum beri að styrkja og auka
við rannsókn mála að eigin frum-
kvæði, skuli vera fenginn til að
taka málið fyrir að nýju eftir úr-
skurð Hæstaréttar. Eg get ekki
séð að nein ný gögn hafi komið
fram við seinni meðferð undir-
réttar, sagði Ómar.
Tveir koma
til greina
- Það er borðliggjandi í þessu
máli að aðeins tveir menn koma
til greina sem hinn seki, með
þessum úrskurði Sakadóms er
búið að ákveða að sækjandinn sé
sá seki, sagði Ómar og bætti við
að hann myndi bíða dóms Hæst-
aréttar en hann gerði fastlega ráð
fyrir að Hæstiréttur myndi vísa
málinu frá á þeim forsendum að
ekki sé búið að rannsaka það
nægilega vel.
- Óll rannsókn þessa máls hef-
ur verið með endemum. Hvers
vegna hefur bókhald fyrirtækis-
ins Framtíðarhúss aldrei verið
skoðað? Hvers vegna hefur
Útvegsbankinn aldrei verið
látinn gera grein fyrir inná hvaða
reikning andvirði víxlanna fór?
Mörg lykilvitni í þessu máli hafa
aldrei verið yfirheyrð, t.d. Þor-
valdur Lúðvíksson lögfræðingur
sem var skrifaður fyrir fast-
eignasölunni Húsamiðlun sem
Pétur rak.
- Það er engu líkara en hags-
munir einhverra annarra en okk-
ar sem urðum fyrir þessu tjóni
hafi ráðið ferðinni í allri rann-
sókn þessa máls, sagði Ómar
Kristvinsson og bætti við að tjón-
ið sem hann og kona hans hefðu
orðið fyrir vegna þessa máls væri
nú orðið hátt á aðra miljón
króna.
- Traust manns á íslensku rétt-
arfari hlýtur að bresta við svona
reynslu. Það hefur oft hvarflað að
mér á meðan á öllu þessu hefur
staðið, að nauðsynlegt sé að
koma sér vel fyrir í einhverri klík-
unni sem situr á veitinga-
húsunum, t.d. á Borginni, þá
þurfi maður ekkert að óttast þó
maður lendi upp á kant við dóms-
kerfið, sagði Ómar Kristvinsson.
-SG
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985