Þjóðviljinn - 05.07.1985, Page 8
GLÆTAN
Julian Lennon
Uppá
eigin
spýtur
Fer mínar eigin leiðir en er hreykinn
af skyldleikanum
Þegar Julian Lennon varfimm
ára gaf pabbi hans honum
trommur. Þegar hann var el I -
efuára fekk Juliansinnfyrsta
gítar, líka gjöf frá pabba. En
mörgum árum áður hafði Ju-
lian fengið sína fyrstu og bestu
gjöf frá föður sínum,
ástátónlistinniog
söngrödd. Skyidleiki feð-
ganna er auðheyrður öllum
þeim sem hafa hlustað á fyrstu
plötu Julians „Valotte". Svo
ekki sé minnst á myndband
plötunnar þar sem fölt og fín-
gert andlit Julians undirstrikar
enn betur skyldleikann við
John Lennon.
En skyldleikinn eða það sem
mörgum finnst vera endurómur
út yfir gröf og dauða er stærsta
vandamál Julians. „Það er erfitt
að vita að faðir manns var mjög
þekktur og mörgum svo mikil-
vægur“ eru orð Julians um þá tog-
streitu að vera að gefa út sína
fyrstu plötu og vera sonur þekkts
tónlistarmanns. „Það er erfitt að
feta í fótspor hans og fara samt
eigin leiðir“.
„Valotte“ þykir alvarleg plata
og innhverf en það sem þykir
mest sláandi er hvað söngrödd
Julians og útsetningar á lögunum
minna á látinn Bítla-pabba. En
Julian syngur ekki um sömu
hluti. Lögin hans eru oft einföld
og fjalla um framandleika og ást-
arsorgir táninga.
„Auðvitað hef ég orðið fyrir
áhrifum" segir Julian -„hvernig
væri annað hægt“. En Phil Ram-
one framleiðandi og upptöku-
stjóri plötunnar segir að hugsan-
leg stæling eða eftirlíking sé ó-
meðvituð. Staðreyndin er sú að
það lá við að platan -yrði ekki
tekin upp einmitt vegna þessara
fjölskyldutengsla. Fjölmörg
plötufyrirtæki neituðu að gefa út
plötuna af ótta við að vera ásök-
uö um að leggjast á ná Johns.
Að vera sonur bítils
En Julian tókst að sannfæra
Ramone og samningur var gerð-
ur við bandaríska fyrirtækið Atl-
antic Records. Sagan segir að Ju-
lian hafi verið svo feiminn í byrj-
un að hann hafi neitað að syngja
nema ljósin væru slökkt. Ram-
one hressti upp á þessa alvarlegu
og allt að því dapurlegu plötu
með nokkrum blúslögum og mót-
mælasöngvum gegn stríði og of-
beldi.
Það kemur varla nokkrum á
óvart að Julian líti heiminn
dökkum augum. Þó að kímnigáfa
hans sé sögð í góðu lagi hefur
hann fengið sinn skerf af sálar-
kreppum. Hann fæddist í Liver-
pool sama mánuð og „Please
please me“ komst í fyrsta sæti
vinsældalistanna, fyrsta plata
bítlanna sem komst svo langt. -
Ekki passaði tilvist hans sem
smábarns inní ímyndina af átrún-
aðargoðum táninga. Foreldrar
hans skildu þegar hann var fimm
ára. Eftir það hittust þeir feðgar
öðruhverju um helgar en það
samband varð enn slitróttara eftir
að John giftist Yoko og fluttist til
New York. Þeir hittust þó stund-
um og glömruðu saman á gítar
aðallega blús og lög eftir John.
Samband þeirra varð aftur nán-
ara eftir að Julian fór að semja
lög en í desember 1980 þegar Ju-
lian var 17 ára, var John myrtur .
Nútíðin
„Mig langaði til að brjóta allt
og bramla" segir Julian um þetta
tímabil. Hann var þá hættur í
skóla, bjó með nokkrum vinum
sínum og vann fyrir sér sem
þjónn. Það eru í gangi ýmsar
sögusagnir um að hann hafi lifað
villtu lífi en Julian segist aldrei
hafa misst stjórn á Iífi sínu - er
nokkuð óeðlilegt við að skreppa
á krá og fá sér einn andskotans
bj ór - það gera allir í London - og
hvað með það?
Núna býr hann í London ásamt
vinkonu sinni í lítilli ibúð sem
hann á. Hann nýtur þess að vera
sjálfstæður í fyrsta skipti á
ævinni. Það var platan „Valotte"
sem gerði honum kleyft að öðlast
þetta sjálfstæði. Þegar hann er
ekki að semja lög rúntar hann um
sveitir Englands. Auðæfi föður
hans sem eru metin á 150 milljón-
ir Bandaríkjadala koma honum
lítið við ennþá. Við 26 ára aldur
mun hann erfa 250 þúsund
bandaríkjadali úr sjóði sem hann
og hálfbróðir hans Sean skipta
með sér. Hvort hann erfir
eitthvað meira er algjörlega
undir Yoko komið. „Okkur kem-
ur þokkalega saman“, segir Ju-
lian um sig og Yoko „en hún
heldur ennþá að ég hafi bara
áhuga á peningunum. Platan mín
er skref í þá átt að sýna henni að
ég get gert hluti án hennar hjálp-
ar eða annarra“.
Julian er ekki bara
sonur Johns
Um fyrstu plötuna sína segir
Julian að lögin eða textarnir hafi
verið of persónuleg í byrjun.
„Það var næstum eins og eintal
sálarinnar" segir Julian um leið
og hann hellir sér kaffi í bolla.
„Eg hugsaði með mér að ef þetta
á að verða plata verð ég að draga
mig sjálfan aðeins út úr lögunum.
Annars get ég alveg eins skrifað
sjálfsævisögu. Textarnir verða að
vera það almennir að fólk geti séð
sjálft sig í lögum mínum án þess
að vera akkúrat í sömum kring-
umstæðum og ég er. Það sem ég á
við er að fólk geti séð í lögunum
lýsingu á mínum hugrenningum
og samböndum og einnig hlustað
á lagið sem lag um sitt eigið ást-
arsamband eða sálarástand.
Ég hafði enga hugmynd um
hverjar viðtökurnar yrðu en ég
vissi að margir myndu hlusta bara
fyrir forvitnissakir. Ég er feginn
að hlutirnir eru aðeins að
breytast. Fólk er farið að hlusta á
mig sem Julian ekki bara sem son
Johns.
Auðvitað hvílir skuggi pabba
yfir mér, andi pabba svífur yfir
okkur öllum. En það er ekki
eitthvað sem ég vil endilega losa
við mig. Ég fer mínar eigin leiðir
og ef það kemur fram einhver
skyldleiki í tónlistinni eða á öðr-
um sviðum er það gott, ég er
hreykinn af þeim skyldleika.“
Eða eins og segir í einu laga Ju-
lians „Well, I don’t know“:
Ég ligg í rúminu, lít upp og finn
návist dauðans, ég heyri til þín,
heyrir þú til mín? Pað er dálítið
sem égþarfað spyrjaþig um. Ertu
grein á mínum fjölskyldumeiði,
ertu hluti af mér?
Tíminn verður að leiða í ljós
hvort Julian stígur skrefið til fulls
og skapar sinn eigin stíl og eignast
eigin aðdáendur. -
Vinsældalistar Þjóöviljans
Fellahellir (-) 1. You’re my heart, you’re my soul - Modern Talking (4) 2. Icing on the cake - Stephan TinTin Duffy (-) 3. In my house - Mary Jane girls (-) 4. Raspberry beret - Prince (-) 5. History- Mai Tai (-) 6. Frankie - Sister Sledge (-) 7. You must be an angel - Madonna (-) 8. Móðurást - Possibillies (-) 9. Animal instinct - Commodores (7) 10. Celebrate youth - Rick Springfield Rás 2 (1) 1. Icing on the cake -Stephan TinTin Duffy (2) 2. A view to a kill - Duran Duran (5) 3. Get it on - Power Station (6) 4. Celebrate youth - Rick Springfield (3) 5. Raspberry beret - Prince (-) 6. Frankie - Sister Sledge (4) 7. Axel F - Harold Faltermeyer (8) 8. Left, right - Drýsill (10) 9. Kitty - Oxsmá (7) 10. Móðurást - Possibillies Grammið (1) 1. Kona - Bubbi Morthens (2) 2. Rip, Rap, Rup - Oxsmá (7) 3. Those who do not - Psycic TV (-) 4. Brother in Arins - Dire Straits (6) 5. Hatful of Hollow - The Smiths (-) 6. Jeffrey Lee Pierce - Wildewind (5) 7. Violent femmes - Violent Femmes (4) 8. Meat is murder - The Smiths (8) 9. More places forever - David Thomas (-) 10. Talking Heads - Little Creatures.