Þjóðviljinn - 05.07.1985, Qupperneq 14
UM HELGINA
Húsnæði
Ungan blaöamann vantar herbergi sem allra fyrst.
Hafið samband viö Garðar, í síma Þjóðviljans, 81333.
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Læknaritari óskast í hálft starf á Lyflækningadeild
F.S.A. Vinnutími frá kl. 13-17.
Góð íslensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg,
einnig staðgóð þekking á ensku og norðurlanda-
málum.
Stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eöa starfs-
reynsla æskileg.
Upplýsingar gefur læknafulltrúi í síma 96-22100 (226)
f.h.
Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1985.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
IP ÚTBOÐ
Tilboð óskast í gerð gangna undir Bústaðaveg ásamt
tilheyrandi stígum, stoðveggjum og tröppum. í þessu
tilboði er einnig að búa undir malbikun 54 m kafla af
syðri akbraut Bústaðavegar. í þessu verki er einnig
veruleg vinna við færslu á lögnum Hitaveitu og Vatns-
veitu.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. júlí
n.k. kl. 14 eftir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
FERÐAVASABOK
FJÖLVÍS 1985
ÓMISSANDI í
FERÐALAGIÐ!
Viö höfum meira en 30 ara reynslu í
útgáfu vasabóka, og su reynsla kemur
viöskiptavinum okkar að sjalfsögðu til
góöa. Og okkur hefur tekist einkar vel
meö nýju Ferðavasabokina okkar og
erum stoltir af henni. Par er aö finna
ótrulega fjölbreyttar upplysingar, sem
koma ferðafólki aö ometanlegu gagni
jafnt heima sem erlendis.
Meðal efnis t.d.: 40 Islandskort - Kort
af öllum hringveginum - Heimshluta-
kort - Sendiráö og ræðismannaskrif-
stofur um allan heim - Feröadagbók -
Feröabókhald - Öryggiskort - Gjald-
eyristöflur - Kaupstaðakort - Evropu-
vegirnir - Neyðar- og viögeröaþjón-
usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska
hraöbrautakertiö - o.m.fl. sem of langt
er upp aö telja.
Sendum öllum þeim fjölmörgu sem auösýndu okkur samúö
og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar
Einars Indriðasonar
Hásteinsvegi 55,
Vestmannaeyjum,
okkar innilegustu þakkir.
Fjóla Guðmannsdóttir
Stefán Einarsson Anna Dóra Jóhannsdóttir
Jón Einarsson Þórlaug Steingrímsdóttir
Einar Fjölnir Einarsson
Davíð Þór Einarsson
indriði Helgi Einarsson
Rósberg Ragnar Einarsson
og barnabörn hins látna.
Hluti af hópnum sem undirbýr uppákomuna í Bæjarbíói, þar sem m.a. verða boðnir upp gamlir samkvæmiskjólar.
Rokkararnir safna fyrir
Monacoferð
- meriháttar markaður í Bœjarbíó
Það verður meiriháttarfata-
og gjafavörumarkaður í
Bæjarbíói í dag og kvöld með
tombólu og tískusýningu með
meiru.
Það er Leikfélag Hafnarfjarð-
ar sem stendur fyrir uppákom-
unni, en félaginu hefur verið boð-
ið á alþjóðlegu áhugaleikhúshát-
íðina í Monaco með sýningu sína
„Rokkhjartað slær“. Þau ætla að
selja kaffi og vöfflur og hafa þau
fengið heilmikið af glænýjum
vörum til að selja til ágóða fyrir
ferðina. Má nefna skó, skart -
gripi,snyrtivörur, ilmvötn, lampa
og fatnað ýmiss konar. Rúsínan í
pylsuendanum er tískusýning,
sem verður um kvöldið, en þá
verða boðnir upp nokkrir gamlir
og glæsilegir samkvæmiskjólar
sem leikfélaginu voru gefnir, en
hafa aldrei verið notaðir. Og það
eru allir velkomnir í Bæjarbíó
milli 2 og 10.
Ú hinum nýju salarkynnum.
Háskólinn
Oonar
sýningarsa
Listasafn Háskóla íslands
hefur nú fengið bjart og rúm-
gott sýningarsvæði á efstu
hæð Odda, hinnar nýju bygg-
ingar háskólans, sem er beint
upp af Norræna húsinu og
næst neðan Árnagarðs.
sumri milli kl. 1.30 og 5.00, og er
aðgangur ókeypis.
Safnið hefur látið prenta
snotra og vandaða skrá yfir verk
sín, og fæst hún hjá gæslukonu á
sýningunni. Eru í henni upplýs-
ingar um safnið og litprentanir
margra verkanna.
Norrœna húsið
Þekktur norskur myndlistarmaður
Mánudaginn 8. júlí opnar
norski myndlistarmaðurinn
Guttorm Guttormsgaard sýn-
ingu á grafíkmyndum í and-
dyri Norræna hússins.
Guttorm Guttormsgaard er
velþekktur listamaður í heima-
landi sínu og víðar og hefur hald-
ið margar sýningar á verkum sín-
um bæði innanlands og utan.
Undanfarin ár hefur hann verið
prófessor við Kunstakademíuna
og var um tíma rektor þar. Mynd-
ir eftirhann hanga víðaásöfnum.
Guttormsgaard er einkum annál-
aður fyrir það, hve mikilli ferð og
flugi hann nær í grafíkmyndum
sínum.
Guttorm Guttormsgaard held-
ur fyrirlestur um kínverska
myndlist seinna sama kvöld kl.
21:00. Hann dvaldist um tíma í
Kína og hreifst af fornum aðferð-
um Kínverja við að skera myndir
í tré og þrykkja á pappír og annað
efni. Með fyrirlestrinum sýnir
hann litskyggnur.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júlí 1985