Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 4
Áning við Hávörðu á Leirdalsheiði. Ævintýraferð í Fjörður Er horft var á Stikluþœtti Ómars Ragnarssonar um eyðibyggðiró Norðurlandi sl. vetur og vor, virkuðu þess- ar sveitir svo óralangt fró alfaraleiðum, að þangað virtist sem fóum auðnaðist að komast ón verulegs undirbúnings. Og satt er, að yfir langar fjallaleiðir er að fara til að komast í Flateyjar- dal eða norður í Fjörður. Pað var því afar kærkomið og óvænt er undirrituðum bauðst í síðustu viku að fara í reiðtúr norður í Fjörður. Boðiö kom frá nýstofnaðri hestaleigu, Pólar- hestum, sem staðsett er á Grýtu- bakka ÍI, Grýtubakkahr. Pólar- hestar munu verða með skipu- iagða þriggja daga reiðtúra norður í Fjörður, farið á föstud. og komiö á sunnud og var þetta fyrsta ferðin. Styttri reiðtúrareru fyrirhugaðir þriðjudaga og mið- vikudaga. Stuttar helgarferðir eru einnig á döfinni og munu þær verða auglýstar sérstaklega. Flogið var til Akureyrar og þaðan ekið norður til Grýtu- bakka og komið þangað um há- degisbil. Að loknum hádegis- veröi var lagt á hesta og riðið áleiðis upp Leirdalsheiði. Með í ferð þessari voru Bergljót Friö- riksdóttir frá Morgunblaðinu, Birgir Guöntundsson frá NT, Frí- mann Frímannsson og Gísli Sig- urgeirsson frá Degi, Elsa Böðv- arsdóttir frá Hafnarfirði. Sigur- laug Kristjánsdóttir frá Grýtu- bakka svo og forráðamenn Pólar- hesta, Jóhannes Eiríksson sem annaðist leiðsögn og Stefán Kristjánsson sem ók jeppa sem flutti nauðsynlegan útbúnað. Sessur jeppans reyndust líka mýkri áseta sumurn rasssárum reiðmönnum helduren reiðskjót- inn síðar í ferðinni. Af Leirdalsheiði er víðsýnt og fagurt inn og út með Eyjafirði og nutum við þess, enda veður og skyggni með afbrigðum gott. Yfir Leirdalsheiði er um þríggja tíma reið með hvíldum. Var heiðin al- gróin, enda vetur snjóléttur og vorið milt. Jóhannes var ólatur við að nefna okkáir nöfn fjalla og benda okkur á tóftir eyðibýla. Eyðibýlið Gil Er komið var niður af há- heiðinni var áð við gangnamann- akofa skammt frá eyðibýlinu Gili. Á Gili bjó Theódór Frið- riksson rithöfundur um skeiö. Var nú allólíkt um að litast í blíð- viðrinu eða þegar Theódór kom eitt sinn heim úr veri í blindhríð gangandi á skíðum. Hann taldi sigá réttri leið, en gat ekki fundið kotið í sortanum. Hugðist hann grafaholu tilaðsetjast í og hvíl- ast, en var þá svo heppinn að koma niður á undarlega misfellu sem reyndist vera norðurstafninn á eldhúsinu. Bærinn var sem sagt kominn í kaf. Mjög lítið er vitað um lifnaðar- hætti fólks í Fjörðum fyrr á öldum, nemaaffrásögnumTheó- dórs sem þar átti heima skömmu fyrir síðustu aldamót. í Fjörðum Áfram var haldið niður Hval- vatnsfjörð. Dalurinn breikkar eftir því sem nær sjó dregur og eru miklar og grösugar engjar ofan við Hvalvatn, sem er fremst í honum. Snarbrött fjöll gnæfa í austri og vestri. Austanmegin er Bjarnarfjall fyrirferðarmest en Lútin og Darn að vestan. Við áðum framan við Tindriðastaði austan við Austurá. Lengra komst jeppinn ekki með okkur og þurfti því að binda viðleigu- búnað uppá hrossin og setja mat og annan farangur í bakpoka. Að lokinni hvíld var riðið vestur yfir Austurá sem er allmikið vatnsfall og tekur hestum vel í kvið. Var riðið upp Brekkudal og áleiðis yfir í Þorgeirsfjörð. Áð skýli Slysavamafélags ísl. að Þöngla- bakka var komið um kl. 22. Þöngiabakki var á sínum tíma kirkjustaður í Fjörðum. Eftir að hafa fengið okkur hressingu gengum við í kvöldkyrrðinni yfir að rústum bæjarins Botns, sem var einna lengst í byggð í Fjörð- um ásamt Þönglabakka og Tind- riðastöðum. Þessir bæir fóru í eyði árið 1944 og þar með byggð í Fjörðunum. í fjörunni í Þorgeirs- firði eru leifar af rússnesku skipi sem þar strandaði 1941, og liggur spýtnabrak sem hráviði um allt og væri þrifaverk að draga það saman og brenna. Jarðir í Fjörðum þóttu hlunn- indajarðir því stutt var á fengsæl mið og ár og vötn voru sögð full af silungi. Því miður gleymdust veiðistangirnar í jeppanum en óneitanlega hefði verið gaman að renna í veiðiiegan ós Botnsár. Heimferð Eftir góðan nætursvefn í skýlinu var lagt á klárana og hald- ið áleiðis heim. Tekinn var Nesti snætt á bökkum Austurár. Á myndinni eru Bergljót Friðriksdóttir, Elsa Böðvarsdóttir og Gísli Sigurgeirsson. Stefán Kristjánsson og Jóhannes Eiríksson forráðamenn Frímann Frímannsson virðir fyrir sér útsýni af Pólarhesta Þorgeirshöfða. Séð inn eftir Hvalvatnsfirði. smákrókur og riðið upp að Þor- geirshöfða sem er á milli Þor- geirsfjarðar og Hvalvatnsfjarðar. Gengum við fjórir á höfðann, en þaðan er mjög víðsýnt og fagurt. 1 austri sést vel tii Flateyjar, sem liggur þar skammt undan landi, og í góðu skyggni má sjá norður til Grímseyjar. En tignarlegast fannst mér að líta inn víðan og djúpan dalinn í Hvalvatnsfirði með mikilúðleg fjöllin umhverfis búsældarlegt og mikið undir- Iendi. Að göngunni lokinni héldum við áfram heimferðinni, sem gekk í alla staði vel, enda hest- arnir heimfúsir. Að Grýtubakka komum við um kvöldmatarleyt- ið. Ágæt sundlaug er mitt á milli Grenivíkur og Grýtubakka og notuðum við tækifærið og skol- uðum af okkur ferðarykið. Að endingu vil ég þakka for- ráðamönnum Pólarhesta þeim Jóhannesi Eiríkssyni og Stefáni Kristjánssyni fyrir gott boð. Þeim og öðrum ferðafélögum þakka ég fyrir ánægjulega og ógleyman- lega ferð. Þeir sem vilja leita eftir upplýs- ingum um ferð og tilhögun ferða geta hringt í síma 96-33179 og 96- 33213. Jóhannes Harðarson 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.