Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 6
Defays bóndi bjó í þessu húsi - hann hafði mikið umleikis eins og sést á því, að einu sinni sendi hann 129 kartöfluafbrigði
á Landbúnaðarsýninguna í Brussel.
fregnir höfðu borist af frægð og
frama íslenskra kartaflna í Frakk-
landi og í Belgíu. Fréttirnar eru
kontnar frá Borring, háskóla-
kennara í frönsku, sem mun hafa
verið sendur til Parísar í miðju
Slésvík-Holsteinstríði sem blaða-
fulltrúi til stuðnings við Moltke
sendiherra Dana. í þeirri reisu
hittir Borring Robert, náttúru-
fræðing úr Gaimardleiðangrinum
sem hefur þau tíðindi að segja, að
,Jarðeplategund sem hann hafði
haft heim með sér frá íslandi“
hafi svo „ágætlega þróast í Belgíu
að hún þótti langt bera af öllum
öðrum og var sú eina sem sýkin
hafði eigi við komið“.
Danir vildu
líka
í stríðum og byltingum tímans
hefur Borring þessi svo hugann
við íslenskar kartöflur. Þegar
hann kemur aftur til Hafnar setur
hann sig í samband við Ragnar í
Smára þeirra Dana í þann tíð -
Collin, sem var formaður Land-
búnaðarfélagsins, stjórnarfor-
maður í Konunglega leikhúsinu
og verndari H. C. Andersens
skálds. Segir hann Collin, að
hann skuli verða sér úti um
útsæðiskartöflur beint frá íslandi
- og sendir reyndar um leið sýni
af Islandskartöflum frá Belgíu og
Hollandi.
Landbúnaðarfélagið danska
sýndi málinu áhuga, skrifaði
hingað til stiftamtmanns til að
biðja hann að útvega nokkur
jarðepli eins og þá var sagt. Ros-
enörn stiftamtmaður var þá á för-
um, en bað Þórð Sveinbjörnsson,
sem þá bjó á Nesi við Seltjörn, að
senda til Danmerkur útsæðis-
kartöflur og fór sending með
skonnortunni Reykjavík í októ-
ber 1849 (Önnur sending kom
svo að norðan). Collin lætur svo
dreifa þessum dýrgripum meðal
danskra bænda, útsæðið er mjög
eftirsótt óg fá ekki aðrir en gildir
menn. Einn höfðingi, Múller á
Hallandi í Svíþjóð skrifar t.d.
herra Hald í Landbúnaðarfé-
laginu og biður hann blessaðan
Á fimmta áratug síöustu aldar
herjaöi skæö kartöflupest á
Evrópu og lagðist ekki síst á
Bretlandseyjar: þaö var þá aö
milljón íra dó úr hungri. Menn
brugðust svo viö þessum vá-
gesti aö þeir leituöu sem mest
þeir máttu aö ósýktum stofni
eða ónæmum fyrir fári þessu.
í þeirri leit koma viö sögu ís-
lenskar kartöflur sem monsjör
Robert, náttúrufræöingur
meö leiöangri Paul Gaimards,
haföi haft með sér til Frakk-
lands og hlutu svo frama á
garðyrkjusýningum í Belgíu.
Varö þaö mönnum nokkurt
keppikefli í Danmörku og
víðar aö fá íslenskt útsæði -
og gáfu sér góöan tíma til að
standa í slíku, enda þótt bylt-
ingargeisuðu og stríö um
Slésvík-Holstein og annaö
argaþras væri uppi.
Þetta var einskonar fjárkláða-
saga með öfugum formerkjum:
nú var það íslenskur stofn sem
átti að koma í staðinn fyrir þá
sýktu.
Frá Reykjavík
til Chokier
Fagnaðarerindi
íslenskra kartaflna
í Belgíu
í kartöflusýkinni um miðja síðustu öld bundu margir vonir við
ósýktan stofn frá íslandi
Árni Bergmann rœðir við Pétur Pétursson
Það er Pétur Pétursson þulur
og fræðaþulur sem hefur í fram-
haldi af áhuga sínum á leiðangri
Gaimards skoðað nánar þessa
kartöflusögu. Hann fór í fyrra í
vettvangskönnun til Flamalle í
Belgíu. En þar í plássi sem Chok-
ier heitir, bjó bóndi, mektar-
bóndi sá, Franqois-Erneste
Defays-Dumonceau, sem var
Þessi teikning af verðlaunakartöflunni íslenskar langar fylgdi ritgerð Charles
Morren um „skynsamlega og farsæla tilraun”.
forseti Konunglega garðyrkju-
félagsins Liege, og hlaut árið
1848 verðlaun á árlegri
garðyrkjusýning í Brússel fyrir ís-
lenska kartöflutegund sem hann
kallaði „langar íslenskar“. Pétur
heimsótti sögufélagið í Flamalle
og afhenti ritara þess, Suzanne
Deleau, ýmis gögn að heiman um
þetta mál. Og sögufélagsmenn
brugðust vel við - þeir hafa nú
sent frá sér skemmtilegt rit fjöl-
ritað sem kallað er „Frá Reykja-
vík til Chokier eða kartöflusaga“.
Þar er safnað ýmsum fróðleik um
kartöflusögu Evrópu og Belgíu -
og svo er rakin ítarlega sú saga,
hvernig ljúffengar kartöflur í
Chokier reynast íslenskrar ættar.
í formála er Pétri þakkað vel fyrir
að hann hafi ært upp sagnfræði-
legan kartöflusult hjá áhuga-
mönnum þar suður við Maas-
fljót.
Þótti bera af
Mér þykir við hæfi að minna á
þetta, segir Pétur í spjalli við
Þjóðviljann um kartöfluævintýri
sín, nú þegar það er mjög í tísku
að hnýta í landbúnað hér og mæla
með því að hann verði helst
lagður niður.
En þessi reisa mín spratt af Ga-
imardgrúskinu. Ég rakst á það í
Reykjavíkurpóstinum 1849 að
DE REYK3AV1K A CHOKIER
OU...LA SA6A D’UNE
POMME DE TERRE
Etude
réalisée rar la Commission Histopiiue
de FLEMALLE
Titilsíða ritsins „Frá Reykjavík til Chokier eða Kartöflusaga".
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júlí 1985