Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 7
að útvega sér íslenskar kartöflur og vísar til þess kunningsskapar, að þeir hafi verið saman í heilsu- baði fyrir ellefu árum! Muller getur þessa jarðarávaxtar mjög lofsamlega í blaði sem hann gaf út og heitir Hallands Láns Hushállnings-Sállskaps Tidning. Refsing drottins En af hverj u gerast þau undur á þessum tíma að þær fjórar kart- öflur sem Robert náttúrufræð- ingur hafði með sér til Parísar 1835 og sýndust ósköp vesælar - ekki nema á stærð við hnetur - valda meiriháttar tíðindum í landbúnaði? Sem fyrr segir: mikil pest hafði lagst á kartöflur, sem höfðu á skömmum tíma orðið mikii undirstöðufæða víða um Evrópu. Þjóðtrúin átti sér reyndar sínar skýringar á því hvernig á þessum fjanda stóð. Árið 1844 var inn- leiddur í París dans austan úr Bæ- heimi og hét polki - þótti þessi sýningargestur sem „lætur sér annt um framtíð kartöfluræktar vorrar" og hefur þekkingu á ein- stökum afbrigðum, hafi komist hjá því að dást að þessum ágætu sýnum frá Defays-Dumonceau. Morren þykir það merkilegast, hvernig þessi íslenski stofn, sem Björn Halldórsson flutti frá Dan- mörku, hefur brugðist við nýjum aðstæðum. íslenskar aðstæður hafi gert þessa kartöflu smá- vaxna, en búið hana góðum eig- inleikum sem birtast með glæsi- brag þegar hún fær að spretta í belgískri mold. Einn besta eigin- leika hennar telur Morren það, hve snemma hún er sprottin. I annan stað verða kartöflurnar fimm til tíu sinnum stærri en í Reykjavík. Þær eru segir hann, meira á lengdina (yfirleitt 10 sm á lengd og 5 á breidd hver kar- tafla), hvítar eða bleikar og mjög ljúffengar.... Greinargerð Morrens er prent- uð í heild í bæklingi þeim sem sögufélagið í Flemalle gaf út upp úr vettvangskönnun Péturs Pét- urssonar. Pétur Pétursson: Það er alltaf verið að hnýta í íslenskan landbúnað. dans svo ósiðlegur - að minnsta kosti í Vallóníu, að alþýða manna taldi að guð hefði slegið kartö- fluna pest í refsingarskyni fyrir það ósæmilega hopp og hí. Sumir töldu jafnvel að polki þessi væri dansinn sem Gyðingar hefðu dansað á gröf Krists. Pestin var mikið alvörumál. Ekki síst í Belgíu. Þegar árið 1845 sendir Van de Weyer landbúnað- arráðherra út tilmæli til konsúla landsins um að þeir hafi auga með ósýktum kartöflum. Og ein- hvernveginn frétta Belgar svo af því, að vel hafi til tekist með þær „hnetur“ smáar sem Robert kom með til Frakklands 1835. Það voru Fransmenn, segir Charles Morren í skrifi sínu um sigur ís- lensku kartöflunnar á landbún- aðarsýningunni í Liege, sem eiga heiðurinn af þessari „skynsam- legu og farsælu tilraun“. En hann gætir þess í leiðinni að lofa Defa- ys bónda við Maas, sem hefur hlotið verðlaun fyrir kartöflur þessar á landbúnaðarsýningunni í Bruxelles og er meira að segja orðinn riddari af orðu Leopolds konungs fyrir garðyrkjuafrek sín. Morren segir, að þegar menn komu á sýningunni auga á heitið íslandskartöflur þá hafi þeir sett upp vantrúarbros, að minnsta kosti þeir sem hafi kynnt sér skrif um hin erfiðu náttúruskilyrði ís- lands. En svo hafi farið að enginn Lífið er kartöflur Ég hafði ómælda ánægju af þessu, sagði Pétur að lokum. Við fórum þarna víða um, skoðuðum sveitina þar sem Defays- Dumonceau bjó og er vissulega mikið breytt frá því sem var - grænir akrar á öðrum bakkanum en stóriðja á hinum. Við skoðuð- um geysimerka kartöflurann- sóknastöð sem þarna er í Libra- mont og fleiri mundu hafa gott gagn af að þekkja. Annars hefi ég ekki oröið var við neinn áhuga hjá búnaðarsam- tökum hér fyrir þessum hlutum, en það er svo annað mál. í Liege sagði borgarstjórinn við mig: Kartöflur hafa alltaf haft mikla þýðingu fyrir Belgíu. Ég man að foreldrar mínir byrjuðu snemma að skoða undir grösin - því fyrsta uppskeran var höfð til að borga skattinn.... Mér er í mun að koma á fram- færi þakklæti til háskólastjórans í Liege, Leons Nery. Hann greiddi götu mína og réð okkur til fylgdar Ijómandi snotra og greinda stud- ínu, Önnu Giottis, gríska mála- stúlku margfróða. Kann ég þeim þakkir. L Gunnar Steinn Pálsson með vinkonur sínar kótiletturnar. Sumarhátíð í Grábrókarhrauni Það var búið að panta sól og blíðu í Borgarfirðinum helgina 21 .-23. júní sl. enda ekki lítið í húfi. Auglýsingastofan Tíma- bær og Auglýsingaþjónustan efndu til sumarhátíðar í Grá- brókarhrauni, ofan við Hótel Bifröst, þar sem saman voru komnir starfsmenn fyrir- tækjanna, makar, börn og lukkudýr, auk nokkurra belju- rassaúrnágrenninu. Undirbúningur hafði staðið lengi yfir og að sögn yfirferða- langsins Gunnars Steins Páls- sonar, virtust nefndarstörf skila sér mjög vel í ferðinni. „Ég nefni þar sérstaklega árangur Staðar- valsnefndar, Matarnefndar, Barna- og unglinganefndar, Utivistar-, íþrótta og Gönguleiðanefndar að ó- gleymdri Allsherjarnefndinni sem ég veitti forstöðu,” sagði hann aðspurður. Dagskrá hátíð- arinnar var vissulega marg- breytileg; grillveislur, sam- söngur, einsöngur, ræður, og ávörp, hæfileikakeppni, göngu- ferðir, knattspyrna, sundiðkun, spretthlaup og síðast en ekki síst sólböð. Veðurguðirnir afgreiddu nefnilega pöntunina með glæsi- brag! Og myndirnar tala sínu máli, eða hvað? Undanrásir í snú-snú mótinu: Frá vinstri: Lárus Karl Ingason, Brynjólfur Jóns- son, Finnbogi Kjartansson, Hákon Hákonarson og Magnús Loftsson. Magnús Páll sápukúlumeistari Gunnarsson. Hildur Brynjólfsdóttir komin 1 fullan veisluskrúða. Sunnudagur 7. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.