Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 14
BÆJARROLT Fjölbrautaskólinn á Akranesi lausar kennarastöður Franska, stærðfræði og viðskiptagreinar. Umsóknir sendist menhtamálaráðuneytinu ekki síðar en 10. júlí. Félagsfræði og þýska. Lausar stöður vegna kenn- ara í leyfi næsta vetur. Við 9. bekkjardeild skólans vantar kennara, einkum í dönsku. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 93-2544 (vinna) og 93-2528 (heima). Skölameistari Orðsending til kennara Bandalag kennarafélaga vekur athygli þeirra kennara sem ráðnir eru eða hyggjast ráða sig að skólum rekn- um af einkaaðilum að gæta réttar síns í hvívetna. Á það við um samningsbundin laun og vinnutíma, ráðningartíma, uppsagnarfrest, veikindarétt, barns- burðarleyfi, orlofsgreiðslur, slysatryggingar, lífeyris- réttindi, greiðslur í starfsmenntunarsjóð og framlag í orlofssjóð. Viðkomandi kennarar geta aflað sér frekari upplýs- inga um þessi atriði á skrifstofum Hins íslenska kennarafélags, Lágmúla 7 og Kennarasambands ís- lands, Grettisgötu 89, Reykjavík. Stjórn BK Laus staða yfirverkstjóri Egilsstaðahreppur auglýsirlausastöðu yfirverkstjóra hreppsins frá 1. september n.k. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 26. júlí og skulu umsóknir ásamt upplýsingum um starfsmenntun og fyrri störf berast til sveitarstjóra, sem veitir allar nánari upplýs- ingar, ásamt bæjartæknifræðingi í síma 1166 og á skrifstofu Egilsstaðahrepps. Sveitarstjóri IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS | | óskar að ráða til starfa hjá Málmtæknideild: Vélaverkfræðing eða véltæknifræðing Starfssvið: Hönnun og vöruþróun í málmiðnaði ásamt almennum verkfræðistörfum Dæmi um fyrirhugað verkefni: • Námskeið í vöruþróun • Fiskvinnsla framtíðarinnar • Orkunýting Við leitum að hugmyndaríkum og duglegum starfs- manni, sem getur unnið sjálfstætt og á gott með að tjá sig og umgangast aðra. í boði er fjölbreytilegt en krefjandi starf á nýju sviði og nýi starfsmaðurinn mun hafa veruleg áhrif á þróun þess. Iðntæknistofnun leggur áherslu á, að starfs- menn hennar haldi sér faglega við, t.d. með því að sækja námskeið, fara á sýningar, bæði hér og er- lendis, og fleira. Umsóknum, þar sem fram kemur menntun og fyrri störf, ber að skila til Iðntæknistofnunar íslands, Keldnaholti, 110 Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk., merkt: Málmtæknideild. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni i islenskum iðnaöi með því að veita einstök- um greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála og stuðla að hagkvæmri nýt- ingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar að Sjúkrahúsi Hvamms- tanga í V-Húnávatnssýslu. Sérlega góð kjör. Húsn- æði fyrir hendi. Stutt til Reykjavíkur (3-4 klst. akstur) og tíðar samgöngur. Hvammstangi er friðsælt og blómstrandi sjávarþorp með um 650 íbúa. Helstu at- vinnuvegir eru þjónusta við sveitirnar og sjávarútveg- ur. (búarnirtaka aðkomufólki allajafna vel. Leitið nán- ari upplýsinga hjá hjúkrunarforstjóra í síma 95-1329 og 95-1486. Frí skoðunarferð stendur til boða. ^ trássí víð guð, menn og lögregluna Nú er ég hættur að eiga bíl og er eiginlega alls hugar feginn, laus við streitu Reykjavíkurumferð- arinnar. Ég geng um göturnar og anda djúpt að mér sumarloftinu, fer í strætisvagn og dunda við að horfa á fólk í stað þess að horfa stíft í skottið á næsta bíl. Bíllinn minn var sannkölluð sorgarsaga, hann Simca minn. Hann var'farinn að bila ansi oft, dekkiri orðin ónýt og ég hafði ekki efni á að kaupa mér ný, ryð farið að gægjast í gegnum máln- inguna hvarvetna, læsingarnar á afturhurðunum fastar, og svo bættist ofar, á að tryggingagjald- ið var skuggalega hátt. Ég dró og dró að setja þennan ágæta bíl í skoðun vegna þess að ég vissi að þyrfti að setja nýja stýrisvél í hann, dytta ýmislegt að honum og borga tryggingagjaldið áður en hann fengi náð fyrir augunum á Bifreiðaeftirltinu. Komið var fram í febrúar á þessu ári og enn var miðinn frá 1983 á ofanverðri rúðu í vinstra horni. I hvert sinn sem ég sá lögregluna fékk ég sting í hjartað eins og ég væri stórglæpamaður og atti það til að beygja fyrirvara- laust í hliðargötu ef ég sá lögregl- ubíl nálgast. Einn daginn ók ég varlega inn Vonarstrætið og laumaði bílnum inn á bílastæði bak við Oldfellow svo að lítið bar á. Þegar ég kom aftur að vitja hans höfðu ósköpin skeð. Ég sá tilsýndar að bíllinn var númerslaus að aftan. Fyrst datt mér Sem snöggvast í hug að einhver hefði gerst svo djarfur að stela númerinu. Svo gekk ég í kringum bflinn og sá að númerið að framan var líka horfið og á hliðarrúðu var klesst stórum miða með rauðum stöfum þar sem tilkynnt var að bíll þessi væri tekinn úr umferð vegna algers trassaskapar eða eitthvað í þá átt- ina. Nú voru góð ráð dýr. Ekki gæti ég ekið á númerslausum í trássi við guð, menn og lögregl- una. í örvæntingu minni settist ég undir stýri og hugsaði mitt ráð. f>á allt í einu greip mig eitthvert fár, sem ég skil ekki ennþá, og verð eftir á að biðja lögregluna innilega afsökunar í þeirri von að ég verði ekki dreginn fyrir lög og dóm. Ég setti bílinn í gang, ók honum af stað, algerlega númers- laus, brunaði austur Vonarstræti í svitabaði, beygði glannalega yfir Lækjargötuna og upp Bókhlöðu- stíginn (ég sá út undan mér að einhverjir vegfarendur tóku eftir bílnum og bentu á hann), inn Þingholtsstræti, upp Spítalastíg og skellti honum inn á bílastæði á horni Bergstaðastrætis beint á móti heimili mínu. Ég þurrkaði svitann af enninu. Engin sírenu- væl heyrðust í fjarska en hjarta mitt barðist ótt og títt. Þarna fékk bíllinn að dúsa næstu mánuði og ryðga í friði. Eg fór að vísu að hafa áhyggjur af því með vorinu að hreinsunardeildin tæki hann og færi með hann á haugana og ég þyrfti að borga flutningskostnað. Nú er ég búinn að losa mig við bílinn - mér að kostnaðarlausu - og er alsæll. Við konan mín erum búin að reikna það út að við get- um tekið leigubíl tvisvar á dag allan ársins hring og bílaleigubfl af og til á sumrin fyrir sama pen- ing og að eiga bfl. En auðvitað göngum við oftast eða njótum þess að vera með fólki í strætó. Þegar bensínið hækkaði um daginn hló mér hugur í brjósti. -Guðjón ALÞÝÐUBANDALAGK) Hellissandur Opinn fundur Ólöf Hildur Jónsdóttir formaður kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins á Vesturiandi og alþingis- mennirnir Skúli Alexandersson, Svavar Gestsson og Guðmundur J. Guðmundsson verða fram- sögumenn á opnum stjórnmálaf- undi í Röst á Hellissandi fimmtudaginn 11. júlí kl. 20.30. Fyrirspurnir. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Sumarmót AB í Norðurlandi eystra Sumarmót Alþýðubandalagsins f Norðurlandi eystra verður í Svarf- aðardal, dagana 5.-7. júlí. Sjá nánar í Norðurlandi. Stjórn kjördæmisráðs Það er í kvöld Hið margumtalaða skrall verður í kvöld að Hverfisgötu 105 kl. 21.00. Mick Jagger er kominn í bæinn og náðist þessi mynd af honum hjá Auði hárgreiðslumær. Þið þurfið bara að koma í spari dressinu. Við sjáum um veiting- arnar og Jagger um tónlistina. Undirbúningsnefndin fyrir 12. heimsmót æskunnar. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN AFAB Stjórnarfundur ÆFR Áríðandi fundur verður haldinn í stjórn ÆFR á laugardagskvöldið kl. 9 (21) að Hverfisgötu 105 þar sem eftirfarandi dagskrá verður tekin fyrir og rætt í rólegheitum. 1. Borgarstjórnarkosningar 1985. 2. Friðarbúðir í ágúst. 3. Vetrarstarf ÆFR. 4. Naflaskoðun. 5. Önnur mál. Eins og venjulega verður fundurinn oþinn öllum ÆFAB-ingum, ég skora á sem flesta að mæta og rabba við okkur þessa kvöldstund. Formaður. Ferðalangar Ath. Sumarferð Æskulýðsfylkingarinnar er frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna. - Ferðanefnd. 14 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.