Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 10
Foreldrar mínir fluttu frá Seyöisfiröi hingað til Reykjavíkur 1934 um haustið, - hélt ég aö heföi verið, þangaö til ég fór aö lesa prófskírteini núna fyrir nokkrum dögum, þá kom í Ijós aö þetta haföi verið 1933 og ég hef sem sagt grætt eitt ár í viöbót viö alla hinaævina. Þá gerðist sá merkisatburður á heimili okkar að Arni frá Múla sýndi þann stórhug að festa kaup á viðtæki. Þetta var nokkuð gott tæki og fylgdi loftnet og þar var gaman fyrir stráka að leika sér að því að fikta í þessu, skrúfa fram og aftur á miðbylgjunni á kvöld- in. Eitt kvöld þarna um haustið heyri ég einhverja músík, það er verið að spila á píanó einhverja músík sem að slær mig svo gjör- samlega út að ég festist við þessa stöð upp á að heyra þetta aftur. Þetta sem ég heyrði fyrst, það var píanisti að spila blús, ég vissi það ekki fyrr en seinna að það var blúsinn og tekur mig svona á stundinni sko, þannig að ég fór um koll alveg og hef aldrei orðið samur maður aftur. Þetta er haustið 1933 En sagan er einhvers staðar langtum lengri á bak við, í frum- bernsku á Vopnafirði, því Árni þessi fyrrnefndur frá Múla og Ranka í Brennu, þau áttu sér grammófón. Hann var verslunar- stjóri í Framtíðinni, síðasti fakt- orinn á Vopnafirði og átti fullt af plötum. Það var mikið af klass- ískri músík náttúrlega, það voru söngvarar sem voru hans uppá- hald, sem og músík úr þessari undarlegu átt, létta músíkin á þessum árum. Það er eitthvað millibilsástand á ragtime og verð- andi jazzmúsík, þó eitthvað nær jazzmúsík. Ekkert af þessum plötum var til þegar ég man eftir mér, allt saman horfið fyrir lif- andi löngu. En stundum var hann að syngja það sem mamma kann- aðist við líka og hlýtur að vera af þessum gömlu plötum, það voru gamlir ragtime slagarar, Oh you great big beautiful doll, You made me love you og þessi lög. Þau voru sem sagt ragtimedans- arar foreldrar mínir áður en ég fæddist, - ég man ekkert eftir því einsog þú hlýtur að skilja. Þetta kom í ljós seinna þegar ég fór að athuga það, svoleiðis að sennilega hef ég verið búinn að bíta á blúsinn áður en ég heyrði hann í fyrsta skipti. Það var líka mikið af músík heima hjá okkur þegar ég var krakki. Á Vopna- firði var starfandi heimilishljóm- sveit og pabbi átti það til að safna að sér svona fólki. Einu sinni var þar einn vetur virtúós píanisti frá Þýskalandi sem hafði shellsjokk- ast í heimsstyrjöldinni og var tal- inn geggjaður og kom hingað til að komast burt úr þessu víti sem Evrópa hans var orðin. Það var mikið sungið og spilað þann vet- ur. Ég held að það hafi verið vet- urinn sem Sigurður Skagfield, seinna óperusöngvari, var heima hjá pabba líka, til að syngja með honum. Pabbi hafði mikla trú á Sigurði Skagfield sem alveg geigvænlegum söngvara, það væri aðeins eitt að honum, það væri einhver skagfirskur tónn sem að þurfti að breyta. Hann sagði að það hefði nú ekki tekist, en Sigurður lét það ekki aftra sér, hann fór og varð sigurvegari á óp- erusviðinu í Þýskalandi. Ellington undir dulnefni Þetta varð til þess að ég fór að skoða niðrí búð, þá var Hljóð- færahúsið í Bankastræti, þar fengust plötur og kostuðu 2,50 stykkið. Og heppnin var alltaf með mér, því þegar ég fer að kaupa mér plötu í fyrsta skipti, með peningum sem ég hafði unn- ið mér fyrir á fiskireit á Melshús- um, þá fengust þrjár jazzplötur og ég keypti tvær, átti fimm krón- ur og lét þær í það. Önnur var spiluð af Red Nichols and His Five Pennies, það voru Riverbo- at shuffle eftir Carmichel og Ecc- entric eftir einhvern annan skarf. Hin platan hét Tiger Rag og hljómsveitin sem spilaði The Jungle Band. Ég komst að því seinna að það var dulnefni yfir Duke Ellington og hljómsveit hans; hann var að svíkjast undan samningum og spila sér inn auka- pening hjá Brunswick. En á Pharlophone var platan sú sem eftir var og þar var kominn Duke Ellington og spilaði lag sem heitir The Mooch. Það þótti mér nú merkileg plata, en merkilegra þótti mér það sem ég heyrði hin- um megin, þvíþar varlag sem hét Sweet Chariot. Það var the blues, eins svartur og fallegur og hann getur orðið. Það voru alveg ók- unnir menn sem spiluðu, The Harlem Footwarmers. Það lag lærði ég fljótt utanað og þegar ég eignaðist trompet skömmu seinna, þá lærði ég trompetsó- lóarnar því mér þótti þær.svo svakalega fínar og þær voru ekki svo kynngimagnaðar að svona strákur gæti ekki fetað sig franr úr þeim, ég kann þær ennþá. Þetta var Ellingtonbandið líka, undir dulnefni. Og margt skrítið þar því þetta var Cootie Williams sem blés á opinn trompet. Þegar þessi blús er búinn þá er ekkert eftir nema fara fyrir björg, það er orð- ið svo svart. Spilað á grammófón - Hvað var það í jazzinum sem kveikti í þér? Ég veit það ekki, annað en það að ég er svona stálheppinn, dett fyrst niður á blúsinn og lendi síð- an inn í fínustu jazzmúsík sem hægt er að fá. Ég þarf ekkert að segja þér frá því að í staðinn fyrir að lesa námsbækur, þá spilaði ég á grammófón næstu 10 árin. Heldurðu að ég sé ekki svo hepp- inn Iíka að eiga heima á Hverfis- götunni, beint á móti danska sendiráðinu, þar átti Birgir Múller heima, sonur Tage Múllers sem er aðal plötuinnflytj- andinn á íslandi. Og heldurðu ekki að þessi sonur dönsku sendi- herrafrúarinnar fyrrverandi sé ekki jazzgeggjari líka! í húsinu fyrir neðan mig bjó Knud Kaa- ber, vinur okkar sem var búinn að eignast klarínettu vegna þess að hann hafði þá, í 1. bekk menntó, ákveðið að taka við af Benny Goodman, þegar hann væri búinn að ljúka stúdents- prófi. Þessi grúppa sem þarna myndaðist, hún var. helvíti hörð. Og þegar kom upp úr dúrnum að það var kominn einhver mann- fjandi að nafni Count Basie með svo svakalegt band og svo undar- legan mann á tenórsaxófón - þá þurfti að skipta. Á ég að láta eina Benny Goodman plötu og eina Fats Waller plötu fyrir Jumping at the Woodside? Ókei, ég geri það, læt tvær fyrir eina! Svona gekk bísnissinn á þessum árum. Þetta var náttúrlega spilað þang- að til það var kunnað allt saman utanað og ekki sinnt öðru. Það var nú stundum verið að segja, það var aðallega mamma; held- urðu að þú hættir nú ekki að spila á grammófóninn svolítið og lesir það sem þú átt að hafa fyrir morg- undaginn? Ja, það var nú svo heppilegt að það var frí, kennar- inn var veikur í dag, engin landa- fræði og saga, sama aftur á morg- un og ég þarf ekkert að lesa. Það er undarlegur skóli sem þú ert í, sagði hún, þar þarf aldrei að lesa neitt. En pabbi átti nú til að segja; ég held að þeir séu nú ekki alveg iðjulausir sem eru að hlusta á músík - svoleiðis að þetta var ekkert illa séð. Og mér var meiraðsegja gefinn grammófónn til þess að spila þetta allt á. Svo þurfti ég að eignast tromp- et og þá var ekkert annað en að ganga í Lúðrasveit Reykjavíkur og þar var Klahn kominn til að kenna manni að spila, því hafi Knud Kaaber ætlað að taka við af Benny Goodman, þá ætlaði ég að taka við af Cootie Williams þegar þar að kæmi. Er þörf ó meiru? Þú byrjaðir snemma að spila á trompet, ert á kafi í tónlist og samdir síðar mörg lög sem bera ágœtum tónlistarhœfileikum vitni. Hvers vegna varðst þú ekki atvinnumaður í tónlist? Ja, þá er nú hægt að fletta upp í jazzbókunum og Hemingway. Hjá strákum einsog mér og Birgi Múller og kannski Knud Kaaber líka þá var þetta lífshugsjónin og allt það, en það er ekkert sem knýr á. Okkur eru allir vegir fær- ir. Við erum af velstæðu fólki, sem við erum ekki að gera neina uppreisn gegn, það er allt með okkur í þessu; endilega spilaðu og hlustaðu, tildæmis heima hjá mér þegar er verið að syngja Meyjarskemmuna, sem var leikin heima hjá mér einn vetur, sama vetur og hún gekk fyrst í Iðnó, þá er Schubert - það er Kristján Kristjánsson. Einn góð- an veðurdag kemur hann með nótnahefti að gefa mér þegar hann vissi að ég var að reyna að stauta á píanó. Hvað er það? Það eru allar Ellingtonsólóar, sem Duke hefur skrifað sjálfur upp, í es-dúr. Það hefur nú nægt mér frammá þennan dag, annan dúr kann ég ekki. Ég kann helvíti mikið í es-dúr. Því fylgir c-moll eins og allir vita, Massenet er skrifaður í a-moll og d-dúr og sá sem kann nú þetta og f-dúr og b á trompet er ansi vel settur. Og þar að auki vinnukonugripin á gítar. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júli 1935

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.