Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 5
Skallarnir Burðarásar ofbeldisins á völl- unum hafa verið hópar ungra stráka sem nefna sig Skinheads eða skalla. Þessir hópar eru upp- runnir í hefðbundnum verka- mannahverfum í eldri hlutum breskra stórborga. Fyrst fór að bera á þeim fyrir alvöru í kringum 1970. Þá fóru þeir að sjást í hóp- um, snoðrakaðir með axlabönd og í háum stífpússuðum leður- klossum, gjarnan með járnbentri tá. í upphafi voru þessir klossar helsta vopnið sem þeir beittu en síðan hafa þeir tekið ýmis önnur vopn í notkun. Nýju ofbe/diss iÆÍÆÆjLSSZ “PP ““08 þeir ófaglærðu og lægst launuðu sem urðu eftir í velferðarbylgju eftirstríðsáranna. Þeir betur V_y 1 kJcjlCJ I a völlinn á 1. farrými lestanna 09borgaglaðirfyrirmiöaídýrar| h|(J(a Velklœddir menn í stúkunni slúkunnar. Síðan rífa þeir Nýtegund ofbeldisseggja farin að hasla sérvölláensk- um knatt- spyrnuvöllum erland og leik Luton gegn Millwall. Þá brutust óeirðirnar út í stúkunni þar sem snyrtilega klæddir ungir menn börðu hver á öðrum með upprifnum stólum og bekkjum. Þessir nýju hópar kalla sig ekki hefðbundnum nöfnum heldur bera þeir nöfn eins og fyrirtæki. Inter-City Firm, Main Line Ser- vice Crew ogAnti-Personel Firm. Það síðastnefnda hljómar heldur óhuggulega í eyrum ensku- mælandi fólks því „anti- personel” er auðkenni á sprengj- um sem eru til þess ætlaðar að granda fólki frekar en valda eignaskemmdum. Þeir brottfluttu Þessir nýju hópar eru upprunn- ir í úthverfum borganna meðal betur stæðra verkamanna og lægri millistéttar, þeirra sem fluttu úr gömlu verkamanna- hverfunum. Þessir hópar hafa heldur ekki farið varhluta af stjórnarstefnu Thatchers undan- farin ár þótt hún hafi verið heldur lengur að ná til þeirra en verst settu hópanna. Ungu velklæddu mennirnir hafa öðruvísi afstöðu til félag- anna og knattspyrnunnar. Þeir hafa gjarnan erft ást sína á til- teknu félagi frá feðrum sínum enda eru tengsl þeirra við félögin lausari en hinna. Þeir mæta líka gjarnan á völlinn þótt þeirra félag sé ekki að keppa, bara til að snapa fæting og sýna fylgis- mönnum annarra félaga hroka og fyrirlitningu. Til dæmis sungu fylgismenn Chelsea söng í Li- verpool þar sem viðlagið var „You’llneverget a job’’ (Þú munt aldrei fá vinnu) og veifuðu 10 punda seðlum framan í heima- menn. „Nothing personal” Milli þessara „fyrirtækja” á sér stað hörð keppni, einskonar deildakeppni í hörku og grimmd. Það er líka alveg í stíl við klæða- burðinn að þeir hafa tekið tækn- ina í sína þjónustu. Þeir nota labbrabbtæki og bíla til að elta aðra liópa uppi fyrir og eftir knattspyrnuleiki og einn hópur, Baby Squad sem fylgir Leicester City að málum, gengur með svo- nefnda Stanley-hnífa á sér en blaðið á þeim líkist einna helst rakvélablöðum. Og þegar þeir hafa gengið frá andstæðingunum skilja þeir eftir nafnspjald með áletrunum eins og: „Þér hafið orðið þjónustu Anti-Personel Firm aðnjótandi" eða „77/ ham- ingju - þér hafið átt viðskipti við Inter-City Firm”. Það er því engin furða þótt inörgum finnist kvikmyndin Clockwork Orange vera orðin að veruleika. Ekki síst þegar þeir heyra að á einu þessara nafn- spjalda stendur: „Þetta er ekkert persónulegt”. -ÞH endursagði úr Information. Ofbeldi á knattspyrnuvöllum hefur veriö mikiö til umræðu eftir hina hörmulegu atburði sem urðu á Heysel-leikvang- inum í Brussel þegar Liverpo- ol og Juventus léku til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða. Gripið hefur verið til harka- legra refsiaðgerða gegn Li- verpool og öðrum breskum knattspyrnufélögum vegna þess að það voru áhangendur Liverpool sem áttu sökina á ofbeldinu sem kostaði 38 mannslífið. Mikið hefur verið reynt til að skilja orsakir þess ofbeldis sem farið hefur ört vaxandi á enskum knattspyrnuvöllum undanfarin ár. Ein kenningin segir að stefna íhaldsstjórnar Thatchers í efna- hags- og félagsmálum eigi mesta sök á ólátunum og er sú kenning eflaust að stórum hluta rétt. En orsakanna má leita miklu lengra aftur í tímann. stæðu tluttu burt úr gömlu verka- mannahverfunum út í nýbyggðar blokkir úthverfanna. í þeirra stað komu innflytjendur og öll sam- skipti fólks í hverfunum gömlu breyttust. Mórallinn sem við þekkjum úr teiknimyndasögunni um Sigga sixpensara er horfinn en í hans stað komin harka, grimmd, atvinnuleysi, kynþátta- hatur og vonleysi. I þessu andrúmslofti eru skallarnir aldir upp og skyldi því engan furða að þeir séu veikir fyrir áróðri Nat- ional Front og ámóta fasískra hópa. Efnahagsstefna Thatchers hef- ur svo bætt gráu ofan á svart. Nú er æskulýðurinn úr þessum gömlu hverfum gersamlega von- laus um að komast nokkurn tím- ann út á vinnumarkaðinn enda atvinnuleysi meðal ungs fólks víða allt upp í 90%. Og af öllum enskum stórborgum ber mönnum saman um að Liverpool hafi orðið verst úti. „Fyrirtœkin” En upp á síðkastið hefur farið að örla á nýjum tegundum of- beldisseggja á knattspyrnu- völlunum. Þeir eru ekki illa klæddir og sóðalegir bjórsvelgir sem hópast á völlinn í leigðum rútum eða öðru farrými járn- brautarlestanna. Nýju hóparnir standa heldur ekki í stæðunum aftan við mörkin. Þessir nýju ofbeldismenn eru vel til hafðir og snyrtilegir og ferðast um í einkabílum eða á 1. farrými lestanna. Þeir hrúgast ekki í ódýrustu stæðin heldur kaupa sér sæti í dýrari hlutum stúkunnar. Þetta sást ma. í þau tvö skipti sem ofbeldið varð hvað mest á ensku völlunum sl. vetur, á heimaleik Chelsea gegn Sund- Skallarnir gera innflytjendur að blórabögglum fyrir eigin eymd og vonleysi og þess vegna fá fasistahópar á borð við National Front góðan hljómgrunn meðal þeirra. Sunnudagur 7. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.