Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 13
Eldbrunna
tunglið Jó
Þar eö við lifum á eldfjallaeyju
er sífellt verið að ræða um eld-
virkni. En ísland er ekki eina
landið í heiminum þar sem jarð-
eldar brenna oft; nægir þar að
minna á Hawaií-eyjar, Indónesíu
og Japan.
Lengst af gerðu menn ekki ráð
fyrir eldvirkni á hinum reiki-
stjörnunum í sólkerfi okkar. Að
jörðinni slepptri eru þrjár þeirra
úr bergi eins og hún og smám
saman kom í ljós að eldgos verða
á að minnsta kosti tveimur
þeirra. Gaspláneturnar (Júpíter,
Satúrn, Úranus og Neptúnus)
snúa um sig mörgum tunglum.
Menn urðu fyrst undrandi þegar
eldgos uppgötvuðust þar. Þá varð
loks ljóst að eldvirkni er væntan-
lega alheimsfyrirbæri, ef að lík-
um lætur.
Til Júpíters
Við skulum fylgja geimfari sem
stefnt er til Júpíters. Ferðin sú
tekur dágóðan tíma, ein tvö ár,
því þangað eru 780 milljón kíló-
metrar. Á leiðinni skrensum við
framhjá Mars. Hann er nokkru
minni pláneta en jörðin. Þar sjást
risastórar hraundyngjur líkt og
við þekkjum frá Hawií en þó
miklu stærri, yfir 20 km á hæð þær
stærstu og mörg hundruð kíló-
metrar í þvermál. Þær eru taldar
virkar eldstöðvar þótt enn hafi
ekki sést til eldgoss á Mars enda
skammt um liðið frá því að eld-
stöðvarnar uppgötvuðust á loft-
ljósmyndum.
Leið okkar liggur þessu næst
fram hjá smástirnum í smástirna-
beltinu en smám saman tekur
Júpíter að fylla út í sjónsviðið.
Hann er risinn í plánetufjölskyld-
unni; um það bil ellefu sinnum
breiðari kúla en jörðin og
tveimur og hálfu sinni rúmmeiri
en allar hinar pláneturnar til
samans. Hann er reyndar úr
lofttegundum að hluta til og því
alls ekki hæfur til lendingar. Og
þó yfirborðið væri lendingarhæft
legðist geimfarið saman vegna
mikils þyngdarkrafts sem verka
myndi á það. Áningarstaður okk-
ar er heldur ekki Júppi karlinn,
heldur eitt af 16 tunglum hans.
Það heitir Jó.
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
Brenni-
steinshraun
og bláir strókar
Jó er aðeins minna um sig en
tunglið okkar. Það snýst um Júp-
íter í 420 þús. kílómetra fjarlægð
og er allt úr bergi sem þakið er
þykkri skorpu úr brennisteins-
samböndum. Liturinn er
rauðgulur og úr nálægð sést að
það er alsett dökkum taumum,
gígopum og stórum öskjusigum.
Tilsýndar er tunglið eldvirkasta
svæði sem mannlegt auga hefur
litið. Öskjurnar eru nokkur
hundruð að tölu og á nokkrum
stöðum samtímis gjósa upp
svepplaga strókar, bláleitir að
ofan og ná allt að 300 km út frá
yfirborði tunglsins. Þetta eru
greinilega eldgos og gosefnin ná
yfir 1 kílómetra hraða á sekúndu.
Þessi mikla goshæð og hái gos-
hraði stafa aðallega af því að að-
dráttarafl Jós er ekki nema u.þ.b.
einn sjötti hluti af aðdráttarafli
jarðar. Þess vegna er ekki haldið
aftur af gosefnunum eins festu-
lega og við erum vön að sjá hér
niðri hjá móður Jörð.
Fyrstu ljósmyndirnar af gosun-
um á Jó vöktu að vonum mikla
athygli á sínum tíma. Bláleitu
strókarnir eru enn ægilegri að sjá
úr geimfarinu okkar. Liturinn
stafar af brennisteini og súrefni
sem eru stór hluti gosefnanna úr
jósku eldstöðvunum. En svörtu
taumarnir er renna frá gosunum
eru líklega logheitur brennisteinn
sem roðnar og gulnar þegar hann
kólnar. Ef til vill eru sumir þeirra
blágrýtishraun.
Innvolsinu
skilað upp
Ástæðurnar fyrir hinni miklu
eldvirkni á Jó eru helst taldar þær
að tunglið verður fyrir miklum
spennuáhrifum frá móðurplánet-
unni. Hún togar fast í Jó um leið
og Jó þýtur hjá á 1,7 dögum allan
risastóran umferðahringinn á
ofsahraða. Samtímis verka að-
dráttarkraftar á tunglið frá ná-
lægum (og stærri) tunglum Júpí-
ters. Þannig verða til flóðkraftar
sem toga Jó sundur og þrýsta
honum saman; tunglið slær eins
og risastórt hjarta. Þvermál þess
eykst og minnkar um 100 metra á
tæpum tveimur dögum. Afl-
eiðingin er hröð varmamyndum í
iðrum Jós og bergið þar bráðnar.
Jó er eitt af 16 tunglum Júpíter og aðeins minna um sig en tunglið okkar.
Þar sem mikið er af brennisteini í
skorpu Jós, verða gosefnin afar
brennisteinsrík og stundum nán-
ast hreinn brennisteinn. Eldsum-
brotin líkjast því ekki Kröflueld-
unum heima.
Mikil gosvirkni léttir tunglið
stöðugt. Það missir að jafnaði 100
kg efnis á sekúndu. Þegar
loftkenndu og lausu gosefnin
þeytast hátt til himins hirðir Júp-
íter efnið yfir til sín þar sem það
leggst í þunnar slæður í braut Jós
og telja menn þar komna skýring-
una á hluta af daufum hringjum
Júpíters sem uppgötvuðust fyrir
skömmu, enda ekki líkt því eins
glæsilegir og skrauthringir Sat-
úrnusar. Heldur gorvirknin fram
sem horfir mun Jó skila mestu af
innvolsi sínu til yfirborðins og út í
bláinn; nánast eyða sjálfum sér á
nokkrum milljörðum ára.
Á heimleið
Gaman væri að lenda á Jó og
skoða náttúrufyrirbæri þar og
hirða nokkur sýni. Ef til vill verð-
ur það auðvelt síðar en núna
treystast menn ekki til þess.
Geimfarið snýr aftur til jarðar. Á
heimleiðinni skjótumst við fram-
hjá Venusi sem er í gagnstöðu við
jörð miðað við sólu þennan ótil-
tekna árshluta. Plánetan sú er
nærri jafnstór jörðu, hulin þykk-
um og ólystugum koltvíssýrings
(koldíoxíð)-lofthjúpi, menguð-
um brennisteinsgufum og sýru-
dropum. Upplýsingar frá fjar-
stýrðum og sjálfvirkum rann-
sóknarflaugum sýna að þar er lík-
lega allnokkur eldvirkni. Að öllu
samanlögðu ætti að vera ljóst að
jarðvísindamenn verða varla
atvinnulausir á næstunni.
A seglbretti
yfir Atlantshaf
Seglbretti hafa notiö vaxandi vinsælda og hafa
menn dólað sér á þeim með ströndum fram við
flestarstrendur. En nú bernýrravið:Tveir
Frakkar, sem reyndar eru atvinnumenn í að
sigla bretti ætla að fara yfir Atlantshafið á
svonafarkosti.
Það liggur í augum uppi, að hér verður um meiri-
háttar bretti að ræða. Það er átta metra langt og
næstum því tveir metrar á breidd. Notast er við tvö
segl tvöföld. Pláss er fyrir tvær kojur, suðutæki og
siglingabúnað niðri. Frakkarnir vonast til þess að
þeir geti við hagstæð skilyrði farið á fjórum vikum
yfir hafið, 5500 kílómetra leið - nánar tiltekið frá
New York til Lizarhöfða á Bretlandseyjum.
Siglingagarparnir hafa náttúrlega þann metnað
að verða fyrstir til slíks afreks. En að auki eru hags-
munir í húfi eins og vonlegt er - ferðinni er ætlað að
auglýsa upp frönsk seglbretti á bandarískum mark-
aði.
------------------------1
ísafjarðarkaupstaður
Lausar stöður
Staða forstöðumanns tæknideildar ísafjarðar-
kaupstaðar er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k.
Staða fjármálafulltrúa ísafjarðarkaupstaðar er
laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 94-3722
eða á bæjarskrifstofunum.
Bæjarstjorinn á ísafirði
Ritarastörf
Við þurfum á næstunni að ráða í nokkrar ritarastöður.
Um er að ræða stöður sem allar krefjast góðrar
vélritunar- og íslenskukunnáttu. Einnig þarf mála- og
bókhaldsþekkingu í sumar þeirra.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannastjóra er
veitir upplýsingar um störfin.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALO
LINDARGÖTU 9A
Laust starf við
Bændaskólann á Hólum
Laust er til umsóknar starf sérfræðings við Bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal er gæti annast fiskeldis-
og fiskræktarmál og kennslu við skólann.
Umsóknarfrestur er til 30. júlí n.k.
Landbúnaðarráðuneytið
4. júlí 1985.
Sunnudagur 7. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13