Þjóðviljinn - 07.07.1985, Blaðsíða 12
ÆTTFRÆÐI
Fulninga-
hurðir:
Nýkomin sending af innihurð-
um úr furu. Utanmál á körm-
um: 79 og 89 x 209 cm.
Verð: 6.483.-
Habó
heildverslun,
Bauganesi 28, s. 26550.
'W
LAUSAR STÖDUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsmenn til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• 2 fulltrúastöður hjá Félagsmálastofnun.
Aðalviðfangsefni annars fulltrúans er launamál,
merking fylgiskjala og staðfesting reikninga.
Megin viðfangsefni hins fulltrúans eru ávísun
greiðslna til nokkurra þjónustuaðila stofnunarinnar
og innheimta greiðslna fyrir ákveðna útselda þjón-
ustu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf,
verslunarmenntun og/eða reynslu af skrifstofu-
störfum.
Fyrirhugð er að ráða í fyrri stöðuna frá 7. ágúst en
hina frá 15. júlí 1985.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00.
■ Fóstrur
Viljum ráða fóstrur í eftirtalin störf:
1. Forstcðumann í hálft starf eftir hádegi við leik-
skólann Arnarberg.
2. Fóstru í hálft starf fyrir hádegi við leikskólann
Norðurberg.
3. Fóstru á dagheimilið Víðivelli.
4. Stuðningsfóstru eða þroskaþjálfa.
Upplýsingar um störfin veitir dagvistarfulltrúi í síma
53444.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði
Grunnskóli Eskifjarðar
Tvær kennarastöður eru lausar við skólann. Um er að
ræða kennslu ítungumálum, íslensku og líffræði í eldri
deildum auk almennrar kennslu. íbúðarhúsnæði fylg-
ir. Kennt er í nýju skólahúsnæði og er öll vinnuaðstaða
mjög góð. Nánari upplýsingar hjá formanni skóla-
nefndar í síma 97-6299 og skólastjóra í síma 6182.
Skólanefnd
fFjölbrautaskóli
Suðurnesja
Kennara vantar
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar til umsókn-
ar eftirtaldar kennarastöður: í ensku, stærðfræði, og
faggreinum rafiðna.
Umsóknum sé skilað til menntamálaráðuneytisins
fyrir 12. júlí 1985.
Skólameistari
Ættfrœðigetraun 25
Ættfræðigetraunin nú verður
sú síðasta í bili og að þessu sinni
er hún fólgin í því að finnna út
hver eru móður- og föðursystkini
6 einstaklinga. Á myndum 1-6
eru móður- eða föðurbræður og
ein móður- eða föðursystir þeirra
sem eru á myndum nr. 7-12. Er
1. Auður Laxness á
Gljúfrasteini
2. Björn Th. Björns
son listfræðingur
3. Brynjólfur Bjarna-
son fv. ráðherra
t.d. Auður Laxness móður- eða
föðursystir Ásmundar Stefáns-
sonar?
Dregið verður úr réttum
lausnum ef margar berast. Pær
sendist Þjóðviljanum Síðumúla
6, merktar ættfræðigetraun 25 og
er nauðsynlegt að setja þær í póst
fljótlega eftir helgi því að dregið
verður úr lausnum n.k. föstudag
og rétt svör birtast í næsta sunnu-
dagsblaði. Ef blaðið berst mjög
seint til staða úti á landi má hrin-
gja inn lausnir til Guðjóns
Friðrikssonar í síma 81333.
Dœgra-
dvöl
Verðlaunabókin í þessari síð-
ustu ættfræðigetraun að sinni er
hin óviðjafnanlega ævisaga Bene-
dikts Gröndais skálds, Dægra-
dvöl. Er hún jafnan talin í hópi
mestu öndvegisbóka ævisagna-
ritunar. Verðlaunabókin er gefin
út af Máli og menningu.
Benedikt Gröndal (1826-1907)
var alinn upp á Álftanesi en sigldi
til náms til Kaupmannahafnar og
nam þar náttúrufræði og bók-
menntir 1846-1850. Hann ferðað-
ist víða um Evrópu en frá 1874
bjó hann lengst af í Reykjavík og
var kennari við Lærða skólann.
Hann lýsir vel Bessastaðaskóla
4. Erlingur Halldórs-
son rithöfundur
5. Jón Óskar rithöf-
undur
6. PállTheódórsson
eðlisfræðingur
7. Ásmundur Stef-
ánsson forseti
ASÍ
8. Edda Þórarins-
dóttir leikari
9. Gísli B. Björnsson
auglýsingateiknari
10. Guðbjörg Thor-
oddsen leikari
11. Inga Lára Bald-
vinsdóttir sagn-
fræðingur
12. Ragnar Stefáns-
son jarðskjálfta-
fræðingur
og mannlífi á Álftanesi, lífi ls-
lendinga í Kaupmannahöfn,
ferðum sínum um lönd og loks
bæjarbrag í Reykjavík. Dægra-
dvöl er óvenjulega hispurslaus
saga og er þar óhikað sagður
löstur og kostur á mönnum og eru
þar margar smáskringilegar
sögur. Mjög oft er vitnað til þess-
arar bókar og ætti hún að eiga
sinn sess í hverju góðu heimilis-
bókasafni.
Lausn á œttfrœðigetraun 24
Dregið hefur verið úr réttum
lausnum á ættfræðigetraun 24 og
koma upp nafn Páls Helgasonar
Hrafnagilsstræti 38, 600 Akur-
eyri. Fær hann senda bókina
Sálmurinn um blómið eftir Þór-
berg.
Rétt svör eru þessi:
1. Friðrik Ólafsson skákmeistari
og sr. Örn Friðriksson á
Skútustöðum eru synir bræð-
ranna Ólafs og sr. Friðriks
Friðrikssona.
2. Haukur Helgason ritstjórnar-
fulltrúi og Sveinn Jakobsson
jarðfræðingur eru synir
bræðranna sr. Helga í Hverag-
erði og Jakobs kennara
Sveinssona.
3. Jóhann Eyfells myndhöggvari
og Kalman Stefánsson bóndi í
Kalmanstungu eru synir systr-
anna Ingibjargar og Valgerð-
ar Einarsdætra prests í Reyk-
holti Pálssonar.
4. Jónas Bjarnason efnaverk-
fræðingur og Jónas Kristjáns-
son ritstjóri eru synir systkin-
anna Ástu og Kristjáns læknis
Jónasarbarna læknis Krist-
jánssonar.
5. Vigdís Finnbogadóttir forseti
íslands og Þorvaldur Búasonn
eðlisfræðingur eru börn
bræðranna Finnboga Rúts
prófessors og Búa skrifstofu-
manns Þorvaldssona prests í
Sauðlauksdal Jakobssonar.
6. Þorgeir Pálsson rafeindaverk-
fræðingur og Þuríður Péturs-
dóttir bæjarfulltrúi á ísafirði
eru börn systkinanna Elísa-
betar og Péturs kaupmanns
Sigurðarbarna vélstjóra í
Reykjavík Árnasonar.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júlí 1985