Þjóðviljinn - 13.07.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Síða 8
HEIMURINN Búist er við meiriháttar átökum á Norður-írlandi Paisley talar um baráttu upp á lífog dauða. Mótmœlendur telja að Bretar œtli að bregðastsér. IRA vill koma í vegfyrir málamiðlunarsamkomulagforsœtisráðherranna írski lýðveldisherinn, IRA, hefur drepið 19 lögreglumenn á Norður-írlandi það sem af er ár- inu og varla líður svo dagur að ekki springi þar sprengja sem IRA hefur komið fyrir. IRA hef- ur og haft sig frammi í Bretlandi sjálfu og mikið lið lögreglu hefur leitað að sprengjum í strandhót- elum landsins. Og mótmælendur á Norður-írlandi hafa að sýnu Ieyti gert sig líklega til að taka lögin í sínar hendur, vegna þess að þeir vantreysta vinum sínum breskum. Einn foringi Sambandsins (þeirra Norður-íra sem vilja áfram vera undir breskri stjórn) hefur hvatt til þess að neðanjarð- arhermótmælenda, UDF (sem er bannaður eins og IRA, leyniher kaþólskra) grípi til vopna gegn kaþólskum. Sá illræmdi foringi Lýðræðissinnaða Sambandsflok- ksins, séra Ian Paisley, segir á þá leið að á næstu vikum „muni verða gripið til aðgerða“, og bar- ist „upp á líf og dauða“. Hvar má marséra? Reiði séra Paisleys og annarra mótmælenda er mjög tengd því að bresk yfirvöld vildu í fyrsta sinn nú (í byrjun júlí) banna mótmælendum úr Óraníuregl- unni (sem hefur tögl og hagldir í pólitísku lífi og efnahagslífi Norður-írlands) að minnast sig- urs mótmælenda á kaþólikkum í orustunni við Boyne árið 1690. Það er að segja: ekki átti að banna hátíðahöldin með öllu, heldur breyta gönguleiðum svo að mótmælendafylkingar færu ekki í gegnum kaþólks hverfi. En það er einmitt það sem mótmæl- endur telja mestu varða: að minna kaþólska á ósigurinn sögu- lega og skjóta þeim skelk í bringu með bumbuslætti og fyrirgangi. Óraníureglan telur það afar miklu varða að hún fái að ganga þar sem henni sýnist og telur að bann Breta sé fáheyrð afskipta- semi af innanhéraðsmálum á Norður-írlandi. Mörgum dögum áður en göng- urnar fóru af stað voru slagsmál byrjuð milli lögreglumanna og Óraníumanna út af þessum mál- um. Ugga um sinn hag Þessi heiftarlegu viðbrögð eru mjög tengd því að mótmælendur óttast nú mjög um vald sitt. Mótmælendur eru um miljón á Norður-írlandi en kaþólskir um 600 þúsund og um flest verr settir - um húsnæði, atvinnumöguleika og fleira. Mótmælendur óttast ekki að- eins IRA og íhlutun írska lýð- veldisins, nú óttast þeir að Eng- land vilji gefa þá upp á bátinn. Forsætisráðherrar Bretlands og írlands hafa undanfarin misseri átt í viðræðum um viss áhrif írska lýðveldisins á stjórnsýslu í Norður-írlandi eða Ulster. 'Og þótt utanaðkomandi megi virðast sem þær breytingar verði ekki stórvægilegar, þá finnst Sam- bandssinnum að þær feli í sér mjög afdrifaríkt fyrsta skref í þá átt að sameina írland - og sam- einað írland væri fyrst og síðast kaþólskt. Það er þess vegna sem maður eins og Ian Paisley kallar Margar- et Thatcher ekki annað en svik- ara - enda þótt hún hafi alls ekki ljáð máls á því að ræða samein- ingarmálin. Móðursýkistónninn í viðbrögðum mótmælenda er tengdur því, að búist er við ein- hverjum tilslökunum í fyrr- greindum viðræðum forsætis- ráðherranna og Breskir frétta- skýrendur telja ástæðu til að taka hótanir mótmælendaforingja um sjálftekinn rétt og borgarastríð alvarlega. Uppákoma í bæjarstjórnum Með í þessari mynd er það sér- stæða ringulreiðarástand sem hefur skapast víða í borgar- og bæjarstjórnum á Norður-írlandi eftir kosningarnar fyrr á þessu ári sem gáfu Sinn Fein, hinum rót- tæka sameiningarflokki kaþól- skra og stundum nefndum „póli- tískur armur IRA“ 59 sæti í borg- arstjórnum. Ýmsar sérstæðar uppákomur hafa fylgt í kjölfar kosinganna. í bæjarstjórninni í Magherafelt, sem erskammt frá Derry, brutust út slagsmál eftir að varaborgar- stjóri frá Sinn Fein heilsaði samkomunni með krepptum hnefa og hrópinu: Sigurinn er okkar. Áður hafði bæjarráðs- maður Sambandsins sprautað úr vellyktandibrúsa á menn frá Sinn Fein og hinum „hófsama“ sam- einingarflokki kaþólskra. SDLP. í Derry sjálfri, sem er eitt helsta virki þjóðernissinna, lagði fulltrúi Sinn Fein það til, að seld yrði borgarstjórakeðjan og me- dalía sem borgin fékk fyrir 300 árum frá mótmælendakónginum Vilhjálmi af Óraníu - og yrði Mótmælendur ganga undir fánum Óraníureglunnar til að minnast orrustunnar við Boyne (til vinstri). lan Paisley (t.h.) talar um „baráttu upp á líf og dauða" en IRA (að ofan) virðist vera að breyta um baráttuaðferðir. i menn ekki eiga við þá orð vegna stuðnings þeirra við IRA. andvirðinu varið til að hjálpa sveltandi börnum í Eþíópíu. í borgarstjórninni í Belfast reyndi dóttir Ians Paisleys að þagga niður í fulltrúum Sinn Fein með því að spila á trompet meðan flokksfélagar hennar létu skrölta í skrifborðsskúffum sínum. í Craigavom reyndu sam- bandssinnar, sem þar eru í meiri- hluta, að útiloka Sinn Fein frá borgarstjórn með því ráði, að fela sérstakri nefnd öll verkefni borg- arstjórnar. Það mál fór fyrir rétt og töpuðu Sambandssinnar því. Ýmsir borgarfulltrúar Sinn Fein hafa fengið dóm fyrir vopna- burð og aðild að sprengju- tilræðum og þeir draga enga dul á að þeir telja setu sína í bæjar- stjórnum og hernaði IRA tvær hliðar á sama máli. Þessi opinskái stuðningur við IRA hefur gert breskum yfirvöldum erfitt fyrir. Annarsvegar verða þau að taka því að meðlimir Sinn Fein hafa verið kosnir með lýðræðislegum hætti - en á hinn bóginn vilja Sumarsókn IRA Meðan þessu fer fram á Norður-írlandi hafa Bretar verið mjög með hugann við þá „sprengjusókn" sem lögreglan segir að IRA hafi áformað í tólf enskum sumarfríabæjum nú í sumar. Nokkrir menn hafa verið hand- teknir, meðal þeirra einn sem er sakaður um að hafa komið fyrir sprengju sem sprakk á hóteli í Brighton í fyrra meðan á stóð landsfundi íhaldsflokksins þar. Fimm menn létu lífið og Margar- et Thatcher forsætisráðherra var í hættu. Þessi tíðindi frá bresku leyni- lögreglunni hafa vakið upp nokkra furðu, því að IRA hefur á síðari árum reynt að forðast eða að minnsta kosti takmarka sem mest dráp á óbreyttum borgurum Breska námumannasambandið klofnar Arthur Scargill, foringi hrekra kolanámumanna, á í vaxandi erf- iðleikum. 30 þúsundir námu- manna í Nottinghamshire hafa á- kveðið að ganga úr Sambandi námumanna. Munuþeirstofna sitt eigið samband og bjóða náma- mönnum úr öðrum landshlutum að ganga í það. Það voru námamenn í Notting- hamshire sem urðu Scargill erfið- astir þegar hann efndi til hins langa kolanámuverkfalls í fyrra. Þeir neituðu að leggja niður vinnu og margir telja að þar með hafi verkfallið verið tapað. Sund- rungin nú gerir það enn ólíklegra en áður að námamönnum takist síðarmeir að efna til verkfalls sem spannar landið allt. Ástæðan til klofningsins er sú, að þeir sem segja sig úr lögum við Námumannasambandið voru ekki sáttir við ný lög þess, sem m.a. gera ráð fyrir því að Scargill sé formaður ævilangt. Verkamannaflokkurinn vann ekki aukakosningar í Wales á dögunum þótt frambjóðanda hans hefði verið spáð sigri. For- ingjar flokksins hafa kennt áhrif- um vinstrisinna eins og Scargills og Tony Benn um þetta óhapp, talið er að þeir séu atkvæðafælur á miðjukjósendur þá sem flokk- urinn þarf að vinna á sitt band til að sigra íhaldið. sem af tilviljum eru þar staddir sem sprengja springur. Sagt er að yfirstjórn IRA hafi í samvinnu við Sinn Fein búið til lista yfir þá sem taldir eru „leyfi- leg skotmörk“ - og eru þeirra á meðal dómarar, lögreglumenn, hermenn og stjórnmálaforingjar sem með einum eða öðrum hætti tengjast breskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að bæta stöðu IRA í almenningsálitinu bæði á Norður-írlandi og í Bandaríkjun- um, en þar hefur IRA jafnan leitað eftir fjárhagslegum stuðn- ingi meðal fólks af írsku bergi brotnu. Þegar þetta er haft í huga, sýn- ist „sumarfríaáætlun" IRA út í hött. Menn hafa þá haft uppi get- gátur um að ástæðan kunni að vera klofningur innan IRA og Sinn Fein. Vitað er að innan IRA hefur alltaf verið hópur manna sem er andvígur vinstrimenn- skunni í Sinn Fein. Þetta er fólk af hinum gamla skóla þjóðernis- sinnanna sem vilja beita „tillits- lausum hermdarverkum" til að neyða Breta til að yfirgefa Norður-írland. En hvað sem því líður: bæði sameiningarsinnar og sambands- sinnar sýnast búast til nýrra og grimmari átaka. Og að einu leyti eru þeirásvipuðu róli, karlareins og Ian Paisley og harðjaxlar í IRA: báðir vilja koma í veg fyrir að forsætisráðherrar Stóra- Bretlands og írska lýðveldisins skrifi undir samkomulag sem gef- ur lýðveldinu vissan íhlutunarrétt í Ulster. Slík málamiðlun er eitur í beinum beggja. AB tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.