Þjóðviljinn - 26.07.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 26.07.1985, Side 15
ÍÞRÓTT1R Jónsmálið Ógilt Dómstóll KSI kvað upp þann úrskurð í gær að aganefnd KSÍ hefði ekki haft lögsögu í kæru- málinu sem reis vegna Jóns G. Bjarnasonar. Aganefnd hafði dæmt leikinn tapaðan fyrir KR 3-0, en þar sem sá dómur hefur verið ógiltur, hef- ur KR fengið stigin til baka og 4 mörk í plús. Dómstóllinn á þó eftir að dæma í sjálfu málinu og er ekki útséð hver málalokin verða fyrr en sá dómur hefur verið upp kveðinn. -gsm Körfubolti KR-ingar eflast Hópurinn stœkkar. Tveir Guðmundar jafnvel á leiðinni og kannski Páll líka Hópurinn hjá úrvalsdeildariiði KR í körfuknattleik hefur stækk- að að undanförnu og gæti blásið enn meir út áður en keppnin hefst í haust. Árni Guðmundsson er kominh frá IS, eins og við höfum áður sagt frá, og sömuleiðis ann- ar gamall KR-ingur, Eiríkur Jó- hannesson. Þá er Garðar Jó- hannsson snúinn heim eftir árs- dvöl í Englandi. Fleiri bætast líklega í hópinn. Guðmundur Jóhannsson, ísfirð- ingurinn hávaxni sem leikið hefur með ÍS undanfarið, íhugar fé- lagaskipti yfirí KR og sömuleiðis Guðmundur Björnsson, fyrrum unglingalandsliðsmaður úr Þór á Akureyri. Þá eru miklar líkur á að Páll.Kolbeinsson, landsliðs- bakvörðurinn snjalli, taki sér árs- frí frá námi sínu í Bandaríkjunum og leiki á ný í KR-búningnum næsta vetur. Þegar við þetta bæt- ist að KR hafði á að skipa einu yngsta og efnilegasta liði landsins sl. vetur er ekki við öðru að búast en Vesturbæjarliðið láti til sín taka á komandi keppnistímabili. Ólafur Guðmundsson landsliðs- maður er sá eini sem hverfur úr hópnum en hann stundar nám í Bandaríkjunum næsta vetur. Jón Sigurðsson mun þjálfa KR-inga áfram. -VS Kvennaboltinn Víkingur og Haukar upp? Sæti í 1. deild blasir við Hauksstúlkunum eftir 6-2 sigur á Hveragerði í Hafnarfirði á þriðju- dagskvöldið. Þær voru komnar í 2-0 eftir aðeins 2 mínútur og leiddu 5-0 í hálfleik. Helena Önnudóttir 2, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Sandra B. Runólfsdóttir skoruðu mörk Hauka. Stjarnan og Fram eiga þó enn möguleika á að komast upp- fyrir Hauka, í efsta sæti B-riðils 2. deildar og þar með í 1. deild. Víkingur á einnig alla möguleika á 1. deildarsæti eftir 2-0 sigur á Aftur- eldingu í fyrrakvöld. Víkingsstúlk- umar þurfa þá 4 stig gegn Grindavík og Grundarfirði til að tryggja sig endanlega upp. -HRAA'S Handbolti Fjölgar á Spáni! Spánverjar sœkja um félagaskiptifyrir Guðmund Albertsson. Fjórði Islendingurinn íspœnskul. deildinni. Ekki enn sótt um rétta boðleið til HSÍ, heldur ekkifyrir Hans og Einar. Spænska handknattleikssam- bandið hefur sótt um félagaskipti til handa Guðmundi Albertssyni,. úr Víkingi yfirí spænska 1. deildarliðið Maritim Puerto Club. Guðmundur, sem er bor- inn og barnfæddur KR-ingur, lék með GUIF í Svíþjóð sl. vetur en skipti yfirí Víking sl. vor. Állt bendir því til þess að fjórir Islendingar leiki í spænsku 1. deildinni næsta vetur. Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarðar- son með Tres De Mayo, Hans Guðmundsson með Marlboro Kanteras og Guðmundur með Maritim. Félagaskiptin eru þó ekki um garð gengin. Samkvæmt reglum HSI þarf leikmaðurinn sjálfur að Handbolti Þrettán í 3. deild 24 leikir á lið! Þrettán lið hafa tilkynnt þátt- töku í 3. deiidarkeppni karla í handknattleik næsta vetur, einu fleiri en í fyrra. Sindri frá Horna- firði hefur hætt þátttöku en í stað- inn koma Völsungur frá Húsavík og iið Hvergerðinga til leiks - Völsungar hafa ekki leikið í deildakeppninni í ein tólf ár en Hveragerði hefur aldrei tekið þátt. Að þessu sinni verður ekki leikið í tveimur riðlum, heldur leika öll 13 liðin í einni deild, allir við alla. Samtals 24 leikir! Liðum af landsbyggðinni fjölgar hægt og sígandi - Bolvíkingar og Höttur frá Egilsstöðum höfðu einnig hug á að vera með í 3. deild í vetur en ekkert varð af því. Að vísu gæti liðunum fækkað niður í 12 - verið getur að Þórsarar frá Akureyri dragi sig út, eins og fram kemur annars staðar á síðunni. -VS sækja um leikheimild hjá HSI til að leika erlendis og síðan þarf nýja félagið að hafa samband við íslenska félagið og HSÍ. Ekkert af þessu hefur enn átt sér stað livað Guðmund varðar - og reyndar ekki heldur í sambandi við fé- lagaskipti þeirra Hans og Einars. Allir þrír teljast því ennþá leik- menn með sínum íslensku fé- lögum. -VS Handbolti Sigurður í KA Friðjón til Danmerkur Hœttir Þór í3. deild? Sigurður Pálsson, mesti markaskorari Þórsara í 2. og 3. deild undanfarin ár, hefur tilkynnt félagaskipti yfir til crkifjendanna á Akureyri, KA, og hyggst leika með þeim í 1. deildinni næsta vetur. Þetta er kærkominn styrkur fyrir KA sem hefur misst Friðjón Jónsson til Danmerkur þar sem hann verður við nám næsta vetur. Útlitið er ekki bjart hjá Þór þessa dagana. Líkur eru á að Nói Björnsson markvörður og línumaðurinn skæði Árni Stefánsson gangi einnig til liðs við KA. Enginn þjálfari hefur verið ráðinn í stað Guðjóns Magnússonar sem er á förum frá Akureyri og samkvæmt heimildum Þjóðviljans gæti farið svo að Þórsarar, sem léku í 2. deild í fyrra, dragi sig útúr 3. deildinni í vetur og einbeiti sér að 2. flokki. -VS Knattspyrna Drengirnir til Noregs Drengjalandslið fslands í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 15 ára og yngri, heldur til Noregs á morgun og tekur þátt í Norðurlandamótinu sem hefst á mánudag og lýkur annan laug- ardag. Lárus Loftsson þjálfari hefur valið 16 pilta til fararinnar og eru þeir eftir- taldir: Markverðir: Karl Jónsson, Þrótti R. Orri Ýrar Smárason, Selfossi Aðrir leikmenn Árni Þ. Árnason, Þór A. Bjarni Benediktsson, Stjörnunni Gísli Björnsson, Selfossi Gunnlaugur Einarsson, Val Egill Örn Einarson, Þrótti R. Haraldur Haraldsson, Vikingi R. Haraldur Ingólfsson, ÍA Ólafur Viggósson, Þrótti N. Páll V. Gíslason, Þór A. Sigurður Bjarnason, Stjörnunni Steinar Adolfsson, Víkingi Ó. Rúnar Kristinsson, KR Tryggvi Tryggvason, lA Þormóður Egilsson, KR ísland leikur við Svía á mánu- dag, Dani á þriðjudag, Englend- inga, sem eru gestir í mótinu, á miðvikudag, Norðmenn á fimmtudag og loks Finna annan laugardag. 1. deild Alltof stórt hjá KR Lánlausir FH-ingar töpuðu 3-1. KR komið í4. sœti. Það var ekki beint sanngjarnt að KR skulu hafa unnið FH 3-1 á KR-vellinum í gærkvöldi, en það eru mörkin sem gilda og KR- ingar voru duglegri að nýta sér þau færi sem gáfust. FH-ingar fengu fyrsta færið, en Ingi Björn Albertsson var eitthvað utan við sig og náði ekki valdi á boltanum eftir að Börkur Ingvarsson KR-ingur hafði gefið á hann. Ingi Björn náði að skjóta nokkru síðar, en framhjá. KR fékk 3 færi í fyrri hálfleik og skoraði 3 mörk. Ásbjörn Björns- son átti skalla í slá og síðan var gefið fyrir á Hannes Jóhannsson, en hans skalla varði Guðmundur Hilmarsson með hendi og því dæmd vítaspyrna. Sæbjörn Guð- mundsson tók spyrnuna, og spyrnti beint á mitt markið og skoraði þar sem Halldór mark- vörður var kominn af stað í annað hornið. Annað markið var hálf- gert gjafamark. Guðmundur Hilmarssson ætlaði að gefa á Halldór, en hitti boltann illa svo að Björn Rafnsson komst á milli og átti ekki í vandræðum með að senda hann í mark FH: Þriðja markið skoraði Júlíus Þorfinns- KR-FH 3-1 (3-0) ** Mörk KR: Sæbjöm Guðmundsson 19. mín. Björn Rafnsson 32. mín. Júlíus Þorfinnsson 42. mín. Mark FH: Hörður Magnússon 67. mín. Stjörnur KR: Hannes Jóhannsson* Björn Rafnsson * Ásbjörn Björnsson * Július Þorfinnsson * Stjörnur FH: Henning Henningsson • Krlstján Hilmarsson * Hörður Magnússon * Þörður Sveinsson * Dómari: Óli P. Olsen *** son. Ásbjörn vann skallaeinvígi og skallaði til Júlíusar sem var óvaldaður. Hann lék upp að víta- teig og skaut. Boltinn snerti Hall- dór markvörð, en í netinu endaði hann. FH sótti nær látlaust fyrri helming síðari hálfleiks og átti Stefán Jóhannsson fullt í fangi með að bjarga í ein 3 skipti. Fyrst skot frá Janusi Guðlaugssyni, síð- an skot frá Kristjáni Gíslasyni og loks skalla Jóns Erlings. Eina mark FH skoraði Hörður Magnússon úr vítaspyrnu sem var dæmd er honum var brugðið innan vítateigs. KR var ívið sterkara í fyrri hálf- leik, en FH í þeim seinni. KR- ingar nýttu sín færi og að vissu leyti hefði verið ósanngjarnt ef FH hefði náð stigi m.v. við þau varnarmistök sem þeir gerðu sig seka um. -gsm 1. deild kvenna Óbreytt I gærkvöldi voru leiknir 2 leikir í 1. deild kvenna og er staðan á toppi deildarinnar óbreytt, þar sem bæði ÍA og UBK unnu sína leiki og eru þessi lið nánast búin að stinga af í deildinni. ÍA-Valur 1-0 (0-0). Valsstúlk- urnar, hressar eftir að vera ný- búnar að slá Breiðablik út í bikar- keppninni, voru öllu betri í byrj- un. Þeim gekk þó illa að skapa sér marktækifæri, en í því var Skaga- liðið sleipara, en mistókst í þeim 2 færum sem til boða stóðu. í síðari hálfleik réð ÍA gangi leiksins og var mun betra. Þær áttu 1 stangarskot áður en Laufey Sigurðardóttir skoraði eina mark leiksins. Þó sigurinn hafi verið naumur, þá var hann öruggur og ekki í hættu þar sem í A liðið var einfaldlega betra. UBK-KR 5-1 (3-1). Blikarnir voru sterkari allan tímann eins og tölurnar bera með sér. í fyrri hálfleik skoruðu þær Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Erla Rafns- dóttir og Ásta Reynisdóttir fyrir UBK, en Kristín Heimisdóttir fyrir KR, af löngu færi. Erla Rafnsdóttir skoraði sitt annað mark og 4. mark UBK í síðari hálfleik er hún skaut úr erf- iðri aðstöðu. Boltinn hoppaði á ójöfnu á vellinum og í öxl mark- varðar KR og inn í markið. Ásta. B. skoraði aftur og nú eitt af sín- um einkennandi mörkum. Fékk stungu innfyrir vörn KR og sendi boltann af öryggi í markið. Sigur- inn var auðveldur og skoruðu Blikastúlkur 6. markið, eftir hornspyrnu, en það var síðan dæmt af þar sem boltinn hafði farið aftur fyrir í spymunni. -SH/Akranesi/HRA j'úlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Staðan ( 1. deild karla eftir úrskurð dómstóls KSÍ i gær. Fram 11 8 1 2 26-17 25 ÍA 11 7 2 2 26-10 23 Valur 11 6 3 2 17-9 21 KR 11 6 3 2 24-17 21 ÞórA 11 6 1 4 18-15 19 IBK 11 5 1 5 16-14 16 Þróttur 11 3 1 7 14-23 10 FH 11 3 1 7 12-22 10 Víðir 11 2 3 6 12-24 9 Víkingur 11 1 0 10 11-25 3 Nú er frí framundan hjá 1. deildarliðum og næsta umferð hefst 10. ágúst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.