Þjóðviljinn - 02.08.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 02.08.1985, Page 2
SPARTA LAUGAVEGI49, SÍMI23610 Adidas hettupeysur, nr; 140-176 09 4-8, 3litir. Patrick professional. Nr. 39—46. Kr. 1.978,- TRX Runner hlaupaskór. Nr. 38-46. Kr. 1.407,- Henson glansgallar, nr. 22-40, kr. 2747-3111, margirlitir. Stockholm GT. Nr. 8—8 1/2 og 9. Kr. 1.543,- Markmannsbúningar, öll nr. frá 140, treyjur, siðbuxur, stuttbuxur. Don Cano bómullargallar, nr. 6—12 og xs-s-m, kr. 2112-2822. Krðnzle markmannshanskar, týpa 7181, nr. 7—11, kr. 1134. Rucanor m/frönskum lás, bláir og. grálr. Nr. 26—38. Frá kr. S99 til 842,- Adidas trimmgallar í stærðum frá 101, ótal tegundir. Frjálsiþróttaskór, ýmsar teg- undlr. Nr. 36-47. Týpa 7180, nr. 7-11, kr. einnig 4 aörar týpur. Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegur 49, simi 23610. Henson regngallar í öllum stærðum. FRÉTTIR Alþýðuhúsið nýja á Akureyri er glæsileg bygging eins og sjá má. Verkalýðsfé- lög á ^kureyri hafa þar aðsetur, einnig Alþýðubankinn og Samvinnuferðir- 'Landsyn. Ljósm. sj. Akureyri Alþýðuhúsið vígt 2800 fermetrar á fimm hœðum Nýja verkalýðshúsið á Akur- eyri var vígt formlega síð- astliðinn föstudag, þann 26. júlí. Húsið, sem er hannað af Teiknistofunni s.f., er fimm hæða og heildarflatarmál þess er tæpir 2800 fermetrar. Við vígsluna var húsinu gefið nafnið Alþýðuhúsið, og þar munu hafa aðstöðu ýmis verkalýðsfélög, Alþýðubankinn og einnig verður eitthvað af hús- næðinu leigt einkaaðilum til veit- inga- og verslunarreksturs. Við vígsluna töluðu meðal annara, formaður verkalýðsfél- 1 agsins Einingar, Jón Helgason, en hann var einnig formaður framkvæmdanefndar við bygg- ingu hússins. Guðjón Jónsson formaður Málmiðnaðarfélagsins flutti kveðju frá A.S.Í. og einnig flutti ræðu Ólafur Aðalsteinsson, aldraður verkamaður sem var einmitt ræðumaður þegar Eining eignaðist sitt fyrsta húsnæði fyrir 55 árum. Alþýðuhúsið stendur við Skipagötu 14 og á efstu hæð mun í framtíðinni verða rekið veitingahús, en þaðan er gott út- sýni yfir bæinn. -vd Dagvistun Yfirlýsing foreldra Foreldrar barna á Hagaborg telja einkennilegt verð- mœtamat að starfsfólk barnaheimila skuli illa launað Borist hefur yfirlýsing frá for- eldrum barna á dagheimilinu Hagaborg, þar sem er lýst mikl- um áhyggjum vegna fyrirhug- aðra lokanna þar. í yfirlýsing- unni er skorað á yfirvöld að leysa málin á varanlegan hátt og segir þar meðal annars: Foreldrum finnst það ein- kennilegt verðmætamat, að störf þeirra sem fást við umhirðu barna skuli vera svona illa metin. Þessi má verður að leysa á varanlegan hátt með því að meta þessi störf til hærri launa. Að lokum er bent á það ástand sem skapast, þegar foreldri sér eitt um uppeldi og umönnun barna, jafnframt því að afla tekna fyrir heimilið, en þannig er ein- mitt ástatt fyrir meiri hluta for- eldra sem eiga börn á Hagaborg. -vd Laxeldi Enduriieimtur góðar á hafbeitarlaxi „Við erum nokkuð bjartsýnir með cndurheimtur í hafbeitarlax- inum, það fer að nálgast 2000 laxa sem við erum búnir að ná upp og við gerum okkur vonir um að fá upp 5-6000 laxa, sagði starfsmaður hjá Pólarlaxi í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Laxeldisstöðvar víða um land eru nú byrjaðar að taka upp lax úr sjógirðingum sínum og eru al- mennt nokkuð bjartsýnir á heimtur úr hafi. Laxeldisstöðin í Kollafirði er nú búin að taka upp eina 2500 laxa úr girðingum sín- um. Þeir settu 180.000 seiði í haf og segjast gera sig ánægða með að fá 5-12% af því til baka. Þeir hjá Vogalax eru búnir að fá upp um 2000 laxa og gera ráð fyrir að fá 10% til baka af því sem þeir settu í sjóð. Isnó í Keldu- hverfi slepptu í fyrra 20.000 laxa- seiðum í sjó og hafa nú fengið tæplega 450 laxa úr sjó. IH 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.