Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 1
20 ágúst 1985 þriðju- dagur 189. tölublað 50. árgangur DJÓÐVIUINN VIÐHORF MANNIIF HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Ríkisstjómin er sammála Albert Páll A. Pálssort yfirdýralœknir hefur ráðlagt ríkisstjórninni að stöðva innflutninginn á hráa kjötinu. Steingrímur Hermannssonforsætisráðherra: Helst vildi ég að herinn borðaði íslenskt kjöt. Ríkisstjórnarfundur um kjötstríð Alberts og Geirs í dag. Heggur forsœtisráðherra á hnútinn? Eg er ráðgjafí ríkisstjórnarinn- ar í svona máium og ég hef sagt þeim mitt álit á málinu hvað eftir annað, sagði Páll A. Pálsson yfirdýralæknir í samtali við Þjóð- viljann í gær, en hann er sammála fjármálaráðherra um að stöðva innflutning á hráu kjöti. „Helst vildi ég að herinn borð- aði íslenskt kjöt,“ sagði forsætis- ráðherra sem boðað hefur til rík- isstjórnarfundar um kjötstríðið milli Geirs og Alberts í dag, þriðjudag. Kvaðst forsætisráð- herra ætla að beita sér fyrir lausn málsins. Þetta mál verður tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun og ég vil helst ekkert um þetta segja að svo stöddu. Það verður að fást úr því skorið hvort þessi innflutn- ingur er löglegur eða ekki og ég mun beita mér fyrir því að það verði gert. Helst vildi ég að her- inn borðaði íslenskt kjöt, en eins og ég segi mun þessi deila von- andi leysast á næstunni, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Ég er aldeilis ekki hlynntur þessum kjötinnflutningi til hers- i ms. Þetta er bannað og í þessu máli er ég algerlega sammála Al- bert,“ sagði Páll A. Pálsson yfir- dýralæknir í samtali við Þjóðvilj- ann. „Ég er ráðgjafi ríkisstjórnar- innar í svona málum og ég hef sagt þeim mitt álit á málinu hvað eftir annað. Ég lít á mitt starf sem það að bægja hættunni frá að því er varðar sjúkdóma og það er alltaf einhver áhætta í svona inn- flutningi. Þess vegna erum við að taka allt kjöt af ferðamönnum sem koma til landsins," sagði yfirdýralæknir. -Ig/gg/óg Sjá baksíðu. Knattspyrna Fram á toppinn Vann Víði naumt. Tvö víti Þróttarfor- görðum í Keflavík. Framarar endurheimtu forystu sína í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi er þeir sigruðu Víðismenn 2-1 í miklum baráttuleik á Laugardalsvellin- um. Keflvíkingar sigruðu Þróttara 2-1 í Keflavík en Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og mistókst að skora úr tveimur vítaspyrnum sem þeir fengu! Mjög hörð barátta er framundan um íslandsmeistara- titilinn, sex lið eiga möguleika þegar fjórum umferðum er ólok- ið. -vs sjá bls. 9-12 Hart barist á Laugardalsvellinum. Pétur Ormslev, Fram, og Guðjón Guð mundsson, Víði, gefa ekkert eftir í þessu návígi frekar en í öðrum slíkum í leiknum. Mynd: E.ÓI. Framhaldsskólarnir Ríkið mismunar skólum Jón Hjartarson skólameistari á Sauðárkróki: Gjörsamlega óviðunandi misskipting í kostnaðarhlutdeild ríkisins írekstri framhaldsskólanna. Munar helmingi á mennta- ogfjölbrautaskóla. Fulltrúarfjölmargra sveitarfélaga gera tillögu til úrbóta. Verður kynnt menntamálaráðherra. Það er gjörsamlega óviðunandi eins og ástandið er í þcssum málum í dag þ.e.a.s. að sveitarfé- lögum skuli vera mismunað svona gróflega af ríkisvaldinu með kostnaðarhlutdeild í rekstri framhaldsskólanna. Við erum að ganga frá tillögu um úrbætur í þessu efni og munum skora á menntamálaráðhcrra að flytja hana sem frumvarp til laga á næsta þingi, sagði Jón Hjartarson skólameistari á Sauðárkróki í samtali við Þjóðviljann aðspurð- ur um niðurstöðu fundar fulltrúa sveitarfélga varðandi rekstur framhaldsskóla. Fundurinn var haldinn á ísa- firði dagana 14. og 15. ágúst og sóttu hann fulltrúar fjölmargra sveitarfélaga víðs vegar að af landinu. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að reka fram- haldsskóla til helminga á móti ríkinu, aðallega fjölbrautaskóla. Ríkið borgar aðeins helming af rekstrarkostnaði fjölbrautaskóla en rekstrarkostnaður mennta- skóla er alfarið borgaður af rík- inu. Þetta eru skólamenn afar óá- nægðir með og fundurinn sem á Is; ' ....................... haldinn var á lsafirði samþykkti tillögu um úrbætur eins og fyrr segir. Tillagan mun miða að því að öll sveitarfélög borgi hluta rekstrarkostnaðar við framhalds- skóla og iéttir það byrðunum af þeim sem verst eru settir. Jón gat ekki sagt til um hve miklar fjár- hæðir þetta verða en taldi að þetta skipti gífurlega miklu máli fyrir einstök sveitarfélög. „Út- gjöld ríkisins munu ekki aukast verulega við þetta en ef tillagan fær góðan hljómgrunn og verður að lögum yrði misskiptingunni aflétt að mestu leyti,“ sagði Jón. -gg Vinaminni(?) Strauss og Honecker hittast Frans Jósef Strauss erkihægri sinni og leiðtogi CSU sem er stjórnarflokkur með CDU og FDP í Vestur-Þýskalandi, ætlar að hitta Honecker leiðtoga Austur-Þýskalands að máli í byrj- un næsta mánaðar. Strauss hefur komið mjög við sögu stórra lána sem Vestur- Þjóðverjar hafa léð bræðrum sín- um í austri. Talið er að þeir kumpánar muni m.a. ræða fyrir- hugaða heimsókn Honeckers til V-Þýskalands í desember n.k. Spiegel/ó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.