Þjóðviljinn - 20.08.1985, Page 7
Svavar Gestsson flytur ávarp sitt
undir lok ferðar f Biskupsbrekkum.
Bóndinn á Rein til umfjöllunar. Greinilegt er að mannskapnum finnast dómar hins háa Alþingis frá byrjun 18. aldar heldur broslegir. Myndir - ÞH.
Sumarferð ABR
Ekið á vit fjögurra Jóna
Vel heppnuð og stórfróðleg ferð um Hvalfjörð, Skagaog Borgarfjarðarhéruð
Sumarferð Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík varfarin
á laugardaginn í sæmileg-
asta veðri og tókst með
ágætum. Lagt var af stað f rá
Umferðarmiðstöðinni kl.
8.30 og ekið upp í Kjós en
við Maríuhöfn í Hvalfirði tók
Magnús Þorgeirsson sagn-
fræðingur á móti hópnum
og sagði ferðalöngum frá
fornleifauppgreftri sem átt
hefur sér stað í þessari
fornu höfn sem var ein af
helstu höfnum landsins
fram undir 1500.
Áfram var farið um Hvalfjörð
og að Saurbæ. Par var kirkjan
skoðuð undir leiðsögn Jóns Ein-
arssonar sóknarprests og síðan
gengið út að Hallgrímssteini þar
sem skáldið og presturinn Hall-
grímur Pétursson sat löngum um
miðja sautjándu öldina þegar
hann þurfti að vera í næði. Þar
sagði Árni Björnsson frá lífs-
hlaupi Hallgríms og Steinunn Jó-
hannesdóttir rakti feril Guðríðar
Símonardóttur konu Hallgríms
en hún er betur þekkt undir nafn-
inu Tyrkja-Gudda.
Frá Saurbæ var ekið áfram út
Hvalfjarðarströnd og beygt inn á
Akranesafleggjarann og síðan
aftur inn á afleggjarann til
Grundartanga. Þar var þó ekki
stoppað heldur haldið rakleiðis
að Rein undir Akrafjalli. Par
fluttu þeir Kjartan Ólafsson og
Árni Björnsson frásögn af Jóni
kristsbónda Hreggviðssyni.
Hafði Kjartan tekið saman fróð-
legan pistil þar sem hann bar
saman feril Jóns í meðförum
Halldórs Laxness og eins og lífs-
hlaup hans var í verunni, kryddað
með lestri úr dómabókum.
Við byggðasafnið í Görðum á
Akranesi var snæddur hádegis-
verður og Gunnlaugur Haralds-
son safnvörður sagði frá safninu
og Kútter Sigurfara sem stendur
þar utan dyra. Með í förinni var
Tryggvi Helgason sem var aldurs-
forseti hópsins, 85 ára, og rifjaði
hann upp vist sína á Sigurfara
sumarið 1917. Meðan menn
snæddu hádegisverð hlýddu þeir
á Öddu Báru Sigfúsdóttur sem
flutti aðalræðu ferðarinnar.
Næst var ferðinni heitið að
Leirá í Leirársveit þar sem margt
stórmenna hefur setið og um
skeið rekin fræg prentsmiðja.
Enn var Kjartan Olafsson í aðal-
hlutverki þegar hann sagði frá
ýmsum þeim sem búið hafa á
Leirá. Dvaldi hann einna lengst
við skrautlegan feril Bauka-Jóns
sem var sýslumaður á Leirá á 17.
öld en var settur af þegtr hann
varð uppvís að því að smygla tó-
baki. En Jón hafði sambönd og
lét vígja sig til prests og sfðar
biskups á Hólum í Hjaltadal þótt
enga hefði hann prests-
menntunina. í Kirkjugarðinum
að Leirá hvílir ma. Jón Thorodd-
sen skáld og sagði Kjartan stutt-
lega frá honum auíc þess sem
sungið var ljóð Jóns, Ó, fögur er
vor fósturjörð.
Nú var ekið inn Svínadal, yfir
Dragháls og sem leið liggur til
Reykholts. Þar var aftur áð og
rifu menn í sig nesti meðan Einar
Karl Haraldsson sagði frá Sturl-
ungum og Kjartan Ölafsson rakti
sögur af ýmsum íbúum staðarins
á síðari tímum.
Úr Reykholtsdal var ekið yfir í
Lundareykjadal og upp á Uxa-
hryggi, áleiðis til Þingvalla. í
Biskupsbrekkum var mættur séra
Rögnvaldur Finnbogason sókn-
arprestur á Staðastað og las hann
upp úr Vídalínspostillu eftir að
Árni Björnsson hafði greint
nokkuð frá ferli Jóns Vídalíns
biskups sem andaðist þarna í
brekkunni. Þessari áningu lauk
með því að Svavar Gestsson
ávarpaði hópinn.
Úr Biskupsbrekku var ekið
rakleiðis til Þingvalla og áfram án
viðkomu til Reykjavíkur en
þangað kom hópurinn á tíunda
tímanum um kvöldið, etv. nokk-
uð stirður eftir langar setur í rútu-
bílum en stórum fróðari um þau
héruð sem um hafði verið ekið og
íbúa þeirra á fyrri tímum.
-ÞH
Nestl snætt í grasinu og spáð í næsta áfangann.
Þrlðjudagur 20. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7