Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Mannúðarstefna Sjálfstæðisflokksins Svartasti bletturinn á Sjálfstæðisflokknum er án efa hvernig meirihluti flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur algerlega vanrækt að sinna aðkallandi húsnæðis- og vistunarþörfum aldr- aðra borgarbúa. En hvergi á landinu er jafn hátt hlutfall fólks sem er 67 ára og eldri en í Reykja- vík, þar sem rúmlega 11 af hundraði íbúa hafa náð þessum aldri. Einmitt vegna þessa er brýnt að gera átak í vistunarmálum aldraðra, en þar hefur meirihluti Sjálfstæðisflokksins brugðist fullkomlega. Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins um langt skeið, hefur unnið að málefnum aldraðra í borginni af mikilli atorku og gerþekkir þau mál. Það er því fróðlegt að heyra viðhorf hennar til frammistöðu Sjálfstæðis- manna. í viðtali við Þjóðviljann í gær farast henni orð á þessa leið: „Stór hópur aldraðra er í brýnni þörf fyrir skjóta úrlausn í þjónustuíbúðir, en einsog málin standa í dag eru engar líkur á að úr því verði bætt, ekki meðan þessi meirihluti er við völd... í desember 1984 voru 1000 aldraðir á biðlista hjá Félagsmálastofnun og þetta fólk hafði mjög mismunandi þörf fyrir aðhlynningu. Þar af voru hátt á annað hundrað taldir vera í afar brýnni þörf fyrir skjóta lausn, fólk sem var nánast á götunni eða hafði ekki þá aðhlynningu sem það þarfnast". í sjálfu sér segja þessi orð Öddu Báru allt sem þarf. Fjöldi gamals fólks, sem búið er að inna ævistarf sitt af höndum, býr við svo óheyrilega ranglát kjör, að á gamals aldri á það nánast í engin hús að venda. Þetta stafar auðvitað af því, að samkvæmt þeirri frjálshyggjustefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgt af offorsi síð- ustu árin, þá borgar sig ekki að eyða peningum í óarðbæra hluti eins og gamalt fólk. Manneskjan skiptir þá ekki lengur máli, ekki aldraðir, börn eða sjúkir, heldur einungis það sem skilar beinhörðum arði, samkvæmt skoðunum bók- stafstrúarmanna frjálshyggjunnar. Adda Bára bendir á í viðtalinu við Þjóðviljann að frá árinu 1982 hafi ekkert húsnæði bæst við fyrir aldraða. Hins vegar var myndarlegt átak gert í þessum efnum árin á undan fyrir atbeina vinstri flokkanna. Þegar árið 1975 tókst þáver- andi minnihluta vinstri flokkanna, með tilstyrki eins af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, að hrinda af stað umfangsmiklum byggingum í þágu aldr- aðra. Þessu starfi var svo enn frekar haldið áfram í tíð vinstri meirihlutans. Á þessum árum voru byggðar hvorki meira né minna en 238 íbúðir fyrir aldraða, og þar að auki hafist handa um hönnun vistheimilisins við Seljahlíð. Sparnaðarkutanum var hins vegar brugðið á loft um leið og Sjálfstæðisflokkurinn vann aftur meirihluta í borginni og Davíð Oddsson lét þá verða morgunverk sitt á valdastóli að seinka framkvæmdum við Seljahlíðarheimilið. Adda Bára bendir einnig á, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi tekið upp þá stefnu að byggja söluíbúðir í stað leiguíbúða og vistheimila, þrátt fyrir að það sé einungis lítill hluti aldraðra sem getur keypt íbúðir. Staðreyndin er auðvitað sú, að það eru ekki þeir sem eru svo vel fjáðir að geta keypt íbúðir, sem eru í mestri neyð, heldur hinir, sem ekkert eiga. En þannig er Sjálfstæðisflokkurinn samur við sig: hann hugsar fyrst og fremst um þá sem betur mega sín, og skirrist jafnvel ekki við að skilja eftir á köldum klaka eignalaus gamal- menni, til að geta byggt söluíbúðir handa fólki sem hefur sæmileg efni. Það er fróðlegt að bera saman hvernig Davíð Oddssyni ferst við annars vegar gamalt fólk, og hins vegar vini sína og Sjálfstæðisflokksins í hinu fjárvana fyrirtæki, Isbirninum h.f.: • Gamla fólkið er látið sitja á hakanum, framlög til málefna þess eru skorin niður og engir til- burðir uppi til að leysa úr brýnustu málum þess. • Vinir flokksins í ísbirninum hafa hins vegar verið duglegir að borga í flokkssjóðinn og þegar þeir geta ekki lengur rekið fyrirtæki sitt nema með stórkostlegu tapi, þá opnar Davíð Odds- son sjóði Reykvíkinga og ætlar að færa ísbirnin- um hundruð milljóna á silfurfati. Samkvæmt þessari nýju mannúðarstefnu Davíðs Oddssonar er gamalt fólk greinilega minna virði en fyrirtæki flokksvinanna. KUPPT OG SKORIÐ Nasistarnir höföu líka sínar hugmyndir um yfirburöi hvíta kynstofnsins gagnvart blökkufólki. Morgunblaðið og apartheid Um allan heim keppast fjöl- miðlar við að reyna að segja sem ítarlegast frá þeim hörmulegu at- burðum sem eru að gerast í Suður-Afríku, þar sem blökku- menn eru myrtir í hundraðatali og hermenn hinnar hvítu yfir- stéttar fara með ránum og nauðgunum. Þjóðviljinn hafði þannig í gærdag samband við tals- menn suður afrískrar kirkju - stofnunar í Jóhannesarborg tilað fá fregnir frá fyrstu hendi. Alls staðar virðast menn sammála um að fordæma þá kúgun sem blökkumenn sæta af hálfu ríkis- stjórnar P.W. Botha. Ekki þó Morgunblaðið. Fram- lag þess er að birta viðhafnarvið- tal við íslending, sem býr í Suður- Afríku, þar sem ofbeldi hinnar hvítu yfirstéttar er varið af hörku, og talað er niðrandi um svertin- gja, sem í Morgunblaðinu voru sagðir „húðlatir“, heimskir og mörg hundruð árum á eftir hvíta manninum. Samviskubit? Okkur þótti hollt fyrir lesendur Þjóðviljans að endurbirta glefsur úr þeirri veislu sem Morgunblað- ið bjó lesendum sínum í fyrrnefnd- uviðtali. Það varð Morgunblað- inu, sem virðist verða hörundsár- ara með hverjum deginum sem líður, tilefni til að birta eftirfar- andi klausu í gær: „All undarleg skrif birtust í Þjóðviljanum í gær undir hausnum „Klippt og skorið". Þar gerir höfundur, Óskar Guð- mundsson, ritstjórnarfulltrúi á blaðinu, að umtalsefni tvær greinar sem birtust hér í Morgun- blaðinu. Önnur er eftir Jón Þ. Árnason en hin er viðtal sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Hilmar Kristjánsson sem fluttist frá íslandi til Suður- Afríku fyrir tuttugu árum og hef- ur hann búið þar síðan.“ Að mati Þjóðviljans er það forkastanlegt af hálfu Morgun- blaðsins að birta greinar og við- töl, þar sem aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku er varin og fjallað er um álit Pattons hershöfðingja á Þjóðverjum og Sovétmönnum. Méð því að birta slíkar greinar telur Þjóðviljinn að Morgunblað- ið sé að taka undir með þeim sem rætt er við eða heldur um penn- ann. ...Því er spurt, er Þjóðviljinn að hvetja til ritskoðunar og er blaðið mótfallíð því að frjáls skoðanaskipti fari fram í íslensk- um fjölmiðlum?“ Dreggjar Þessu þarf auðvitað ekki að svara. Þjóðviljinn hefur um ára- bil verið opið blað, og ástundar til að mynda ekki hið sama og Morgunblaðið, sem iðkar þann leik að „fela“ greinar andstæð- inga sinna innanum auglýsinga- flóðið og undir illsjáanlegum fyr- irsögnum. Jón Þ. Árnason, sem um árabil hefur skrifað greinar fullar af kynþáttahatri í Morgunblaðið, er ekki venjulegur,tilfallandi greina- höfundur. Hann er reglulegur skribent, greinar hans hafa sér- stakt útlit, fyrir nú utan all- sérstakt innihald, og þessvegna telst hann einn af fastahöfundum blaðsins. Venjulegt fólk hlýtur að álykta að það sé vegna þess að stjórnendum Morgunblaðsins falli svo vel við skríf hans. Þess má geta, að Jón þessi til- heyrði dreggjum gömlu nasist- anna hér á lslandi sem á sínum tíma fóru flestir inn í Sjálfstæðis- flokkinn. Skrif hans bera þeim uppruna óræk vitni. „Nærgætni“ Hvað varðar viðtalið við Hilm- ar Kristjánsson, þá er það Morg- unblaðinu til mikils vansa að birta það einmitt í þann mund sem verið er að brjóta nývaknaða frelsishreyfingu blökkumanna í Suður-Afríku niður með her- valdi. Hvort tímasetningin á birt- ingu þess endurspeglar ákveðinn „skilning“ á rökum hinna hvítu kúgara eða einungis fádæma smekkleysi af hálfu Morgun- blaðsins er í sjálfu sér aukaatriði. Meiru skiptir, að Morgunblað- ið brást þeirri grundvallarskyldu að vera ágengt í tvísýnu máli, að brjóta til mergjar. Hvergi í viðtal- inu örlaði á gagnrýni. Lengst kemst blaðið í „gagnrýnni um- fjöllun" sinni í eftirfarandi bút frá spyrli: „.. .Ég vék að þessu við Hilmar á nærgætinn hátt, spurði hvort aðskilnaðarstefnan sem stjórn- völd Suður-Afríku hafa lengstum rekið færi ekki fyrir brjóstið á honum, hvort honum þætti ekki sanngjarnt að svarti meirihlutinn og kynblendingarnir fengju meiri hlutdeild og rétt til þátttöku í þjóðlífinu, ætti rétt á sama kaupi og tækifærum og hvíti maður- inn?“ Síðar í viðtalinu spyr svo blað- ið: „Þeim svörtu er þá ekki treystandi til að ráða sínum ráðum?“ Þögn og gleymska „Hins vegar gleymir Morgun- blaðið gersamlega að spyrja um skoðanir Hilmars á því að 800 manns hafa látið lífið fyrir vopn- um stjórnarinnar, á nauðgunum hermanna á barnungum stúlkum, á þeirri staðreynd að heimilisfeð- ur fá ekki að búa með fjöl- skyldum sínum. Þessi gleymska Morgunblaðs- ins á vafalaust sínar rætur. Hitt er mála sannast, að blaðið hefur ekki heldur uppi giska skeleggan svip í sambandi við aðskilnaðar- mál af öðru tæi. Meðan öll önnur blöð tóku þannig af skarið og andæfðu hugmyndum sem komu fram um að meina fyrrverandi föngum að búa saman í húsi á Teigunum, þá þagði blaðið þunnu hljóði. Kannski það hafi eftir allt saman stutt „gettó“- stefnu Davíðs Oddsonar, borgar- stjóra, sem vildi koma þeim fyrir „annars staðar" í borginni, og þá væntanlega þar sem íbúarnir voru nægilega annars flokks til að þola sambýli við fyrrverandi fanga. Mannúðarstefna Morgun- blaðsins og Sjálfstæðisflokksins er vægast sagt að verða undarleg þessa síðustu sumardaga. -ÖS ÐJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gpðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndlr: Einar Ólason, Valdís Oskarsdóttir. Utlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjórí: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttií, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Olaa Verö * lausasölu: 35 kr. Sunnudagsverð: 40 kr. Áskriftarverð á mánuði: 400 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.