Þjóðviljinn - 05.09.1985, Side 16

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Side 16
_______________________HÚS OG INNBÚ Innanhúss Aðalatriðið að fólki líði vel Rætt við Hrönn Sævarsdóttur innanhússarkitekt Ég lauk námi í fyrra frá Skolen for Boligindretning í Kaupmannahöfn en það er þriggja ára sérskóli fyrir innanhússarkitekta. Að námi loknu hóf ég störf hjá Alno-Eldhús, en þar höfum við starfað 2-3 innanhúss- arkitektar, sagði Hrönn Sæ- varsdóttir, þá Þjóðviljinn átti viðtal við hana á dögun- um varðandi starf hennar. Þá Hrönn hafði fengið sér sæti á einum Sóleyjarstól- anna í eldhúsi verslunar Alno-Eldhúss svaraði hún fúslega fyrirspurnum blaðamanna. „Starf okkar innanhússarkit- ektanna hér er í því fólgið að skipuleggja eldhús fyrir nýbyggð jafnt sem eldri hús þannig að hag- kvæmni og nýting verði sem best. Taka þarf tillit til fjölmargra þáttat.d. þess ef viðkomandi við- skiptavinur er fatlaður eða hefur einhverjar sérþarfir. Stundum getur það tekið upp undir heilan dag, jafnvel daga að finna viðun- andi lausn, aðalatriðið er að sjálf- sögðu að fólki komi til með að líða vel í því eldhúsi sem við skipuleggjum fyrir það. Auk.eldhúsa þá skipuleggjum við baðherbergi og skápa fyrir viðskiptavini. Þá höfum við einn- ig leiðbeint fólki varðandi gólf og veggi. Við förum heim til fólks, framkvæmum mælingar og kynn- um okkur húsnæðið í því augna- miði að geta ráðlagt því. Auðvit- að höfum við samráð við kaup- endur innréttinga og niðurstöður eru háðar samþykki og vilja þeirra. Það er nú orðið mjög al- gengt að innanhússarkitektar starfi hjá þeim fyrirtækjum sem selja og framleiða innréttingar. Sumir hverjir arkitektanna hanna fastar innréttingar, sérsmíðaðar fyrir hverja íbúð, en við erum með innréttingarhluta, innflutta, sem við síðan setjum sainan eftir því sem við á hverju sinni. í mörgum tilfellum marg- borgar það sig að ráðfæra sig við innanhússarkitekt. Fólk er al- mennt farið að gera sér grein fyrir þessu og kemur til okkar með op- inn huga. Slíkt getur oft á tíðum gert herslumuninn bæði hvað varðar útlit, innréttingar og verð. Smekkur fólks og kröfur eru ólíkar og reynum við að taka tillit til óska hvers og eins. Bæði aldur fólks og þjóðfélagsleg staða eru áhrifavaldar um val þess. Yngra fólkið velur t.d. innréttingar hverjar hafa létt yfirbragð en það eldra er oft hrifnara af því sem er þyngra og massívara. Við gerum útlitsmyndir og planlausnir fyrir viðskiptavini, berum þær undir þá þar til góð lausn er fundin. Öllu skemmtilegra er að vinna við eldhússinnréttingar og böðin þ.e. að vinna sig fram til skemmtilegrar lausnar, bað- innréttingar eru meira afmarkað- ar.“ - Fylgir þú einhverri ákveðinni stefnu Hrönn? „Ég álít að það sé hættulegt fyrir innanhússarkitekt að taka einhvern ákveðinn stíl fram yfir annan. Það eru sífellt að koma nýir og nýir hlutir á markaðinn og menn verða því að vera móttæki- legir. Sumt er að vísu klassískt og vönduð vinna t.d. hægindastóll Le Corbusier. Hvað er ekki klassískt verður tíminn að skera úr um. Hvað íslenska fram- leiðendur og hönnuði varðar þá finnst mér þeir vera fyllilega sambærilegir við erlenda á sumum sviðum en ekki öðrum, en þeir sækja í sig veðrið. Ég er t.d. hrifin af framleiðslu Axis á borðum og hillum, aðallega hönnun og útliti. Hvað viðkemur innréttingum finnst mér t.d. Vestur-Þjóðverjar standa íslend- ingum mun framar... I félagi innanhússarkitekta munu nú vera um 50-60 manns. Á hverju ári bætast nýir í hópinn, hvað ég veit hafa þeir allir fengið atvinnu við sitt hæfi. Innanhúss- arkitektar hafa starfað lengi hér á landi m.a. fengist við innréttingar banka, sjúkrahúsa og skrifstofu- húsnæðis. - Að mínu áliti er hér um mjög skemmtilegt starf að ræða, bæði er að maður sér eitthvað eftir sig og svo kynnist maður fjöldamörgum", sagði Hrönn Sævarsdóttir að lokum og blaðamenn Þjóðviljans kvöddu. -já Hrönn Sævarsdóttir innanhússarkitekt: Stundum getur það tekið upp undir heilan dag eða jafnvel daga að finna viðunandilausn.aðaiatriðiðerað sjálfsögðu að fólki komi til með að líða vel í því eldhúsi sem við skipuleggjum fyrir það. Sendum blóm um allan heim Ðlómin hjá Flóru eru í kæli allan sólarhringinn, það lengir endingu blómanna í heimahúsum Sjálfsagt myndi þessi fatnaður duga lítið fyrir íslenska vetrar veðráttu. Sælgætið lokkar. Innlend sælgætis- og matvælaframleiðsla skipar æ meiri sess á heimilissýningunum. Ljósmyndari: - sig. Mtele. 10% kynningarafsláttur meöan á sýningunni stendur Þessar heimsþekktu vestur-þýsku hágæöa vélar eru kynntar á sýningunni „Heimiliö 85“ í Laugardalshöll Veldu Míele annað er málamiðlun 16 SÍÐA - ÞJÓÐVIl JiNN Fimmtudagur 5. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.