Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 5
Aðferðir Kanntu brauð að baka? Hér á eftir eru nokkrar aðferðir sem hægt er að nota við eitt og sama deigið Af þessari uppskrift er hægt að fá franskbrauð og ca. 25 smá- brauð, sem upplagt er að hafa í skólanestispakkanum. Grunndeigið: 50 g ger 25 g smjör eða smjörlíki 5 dl vatn og mjólk 2 tsk salt Vi tsk malað kúmen 1 msk sykur ca. 900 g hveiti. Penslaðu brauðið með hrærðu eggi- Leystu gerið upp í skál. Bræddu smjörið/smjörlíkið hvort sem notað er, og kældu það síðan niður þangað til það er orðið ca. 37 gráður. Blandaðu öllu efninu saman og hnoðaðu - skildu smá hluta eftir af hveitinu, þar til þú sérð hvað deigið tekur. Hnoðaðu þangað til deigið er orðið þétt í sér og festist ekki við hendur eða borð. Deigið er látið bíða í ca. 30 mínútur í stofuhita til að hefast. Eftir ca. Vi tíma tekurðu deigið og skiptir í 4 hluta. Af einum hluta færðu 12 smábrauð. Af tveim hlutum verður fransk- brauð, og síðan er hægt að forma síðasta hlutann eftir eigin vild. Hér á eftir koma nokkrar hug- myndir um hvernig hægt er að meðhöndla deigið. Sesambollur: Taktu einn hluta af deiginu og búðu til þykka pulsu. Pulsan er síðan skorin niður í litlar bollur sem eru lagðar á plötu með bök- unarpappír á. Klipptu kross í toppinn af bollunum. Síðan er þeim gefið tækifæri til að hefast í 20-40 mínútur. Penslaðu bollurn- ar með hrærðu eggi og stráðu yfir þær sesamfræjum. Bakaðu boll- urnar í 6-8 mínútur fyrir miðju í ofni við 250 gráður. Franskbrauð: Helmingurinn af grunndeiginu fer í franskbrauðið, hnoðaðu það vel eftir að það hefur hefast. Taktu smáhluta af deiginu frá, síðan formarðu brauðið og setur á ofnplötu. Taktu hlutann sem skilinn var eftir og skiptu því í , Framhald á bls. 6 Verðkönnun Vísitölubrauðin á undanhaldi Það kom í Ijós þegar verð- könnun á milli bakaría var gerð að gömlu malt-, rúg- og normalbrauðinfyrirfinn- ast ekki í bakaríum lengur, undir þessum nöfnum. í dag heita þau t.d. þýsk maltbrauð, rúgsigtibrauð og svo mætti lengi telja. Samhliða nafnabreytingum hef ur verðið einnig fengið að f inna fyrir ímyndunaraf I inu. Að þessu sinni hafði Búsýslan samband við nokkur bakarí, til að gera verðsamanburð. Eins og hefur sennilega ekki farið fram- hjá lesendum er þörfin brýn, þeg- ar allt verðlag er frjálst, að vita hvar hentugast er að eyða krón- unum. í könnuninni kemur m.a. fram að vísitölubrauðin rokka í verði frá kr. 20.30 og upp í 30 krónur. Hjá Verðlagsstofnun var Búsýsl- unni gefið upp verð sem er fram- leiðsluverð með 17% smásöluá- lagningu og kosta heilhveiti- brauðin sem eru 500 gr. 20.40 krónur, franskbrauðin form- bökuð eru á 20.30 krónur. Verð á snúðum er nokkuð hátt ef miðað er útfrá efnismagni í vörunni en þeir eru seldir á 10 krónur og allt upp í 23 krónur. Að bregða brauðinu undir hnífinn getur kostað allt frá 5 krónum og upp í 8 krónur. Þau virðast vera ófáanleg þessi gamaldagsbrauð sem kallast bara maltbrauð, rúgbrauð eða norm- albrauð. Hér í verðkönnuninni birtast þau undir grófum brauðum, vegna mismunandi nafnagiftar í bakaríum. Verð- lagsstofnun hefur undir sínum höndum viðmiðunarverð yfir þessi brauð og smkv. fram- leiðslukostnaði og 17% smásölu- álagningu ætti þá 750 gr af rúg- brauði að kosta 22.70, 675 gr maltbrauð kostar 21.20 og norm- albrauð ætti að kosta 18.70. Á einum stað kosta þessi svoköll- uðu grófu brauð frá 40 krónum upp í 72 krónur. -sp. Bakaríið Bakara- Nýja Kökuval Álfheimab. Bakar. Bridde Grímsbæ meistari kökuhús Sveinn bakari Franskbrauð vísit. 23.- 22.50 20.30 25.- - 30.- 25,- Heilhveitibr. vísit. 24,- 23.- 20.30 27.- - 26,- 25.- Gróf brauð frá 39,- frá 38,- frá 30,- frá 33-49 frá 44.- 40-72 frá 45-55 3jakornabrauð 41.- 49.- 45,- 49,- 44.- 61.- 54,- Snúður 19.- 21.- 20,- 21.- 20.- 23.- 22,- Vínarbrauð 17,- 19,- - 19,- - 23.- - 250 gr tvíbök. 46.- 20 stk. 44.- 49.- 48.- 18-20 stk - 60,- 25 stk 70.- 26 stk Niðursneiðing 6.- 5,- 5,- 6,- 7,- 6,- 8,- Rúnstykki m/birki 8.- ' 9.- 9.- 9,- 8.50 11.- 12,- Heilhveitiiangl. 15.- 14.- 14,- 10.50 21.- —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.