Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
Fundist hefur
karlmannsarmbandsúr. Uppl. í síma
685876 eftir kl. 16.
Til sölu
gardínukappi ásamt braut ca 170 cm
á lengd, einnig Kenwood eldhúsvifta
og ný poppkornsvél á 900 kr. Uppl. í
síma 35103.
Konur, konur
Áríðandi fundur með hluthöfum í
Vesturgötu 3 h.f. verður haldinn
þriðjudaginn 10. septemberkl. 20.30
í húsunum okkar. - Maetið allar.
Teikniborð - teiknivéi
af gerðinni Nestler, nýtt og ónotað til
sölu. Upp. í síma 20531 á kvöldin.
íbúð óskast
Óska eftir að taka á leigu 2ja herb.
íbúð strax. Uppl. í síma 81333. Sig-
urður.
Ódýr, lítill
Gram kæliskápur til sölu. Er 13 ára
gamall, en kælir mjög vel og er alveg í
lagi. Hæð 1 m, breidd 55 cm, dýpt 55
cm. Uppl. á auglýsingadeild Þjóðvilj-
ans í síma 81333 á daginn og í síma
36718 á kvöldin.
Til sölu
Vegna fjölgunar í fjölskyldunni, er til
sölu Premier trommusett, lítið notað á
minna en hálfvirði. Kostar nýtt yfir 80
þús. Einnig til sölu 15“ krómfelgur,
breiðar á sama stað. Upp. í síma
12455 eftir kl. 19.
Til sölu
Lada 1500 árg. -77. Ekinn 14þús. á
vél. Kr. 55.000. Staðgreiðsluafslátt-
ur. Uppl. í síma 25325.
Frystikista
5 ára 290 I frystikista til sölu. Verð 10
þús. Uppl. í síma 621422.
íbúð óskast
Einhleypur karlmaður leitar að lítilli
íbúð eða stóru herbergi með eldunar-
aðstöðu. Upp. á auglýsingadeild
Þjóðviljans, eða í síma 15603 eftir kl.
19.
Til söiu
ódýrt, stakar bókahillur og setustólar
(hentugt fyrir vetursetu skólafólks).
Sími 33094.
Til sölu
sem nýtt Baby Björn baöborð og stórt
sófaborð. Uppl. í sima 621454.
Óskast keypt
Óskum eftir hornsófa eða sófa, litlu
sófaborði, eldhúsborði og hillum (t.d.
Ikea). Uppl. í síma 621454.
Til sölu
Yamaha orgel með skemmtara og
fótbassa. Uppl. í síma 52705.
íbúð - SOS
Ég er rúmlega tvítug skólastúlka að
norðan og bráðvantar 2-3ja herb.
íbúð sem fyrst. Reglusemi og góðri
umgengni heitið. Einhver fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Er við eftir kl. 18
til 15. sept. í síma 83244.
Fjarstýrð svifskutla
til sölu. Uppl. í síma 13092.
Til sölu
vel með farinn Silver Cross barna-
vagn. Verð kr. 5.000. Uppl. í síma
77892, eftir kl. 18.
Til sölu
furusvefnbekkur með skúffum í mjög
góðu standi. Á sama stað fæst kom-
móða úr sýrðri eik, ódýrt píanó og
telpnareiðhjól. Upp. í síma 76796 eftir
kl. 17.
Hjónarúm
til sölu. Uppl. í síma 24152.
Saumanámskeið
Tveir klæðskerar halda saumanám-
skeið miðsvæðis í bænum þegar
næg þátttaka fæst. Nánari upplýsing-
ar og skráning í símum 83069 og
46050.
ibúð óskast
Hjón með tvö börn óska eftir íbúð á
leigu. Reglusemi og góð umgengni
ásamt skilvísum greiðslum. Meðmæli
ef óskað er. Uppl. í síma 81687 og
686634.
Hókus-Pókus stóli
óskast. Uppl. í síma 54658.
Barnasæti
Vantar ódýrt barnasæti á reiðhjól.
Uppl. í síma 21072.
Herbergi til leigu
skammt frá kennarahásk. í Hlíðun-
um. Aðgangur að eldhúsi og salerni.
Uppl. í síma 687618.
Vesturbær
Frey 5 ára og Elínu 2V2 árs vantar
indæla manneskju sem vill gæta
þeirra hér heima eða heima hjá sér 6
tíma á dag. Ólafur og Guðlaug, sími
10686.
íbúð óskast
til leigu í Garðabæ. Uppl. í síma
44052 f.h. og eftir kl. 20.
Stórrósótt gólfteppi
Stórrósótt, rautt og gulbrúnt teppi um
það bil 35 m2 til sölu. Verð tilboð, filt
fylgir. Á sama stað fást gefins glugg-
atjöld, kappar úr harðviði, lengdir
3,21 m og 1,85 m. Uppl. í síma 11773
eftir kl. 5.
íbúð óskast
Tvær reglusamar stúlkur um tvítugt
vantar 3ja herb. íbúð miðsvæðis
Reykjavíkur. Góð umgengni og skil-
vísar greiðslur. Einhver fyrirfram-
greiðsla. Uppl. í sima 24528.
Dagmamma
sem hefur leyfi getur bætt við sig 5
ára börnum og eldri. Býr í Gerðum.
Sími 38455.
Hjálp!
Hann ívar Örn er 7 mánaða gamall og
vantar góða dagmömmu í Hlíðunum
eða í grennd við Háskólann svc
mamma hans komist í skólann. Uppl.
í síma 38409.
Eldavél
Til sölu notuð eldavél. Uppl. í síma
99-4260.
Pottofnar
Við eigum gamla pottofna í fínu lagi
sem þú getur náð í til okkar ef þú vilt.
Sími 17125.
Baðborð
Til sölu nýlegt baðborð. Uppl. í síma
26562.
Sófasett
Lítið sófasett til sölu, verð 6 þús. og 2
fuglabúr. Uppl. í síma 686854 eftir kl.
19.
íbúð óskast
Fóstra og kennaranemi óska eftir 3-
4ra herb. íbúð sem fyrst. Reglusemi
og góðri umgengni heitið. Uppl. í
síma 30824 eftír kl. 19.
Kæli- og frystiskápur
til sölu v/flutninga. Lítið notaður, tví-
skiptur, teg. Electrolux, hæð 1,75.
Verð 25 þús. Sími 33975.
Tauþrykk - taumálun
Kvöldnámskeið verða í septemberog
október. Innritun í síma 77393 á
kvöldin og 81699 á daginn, Steinunn.
Spectrum ZX+
Til sölu er Sinclair Spectrum ZX+
ásamt Interface og 20-30 leikjum.
Tölvan er í ábyrgð fram í mars-lok
1986 og Interface er glænýtt. Selst á
hálfvirði gegn staðgreiðslu. Hringið í
síma 81333 á daginn og í síma 36718
eftir kl. 19.
Nýsmíði - breytingar - viðhald
T ek að mér smærri og stærri verk fyrir
einstaklinga og fyrirtæki, viðhald,
breytingar og nýsmíði. Húsa- og hús-
gagnasmiður, sími 43439.
Til sölu
hornsófi, borðstofuskápur og hillu-
samstæða. Á sama stað óskast
svalavagn. Uppl. í síma 79564.
ísskápur - eldhúsborð
Óskum eftir að kaupa lítinn ísskáp og
nett eldhúsborð. Uppl. ísíma621037,
eftir kl. 19.
Klæðaskápur til sölu
Rúmgóður klæðaskápur m/hillur og
hengi til sölu, hæð 1,60 og br. 1,25.
Upp. í síma 32926 eftir kl. 18.
Til leigu
Herbergi til leigu fyrir geymslu á hús-
gögnum eða hreinlegri vöru. Raka-
laust, bjart og upphitað. Uppl. í síma
81455.
Enskukennarar
Stundakennara vantar nú þegar í öldungadeild í
ensku. Upplýsingar veitir skólameistari í símum 92-
3100 og 92-4160.
BÚSYSLAN
Nestisstúss
Pita í boxinu
Nú er skólinn að byrja og
eitt af því sem fylgir honum
er nestisstúss á heimiiun-
um. Hvernig væri að breyta
til frá samlokunum og baka
pítubrauð til að setja í nest-
ispakkann? Pítubrauðin er
hægt að fylla með hvers
kyns hoiiustu, sem um leið
er orkugefandi og þetta er
líka skemmtileg tilbreyting
fyrir krakkana, frá samlok-
unum. Undanfarið hafa
komið veitingastaðir sem
hafa sérhæft sig í þessum
rétti, svo þetta ætti ekki að
vera dónaleg fæða í nestis-
boxinu.
14-16 pítabrauð:
Þessi smábrauð eru sérstök að
því leyti að þau eru ekki bökuð
þangað til þau eru orðin brún og
komin með skorpu. Þau eru létt
og mjög fljótbökuð.
30 g ger
3 dl. vatn
ca 500 g hveiti
1 tsk salt
1 tsk sykur
Leystu gerið upp í volgu vatni
ca 35 gráður. Bættu sykrinum
saman við gerið og láttu standa í
ca 20 mínútur. Síðan er salti bætt
við og síðan hveitið, þessu er
hnoðað saman. Deigið er látið
hefast í ca 1 klukkutíma. Síðan er
því skipt í 14 til 16 hluta. Úr
hverjum hluta er búin til bolla,
sem er rúlluð út með kökukefli
þar til kakan er ca 12 cm á þykkt.
Þetta flata brauð er lagt á plötu
og látið hefast aftur í ca 10-15
mínútur og bakast við 250 gráður
í 7 mínútur. Brauðin eru ekki
pensluð og mega ekki brúnast í
ofninum. Þau halda frískleika
sínum vel þó þau séu fryst. Síðan
er hægt að fylla þau með alls kyns
meðlæti. Hér á eftir eru þrjár
leiðir hvernig hægt er að bragð-
bæta þessi brauð.
Pítabrauð með skinku
og grænmeti
Pítabrauð
skinkusneiðar
niðurskorið kál
maisbaunir
niðurskorin paprika
sinnep
Þú opnar pítabrauðið og smyrð
það með smjöri og sinnepi. Síðan
leggurðu skinkusneiðina í pítu-
brauðið og fyllir það að lokum
með salati og grænmeti.
Pítubrauð með
lifrarkæfu:
Smurðu pítabrauðinu með lifr-
arkæfunni og fylltu það síðan
með agúrku sem er í sneiðum eða
íteningum. Einniger gott að hafa
með sveppi og baunir.
Það er gott að nota hvers kyns
álegg, en passaðu upp á að nota
ekki hráefni sem er blautt í sér
eins og t.d. tómata.
Framhald af bls. 5
þrjá hluta, úr hverjum hluta er
búin til löng pulsa. Fléttaðu puls-
umar saman og leggðu yfir
brauðið. Fléttunni er fest vel við
brauðið. Þessu má auðvitað
sleppa en þetta gefur óneitanlega
dálítinn fagmannlegan svip á
brauðið. Síðan er brauðið látið
liggja í 20-30 mínútur í stofuhita.
Aður en það er sett inn í ofninn
er það penslað með hrærðu eggi
og stráð yfir það birki. Bakaðu
brauðið í ca. 25 mínútur við 225
gráðu hita í miðjum ofninum.
Morgunverðarbrauð:
Búðu til þykka pulsu úr einum
hluta deigsins sem síðan er skipt
niður í nokkur minni stykki.
Formaðu aflöng brauð, sem eru
látin hefast á plötu í 20-40 mínút-
ur. Penslaðu síðan með eggi og
stráðu birki yfir stykkin. Bakaðu
þau síðan við 250 gráður í 6-8
mínútur fyrir miðjum ofni.
Horn:
Þá er einn hluti deigsins tekinn
og rúllaður út í stóra pönnuköku.
Yfirborðið er smurt með linu
smjöri. Síðan skiptirðu deiginu
með því að skera út sex þríhyrn-
inga. Rúllaðu upp þríhyrningana
og byrjaðu á breiðari endanum.
Leggðu síðan hornin á plötu, og
gættu að endarnir snúi niður á
plötuna, annars geta hornin opn-
ast. Hornin eru látin hefast í 20-
30 mínútur. Síðan eru þau pensl-
uð með hrærðu eggi og stráð yfir
grófu salti og kúmen. Bakaðu við
250 gráðu hita í 6-8 mínútur.
Amerísk brauð:
Rúllaðu út einum hluta af
deiginu í ferhyrning sem er ca
15x30 sm. Yfirborðið er smurt
með linu smjöri. Síðan er fer-
kanturinn skorinn niður í fjórar
langar sneiðar, sem eru lagðar
hver ofan á aðra. Efsta sneiðin er
látin snúa með smjörhliðina nið-
ur. Síðan er deigið skorið niður í
4-5 sm stór stykki og lögð lóðrétt
niður í lítil járnform. Amerísku
brauðunum eru gefnar 30 mínút-
ur til að hefast, síðan eru þau
pensluð með eggi og bökuð við
250 gráður í ca. 10 mínútur.
Meðlætið sem hægt er að búa til úr einu og sama deiginu. Efst eru amerísku brauðin, síðan eru hornin, sesambollur og
morgunverðarbrauð.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 5. september 1985