Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663.
Fimmtudagur 5. september 1985 203. tölublað 50. árgangur
DJÚÐVILJINN
Einingahús
Sala dregst saman
25 smiðum og aðstoðarmönnum sagt upp á Selfossi. Mikill samdráttur
hjá öllumframleiðendum. Guðmundur Sigurðsson hjá SG-
einingahúsum: Nýjar útborgunarreglur húsnœðisstofnunargerðu
stórt bakslag. Fólk er hrœtt
Nánast engin hreyfíng hefur
verið á sölu einingahúsa í
sumar og ijóst að mikill samdrátt-
ur er framundan í iðnaðinum.
Þegar hafa framleiðendur orðið
að draga töluvert saman seglin og
í gær sagði eitt stærsta fyrirtækið
í greininni, SG-einingahús á Sel-
fossi upp helmingi sinna starfs-
manna eða 25 smiðum og aðstoð-
armönnum. Taka uppsagnirnar
gildi 1. desember n.k. hafí ekki
ræst úr málum.
Guðmundur Sigurðsson for-
stjóri SG-einingahúsa og formað-
ur sambands einingahúsafram-
leiðenda sagði í samtali í gær að
ástandið væri mjög erfitt hjá
flestumframleiðendum. „Stærsta
orsökin fyrir þessum samdrætti er
án efa sú ákvörðun húsnæðis-
stofnunar að greiða lánin til
þeirra sem byggja einingahús út á
sama hátt og til þeirra sem byggja
á hefðbundinn hátt þrátt fyrir að
byggingatími einingahúsanna sé
miklu skemmri. Þessi dráttur á
greiðslum tók gildi í vor eftir að
hafa verið frestað tvisvar og það
nánast stöðvaðist eftirspurn eftir
húsum, enda hefur þessi frestun á
útborgun í för með sér geysilegan
fj ármagnskostnað. ”
Guðmundur sagði að menn
reyndu að halda í vonina um
aukin verkefni áður en uppsagn-
irnar taka gildi en eins og málin
stæðu í dag væri útlitið mjög
dökkt yrði útborgunarreglum
ekki breytt aftur eins og þing-
menn úr öllum flokkum lögðu til
á Alþingi sl. vetur.
„Fólk er hrætt og þorir ekki að
fara út f fjárfestingar og það er
kannski ekki nema eðlilegt mið-
að við ástandið eins og það er í
dag,” sagði Guðmundur Sigurðs-
son.
-*g
Reykjavík
Fjogur
ný
hótel?
Nokkrir aðilar hafa í hyggju að
byggja ný hótel í Reykjavík.
Ólafur Laufdal er þegar farinn að
byggja hótel og nýtt Hollywood í
Ármúlanum. Og Jón Ragnarsson
hefur fengið vilyrði fyrir lóð í
nýja miðbænum og er hann að
spá í að byggja 200-300 herbergja
hótel í samráði við erlenda hót-
elkeðju. Talið er að hægt sé að
auka ferðamannastraum með því
að hafa hér svo stórt hótel, sem
erlend hótel í sömu keðjunni
myndu þá vísa á.
Eimskipafélag íslands á lóð við
Skúlagötu og hugmyndir eru í
gangi um að reisa þar hótel. Ekk-
ert hefur verið ákveðið ennþá en
umræður eru í gangi um málið.
Ennfremur er Ármann Ar-
mannsson í Ármannsfelli að velta
þeirri hugmynd fyrir sér að reisa
hótel.
-SA
Fornsögur
Rýrt mun
verða...
Heimilissýningin í Laugardal
er nú í fullum gangi og fólk
strcymir í dalinn að skoða það
sem fyrirtæki og flokkar bjóða
uppá. Eitt þeirra fyrirtækja sem
eru með bás á sýningunni er
bókaútgáfan Svart á hvítu. Þeir
kynna þar bækur sínar og meðal
annars nýja útgáfu af íslending-
asögunum sem væntanleg er og
verða þar textar allra sagnanna i
tveimur bindum.
Á sýningunni dreifa þeir
barmmerkjum með ýmsum spak-
mælum úr sögunum og hefur það
mælst mjög vel fyrir og merkin
verið vinsæl. Spakmælin eru ým-
ist þekkt; „Ég var ung gefin
Njáli”, „Þeim var ég verst, er ég
unni mest”, „Þau tíðkast nú hin
breiðu spjótin” eða óþekkt eins
og fleyg setning Sigurðar svín-
höfða sem hann lætur falla um
Gunnar á Hlíðarenda í undirbún-
ingi árásar á hann: „Rýrt mun
verða fyrir honum smámennið”.
-pv
Drengurinn á myndinni ber í
barmi spakmæli úr Njálssögu,
„Þótt ég viti bana minn þó vil ég
þér fylgja”.
Sjá bls. 9-16.
Kísilmálmvinnslan
Lokasvar á leiðinni
Beðið eftir svarifrá auðhringnum semfundar í London. Geir
Gunnlaugssonframkvstj.: Neitun þarfekki að þýða endanlegt afsvar
Stjórnarmenn fjölþjóða-
auðhringsins Rio Tinto Sink
hafa fundað síðustu daga í
London um hvort fyrirtækið eigi
að gerast aðili að rekstri Kísil-
málmvinnslu á Reyðarfírði. í gær
höfðu engin svör borist að utan
um endanlega afstöðu Rio Tintos.
„Við höfum ekkert frétt frá
þeim ennþá en þeir eru að ræða
sín mál. Ég reikna með svari frá
þeim síðar í vikunni,” sagði Geir
Gunnlaugsson framkvæmdastjóri
Kísilmálmvinnslunnar í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Geir sagði að niðurstaða fund-
ar Rio Tintos myndi ráða úrslit-
um um hvort fyrirtækið ætlaði að
halda áfram að skoða þessi mál
en það þyrfti ekki að vera endan-
legt afsvar um þátttöku í verks-
miðjunni. Aðspurður sagði hann
að aðrir hugsanlegir eignaraðilar
væru ekki inní myndinni þessa
stundina.
Kísilmálmvinnslan var stofnuð
með lögum árið 1982, en iðnaðar-
ráðherra hefur lýst því yfir að
ekki verði hafnar framkvæmdir
við verksmiðjuna nema fyrir liggi
meirihlutaeignaraðild útlendra
að fyrirtækinu.
-lg
Einvígi
1-0 fyrir Kasparof
Moskvu - Heimsmeistarinn í
skák, Anatolí Karpof, hringdi í
gærmorgun í aðaldómarann í ein-
vígi hans og Garrí Kasparofs,
Vladas Mikenas, og tilkynnti hon-
um að hann gæfíst upp í fyrstu
einvígisskákinni ári þess að tefla
hana frekar.
Skákin fór í bið eftir 41 leik og
voru þeir birtir í blaðinu í gær.
Kasparof lék biðleiknum sem var
innsiglaður og kom í ljós þegar
innsiglið var rofið að leikurinn
var Hbc4.
Áskorandinn hefur því fengið
óskabyrjun, enda eru skákskýr-
endur sammála um að hann hafi
mætt ákveðinn til leiks og teflt af
snerpu og öryggi. Næsta skák
verður tefld í Tsjaíkofskí tónlist-
arhöllinni í Moskvu í dag og hefst
hún kl. 13 að íslenskum tíma.
-ÞH/Reuter
Plága
Hernum beitt gegn rottum
Jakarta - Suharto forseti Indó-
nesíu skipaði í gær hersveitum
sínum að leggja til orrustu gegn
elsta óvini mannkyns, rottunni.
Soltnar rottur eru famar að veita
landsmönnum of harða sam-
keppni um uppskeru bænda en
þær hafa eyðilagt yfir 22.000
hektara af hrísgrjónaekrum á
þessu ári. Hrísgrjón eru uppi-
staðan í fæðu indónesa.
-ÞH/reuter