Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 22
Dregið var í Landshapprdætti Ungmennafélags ís- lands 1. ágúst 1985. Upp komu eftirfarandi vinningsnúmer: 1 . Isler.sk húsgccn kr. 100.000= No. 20863 2 . Isler.sk húsgöcn kr. 60.000= No. 80 2_? 3. Viceoteki - 50.000= No. 11488 4 . Viceotski - 45.000= No. 1 7071 5. Málverk - 40.000= No. 169 6 . Hljómf1utningstæki - 35.000= No. 9929 7. H1jómflutnincstskj - 35.000= No. 7287 8 . Hljómflutningstskj - 35.000= No. 21217 9 . lsler.sk húsgöcn - 30.000= No. 718 1 0 . Heimilistölva - 25.000= No. 11 35 1 1 . h'eimilistölva - 25.000= No. 8231 1 2 . Otvarp / kasettutski - 20.000= No. 1 0629 13. Ctvarp / kasettutæki - 15.000= No. 974 9 14 . Ctvarp / kasettutski - 15.000= No. 71 7 15. Heimilistalva - 15.000= No. 1 2995 16 . Heimilistalva - 15.000= No. 22565 17. Heimilistalva - 15.000= No. 1 3708 18 . Landió þitt I.- V. - 9.200= No. 1 4021 1 9 . Landió þitt I.- V. - 9.200= No. 1 6060 20. Lar.dió þitt I.- V. - 9.200= No. 20857 21 . ömmu rokkur kr . 7.400= No. 22931 22. Ibróttabúningur - 2.500= No. 17163 23 . Iþróttabúr.ingur - 2.500= No. 6732 24 . Iþróttabúningur - 2.500= No. 25000 25. Iþróttabúningur - 2.500= No. 24646 26 . Iþróttabúr.ingur - 2.500= No. 1 71 98 27 . Ibróttabúr.ingur - 2.500= No. 7922 28 . Iþróttabúnincur - 2.500= No. 1 8542 29 . Iþróttabúningur - 2.500= No. 7991 30 . Ibróttabúhingur - 2.500= No. 7232 31 Iþróttabúningur - 2.500= No. 8385 32 . Rsktun lvós oq lancs - 1.000= No. 2612 33 . Rsktun lýós og lands - 1 .000= No. 8397 34 . Ræktun lvós og lancs 1.000= No. 5653 35. Ræktun lýós og lands 1 .000= No. 9912 36-. Ræktun lýós og lands 1.000= No. 9997 37 . Ræktun lýós og' lands 1.000= No. 25826 38. Ræktun lýós og lands 1.000= No. 5195 39. Ræktun lýcs og lands 1.000= No. 296 40 . Ræktun lýós og lands 1.600= No. 9915 4 1 . Ræktun lýós og lands 1.000= No. 1 5938 42 . Ræktun lýós og lands 1.000= No. 24434 43 . Ræktun lýós og lands 1.000= No. 1 1 37 44 . Ræktun lýós og ]ands 1.000= No. 16100 45. P.sktun lýós og lands 1.000= No. 25338 46 . P.æktun lýós og lands 1.000= No. 1 0230 4 7 . Pæktun lýós og lands 1.000= No. 1 5974 48 . Rsktun lýós og lands 1.000= No. 372 49 . Ræktun lýós og lancs 1.000= No. 2508 50. Ræktun lýós og lands 1 .000= No. 14104 Vinninga má vitja á skrifstofu Ungmennafélags ís- lands að Mjölnisholti 14, 3ju hæð. Blaðburðarfólk V • * * ress.' Ef þú ert morgunhi Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 813 33 Laus hverfí: Fossvogur A-lönd Leifsgötu-Eiríksgötu Laufásveg Efri hluta Laugavegar og Hverfisgötu Það bætir heilsu < að bera út Þjóðvi Betrabb hag ifjann ð Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kynning á skipulagstillögu á stofnanasvæði í mið- svæði Eiðsgranda. Tillöguteikningar að stofnanasvæði við Frostaskjól/ Keilugranda hanga til kynningar á Borgarskipulagi Reykjavíkur Þverholti 15 frá og með 5. til 14. septemb- er. Ábendingar eða athugasemdir berist Borgarskipulagi Reykjavíkur fyrir 16. september 1985. Borgarskipulag Reykjavíkur Þverholti 15 Ástandið er heldur slæmt í Frakklandi þessa dagana: ekki hefur tekist að draga úr atvinnu- leysi, heldur er það aftur tekið að aukast, stjórnin er völt og búast menn yfirleitt við miklum ósigri sósíalista í kosningunum á næsta ári og óvissu og upplausn á sviði stjórnmála í kjölfar hans, óvin- sældir Mitterrands og jafnvel draumaprinsins Fabiusar (sem fékk fyrir skömmu langflest at- kvæði í skoðanakönnun um það hvaða karlmann konur kysu sér ef þær ættu aðeins eina ástanótt eftir) fara vaxandi og frönsk leyniþjónusta hefur svo að segja verið staðin að verki að granda skipi Grænfriðunga með neðansjávar-púðurkellingum. Mannsins megin Þótt blaðamenn reki upp ramakvein er ólíklegt að franskir matmenn skipti á hefðbundinni matargerð sinni og hamborgurum þegar til lengdar lætur... Vegið að franskri matargerðarlisf Hefðbundin veitingahús á undanhaldi fyrir skyndibitastöðum og „nýrri matargerð“. En þetta virðast þó ekki vera nema smáatriði hjá þeirri skelfi- legu spurningu sem vikuritið „Le Nouvel observateur“ bar fram fyrir skömmu og brennur nú á vörum Fransmanna: er verið að ganga af franskri matargerðariist dauðri? Þeir staðir sem hafa frá örófi alda verið aðalmusteri þessarar hefðbundnu matargerðarlistar - litlu hverfis- og þorpsveitinga- húsin og knæpurnar - eru nefni- lega á stöðugu undanhaldi og heldur vikuritið því fram að þrjú hundruð slíkir veitingastaðir verði gjaldþrota og neyðist til að loka á hverjum mánuði. Þegar þeir eru horfnir er ekki annað eftir en annars vegar „skyndibita- staðir", þar sem á boðstólum eru hamborgarar og slíkir réttir, sem franskir gastrónómar telja varla til fæðutegunda, og hins vegar rándýr lúxusveitingahús, sem eru pyngju venjulegra manna ofviða og hafa auk þess á boðstólum hina svokölluðu „nýju matar- gerð“ („la nouvelle cuisine"), sem margir smekkmenn hafa mikinn ýmugust á. Á undanhaldi Ástæðurnar fyrir því að þess- um hverfis- og þorpsveitingahús- um fer fækkandi eru margvísleg- ar. Yfirleitt er hér um að ræða lítil fjölskyldufyrirtæki, þar sem fjöl- skyldan vinnur sjálf, kannski með fáeinum launuðum starfs- mönnum, og á boðstólum eru hefðbundnir - og oft líka stað- bundnir - réttir. AHar aðstæður nú til dags virðast andsnúnar slík- um atvinnurekstri. Þessir staðir eru nefnilega, eins og stundum hefur verið sagt, bæði of dýrir og ekki nógu dýrir. Þeir eru of dýrir fyrir unglinga sem vilja helst ryðja í sig hamborgurum sýknt og heilagt, en þeir eru ekki nógu dýrir og fínir fyrir þá sem eru að leita að einhverri sérstakri gast- ronómískri upplifun: þeir komast ekki inn í leiðarvísa yfir fín veitingahús og svo hafa ýmsir sér- fræðingar í matargerðarlist og blaðamenn sem sérhæfðir eru í slíkum málum háð linnulausan áróður árum saman gegn þeim mat,sem þareráboðstólum. Síð- ast en ekki síst verður að nefna að nútímareglur um söluskatt, sjúkrasamlagsgreiðslur o.þ.h., sem fylgt er af meiri og meiri harðneskju, eru þessum veitinga- húsum mjög í óhag. Eigendur þeirra höfðu löngum þann sið að kaupa inn matvælin bak við tjöld- in án þess að borga söluskatt og hafa starfsmenn í „svartri vinnu“, og versnaði afkomugrundvöllur þeirra mjög, þegar farið var að fylgjast með því að reglum væri hlýtt. Skyndibifastaðir og lúxusstaðir En með þessum veitingahúsum hverfur mikill hluti af hefðbund- inni matargerðarlist franskri, því að þeir veitingastaðir sem nú blómstra koma engan veginn í staðinn fyrir þau. Síðan í kringum 1980 hafa „skyndibitastaðir" sprottið upp eins og gorkúlur, og standa á bak við þá voldugir hringar. Einn helsti forsprakki þeirra er monsjör Casino, sem búsettur er í borginni Saint- Etienne og stjórnar þaðan mikl- um sæg veitingahúsa, sem heita „Quick“, „Hippopotamus“ o.þ.h. í þeim eru seldar hvorki meira né minna en 35 miljónir máltíða á ári, og færa þeir stöðugt út kvíarnar. Þessir skyndibita- hringar eru reknir eftir ströng- ustu reglum nútímabisness og er hver biti staðlaður til hins ýtrasta: sams konar hamborgarar í sams konar umbúðum, hvert sem litið er. Þótt undarlegt megi virðast stuðla rándýr lúxusveitingahús, sem blómstra við hliðina á hamb- orgarastöðunum, ekki að því að halda við hefðbundinni franskri matargerðarlist. Til þess að vera talinn maður með mönnum og fá margar stjörnur í leiðarvísum yfir fín veitingahús verður sá sem rek- ur slíka staði að hafa bæði um- hverfi og borðbúnað sem allra fínast: kristalsskálar, silfurgaffla o.þ.h. Kostnaðurinn verður þá svo mikill að hann neyðist til þess að hafa einungis sem dýrast hrá- efni - lax, kavíar, feita lifur o.þ.h. - til að álagningin verði sem mest. Veitingamaðurinn margfaldar með þremur innkaupsverð vínflöskunnar, þegar hann setur hana á vínlist- ann, og þess vegna er það honum í hag að kaupa inn sem og dýrust vín, og láta svo kjallarameistara, sem spígspora um salinn með sams konar svip og lögregluþjónn í lögtakserindum, pranga þeim inn á gesti. Þetta leiðir vitanlega til þess að maturinn, sem er á boðstólum, verður mjög sér- stakur og alls ekki dæmigerður fyrir það sem best er í franskri matargerðarlist. „Ný matargerö“ Við þetta allt bætist að veitingamenn í þessum dýru stöð- um eru gjarnan fylgismenn hinn- ar svokölluðu „nýju matargerð- arlistar", sem nú er mjög um- deild. Þetta fyrirbæri hófst skömmu eftir 1960, þegar Frakk- ar fóru að rétta úr kútnum eftir þrengingar eftirstríðsáranna og byrjuðu loks að geta látið eitthvað eftir sér í mat. Einn helsti „páfi“ þessarar matargerð- ar var Christian Millau, sem hef- ur óralengi verið ritstjóri fræg- asta leiðarvísis um veitingahús í Frakklandi, sem kemur út árlega í 200.000 eintökum, og jafnframt ritstjóri tímarits um matargerðar- list og veitingahús, sem kemur út mánaðarlega í meira en 100.000 eintökum. Christian Millau barð- ist harkalega gegn þykkum og fit- andi sósum, sem hefðbundnar voru í Frakklandi, og gegn stór- um skömmtum af mat; - þess í stað vildi hann einfaldara matar- æði, þar sem hráefnin fengju að njóta sín á eðlilegan hátt. En af- leiðingin af þessum kenningum, sem hljóma svosem ágætlega, hefur verið stöðugt meiri sérviska í gerð rétta og alls kyns undarleg- ar blöndur, sem fá hárin til að rísa á höfði hefðbundinna franskra matmanna. Einnig hafa þessar kenningar leitt til meiri sýndar- mennsku og áherslu á útlit rétt- anna, -meðan skammtarnir, sem framreiddir eru, minnka stöðugt. Það er ekki nema von að blaða- menn „Le Nouvel observateur“ séu örvæntingarfullir: ef ekki er lengur hægt að fá saltað svínakjöt með linsubaunum, eins og bænd- ur í Auvergne matbjuggu það, hvert er þá heimurinn eiginlega að fara? 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.