Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 7
Pað verður ekki sagt að stórtíð- indi hafi haldið uppi blaðaskrif- um sumarið 1985; um margt minnir þetta sumar mig á ár við- reisnarstjórnarinnar, einkum á miðju valdatímabili hennar. Pó hefur eitt og annað komið fram á þessu sumri sem hlýtur fljótlega að valda straumhvörfum í stjórnmálaþróun í landinu, og mun meðal annars valda ríkis- stjórninni verulegum erfiðleikum og koma henni frá. Þetta sjá menn eins og Gísli Jónsson á Ak- ureyri, sem segir að lognið í sumar sé undanfari stormsins með haustinu og þegar kemur fram á vetur. Pað er einkum þrennt sem hef- ur nú komið glöggt fram á þessu sumri sem mun draga dilk á eftir sér. Fiskveiðistefnan misheppnuð Það viðurkenna allir, að það verður að grípa til einhverra ráð- stafana til þess að takmarka að- gang að fiskistofnunum. Þess vegna er kvótakerfið svonefnda ákveðið. Nú hefur það komið í ljós í sumar að kvótakerfið dugir í fyrsta lagi ekki til þess að tak- marka með eðlilegum hætti að- gang í fiskistofnana. Þannig hefur veiðst mun meira en gert var ráð fyrir í upphafi ársins - sem betur fer reyndar. Trillurnar hafa fisk- að tvöfalt meira en gert hafði ver- ið ráð fyrir og önnur skip hafa einnig fiskað meira. í öðru lagi kemur í ljós að kvótakerfið trygg- ir á engan hátt betra hráefni en ella. í þriðja lagi blasir atvinnu: leysi við heilu byggðarlögunum. í fjórða lagi er svo ljóst - sem ekki á rætur að rekja til kvótakerfisins að láglaunastefnan kemur þannig oft ella hvaða meinsemd fylgir ó- hjákvæmilega hernaði Banda- ríkjamanna hér á landi. Okkar afstaða er sú að lausn á þessum málum fáist aldrei nema herinn fari úr landinu og að ís- land sé utan hernaðarbandalaga. En jafnframt hefur það verið okkar skoðun að meðan herinn er hér eigi að einangra hann gjörsamlega frá íslensku þjóðlífi að öllu leyti. Þannig eigi að banna hvers konar viðskipti við herinn af hvaða tagi sem er. í fljótu bragði gæti mönnum virst af umræðu undanfarinna vikna að það væri einnig stefna Sjálfstæðisflokksins. En svo er ekki í raun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið aðili að hermanginu á undanförnum áratugum og hefur í raun stýrt stefnunni í þeim efn- um í öllum meginatriðum. Hann hefur haldið verndarhendi sinni yfir því að hundruð heildsala og annarra lifa á allskonar við- skiptum við bandaríska herinn og þessir aðilar eru margir hverjir máttarstólpar og styrktarmenn Sjálfstæðisflokksins. Væri fróð- legt að rannsaka hve margir framámenn í Sjálstæðisflokknum tengjast beint eða óbeint mútu- greiðslum bandaríska hernáms- liðsins til íslendinga, því þessi „viðskipti" eru vandlega lokuð inni í leyndahjúp samtryggingar- niður á sjávarútveginum að fólk fæst ekki til starfa. Birgðir af flökum á Bandaríkjamarkaði eru að ganga til þurrðar. Frystihúsin geta ekki svarað neyðarkalli sölu- fyrirtækjanna í Bandaríkjunum vegna þess að hér fæst ekki fólk til starfa í frystihúsunum. Eina svar stjórnvalda við þeim vanda er að draga þurfi úr spennu - það heitir á mæltu máli að ríkisstjórn- in ætli að nota atvinnuleysis- grýluna til þess að reka fólk inn í frystihúsin á nýjan leik. Samhliða þessum vanda sem stafar af kvótakerfinu og of lágu kaupi liggur fyrir að eigið fé sjávarút- vegsins sogast yfir til milliliðanna í þjóðfélaginu. Niðurstaðan er því: Stefna ríkisstjórnarinnar hefur valdið grundvallaratvinnu- greininni umtalsverða búsifjum og þar með þjóðarbúinu í heild. Frá sjónarmiði þjóðarinnar væri því best að ríkisstjórnin færi frá sem fyrst. Hún er ekki starfi sínu vaxin. í sjávarútvegsmálum ráða reglustikumenn og þeir sem leggja meiri áherslu á verslun en framleiðslu, eyðslu en verðmæta- sköpun. Farsi - eða? Það sem hefur einkum borist í fregnum af ríkisstjórninni í sumar eru deilur ráðherra Sjálfstæðis- flokksins um herinn og stöðu hans í landinu. Það liggur fyrir Svavar Gestsson skrifar eftir sumarið að það er bullandi ágreiningur um herstöðvamálið og framkvæmd þess innan Sjálf- stæðisflokksins. Það hefur aldrei komið fram fyrr og veldur því kaflaskiptum í hcrstöðvamálinu. Hernámsframkvæmdir eru nú meiri hér á landi en nokkru sinni fyrr og ísland er dregið þéttar inn í vígbúnaðarbrjálæðið í Norður- Atlantshafi en áður. Vissulega eru það stærstu og alvarlegustu þættir utanríkismálanna um þess- ar mundir. Þess vegna kemur kjötstríð ráðherranna út eins og farsi í augum margra en þegar grannt er skoðað glittir í viður- styggð hersetunnar í gegnum þetta mál; það verður skýrara en flokkanna þriggja sem bera ábyrgð á hernáminu, Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Það er einnig í mótsögn við þá stefnu sem forystumenn Sjálfstæðis- flokksins þykjast hafa í her- stöðvamálinu að þeir skuli beita sér fyrir því að bandaríkjastjórn kosti flugstöð sem á að hálfu leyti að minnsta kosti að þjóna íslend- ingum. (Það er reyndar ein mót- sögnin enn þegar utanríkisráðu- neytið lítur á flugstöðina sem hreint hernaðarmannvirki og neitar að borga af henni bygging- arleyfisgjöld!) En það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki Fiskveiðistefnan: Léieg aflameðferð, atvinnu- leysi - og fólk fæst ekki í frystihúsin tii starfa. Innan Sjálfstæðisflokksinser í fyrsta sinn bull- andi ágreiningur um framkvæmd herstöðva- málsins. Verðbólgan ertalin 40-60%. 60% hækkun á verði erlends gjaldeyris. 9miljarða viðskiptahaili. 2,5 miljarðar í halla á ríkissjóði á hálfu ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.