Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 8
ÞJÓÐMÁL fylgt þeirri stefnu að einangra eigi herinn - hvað svo sem sagt er þar á bæ. Það er því ekki að undra að Albert sé ruglaður í þessu efni og átti sig ekki á því hver er stefna Sjálfstæðisflokksins því hún er ein á borði en önnur í orði. Hann hefur nú fundið út þá snjöllu lausn að herinn eigi að éta of- framleiðsluna í landbúnaði. Vissulega hefur þetta komið til tals áður. Þá hefur verið bent á það í þessu blaði að þar með fái herinn nýtt hlutverk: í fyrsta lagi eigi hann að verja íslendinga fyrir Rússum, en í öðru lagi fyrir roll- unni. Má þá segja að hlutverk og dýpt herstöðvamálsins taki á sig nýjar myndir. Albert flýtur í þessu máli á öldufaldi víðtækrar óánægju landsmanna með her- inn; flestir íslendingar, samanber skoðanákannanir, telja að herinn sé hér á landi til þess að verja Bandaríkin en ekki ísland. Þess vegna telur meirihluti fslendinga að hernum sé rétt mátulegt að éta íslenskt kindakjöt. Albert er studdur af bændasamtökunum í þessu efni, þó að bændasamtökin virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því á hvaða verði bandaríski herinn yrði látinn borga fyrir kindakjötið. En í annan stað hef- ur fjármálaráðherra bent á það með réttu að bandaríski herinn verði að fara að íslenskum lögum í sambandi við innflutning á hráu kjöti. f þessu máli hefur utan- ríkisráðherra - sem fer með fram- kvæmdavald á „varnarsvæðun- um“ - gengið í skítverkin fyrir herinn og Bandaríkjastjórn og telja flestir nú ljóst að Geir muni alltaf og ævinlega taka upp hanskann fyrir Bandaríkjastjórn gegn íslendingum ef hagsmunir rekast á. En kjarni málsins er sá að innan Sjálfstæðisflokksins er kominn upp sjóðandi ágreiningur um framkvæmd herstöðvamáls- ins. f tengslum við kjötstríðið hafa svo birst fréttir um það að herinn hafi á undanförnum árum eða áratugum borgað tilteknum máttarstólpum verslunarráðsins peninga fyrir að hirða frá sér úr- ganginn. Er hægt að sökkva dýpra? Hefur það nokkurs staðar gerst fyrr á byggðu bóli að erlent hernámslið hafi keypt „innfædda" til þess að hreinsa frá sér úrganginn með þessum hætti? í kjötstríðinu grillir þvf í viður- styggð hernámsins; þar er ekki hægt að sökkva mikið dýpra - eða hvað? Eru kannski engin tak- mörk fyrir undirlægjuhættinum og sljóleikanum? Verðbólgan æðir áfram Ríkisstjórnin bað um að hún yrði dæmd af árangri í efna- hagsmálum. Hún kvaðst ætla að koma sjávarútveginum á traustan grundvöll. Það hefur mistekist. Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða ágreiningi innan ríkisstjórn- ar um framkvæmd herstöðva- samningsins. Það hefur mistekist - sem betur fer. En fyrst og síðast óskaði hún eftir því að árangur hennar yrði metinn á grundvelli efnahagsmálanna. Og hver er staðan þar? Er verðbólgan horfin? Verð- bólgan er nú talin 40-60%. Frá því að ríkisstjórnin tók við hafa þær vísitölur sem mæla verðbólg- una hækkað sem hér segir: Framfærsluvísitalan hefur hækkað um liðlega 87% frá maí 1983 til júlí 1985; næstu dagana getur ríkisstjórnin haldið upp á árangur sinn í efnahagsmálum með því að allt verðlag á mæli- kvarða þessarar vísitölu hafi tvö- faldast í stjórnartíð hennar. Byggingarvísitalan hefur á sama tíma hækkað um liðlega 80%. En lánskjaravísitalan hefur á þessum sama tíma hækkað um liðlega 94% - þessa dagana - í septem- berbyrjun - hefur hún hækkað um 100%. Á mælikvarða Iánskjaravísi- tölu hefur maður sem hafði 30.000 kr. á mánuði í maí 1983 tapað 200.000 krónum á valda- tíma ríkisstjórnarinnar; það eru tíu mánaðarlaun miðað við 20.000 krónur á mánuði. Ætli það muni ekki um þá upphæð á mörgum heimilunum? En það er hins vegar ljóst að fólk var tilbúið til þess að lækka á sér kaupið um sinn gégn því að verðbólgan yrði kveðinn niður til frambúðar - eins og ríkisstjórnin lofaði. Það hefur hins vegar mistekist; þrátt fyrir hið lága kaup æðir verðbólg- an áfram. Fórnir fólksins hafa orðið til einskis. 60% hækkun á verði erlendra gjaldmiðla En gengið? Það var ætlun ríkis- stjórnarinnar að koma á festu í gengismálum. Hvernig hefur þar til tekist? Lítum á opinberar tölur: Samkvæmt hagtölum mánað- arins hefur gengi erlendra gjald- miðla gagnvart íslensku krónunni hækkað um 60% frá því að ríkis- stjórnin tók við. Með öðrum orð- um. Gengið hefur verið fellt um nærri 40% frá því að stjórn Stein- gríms Hermannssonar tók við. Var einhver að tala um stöðugt gengi, verðbólgu á við það sem er í grannlöndum okkar og aðrar efnahaglegar umbætur? 9 miljarðar í viðskiptahalla En hvað um viðskiptahallann? Eitt af markmiðum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var að sögn að draga úr viðskiptahall- anum og þar með úr erlendum skuldum. Hefur það tekist? Það átti að gerast með því að lækka svo kaupið að fólki gæti ekki keypt innfluttar vörur; skortur- inn á heimilunum átti að leysa vandann á sama hátt hér og í verðbólgumálunum. Með lækk- un kaupsins átti að slá tvær flugur í einu höggi: Fyrst að koma verð- bólgunni niður á það stig sem er sambærilegt við grannlönd okk- ar, en síðan að jafna viðskiptin við útlönd. Niðurstaðan er þver- öfug: Hún er sú að viðskiptahall- inn nemur samtals nærri 9 mil- jörðum króna á fyrstu tveimur valdaárum ríkisstjórnarinnar - einnig samkvæmt opinberum tölum. Það með fór það markmið ríkisstjórnarinnar veg allra vega. Hallinn á ríkissjóði En ríkissjóður: Hefur allt verið til fyrirmyndar í ríkisrekstrinum? Lánsfjárlög fyrir árið 1985 voru ekki afgreidd fyrr en um miðjan júnf. Á fyrri hluta ársins er greiðsluhalli ríkissjóðs tveimur og hálfum miljarði króna. Þar þarf ekki frekari vitna við. í pilsfaldi járnfrúarinnar Með öðrum orðum: Það voru efnahagsmálin sem ríkisstjórnin vildi fyrst og fremst taka á. Það átti að mynda „sterka stjórrí1 til þess að takast á við vandann. Ríkisstjórnin ætlaði að „leysa vandann með leiftursókrí*. Leift- ursóknarstefna ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hefur mistekist. Samt hefur ríkisstjórn- in stóran þingmeiriluta. Samt hefur ríkisstjórnin átt stuðningi að fagna í skoðanakönnunum. Fólk hefur verið að vona að vandamálin færu að leysast - en það er borin von. Ástæðan til þess að leiftursóknarstefnan hef- ur mistekist er sú að hún hefur rekist á veruleikann sjálfan: Sá veruleiki er íslenskt hagkerfi og sérkenni þess. Erlendar formúlur frjálshyggjupostulanna leysa engan vanda hér - enn síður en annars staðar. Þar er reyndar að koma í ljós þessa mánuði að fólk er að hafna leiftursókninni í grannlöndum okkar. Það sést líka í Bretlandi þar sem þjóðin hafnar leiftursóknarstefnu Mar- grétar Thatchers - hið sama mun gerast hér. Það færi vel á því að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sópaðist út af svið- inu í pilsfaldi járnfrúarinnar. Halldór Kristinn Ólafsson MINNING fœddur7.12.1956 dáinnl.7.1985 „Vinurþinn erþérallt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni ersáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineld- ur. Pú kemur til hans svangur ogíleitaðfriði. Þegar vinurþinn talar, þá and- mœlirþú honum óttalausteða ert honum samþykkur af heilumhug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvorannan. Því í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonirykkar til, og þeirra er notið ígleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vinþinn, þvíað það, sem þérþy/cir vœnst um í fari hans, getur orðið þér Ijós- ara ífjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best afsléttunni. “ (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Það var á síðustu júnídögunum nú í sumar, ég var komin norður í sveitina mína með dætur mínar, til að njóta sumars á heimili for- eldra minna. Það var sólbjartur morgun, þar til síminn hringdi. í símanum var frænka mín, að flytja okkur þær óskiljanlegu fréttir, að Kiddi hefði fengið heilablóðfall daginn áður og ver- ið fluttur suður á Gjörgæsludeild Borgarspítalans. Mín fyrstu viðbrögð voru van- trú. Þetta gat ekki verið satt, Kiddi var aðeins 28 ára. Ég hlaut að hafa misskilið. Næstu dagar liðu milli vonar og ótta, stundum komu fréttir sem vöktu vonir. Eiginkona Kidda, foreldrar hans og systkin skiptust á að sitja hjá honum dag og nótt þenna reynslutíma. Þetta var erf- iður tími fyrir alla aðstandendur, ekki síst þegar veikindi Begga bróður hans og áhyggjur af hon- um bættust við. Sunnudaginn 7. júlí var svo slökkt á síðasta von- arneistanum. Kiddi fæddist 7. desember 1956, sonur hjónanna Halldóru Kristinsdóttur og Ólafs Þórhalls- sonar bónda að Syðri Ánastöðum Vatnsnesi V-Húnavatnssýslu. Hann ólst upp á mannmörgu heimili hjá foreldrum sínum, afa sínum Þórhalli, Ólöfu ömmu sinni og fjórum systkinum, Þor- björgu, Þórhildi, Bergi og Jú- líusi. Ég man Kidda fyrst grannan, kvikan og glaðlegan strák með Ijúfa lund og ljósan hrokkinkoll. Og þannig var lundin hans alla tíð. Hann var jafnlyndur og glað- lyndur og svo greiðvikinn, að ef það var eitthvað sem hann gat fyrir mann gert var hann reiðubú- inn. Við vorum nágrannar öll upp- vaxtarárin og Kiddi var vinur og leikbróðir okkar Helgu systur, enda aldursmunur lítill - aðeins þrír mánuðir. Það var oft glatt á hjalla heima á þessum árum. Við vorum mörg, krakkarnir á þremur nágranna- bæjum og þar að auki voru oft krakkar í sveit á sumrin. Oft vor- um við í leikjum langt fram á kvöld á sumrin, oftast útilegu- mannaleik. En lífið var ekki tómir leikir, það var líka tekið til hendinni og Kiddi var ekki stór þegar hann var farinn að fylgja pabba sínum við öll verk og vera stoð hans og stytta við búskapinn, ekki síst á vélunum við heyskapinn. Þeir voru mjög samrýndir feðgar og Kiddi var duglegur og áhuga- samur við það sem hann var að gera. Þeir lögðu rauðmaganet á vor- in, feðgarnir, og það var gaman að fara niður í Skipavík þegar þeir voru að koma að. Stundum tóku þeir okkur Helgu með þegar þeir vitjuðu um. f minningunni er alltaf sól í þessum sjóferðum, glitrandi sjórinn, hrúgur af hrognkelsum í bátnum og Kiddi og Olafur íklæddir útprjónuðum lopapeysum, sem Ólöf hafði prjónað. Oft fékk mamma senda rauðmaga í soðið eftir velheppn- aða veiðiferð. Margar voru ferðirnar milli bæjanna, ýmist til að fá lánaðar bækur, eða til að leika. Kiddi átti kassabfl, sem var mikill kosta- gripur, með pedölum til að drífa hann áfram. Ég man að ég öfund- aði Kidda talsvert af þessum grip. Á kassabílnum voru stundum teknar rosaspyrnur þegar eigand- inn var á þeim buxunum. Tíminn leið og unglingsárin tóku við, alltaf var Kiddi sami góði vinurinn. Á þessum árum var markmiðið að verða sextán ára, til að komast inn á sveitaböll- in. Þegar því langþráða marki var náð fórum við ótal ferðir saman, Kiddi, Addi, Dengsi, Helga og ég- Seinna skildu leiðir, ég fór til Akureyrar í skóla. Kiddi var óráðinn hvað hann vildi leggja fyrir sig og vann þann vetur. Ævinlega hittumst við þó á sumrin og í fríum. Síðar fór Kiddi í Vélskólann og lauk þaðan prófi. Þá var hann líka búinn að kynnast konunni sinni henni Gunnhildi. Þau bjuggu fyrstu árin í Reykjavík, en fluttu síðan til Sauðárkróks þar sem Kiddi var vélstjóri á togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga fyrstu árin, en síðan í vélsmiðju félagsins. Ég hitti Kidda alltof sjaldan síðustu árin, enda bjuggum við lengst af á sitthvoru landshorn- inu. Helst að við sæjumst þegar við vorum bæði í leyfi heima á Ánastöðum. Þar sá ég hann líka síðast, síðastliðið sumar ásamt Gunnhildi og litlu dætrum þeirra, Bergrúnu og Halldóru. Það var stuttur fundur, því Kiddi var á kafi í vélaviðgerðum með pabba sínum. Skjótt skipast veður í lofti. Það er erfitt að sætta sig við það að Kiddi sé allur. Og það er erfitt að sætta sig við að hann fékk ekki að lifa lengur með konunni sinni og dætrum sínum sem nú eru fimm og tveggja ára. Hver er tilgangur þessa alls? Ég flyt aðstandendum Kidda einlæga samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Kidda kveð ég með einlægu þakklæti fyrir allt og óska honum góðrar ferðar og heimkomu. „Því hvað erþað að deyja ann- að en að standa nakinn íblœn- um og hverfa inn ísólskinið? Og h vað er að hœtta að draga andann annað en að frelsa hannfráfriðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötrað- ur leitað áfund guðs síns? “ (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Sigga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.