Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 21
HEIMURINN
Titanic
Obrotnar flöskur
og umbúin rúm
Woods Hole, Massachussetts -
Leiðangursmenn sem á mánu-
dag fundu flakið af farþega-
skipinu Titanic þar sem það
sökk í sæ fyrir 73 árum 640 km
suðaustur af Nýfundnalandi
skoðuðu í gær myndir sem
teknar voru með neðansjávar-
kvikmyndavél um borð í flak-
inu.
Á myndunum sem birtust á
skjánum um borð í leitarskipinu
Knorr sáu leiðangursmenn vel
varðveittar vínflöskur, umbúin
rúm og farangur farþega. Ekki
höfðu þeir þó séð nein ummerki
um farþegana 1.513 sem voru um
borð þegar skipið sökk eftir
árekstur við ísjaka árið 1912.
Leiðangursmenn undir stjórn
dr. Robert Ballard fundu skipið á
tæplega 4.000 metra dýpi og virð-
ist það standa á réttum kili á hafs-
botninum, að mestu leyti heilt.
Ballard hefur lýst sig andvígan
því að reyna að lyfta skipinu upp
af botninum en olíukóngur einn í
Texas, Jack Grimm, hefur lýst
því yfir að hann hyggist lyfta
skipinu á næsta ári eða árið 1987.
Grimm þessi hefur fjármagnað
þrjár leitir að Titanic auk
leiðangra sem leituðu að Örkinni
hans Nóa og skrímslinu í Loch
Ness í Skotlandi.
Bólivía
Al Isherjarverkfal I
La Paz - Bólivískir verkamenn
hófu í gær tveggja sólarhringa
verkfall í mótmælaskyni við
efnahagsaðgerðir nýkjörins
forseta landsins, Victor Paz
Estenssoro. Talsmenn verka-
lýðsssamtakanna lýstu því yfir
að verkfallið yrði framlengt um
óákveðinn tíma ef stjórnvöld
gerðu tilraun til að hindra
framgang þess.
Estenssoro, sem tók við emb-
ætti forseta 6. ágúst sl., greindi í
síðustu viku frá efnahagsaðgerð-
um sem eiga að stemma stigu við
verðbólgu sem nú geysist áfram á
uþb. 14000 prósenta hraða á ári.
Aðgerðirnar fólust m.a. í því að
lagt er bann við launahækkunum
hjá opinberum starfsmönnum
næstu fjóra mánuði auk þess sem
gengi gjaldmiðilsins var fellt um
heil 95%. Fyrsta afleiðing að-
gerðanna var að verð á ýmsum
fæðutegundum tífaldaðist á einni
nóttu.
Verkfallið lamaði svo til alla
starfsemi í höfuðborginni La Paz.
Meðal annars þögnuðu allar
útvarps- og sjónvarpsstöðvar en
verkalýðssamtökin hafa komið
sér upp samskiptakerfi sem for-
Bretland
Alþýðusamtökin að klofna?
Blackpool - Leiðtogar breska
verkalýðssambandsins, TUC,
leituðu í dag leiða til að komast
hjá því að reka næststærstu
verkalýðssamtök Bretlands úr
sambandinu. Samtök vélstjóra
og vélvirkja, AEUW, sem telja
eina miljón félaga, hafa ákveð-
ið að brjóta gegn samþykkt
TUC.
Deilan snýst um tilboð sem
stjórn íhaldsflokksins hefur gert
breskum verkalýðsfélögum um
að styrkja þau með fjárveitingum
Þetta líka...
...Amnesty Internationa! hvöttu i
gær bandarísk stjórnvöld til að
hætta við fyrirhugaðar aftökur á
unglingum undir 18 ára aldri sem
dæmdir hafa verið til dauða. Sam-
tökin kváðust vita um 33 unglinga
undir 18 ára aldri sem biðu dauða
síns á aftökudeildum fangelsa hér
og þar í Bandaríkjunum. Fyrsta af-
takan á að fara fram í Texas eftir
tæpa viku þar sem 17 ára ung-
lingur bíður þess að vera tekinn af
lífi með eitursprautu.
...Ástralski fjölmiðlakóngurinn
Rupert Murdoch sór í dag eið sem
bandarískur ríkisborgari fyrir rétti í
New York. Ástæðan fyrir því að
hann sótti um er sögð vera sú að
hann er nýbúinn að kaupa sjón-
varpskeðju í Bandaríkjunum og
samkvæmt bandarískum lögum
mega þeir einir eiga sjónvarps-
stöðvar sem eru bandarískir þegn-
ar.
...Kínverskir stúdentar við sér-
stakan úrvalsháskóla þar sem
einkum er kennd viðskiptafræði
risu í gær úr sætum sínum og
fögnuðu fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna, Richard Nixon,
innilega þegar hann hafði ávarpað
þá. Nixon dvelur í viku í Kína og
mun ma. hitta að máli aðstoðarut-
anríkisráðherra landsins.
Indland
Sikkar í vígahug
Nýju-Delhi - Herskáir sikkar
myrtu í gær einn af helstu
stuðningsmönnum Rajiv
Gandhis forsætisráðherra Ind-
lands. Einnig gerðu þeir árásir
á ýmsum stöðum í Punjab ríki
en þar er að hefjast kosninga-
barátta því kjósa á til ríkis-
þings 25. þ.m.
Þrír byssumenn myrtu Arjun
Dass, sem á sæti í stjórn Congress
flokks Gandhis í Nýju Delhi.
Réðust þeir inn á skrifstofu Dass
og felldu auk hans lífvörð hans og
særðu sex manns.
í höfuðborg Punjab, Chandi-
garh, skýrði lögreglan frá því að
herskáir sikkar hefðu ráðist inn á
átta heimili í borginni á sama
klukkutímanum og myrt fjóra en
sært níu. Árásirnar virtust sam-
ræmdar því þær fóru allar eins
fram. Sikkarnir komu heim til
fórnarlamba sinna á skellinöðr-
um og hófu skothríð með vélbyss-
um. Kvaðst lögreglan óttast fleiri.
slíkar árásir þegar nær drægi
kosningunum.
REliTER
Umsjón:
ÞRÖSTUR HARALDSSON
svarsmenn stéttarfélags útvarps-
manna annast um. Einungis allra
nauðsynlegasta þjónusta fær að
ganga sinn gang. Lögregluyfir-
völd segjast hafa tvöfaldað gæslu
við opinberar stofnanir til þess að
koma í veg fyrir skemmdarverk.
Yfirstjórn hersins setti helming-
inn af herafla landsins í við-
bragðsstöðu svo hann gæti komið
lögreglu til aðstoðar ef hún réði
ekki lengur við ástandið.
Geimvopn
Sovétmenn hóta
að hefja tilraunir
Moskvu - Sovéska fréttastofan
TASS gaf í dag út yfirlýsingu
þar sem sagði að ef Bandaríkin
hættu ekki við fyrirhugaða til-
raun með vopn gegn gervi-
hnöttum litu Sovétríkin svo á
að þau væru ekki lengur bund-
in af einhliða ákvörðun sinni
um að hætta við að koma sér
upp slíkum vopnum.
Sovétrfkin búa nú þegar yfir
ófullkomnum vopnum gegn
gervihnöttum sem beitt yrði frá
jörðinni en fyrir tveimur árum
lýstu þau því yfir að þau myndu
ekki koma slíkum vopnum fyrir í
geimnum. Bandarískir sérfræð-
ingar segja að sovétmenn stundi
rannsóknir á leysigeislavopnum
sem hugsanlega megi koma fyrir í
geimnum.
í síðasta mánuði tilkynntu
bandarísk stjórnvöld að þau
muni á næstunni gera tilraun með
að skjóta á gamalt bandarískt
geimfar uppi í háloftunum og það
er sú ráðagerð sem TASS mót-
mælti í gær. „Öll ábyrgð á því sem
gerist hér eftir á þessu sviði hvílir
nú á Bandaríkjunum,” sagði í
yfirlýsingu TASS. Því var einnig
haldið fram að ákvörðun
bandaríkjastjórnar myndi leiða
beint til þess að ný tegund vopna
kæmi til sögunnar: árásarvopn í
geimnum.
til að halda allsherjaratkvæða-
greiðslur um mikilvægar ákvarð-
anir, einkum verkfallsboðanir.
Er tilboð þetta sprottið upp úr
tilraunum Thatcher til að fá verk-
fall námumanna í fyrravetur
dæmt ógilt fyrir dómstólum
vegna skorts á lýðræðislegri þátt-
töku námumanna í boðun verk-
fallsins.
Héildarsamtök bresks verka-
lýðs, TUC, ákvað að berjast gegn
þessu tilboði stjórnarinnar og að
sérhvert aðildarfélag yrði um-
svifalaust rekið úr sambandinu ef
það tæki við fjárstuðningi frá
stjórninni. Á landsfundi TUC
sem nú stendur yfir hefur AUEW
harðneitað að endurskoða á-
kvörðun sína um að þiggja styrk-
inn og á því stjórn TUC varla
annarra kosta völ en að reka sam-
tökin á dyr. Talið er víst að önnur
samtök, Rafvirkjasambandið,
sem telur 355 félaga og lýtur
stjórn hægrimanna eins og
AUEW, muni segja sig úr TUC
ef AUEW verður rekið.
Ef svo fer óttast stjórn TUC að
samtökin kunni að riðlast og er
sagt að þetta sé einhver erfiðasta
kreppa sem upp hefur komið í
117 ára sögu TUC.
Refsingar
Lokum fangelsunum
Mílanó - Á þingi sem Samein-
uðu þjóðirnar halda nú í Mí-
lanó á Ítalíu um varnir gegn
glæpum risu í gær upp menn
frá þremur löndum og hvöttu
til þess að reynt yrði að finna
einhverja aðra refsingu en þá
að loka menn inni í fangelsum.
Þau gerðu ekkert annað en að
afsiða þá sem þar lenda.
Martin Wright, forstjóri
breskrar stofnunar sem berst
fyrir endurbótum á refsingum,
sagði á þinginu að fjölmargar
rannsóknir hefðu leitt í ljós að
fangelsi hefði neikvæð áhrif á
fanga en samt héldu dómstólar
áfram að dæma menn til vistunar
þar. „Fangelsi eru engin lausn,
þau eru hluti af vandanum,”
sagði Wright.
Norðmaðurinn Thomas
Mathiesen hélt því fram að fang-
elsin afsiði fanga vegna þess að
þegar þeir eru lokaðir inni eru
þeir sviptir eðlilegu kynlífi, fjöl-
skyldubönd þeirra rofin og þeir
fjarlægjast samfélagið. Italski
embættismaðurinn Luigi Daga
sagði að fangelsisvist ætti ekki að
beita nema í allra alvarlegustu til-
vikum.
Þremenningarnir lögðu fram
þá tillögu á þinginu að lagt verði
bann við byggingu nýrra fangelsa
í heiminum.
Fyrst fangelsin gera afbrotamenn að verri mönnum, af hverju halda dómarar
áfram að dæma þá þangað?
Líbanon
10 fellu í Zahle
Kosningar eiga að fara fram í Punjab
ríki þann 25. þm. og herskáir sikkar
eru þegar farnir að magna spennuna.
Beirút - Geysiöflug sprengja
sprakk í dag í miðborg Zahle í
Bekaadalnum í austanverðu
Líbanon með þeim afleiðing-
um að í það minnsta 10 manns
féllu og 50 særðust. Sprengj-
an, sem komið hafði verið fyrir
í bíl, sprakk á sama tíma og
Gemayel forseti Líbanon sat
fund með þingmönnum frá Za-
hie í útjaðri Beirut en sá fundur
snerist um öryggisvörslu í
borginni.
Heldur slaknaði á spennunni
sem ríkt hefur milli kristinna og
múslima í Beirut undanfarna sól-
arhringa þegar hermenn opnuðu
tvö af sex hliðum á „Grænu lín-
unni” svokölluðu sem skiptir
borginni í tvennt. Línan hafði
verið lokuð í tvo sólarhringa og
var lokunin farin að valda skorti á
brauði og eldsneyti í vesturhlut-
anum þar sem vinstrisinnaðir
múslimar ráða ríkjum.
Norður-írland
24 særðust
Belfast - Tuttugu og fjórir
slösuðust þegar sprengjuárás
var gerð á lögreglustöð og æf-
ingabúðir lögreglu í bænum
Enniskillen á Norður-írlandi í
gær.
Yfirvöld telja að sprengjurnar
hafi verið heimatilbúnar og að
þeim hafi verið skotið af vörubfls-
palli sem stóð handan árinnar
Erne. Þær hæfðu aðalbyggingu
þar sem flestir hinna slösuðu sátu
og mötuðust og einnig eldhúsið
og varðskýlið. Enginn mun vera í
lífshættu eftir árásina.
Fimmtudagur 5. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21