Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.09.1985, Blaðsíða 15
HÚS OG INNBÚ ir nú til þess að óðum slakni á spennu þeirri sem ríkjandi hefur :Verið á húsbyggingarmarkaði í jReykjavík. Víða úti um land er ástandið ömurlegt. Til eru bæjar- félög þar sem ekki hefur verið byggt eitt einasta íbúðarhús á þessu ári, sumstaðar kannski einn bílskúr eða svo“, sagði Ás- mundur. Hverjar eru ástœður þessa sam- dráttar? „Ég tel ástæður þess vera í fyrsta lagi lakur kaupmáttur hús- byggjenda, hver er eins neðar- lega og hugsast getur og hrakað hefur mjög síðan 1983. í öðru lagi eru lán þau sem húsbyggjendur hafa möguleika á bæði lítil og dýr, jafnframt því sem þau skila sér ekki. í þriðja lagi eru lóðir hér í Reykjavík dýrar og því mikill útlagður kostnaður fyrir þann sem kaupir lóð, á skömmum tíma. í fjórða lagi er fasteigna- verð lágt en byggingarkostnaður mikill“. Kreppan varðar alla landsmenn Hvað er til bóta í þessum efn- um, Asmundur? „Það er nú unnið að því af full- um krafti bæði af okkar hálfu og ASÍ að finna leiðir til þes að mæta kreppu þeirri sem í vændum er. Samband byggingarmanna með sína 2000 félagsmenn á jú aðild að ASÍ og að sjálfsögðu varðar slík kreppa ekki aðeins okkur heldur alla landsmenn. Það er ljóst að unga fólkið þarf á hús- næði að halda. Við höfum í þessu sambandi athugað sérstaklega lánsþörf húsbyggjenda annars- vegar og aukna framleiðni bygg- ingariðnaðarins hinsvegar. Það er og sýnt að viðhald og endur- byggingar munu skipta meira máli í framtíðinni. Lánafyrir- komulag er þó húseigendum til trafala í þeim efnum. Um er að ræða fjölda verkefna tengd við- haldi t.d. hvað alkalískemmdim- ar varðar. Árið 1980 voru 77.000 íbúðir hér á landi, hlutfallslega töluvert færri en í Svíþjóð og nokkru færri en í Danmörku. Hefðu íslending- ar átt jafnmargar íbúðir hlutfalls- lega og Svíar og Danir hefðu þær átt að vera 104.000 annarsvegar og 98.000 hinsvegar. í saman- burði við þessi tvö lönd er því full þörf á frekari byggingu íbúðar- húsnæðis hérlendis. Byggðar hafa verið að meðal- tali um 1500 íbúðir árlega. Ljóst er að samsetning þeirra sem þurfa á íbúðarhúsnæði að halda hefur breyst verulega. Með aukinni tíðni skilnaða annarsveg- ar og minnkandi hlutfalli hjóna- banda hinsvegar, 1970 voru 67% þeirra sem náð höfðu 20 ára aldri giftir en aðeins 60% árið 1982, er sýnt að fleiri búa nú einir. Þörfin hefur því aukist fyrir fleiri minni íbúðir, þær íbúðir sem fyrir eru eru hvorki nægilega margar né af heppilegri stærð. í þessu sam- bandi má og benda á þann mikla fjölda fólks t.d. námsmanna sem á hverju hausti sækir til Reykja- víkur. Brýn þörf er því fyrir bygg- ingar leiguíbúða ekki síður en ibúða til eignarhalds". Asmundur, að lokum, hvað viltu segja um aukna framleiðni byggingariðnaðarins? Frekari hagkvæmni - meiri framleiöni „Hægt væri með frekari skipu- lagningu og hagkvæmni í rekstri að gera framleiðslu byggingar- iðnaðarins ódýrari. Legðum við, stjórnvöld og atvinnurekendur okkur fram þá ætti að vera hægt að ná árangri í þessum efnum. Sem dæmi um þá óhagkvæmni sem nú er fyrir hendi vil ég taka þann hátt sveitarfélaga að úthluta ióðum fyrst og fremst til einstak- linga en ekki fyrirtækja. Að hverju húsi eru síðan trésmíða-, múrara-, pípulagninga- og raf- virkjameistarar. Væri hinsvegar hverfahlutum úthlutað til fyrir- tækja, eins og reyndar hefur gerst hér í Reykjavík, væri miklu frem- ur hægt að koma við tækni sem aukið gæti byggingarhraða. Hvað framleiðslu á eininga- húsum varðar, hvar framleiðni er nokkur, virðist hinsvegar sem framleiðslan sé þegar meiri en eftirspurninni nemur. Frá Sel- fossi hafa t.d. verið seld um 70 hús árlega, útlit er fyrir að ekki muni seljast nema 40 í ár svo gæti farið að 15 manns yrði sagt upp. Einingahúsaframleiðendum hef- ur ekki tekist fyllilega að ná tökum á þeim vandamálum sem skapast vegna íslenskrar veðr- áttu“. -já Jifk THORARENSEN HF Lítið við á bás okkará heimilissýningunni og kynnist fjöibreyttu úrvali vítamína og heilsu- efna. jíA THORARENSEN HF SÝNISHORN ÚR EIGNASKRÁ: 2JA HERBERGJA IBÚÐIR Laugavegi 26, 4. hæð Erum á sýningunni, bás 52 Starfssvið: • Fasteignasala • Verðbréfasala • Fjárfestingarráðgjöf • Tryggingamiðlun • Lögfræðiþjónusta • Skjalagerð • Tölvuþjónusta • Útgáfa og auglýsingastarfsemi Láttu okkur leita. Sl'MAR: 621533-621310- 621005-621004 AKUEÐIN SALA LAUGAVEGUR Þr i b. 37fm 1 .1 GRETTISGATA þ r i b . 45f m 1 .45 OÐINSGATA ij orb. 40fm 1 . 1 LEIFSGATA ■f jöl b. 60 fm 1 .35 EFSTASUND þr i b. óOfm 1 .3 SKIPASUND f j orb. 70fm 1 .65 LAUGARNESVEGUR ijölb. 50 f m 1 . 4 MIKLUBRAUT ijolb. 60 -f m 1 45 HRAUNBÆR f j öl b . 65f m 1.65 REYKJAL’I KURVEGUR HF 50f m 1.5 BREKKUGATA HF t v i b . 60 fm 1.35 MERKJATEIGUR MOS serh . 70f m 1 .6 2JA HERBERGJA IBUÐIR MEÐ BtLSKUR NEÐSTALEITI f j öl b. 70 fm 2.2 ÆSUFELL f j öl b . 60fm 1 . 8 2JA HERBERGJA IBUÐIR EIGNASKIPTI FLYÐRUGRANDI fjölb. 65fm 1 .9 ASPARFELL fjölb. 50fm 1 . 4 SKOLAGEROI KOP. t v i b . 60fm 1 .6 KARSNESBRAUT KOP 70fm 1.7-1.75 LYNGMOAR GB fjölb. 70fm II II II II II II II II o II 04 II Laugavegi 26, 4. hæð S: 621533-621582-621310

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.