Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 1
ATVINNUUF MANNUF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Bœjarvaktin Fá læknamir 650 þús. á mánuði? Nýr samningur um að lœknafélögin taki að séralla kvöld- og nœturvörslu íReykjavík. Adda Bára Sigfúsdóttir: Furðulegur samningur og mikill kostnaðarauki Ef menn halda að það þýði kostnaðarlækkun að semja við verktaka eða bjóða út læknis- þjónustu þá er ljóst að það er al- ger misskilningur í þessu tilviki, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í gær um nýjan samning sem Tryggingastofnun ríkisins hefur gert við læknafélögin um að þau annist alla vaktþjónustu í borg- inni. Læknarnir eiga að fá 6 til 700 þúsund krónur á mánuði, frítt húsnæði, bifreiðar og búnað gegn því að yfirtaka læknavakt- ina sem Sjúkrasamlagið hefur rekið mun ódýrar að sögn Öddu. Samningur þessi var gerður fyrir skömmu af TR án þess að hann væri áður kynntur stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Stjórnin kom saman í síðustu viku og taldi þá nauðsynlegt að skoða samninginn nánar þar sem ýmislegt væri athugavert við hann. Adda sagði að í samningnum fælistm.a. að læknarnir önnuðust allar vaktir frá kl. 17 til 8 að morgni en áður hefur verið ráð fyrir því gert að heilsugæslu- stöðvar önnuðust vaktir eitthvað fram eftir kvöldi. „Pað er ákaf- lega mikilsvert að menn geti leitað til lækna sem hafa eitthvað með þá að gera þó að komið sé kvöld," sagði hún, „og þarna er verið að brjóta heilsugæslukerfið niður áður en það er í raun komið í gagnið." Tryggingakerfið fjallaði um samninginn á fundi sínum í gær. Taldi ráðið einnig nauðsynlegt að skoða hann nánar og frestaði af- greiðslu. Ekki fengust í gær ná- kvæmar upplýsingar um hvað þessi þjónusta hefur kostað Sjúkrasamlagið til þessa, en það á áfram að borga brúsann. Bónusinn Samið í gær Samið var um 12% hækkun bón- usgrunns, 38% hækkun premíu auk annarra smærri atriða. Fast- anýtingu verður komið á í þeim húsum sem aðilar eru að samn- ingnum. Verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum sömdu einnig um 12% hækkun á bónusgrunni um helgina, og fer hann þá úr 81 krónu í 90.75 krónur, sem er lág- markskaup í tímavinnu í fiski. Ekki voru allir á einu máli um ágæti þessa samnings. Guðmund- ur J. Guðmundsson segir að þetta sé besti bónussamningur sem gerður hefur verið og Karl Steinar Guðnason varaformaður VMSÍ telur að mikilsverður á- rangur hafi náðst. Dagbjört Sig- urðardóttir frá Stokkseyri er aft- ur á móti mjög óánægð með samninginn og skrifaði ekki undir. Sama máli gegnir um Sig- rúnu Clausen frá Akranesi. Kol- beinn Friðbjarnarson á Siglufirði er sömuleiðis óánægður með árangurinn og telur hann rýran. Sjá bls. 3. 88 Vangefnir Fengu stórgjöf Aldraður maður gaf Styrktarfélagi vangefinna 670.000 krónur Aldraður maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur nýlega fært Styrktarfélagi vangefinna að gjöf 760 þús. kr. í pcningum. Á slíkum höfðingsskap og vel- vilja í garð góðs málefnis er sann- arlega vert að vekja athygli og það engu síður þótt gefandinn kjósi að hafa nafn sitt ekki á glámbekk. Söm er hans gerðin. Styrktarfélag vangefinna vinn- ur nú að því að stækka eitt af heimilum sínum og kemur þessi gjöf því sér sannarlega vel, sagði Tómas Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. -mhg Ví&ir úr Gar&i sendi Þrótt niður í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu með því að sigra 3-2 í úrslitaleik liðanna í fallbaráttu 1. deildar á laugardaginn. E.ÓI. varíGarðinumogtókm.a. myndina hér að ofan sem sýnir Vilberg Þorvaldsson og Ólaf Róbertsson leikmenn Víðis fagna sigri í leikslok. Sjá bls. 9-12 Castro vill samstarf við kirkjuna Havana - Fidel Castro forseti Kúbu lætur hafa það eftir sér í viðtalsbók sem væntanleg er á markað innan skamms að bylt- ingarmenn og rómversk- kaþólska kirkjan geti og eigi að vinna saman að því að draga úr féiagslegu misrétti í rómönsku Ameríku. Viðtölin átti Castro við dómin- íkanskan munk frá Brasilíu, Frei Betto, og að sögn skólastjóra ka- þólska prestaskólans í Havana gætu áhrif bókarinnar orðið „eins og sprengja“. í bókinni talar for- setinn vel um áhrif kirkjunnar á sinn eigin uppvöxt og fer fögrum orðum um frelsunarguðfræðina sem breiðst hefur út um Suður- Ameríku. í ræðu sem Castro hélt yfir suðuramerískum æskulýð á ráð- stefnu um helgina sagðist hann ekki hafa hvikað frá hugsjónum sósíalismans. „En ég er sann- færður um að þessi leið ber okkur hraðar og lengra. Þeir þröngsýnu kunna að kalla þetta endurskoð- unarstefnu eða villutrú en við verðum að horfa langt fram á veginn,“ sagði Castro við æskul- ýðinn. -ÞH/reuter Grindavík Borgarafundur um blaðaskrif Samþykkt ályktun um að Víkurfréttir biðjist afsökunar vegna skrifa um siðgœði Grindvíkinga að voru yfir tvö hundruð manns á fundinum og þessi á- lyktun var samþykkt einróma, sagði Berta Grétarsdóttir for- maður foreldrafélags Grindavík- ur í samtali við Þjóðviljann, en umræddur fundur var almennur borgarafundur sem haldinn var vegna skrifa blaðsins Víkurfrétta um bæjarfélagið og siðgæði þess. í ályktun fundarins segir meðal annars að rógsherferð Víkur- frétta sé mótmælt harðlega og þess krafist að ritstjórar biðjist opinberlega afsökunar á skrifum sínum, ella verði leitað til dóm- stóla um rannsókn á þeim staðhæfingum sem fram koma í forsíðugrein blaðsins 12. sept- ember sl. undir fyrirsögninni „Rotinn hugsunarháttur foreldra og lögreglu". í ályktuninni segir einnig orðrétt: „í birtingu þessar- ar greinar er þetta litla friðsæla bæjarfélag í einni svipan orðið í augum landsmanna að ribbalda- bæli líkt og í „villta vestrinu“ eða í versta glæpahverfi í stórborg er- lendis..." „Við munum tjá okkur um þetta mál í okkar eigin blaði,“ sagði Páll Ketilsson annar rit- stjóri og ábyrgðarmaður Víkur- frétta og bætti því við að málin væru í athugun og tíminn myndi leiða það í ljós hvort beðið yrði afsökunar á skrifunum eður ei. -vd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.