Þjóðviljinn - 17.09.1985, Page 8
MANNLÍF
Laxveiöi
Fyrirdráttur
í Elliðaánum
Þeir voru bjartsýnir veiði-
mennirnir, sem voru að elt-
ast við laxinn í Eiliðaánum í
vikunni sem leið. Veiðin
stóð yf ir í tvo daga og um
hádegi fyrri daginn munu
um 200 laxar hafa verið
fangaðir. Þessi byrjun
bendir til þess að við getum
verið ánægðir með aflann
þegar vertíðinni lýkur,
sögðu veiðimenn.
Það voru tveir hópar að
veiðum, alls á milli 15 og 20
menn. Sú hefur verið venjan und-
anfarin haust að draga fyrir lax í
Elliðaánum að veiðitíma lokn-
um. í fyllingu tímans er svo lax-
inn kreistur og hrognunum klak-
ið út í fiskeldisstöðinni við Elliða-
árnar.
Á veiðitímanum veiddust alls
1147 laxar í Elliðaánum að þessu
sinni. Sá stærsti þeirra var 13
pund.
Er ekki tilvalið að taka mynd af honum þessum þó að hann sé að sönnu orðinn
dálítið blakkur? Hann gerir sitt gagn fyrir það.
Það er handagangur í öskjunni þegar í netið koma 20 laxar í einu. Laxinn var auðvitað óviðbúinn innrásinni í sinn friðsæla
sumarbústað og ójafn leikurinn þar sem við var að eiga þjálfaða veiðimenn með þetta lúmska net.
Hann er hreint ekki ósnotur þessi, en Jakob Hafstein má ekkert vera að því að
gefa gaum einum laxi, sem þegar hefur náðst, þegar margir sprikla í netinu.
Smalamennska í Elliðaánum. Þetta þætti nú þétt gangnamannaröð á heiðum uppi og þarna ættu ekki við orð
Skagfirðingsins sem sagði, er hann var að lýsa göngum, sem hann var í: „Eg var einn á stóru svæði og enginn næstur
mér”.
a SÍÐA - ÞJÓÐVILJtNN Þrlðjudagur 17. september 1985