Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MOÐVIUINN Þriðjudagur 17. séptember 1985 213. tölublað 50. örgangur Byggðastofnun Osætti um forstjórastóla Gengið frá ráðaninguforstjóra Byggðastofnunarí dag. Meirihluti gegn komissarakerfinu. Framsóknarmenn einangraðir. Deilur stjórnarflokkanna bitna á starfsfólki. 50 manns missa vinnuna um mánaðamót. Engar endurráðningar ennþá Búast má við töiuverðum svipt- ingum á fyrsta stjórnarfundi nýstofnaðrar Byggðastofnunar sem haidinn verður síðdegis í dag, en á honum á m.a. að ganga frá ráðningu forstjóra stofnunar- innar sem kemur í stað byggða-. deildar Framkvæmdastofnunar. Framsóknarmenn vilja viðhalda gamla tveggja forstjóra veldinu með Sjálfstæðismönnum í Byggð- astofnun en íhaldsmenn vilja nú aðeins 1 forstjóra. Fulltrúar Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks í stjórninni eru sömu skoðunar og er líklegt að þeir muni hafa úr- Löggunni sigaðáÆF Voru að dreifa upplýsingum um vörurfrá S-Afríku Verslunarstjórar í tveim stór- mörkuðum í Reykjavík siguðu lögreglunni á Æskulýðsfylking- arfélaga, þegar þeir voru að dreifa upplýsingum um hvaða vörur frá S-Afríku eru seldar hér í verslunum. Þegar Æskulýðsfylkingin var að dreifa fyrir utan Hagkaup var lögreglan tvívegis kölluð á stað- inn. í annað skiptið lét hún krakkana afskiptalausa en í hitt skiptið tók hún skýrslu og rak þau út af lóðinni. Aður hafði verslun- arstjórinn í Hagkaup rekið þau út úr búðinni sjálfri. „Við sjáum bara af þessu hvernig menn það eru sem reka þessa verslun,“ sögðu ÆF félagarnir. Jón Loftsson í JL húsinu rak krakkana úr búðinni sinni og af planinu í kring og kallaði á lögregluna þegar ÆF hélt áfram að dreifa upplýsingunum á gang- stéttinni fyrir utan. „Lögreglan mætti á staðinn og rak okkur upp í lögreglubíl,“ sagði Gísli Þór Guðmundsson félagi í ÆF. „Við höfðum samband við lögfræðing og hann sagði að það væri leyfi- legt að dreifa upplýsingum á gangstéttum því hér ríkir tjáning- arfrelsi. -SA Svíþjóð frá AB Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sendi svohljóð- andi skeyti til Olofs Palme for- manns sænskra sósíaldemókrata og Lars Werner formanns VPK: „Með þessum kosningasigri í Svíþjóð tókst vinstri mönnum að stöðva framsókn hægri aflanna sem hafa vaðið um í valdahroka og sigurvímu víða um lönd und- anfarin ár. Kosningasigur vinstri manna í Svíþjóð er tvímælalaust einn ánægjulegasti viðburður stjórnmála í Norður-Evrópu á undanförnum árum. Til ham- ingju.“ fh. Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson formaður Sjá grein um úrslit sænsku kosn- inganna á bls 17. slitaáhrif á hver verður valinn sem forstjóri Byggðastofnunar. „Það verður reynt að ganga frá þessum málum í dag. Eg reikna með að leggja fram tillögu um ráðningu á forstjórum en ég vil ekki gefa upp um hverja er að ræða,“ sagði Stefán Guðmunds- son stjórnarformaður Byggða- stofnunar í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Talið er víst að Stefán Eessi listahátíð er ekki aðeins frábrugðin öðrum slíkum í því að hér er kastljósinu sérstaklega beint að listsköpun kvenna, held- ur líka vegna þess að hér erum við að taka upp úr cigin kistu - leita eftir og sýna hvað við eigum hér heima. Þannig verður listahátíð kvenna 1985 eins íslensk og hugs- ast getur, segir Guðrún Erla Geirsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem hefst n.k. föstudag, 20. september. Á listahátíðinni sem stendur fram til 20. október og haldin er að tilhlutan ’85-nefndarinnar svonefndu, kennir margra grasa. Myndlist, skúlptúr, textíl, ljós- myndun, bókaskreytingar, tón- list, ljóðagerð, leiklist, bók- menntir og ballett kvenna verða á dagskrá í flestum sýningarsölum borgarinnar auk þess sem kvik- myndahátíð hefst 12. október. Listahátíðin verður sett í Ás- mundarsal kl. 16 á föstudag þar sem opnuð verður sýning á bygg- ingarlist íslenskra kvenna og ef veður leyfir verður þrammað nið- ur Skólavörðustíg á útihátíð við Vesturgötu 3, síðar um daginn. - Hvernig heldurðu svo að ís- beri fram tillögu um flokksb- róður sinn Bjarna Einarsson og Kristin Ziemsen sem nú er annar forstjóri Framkvæmdastofnunar. Ljóst er að tillaga um tvo for- stjóra verður felld á fundinum og þá stendur valið á milli Bjarna og Kristins og hugsanlega Gunn- laugs Sigmundssonar hins for- stjóra Framkvæmdastofnunar. Hann hefur hins vega ekki lýst lenskir listunnendur taki þessu framtaki? „Áreiðanlega vel. Ég held að þeir og allur almenningur vilji gjarnan kynnast því hversu stór hlutur íslenskra kvenna er í list- um. Úti um allan heim og hér heima líka er alltaf verið að halda hátíðir sem eiga ekki að vera kyn- bundnar en eru svo nær eingöngu karlahátíðir. Við viljum sýna hvað íslenskar konur eru að gera á listasviðinu og koma þar með á áhuga sínum á starfinu. Hverjir sem verða um hituna þá er ljóst að fulltrúar minnihlutans munu ráða niðurstöðunni. Ósætti stjórnarflokkanna um forstjórastólana í Bggðastofnun í allt sumar hefur komið mjög illa niður á starfsfólki Framkvæmd- astofnunaf um 50 manns.sem sagt var upp störfum í sumar. Upp- sagnarfresturinn tekur gildi um e.k. jafnvægi í þessum efnum. Og þaðeróhættaðsegjaað ljóðahá- tíðiní Norræna húsinu nú á dög- unum latti okkur ekki! Ég vona bara að þessi hátíð verði til að breyta einhverju um viðhorf til listsköpunar kvenna þannig að ekki verði þörf á að setja upp sérstaka kvennasýn- ingu í bráð,“ sagði Gerla að lok- um. -ÁI Sjá bls. 19. n.k. mánaðamót, en enn hefur ekkert verið rætt við starfsfólkið um hugsanlega endurráðningu hjá hinni nýju stofnun. „Þetta er alls ekki mannleg framkoma við starfsfólkið. Hér hefur ekki verið rætt við nokkurn mann og menn bíða eftir því að gengið verði frá forstjóramálum svo hægt verði að ráða fólk til starfa. Vissulega er óánægja með þessu óvissu,“ sagði Jensína Magnúsdóttir talsmaður starfs- fólks Framkvæmdastofnunar í gær. -•g- Verðbólgan Kaupmáttur- inn hrapar Björn Björnsson ASÍ: Vonbrigði. Lakara en við áttum von á. Stjórnvöld hafa brugðist. Hagfræðideild Alþýðusam- bandsins telur að framfærsluvísi- talan um næstu mánaðamót verði komin í 152 stig en í kjarasamn- ingunum í sumar var miðað við að vísitalan yrði 149 stig í októ- ber. Um síðustu mánaðamót voru verðlagshækkanir rúmu Vi% meiri en miðað var við í kjara- samningum. „Að sjálfsögðu er þessi niður- staða vonbrigði fyrir okkur því kaupmáttur verður lakari en menn gerðu ráð fyrir," sagði Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagðist ekki eiga von á að mál þróuðust til betri vegar í október. „Menn töldu sig kannski ekki vera með mikla tryggingu í sjálfu sér í samningunum í sumar en menn vildu veita stjórnvöldum nokkurt aðhald í verðlagsmálum og þau gengu inn á það. Að hluta til er ekki við þessum hækkunum að gera vegna misgengis í geng- ismálum þar sem Evrópumyntir hafa hækkað á kostnað dollarans og því fylgt hærra innkaupsverð á vörum. Stjórnvöld hafa hins veg- ar ekki að því er ég fæ séð gert neitt sérstakt til að halda aftur af verðlagsbreytingum. Það hefur ekki verið dregið úr hækkunum á áfengi og tóbaki, það hefur beinlínis verið ýtt undir verð- hækkanir með kjarnfóðurskatti og stjórnvöld hafa því alls ekki brugðist við þessu misgengi í gjaldeyrismálum," sagði Björn. Sjá bls 2 Hafnarfjörður Hvergi deigan dropa að fa Abæjarstórnarfundi í Hafnar- firði í dag verður lögð fram til kynningar áskorun frá hátt á þriðja þúsund bæjarbúum sem óska eftir því að við næstu bæjar- stjórnarkosningar fari fram at- hugun á vilja bæjarbúa fyrir opn- un áfengisútsölu í bænuin. 1 Hafnarfirði er nú ekkert Urgurí bœjarbúum veitingahús með vínveitingaleyfi en á bæjarstjórnarfundinum í dag verður tekin til umfjöllunar beiðni tveggja veitingahúsa um vínveitingaleyfi. Áfengisvarnar- nefnd bæjarins hefur lagst gegn veitingu leyfanna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur fyrr á árinu gefið eigendum veitingahúsanna tveggja vilyrði fyrir jákvæðri umsögn en alls óvíst er hvaða umfjöllun erindin fá á morgun vegna þeirrar ák- vörðunar dómsmálráðherra að virða samþykktir bæjarstjórna í þessum efnum að vettugi. -Jg Sýningarskrár listahátíðar kvenna eru auðvitað unnar á einu auglýsingastofunni í bænum sem konur reka: Krass í Hafnarstræti. Hér er Guðrún Erla með starfsmönnum auglýsingastofunnar. Ljósm. EÓI. y Listalíf Ur eigin kistu Listahátíð kvenna hefst á föstudag. Rœtt við Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.