Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Frjálshyggjan á undanhaldi
Aö undanförnu hefur frjálshyggjan fengiö hvern
rassskellinn á fætur öðrum í kosningum og skoöana-
könnunum í Evrópu. Moderatarnir í Svíþjóö sem
buðu uppá frjálshyggju og aðför að velferðarkerfinu
fengu stærsta skellinn í kosningunum í Svíþjóð um
helgina og Hægri í Noregi fékk af sömu ástæðum á
baukinn í kosningunum þar.
í Bretlandi er frjálshyggjuflokkur Thatchers kom-
inn niðrí um 30% atkvæða, í V-Þýskalandi vinna
sósíaldemókratar hvern sigurinn á fætur öðrum, og
þannig mætti telja upp öll lönd álfunnar, þarsem
þróunin er sú, að frjálshyggjan hefur orðið að láta
undan. Fólkið sem reynt hefur stjórnarstefnu í anda
hennar, hafnar henni og hún verður hvarvetna að
láta í minni pokann fyrir félagshyggju og kristilegum
bróðurkærleik.
Á sama tíma og frjálshyggjuriddararnir í Evrópu
eru knúðir til að slíðra sverðin, eru skoðanabræður
þeirra uppá ÍSlandi að brýna busana. Þeir eru að
berja saman fjárlög og það á að skera niðut og það á
að auka skatta á almenning.
Það er dæmigert fyrir þann þankagang sem hinir
herskáu ráðherrar hafatileinkað sér, að forsætisráð-
herra landsins er að viðra þá hugmynd í fullri alvöru
að leggja söluskatt á allar matvörur. Eftir margra ára
baráttu tókst Alþýðubandalaginu í tíð síðustu ríkis-
stjórnar að fella niður söluskatt á matvælum. Nú vill
ríkisstjórnin með pennastriki hrifsa þennan ávinning
neytenda og launafólks aftur. Það er talið geta skilað
ríkissjóði hundruðum miljóna króna hagnaði, sem
allur er tekinn af launafólki, mest af þeim sem minnst
mega sín, því matarkostnaður vegur að sjálfsögðu
þyngst hjá þeim sem minnstar tekjur hafa. Samfara
þessu hefur ráöherrunum einnig dottið í hug að
hækka söluskattinn enn, en hann var hækkaður um
1 % sl. vor.
Þegar forstjórinn býður viðskiptavinum sínum út
að borða á dýrindis veitingastað er etið og drukkið á
kostnað fyrirtækisins. Ekki nóg með það heldur er sá
kostnaður frádráttarbær til skatts. Á sama tíma er
einstæða móðirin sem vinnur hjá forstjóranum að
greiða mat sinn fullu verði og greiðir ótal skatta og
gjöld af vörunni. Ríkisstjórnin ætlar ekki að sækja
tekjur sínar til forstjórans, heldur vill hún auka álög-
urnar á einstæðu móðurina. Þessi gjörningur lýsir
gjörla siðferði kapitalsins og stjórnar ríka fólksins.
Það er í rökréttu samhengi við heimspeki frjáls-
hyggjunnar að ríkisstjórnin velji einstæðu móðurina
að fórnarlambi í stað forstjórans. En hvers vegna er
fyrirsjáanlegur svona stór halli á fjárlögum? Er það
vegna þess að framleiðsluverðmæti vörunnar sem
þú framleiðir og flutt er út sé minna en áður? Er það
vegna þess að minna veiðist af fiski? Er það vegna
samdráttar í iðnaði? Nei, það er vegna þess að á
stjórnartímabilinu hefur forstjórinn fengið meira í
sinn-hlut en áður á kostnað einstæðu móðurinnar og
annarra launamanna. Hverjir vilja hafa svona ríkis-
stjórn í landi sínu? Þeim er allsstaðar hafnað.
Æskan gegn apartheid
Kúgunarstjórnin í Suður-Afríku hefur hvarvetna
mætt mikilli andstöðu, þarsem mannréttindi mega
sín einhvers. Að vísu hefur verið lurða í Morgunblað-
inu vegna þessa máls, og ríkisstjórnin hefurfram að
þessu haft meiri áhuga á upplýsingum gagnnjósn-
ara í Bretlandi en því hvernig hún getur tekið þátt í að
styðja mannréttindabaráttu hörundsdökkra í Suður-
Afríku. En stjórnin á eftir að taka við sér. Yfirlýsingar
kirkjuleiðtoga og verklýðshreyfinga á Norðurlöndum
hafa að sjálfsögðu sín áhrif.
En á Norðurlöndum og íslandi sérstaklega hefur
ungt fólk haft forgöngu um að vekja athygli á ástand-
inu í Suður-Afríku. Samtök iðnnema og skólanem-
endá í fyrravetur gerðu gangskör að því að upplýsa
almenning um mannréttindabrotin í Suður-Afríku og
að undanförnu hefur Æskulýðsfylkingin vakið athygli
neytenda og annarra á suður-afrískum vörutegund-
um sem hér fást og hvatt til þess að þær vörur verði
ekki keyptar. Það er og í samræmi við vilja leiðtoga
meirihlutans svosem Tutus biskups, - og tjóar ekki
að þverskallast við þeirra beiðni um viðskipaþving-
anir. Þrýstingurinn heima fyrir og erlendis að undan-
förnu hefur leitt til þess að minnihlutastjórn hinna
hvítu kynþáttakúgara er að byrja að gefa sig og það
þarf að fylgja vel eftir. Það er ánægjulegt til að vita að
á íslandi skuli það vera æskan sem stendur í farar-
broddi þeirra sem heimta meðbræðrum okkar í
Suður-Áfríku mannréttindi. -óg
KIIPPT OG SKORHD
Hvarvetna í veröldinni finnur
fólk til samkenndar og samúðar
með hinni erfiðu baráttu blökku-
manna. Allir ábyrgir fjölmiðlar
reyna að haga skrifum sínum
minnsta kosti þannig, að taumur
hinnar hvítu ranglætisstjórnar sé
ekki dreginn. Málstaður svert-
ingja fær að minnsta kosti að
njóta sannmælis.
Ekki þó í Morgunblaðinu. Það
er löngu búið að rífa af sér rétt-
lætisbrækurnar, og í skrifum
blaðsins er enga samúð að finna
með málstað langþjáðra blökku-
manna.
Hringa-
vitleysa
Þetta kom vel fram í skrifum
blaðsins um Suður-Afríku nú um
helgina. í furðulegri ritsmíð sem
bar heitið „Hvað er svona merki-
legt við Suður-Afríku?“ lenti til
dæmis einn af skriffinnum
Mogga, Guðmundur Magnús-
son, í kostulegum flækjum. Hann
tekur vissulega fram að hann sé
ekki hlynntur apartheid stefn-
unni, en bætir svo við, að það sé
líka alls konar önnur kúgun á
ferðinni í Afríku til að mynda sé
títt að svört yfirstétt kúgi samlita
landa sína. „í svörtu Afríku,"
segir Guðmundur, „búa 400 milj-
ónir manna og meirihluti þeirra
er undirokaður. Á þetta fólk ekki
líka skilið samúð okkar og stuðn-
ing?“
Orð hans og tónn í greininni
verða ekki skilið öðru vísi en svo
að fyrst svartir menn kúga svarta
sums staðar í Afríku, hvers vegna
þá að gera veður út af því þó hvít-
ir geri það líka í Suður Afríku?
Hvað er svona merkilegt við það?
er spurt í fyrirsögn greinarinnar.
Þessari hugsun mætti auðvitað
halda áfram sem svo, fyrst rang-
læti er til á einum stað, hvað er þá
merkilegt þó það sé til annars
staðar og tekur það því yfirhöfuð
að ætla að andæfa því? Þessi kær-
uleysisstefna er auðvitað mann-
fjandsamleg og vond á alla kanta.
Það er hins vegar ekki aðal
málið.
Stjórnin
riðar
Kjarni málsins er sá, að í
Suður-Afríku er það hreinlega
bundið í stjórnarskrá landsins, að
hinn svarti meirihluti skuli kúg-
aður. Hann fær ekki að kjósa sér
fulltrúa á þing, hann fær ekki að
mennta sig nema í sérstökum
skólum sem eru miklu miður
búnir en skólar hvítu yfirstéttar-
innar. Hann fær ekki að búa
nema á sérstökum stöðum og
ekki að vinna nema þar sem hinir
hvítu leyfa honum. Fjölskyldum
er sundrað vegna hins lögboðna
kynþáttamisréttis. Gegn þessu
ber auðvitað öllum heiðarlegum
mönnum að berjast af öllum
mætti sínum.
Um þessar mundir er svo stað-
an sérstök að því leyti, að svarti
minnihlutinn hefur aldrei verið
jafn ákveðinn í að sækja sinn rétt
og núna! Honum er loksins of-
boðið, og það er fullkomlega
ljóst að hin hvíta yfirstétt hefur
aldrei átt jafn mikið undir högg
að sækja. Þess vegna ríður á, að
einmitt núna hljóti blökkumenn í
Suður-Afríku allan okkar stuðn-
ing. Hann er þeim dýrmætari nú
en nokkru sinni fyrr, því þessa
dagana riðar ranglætisstjórn
hvíta fólksins til falls. Allt sem
getur hvatt þá þróun er af hinu
góða.
En í Morgunblaðinu á íslandi
finnst Guðmundi Magnússyni
það ekkert merkilegt, vegna þess
að það er til kúgun annars staðar í
Afríku líka!!
Afstaða Morgunblaðsins til
Suður-Afríku er loðin, svo ekki
sé kveðið sterkar að orði. Enn
hefur blaðið ekki sagt orð sem
styrkir réttindabaráttu suðurafr-
ísicra blökkumanna. Það hins
vegar birtir ótæpilega málflutn-
ing þeirra sem draga fremur úr
henni. Þannig birtir ungur við-
skiptafræðingur grein í sama
Mogga og Guðmundur sína. Sá
hefur verið 3 mánuði í Suður-
Afríku, og grein hans er sam-
felld, illa dulin vörn fyrir hina
hvítu stjórnendur í landinu.
Hann lætur meðal annárs að því
liggja, að þó ástandið sé nú ef til
vill illt á yfirborðinu þá sé það í
rauninni miklu skárra undir
niðri:
„Kynþáttaaðskilnaðarskiltum
hefur fækkað. Þau hafa minni til-
gang nú en áður. Varð ég oft vitni
að því er þau voru virt að vett-
ugi.. “ og svo bætir hinn hvíti
Norðurálfumaður við nokkuð
hróðugur yfir kjarki sínum ,,..og
sjálfur braut ég þær reglur í nokk-
ur skipti.“ En ætli hinum svörtu
vinum hans í Suður-Afríku
myndi líðast það jafn vel?
Hinn ungi viðskiptafræðinemi
segir í grein sinni, að Sovétríkin
líti á Suður-Afríku sem næstu
hugsanlegu bráð sína, og bætir
við: „Það er vonandi að Banda-
ríkin geri sér grein fyrir „rauðu
hættunni“ í tíma.“
í lokin klykkir hann út með því
að spyrja, ^saklaus einsog dúfa:
„Verðskuldar S-Afríka alla þá
gagnrýni erlendra ríkja sem að
henni hefur verið beint?“
Hvar er
afstaðan?
Stuðningur af þessu tæi við
baráttu hvítu yfirstéttarinnar
gegn réttindakröfum blökku-
manna birtir.Morgunblaðið nú æ
oftar. Hvenær kemur að því að
Morgunblaðið birtir leiðara um
málið, þar sem það þorir að taka
afstöðu, í stað þess að láta sér
nægja hálfkveðnar vísur? Getur
verið, að stjórnendur blaðsins
séu hræddir við, að skoðanir
þeirra mæti víðtækri andspyrnu
Islendinga?
-ÖS
DJÖÐVHJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Hölgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís öskarsdóttir.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgrelðslu8t)órl: Baldur Jónasson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttá, Kristín Pétursdóttir.
Slmavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheímtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Bflstjórl: Ólöf Sigurðardóttir.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. september 1985
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúia 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsverð: 40 kr.
Áskriftarverð á mánuöi: 400 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.