Þjóðviljinn - 17.09.1985, Side 3
Bónus
Gmnnurinn
hækkar
GuðmundurJ. Guðmundsson: Hagstœðasti
bónussamningur sem gerður hefur verið.
Magnús Gunnarsson formaður VSÍ: Skrefí
rétta átt. Dagbjört Sigurðardóttir Stokkseyri:
Ekki staðið á einu né neinu.
Eg tel að þetta sé hagstæðasti
bónussamningur sem gerður
hefur verið, en það er ótrúleg
skammsýni hjá vinnuveitendum
að vilja ekki hækka föstu launin
eins og við fórum framá. Eg hef
trú á að þessi samningur muni
eiga sinn þátt í því að minnka
fólksflóttann úr fiskvinnslunni,
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son í samtali við Þjóðviljann þeg-
ar undirritun samninga var lokið
um miðjan dag í gær.
Samninganefndir voru að
störfum alla aðfaranótt mánu-
dagsins og um hádegið í gær tókst
svo samkomulag um nýjan bón-
ussamning. Fiskvinnslufólk var í
gær hvatt til að hætta í bónus-
verkfalli. Nýi samningurinn verð-
ur borinn undir hin einstöku fé-
lög á næstu dögum.
Helstu efnisatriði samningsins
eru þau, að bónusgrunnur hækk-
ar um 12%, úr 81 krónu í 90.75
krónur. Premíulaun hækka um
38 til 39% og tekin verður upp
fastanýting. Ymis smærri atriði
voru einnig endurskoðuð.
„Ég er mjög ánægður með að
þessu skuli vera lokið. Við getum
því miður ekki snúið þeirri
óheillavænlegu þróun við sem nú
á sér stað í fiskvinnslunni, en
þetta er skref í þá átt. Þetta eru
kjarabætur sem við vonum að
fólkið fái að halda,“ sagði Magn-
ús Gunnarsson formaður VSÍ í
samtali við Þjóðviljann. í gær.
„Ég skrifa ekki undir þetta
vegna þess að ég er ákaflega ósátt
við þennan samning. Það hefur
ekki verið staðið við þær kröfur
sem upphaflega voru settar. Við
fáum það aftur sem af okkur
hafði verið tekið í sumar, en það
var ekki staðið á einu né neinu,“
sagði Dagbjört Sigurðardóttir frá
Stokkseyri.
Sigrún Clausen frá Akranesi
skrifaði ekki heldur undir. „Ég er
ekki nægilega sátt við þetta.
Meginkrafa okkar var bónusá-
lagið og við það var ekki staðið,“
sagði Sigrún.
„Þetta var mikilsverður árang-
ur að mínu mati. Við treystum
FRÉmR
Fulltrúar VMSÍ og VSÍ skrifa undir nýjan bónussamning eftir hádegið í gær eftir að hafa setið við samningaborðið
alla aðfaranótt mánudagsins. Ljósmynd Sig.
því að fólk taki þessu vel, þótt þetta hefði farið öðruvísi að Guðnason varaformaður VMSÍ í
maður hefði vissulega kosið að mörgu leyti," sagði Karl Steinar samtali við blaðið í gær. gg
Bónus
Lítill ávinningur
Samningaviðrœður í gangi á Siglufirði.
Verkafólk þar heldur bónusverkfalli til streitu.
Við erum afar óánægðir hversu
lítið náðist í þcssum samning-
um, og upphaflegu áherslurnar
eru alveg horfnar. Hækkunin
kemur öll í gegnum bónusinn, en
fastakaupið stendur í stað, sagði
Kolbeinn Friðbjarnarson for-
maður verkalýðsfélagsins á Siglu-
firði í gær.
Verkalýðsfélagið Vaka á Siglu-
firði stendur nú í samningavið-
ræðum við atvinnurekendur þar
um bónusmálin. Fundir voru í
deilunni um helgina og hafa vinn-
uveitendur komið fram með
ákveðnar hugmyndir að nýjum
samningi, sem eru mjög í anda
þess sem Verkamannasamband-
ið og VSÍ hafa samið um.
„Það verður ákaflega erfitt að
breyta mikið út af heildarsamn-
ingi þótt við fegnir vildum. Við-
ræður munu halda áfram nú á
næstu dögum og ég á von á
samkomulagi innan tíðar. Fólk
hér er enn í bónusverkfalli og það
er góður andi í því. Kannski verð-
ur hægt að hliðra einhverju til frá
heildarsamningnum," sagði Kol-
beinn. 8g
LJÓSMYNDATAKA 20 st.
Skúli Magnússon
Fimmtud. kl. 20-21:30
VIDEOTAKA OG MYNDBANDAGERÐ 20 st.
Karl Jeppesen
Miðvikud. kl. 17:30-19
og Laugard. kl. 10:30-12 (5 vikur)
FJÖLMIÐLUN OG BLAÐAMENNSKA 40 st.
Guðrún Birgisdóttir
Mánud. og fimmtud. kl. 20-21:30
STJÓRNUN OG GERÐ
ÚTVARPSÞÁTTA 20 st.
Ævar Kjartansson
Föstud. kl. 20-21:30
AUGLÝSINGAGERÐ 40 st.
Gísli B. Björnsson
Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19
FÖT FYRIR UNGLINGA 40 st.
Svanhildur Valsdóttir
Þriðjud. kl. 19-22
AÐ HANNA OG PRJÓNA EIGIN FÖT 30 st.
Kristín Jónsdóttir
Mánud. kl. 20-22:15
LEÐURNÁMSKEIÐ 20 st.
- Guðrún Helgadóttir
Mánud. kl. 19:30-22:30
(frá 4. nóv.-2. des.)
MYNDLIST FYRIR BYRJENDUR 40 St.
Ingiberg Magnússon
Laugard. kl. 13-16
MALUN 40 st.
Rúna Gísladóttir
Laugard. kl. 13-16
SKRAUTRITUN 20 st.
Þorvaldur Jónasson
Miðvikud. kl. 17:30-19 eða 19-20:30
LEIKBRÚÐUGERÐ 30 St.
Erna Guðmarsdóttir
Fimmtud. kl. 20-22:15
GRÍMUGERÐ 40 st.
Dominique Poulain
Miðvikud. kl. 19:30-22:30
FRAMSÖGN OG LEIKLIST
FYRIR ÁHUGAFÓLK 40 st.
Edda Þórarinsdóttir
Mánud. kl. 19:30-22:30
LEIKLIST FYRIR UNGLINGA 30 St
Guðjón Pedersen
Mánud. kl. 19-21:15
LEIKRÆN TJÁNING FYRIR BÖRN 40 st.
Sigríður Eyþórsdóttir
Miðvikud. og föstud. kl. 17:30-19
STOFNUN OG REKSTUR
SMÆRRI FYRIRTÆKJA 20 st.
Þórður Vigfússon
Mánud. eða miðvikud. kl. 20-21:30
BÓKHALD SMÆRRI FYRIRTÆKJA 20 st.
Gunnar Hjartarson
Þriðjud. kl. 17:30-19
RÆÐUMENNSKA OG FRAMSOGN 20 st.
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson
Miðvikud. kl. 17:30-19
MILLISTRÍÐSÁRIN-NASISMINN 20 st.
- þættir úr stjórnmálasögu 20. aldar
Ingólfur Á. Jóhannesson
Þriðjud. kl. 17:30-19
ÞINGVELLIR - SAGA, STAÐUR
OG LEIÐIR 8 st.
Björn Th. Björnsson
Mánud. og miðvikud. kl. 17:30-19
(frá 23. sept.-2. okt.)
SÖGURÖLT Á SUNNUDEGI 30 St.
- gönguferðir um borgina, sagan kynnt.
Guðjón Friðriksson
Sunnud. kl. 13-15:15
ÆTTFRÆÐI 20 st.
Þorsteinn Jónsson
Fimmtud. kl. 19-22 (5 vikur)
GERÐ OG ÚRLESTUR
STJÖRNUKORTA 20 st.
Sigrún Harðardóttir
Þriðjud. kl. 20-21:30
STANGVEIÐI í ÁM OG VÖTNUM
OG FLUGUHNÝTINGAR 21 st.
Gylfi Pálsson
Mánud. kl. 17:30-19:45
(frá 7. okt.-18. nóv.)
LEIKHUSKLUBBUR 30 st.
- lesin leikrit, farið í leikhús o.fl.
Pétur Einarsson
Mánud. kl. 20-21:30
(auk þess 10 st. ákv. síðar)
KVIKMYNDAKLÚBBUR 32 st.
NN
Fimmtud. kl. 20-23
MYNDLIST Á LAUGARDEGI 20 st.
- farið á sýningar, rætt við listamenn o.fl.
Gylfi Gíslason
Laugard. kl. 15:30-17
HVAÐ VIL ÉG I FRAMTÍÐINNI? 30 st.
- til aö aðstoða ungt fólk við aö gera
upp hug sinn varðandi nám og störf.
Sölvína Konráðs
Þriðjud. kl. 20-22:15
VILTU FARA ÚT Á
VINNUMARKAÐINN? 30 st.
- vinnuráðgjöf fyrir þá sem vilja fara út á
vinnumarkaðinn eða skipta um störf.
Sölvína Konráðs
Föstud. kl. 20-22:15
SMÍÐI SMÁMUNA 30 st.
Auðunn H. Einarsson
Mánud. kl. 20-22:15
GARÐRÆKT 12 st.
Hafsteinn Hafliðason
Þriðjud. og föstud. kl. 20-22:15
(frá 24. sept.-4. okt.)
POTFAPLÖNTUR 12 st.
Hafsteinn Hafliðason
Þriðjud. og föstud. kl. 20-22:15
(frá 8. okt.-18. okt.)
ER HEIMILISBÍLLINN í LAGI? 12 st.
Jón Fr. Magnússon
Mánud. og miðvikud. kl. 20-22:15
(frá 23. sept.-2. okt.)
INNANHÚSSKIPULAGNING 24 st.
Finnur P. Fróðason
Þriðjud. og föstud. kl. 20-21:30
(frá 22. okt-29. nóv.)
HVERNIG ER HÆGT AÐ AÐSTOÐA
BÖRN VIÐ HEIMANÁM 20 st.
Erla Kristjánsdóttir
Miðvikud. kl. 20-21:30
HAUSTÖNN: 23. september-30. nóvember
STAÐUR: Laufásvegur 7 (Þrúðvangur) nema leiklist og smíði smámuna.
INNRITUN: Til 21. september á skrifstofu skólans að Ingólfsstræti 3 frá kl. 10-19:30.
Innritunarsími er 621488.
ÞÁTTTÖKUGJALD: Greiðist viö innritun.
ÞÁTTTAKA: Minnst 10 þátttakendur þarf til að námskeið verði haldið en hópar verða ekki stærri en 15 í hverjum.
LENGD: Námskeiðin eru á bilinu 8-40 kennslustundir.
PRÓF: Þátttakendum verður gefinn kostur á að taka
próf í lok anna, ef þeir æskja þess.
TOMSTUMDA
SKOLINN
Geymið auglýsinguna Sími 621488