Þjóðviljinn - 17.09.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Side 5
VHDHORF Alþýðubandalagið á krossgötum Niður með einföldun og hentistefnu! eftir Hörð Bergmann Hvers vegna má ekki segja Austfirðingum sannleikann? Hvers vegna er sífellt hlaupið til eftir stundarhagsmunum og kröfum sem þeimfylgja - ístað þess að sýna ábyrgðartilfinningu og horfa tilframtíðar? „Lífskjörin eru léleg, kaupið lágt og erfitt að lifa vegna þess hvernig fólkið kaus í síðustu kosningum.“ (Svavar Gestsson í Þjóðviljavið- tali 14. sept.) Skúli Alexandersson: „Ef núver- andi kvótakerfi verður ekki af- numið má búast við algjöru hruni í íslenskum sjávarútvegi.“ (Forsíðuuppsláttur í Þjóðviljan- um 13. sept.) Ein versta meinsemdin í ís- lenskri pólitík og umræöu um þjóðfélagsmál er einföldun í á- lyktunum og röksemdafærslu. Varasöm einföldun og henti- stefna. Fyrirbærin eru náskyld og naga innviði Alþýðubandalagsins ekki síður en annarra stjórnmála- flokka og rýra það traustti. Til- vitnanirnar hér fyrir ofan má hafa til hliðsjónar þegar leitast er við að skýra málið. Þær eru dæmi- gerðar og nýjar - segja sitt um eðli þess boðskapar sem forystu- menn flokksins flytja alþýðu nú sem endranær. Að einfalda eða skýra samhengi Boðskapur sem þessi þjónar greinilega ekki þeim tilgangi að skýra raunverulegt samhengi hlutanna fyrir fólki, bæta lífskjör þess í raun - og vekja þannig til- trú þess og traust. Hann ruglar fólk og leiðir hugsun þess til hæp- inna ályktana. í honum birtist einnig hættulegt vanmat á upp- lýstu fólki. Eg held að mjög margir hafi alla vega nokkra nasasjón af því hverjar eru hinar raunverulegu aðal-orsakir lé- legra lífskjara í landinu um þessar mundir, þ.e. ofveiði, offjárfe- sting, sóun og sligandi skulda- byrði. Tengsl og gagnvirk áhrif þessara orsaka eru sífellt að skýrast: Þyngsti hluti skulda- baggans er lán vegna virkjana sem geta um þessar mundir fram- leitt næstum 50% meiri orku en almenningsveiturnar nota. Um- framorkugeta heitir það á máli sérfræðinganna, sem bera ábyrgð á útreikningunum á bak við sóun- ina sem þessu fylgir, ásamt stjórnmálamönnunum sem tóku þá trúanlega. Samhengið er þetta: Lántaka í offjárfestingu sem leiðir til sóunar og lakari lífskjara. Lífskjaraskerðingin birtist í hækkun raforkuverðs heimilanna, hærra vöruverði í vissum tilvikum vegna þess hve fyrirtækin borga dýra orku, og þungum sköttum. Þeir hækka að st'nu leyti við það að orkuveldið, sem starfar á vegum ríkis og sveitarfélaga, hefur nú þegar fengið að fullhanna þær fimm virkjanir sem eiga að koma á eftir Blönduvirkjun eins og Þjóðvilj- inn upplýsir um síðustu helgi. Að ógleymdum milljörðunum tveim- ur sem voru skildir eftir af Kröfluskuldunum handa ríkis- sjóði (skattborgurum) til að glíma við á næstu árum þegar það fræga fyrirtæki var selt Lands- virkjun. Það er ekkert leyndarmál að Alþýðubandalagið átti sinn þátt í að rýra lífskjör fólks í landinu með þessum hætti. Réði meira að segja orkumálaráðuneytinu þeg- ar örlagaríkar ákvarðanir voru teknar. Það ætti heldur ekki að vera neitt leyndarmál að á tíma- bilinu frá árslokum 1978 til árs- loka 1983 næstum tvöfaldast er- lendar skuldir sem hlutfall af ver- gri þjóðarframleiðslu, þ.e. fara úr 33.8% í 60.6%. Þetta tímabil var Alþýðubandalagið þátttak- andi í stjórn landsins - og engir sérstakir erfiðleikar steðjuðu að. Þetta voru sæmileg eða góð af- laár. Því miður virðast margir eiga eftir að draga viðeigandi lær- dóma af hinni dýrkeyptu reynslu af stórvirkjana- og stóriðjustefn- unni. A.m.k. eru enn uppi raddir innan flokksins sem vilja reisa stóriðjuver uppá 3 milljarða á Reyðarfirði þótt bæði sé hæpið að það geti nokkurn tíma skilað hagnaði eða borgað kostnaðar- verð fyrirraforkuna. A.m.k. hef- ur ekki enn fundist erlent fyrir- tæki sem er til í púkkið - og ljóst orðið að vonlaust er að fá kostn- aðarverð fyrir raforku í stóriðju- bransanum. Hvers vegna má ekki segja Austfirðingum sann- leikann? Hvers vegna er sífellt hlaupið til eftir stundarhagsmun- um og kröfum sem þeim fylgja - í stað þess að sýna ábyrgðartilfinn- ingu og horfa til framtíðar. Meira um hœttulega hentistefnu Samhengi hlutanna og vara- söm áhrif hentistefnu verða enn auðskildari þegar dæmi er tekið af sjávarútveginum. Þarvoru lán- in einkum tekin til að kaupa tog- ara, afkastamestu fiskiskipin - en jafnframt þau sem taka aflann með þeim hætti sem dýrastur er og mest sóun fylgir (olíukostnað- urinn, smáfiskaúrkast). Af hinni óhagkvæmu offjárfestingu sem þarna fór fram leiddi ofveiði, síf- ellt minni afla miðað við sókn og þar af leiðandi kjararýrnun til sjós og lands og yfirvofandi atvinnuleysi. Alvarlegast er þó kannski það sem gerðist í fyrra og er að gerast í ár. I fyrra ráðlögðu fiskifræðingar Hafrannsókna- stofnunar að tekin yrðu 200 þús. tonn af þorski og töldu að með því móti mundi heildarstofn standa í stað í fyrstu en fara síðan vaxandi. Rúmlega 274 þús. tonn voru tekin. í ár lögðu fiskifræð- ingarnir enn til 2ÖD þús. tonn. Það stefnir hins vegar í það sam- kvæmt síðustu fréttum að tekin verði 320 þús. tonn. Skammsýnin og hentistefnan situr í fyrirrúmi. Talsmenn Alþýðubandalags- ins eru ekki í því að gagnrýna stefnu og framkvæmd sem birtist með þessum hætti. Þvert á móti. Manni skilst helst á þeim að væn- Framhald á bls. 18 Af atvinnumálum á Ólafsfirði Mikið hefur verið rætt og ritað um atvinnuástand á Ólafsfírði og það ekki að ástæðulausu þarsem stór hluti verkafólks er nú atvinnulaus og sér ekki fram á meira til áramóta. í Morgunblaðinu 15. ágúst er nokkur umfjöllun um ástandið og mátti sjá fyrirsagnir á viðtölum m.a.: „Þetta er reiðarslag fyrir bæjarfélagið". „Eigum ekki von á meiri afla til áramóta", „Man ekki slíkt mokfiskerí", „Helgar- vinnubann í fiskiðnaði fráleitt“, „Engan aukakvóta að fá“, „Skapa verður svigrúm um skipt- ingu aflakvóta", „Býður konum frá Ólafsfirði í vinnu“. Þessar fyrirsagnir segja okkur þó nokkuð um þann vanda sem um er að ræða, en í þeim eru líka þversagnir sem ég vil gjarnan koma að síðar. Umdeild fiskveiðistefna Fiskveiðarstefnan er umdeild og ætla ég mér ekki að koma með margar athugasemdir við hana, en færa nokkur rök fyrir því sem mér finnst hafa mátt fara betur. í fyrsta lagi: Kvótakerfið er ó- réttlátt gagnvart landshlutum þar sem aflaleysi var á því tímabili sem kvóti er miðaður við fyrir Norðurlandi. í öðru lagi: Ekkert tillit var tekið til þeirra staða sem í gegnum tíðina hafa fyrst og fremst byggt á þorskveiðum og höfðu ekki að neinu öðru að hverfa. í þriðja lagi: Að útgerð- armenn geti selt óveiddan fisk úr auðlind sem er okkar allra. Á Ólafsfjörð kom þessi fisk- veiðastefna með meiri þunga en á mörgum öðrum stöðum sem gátu eftir Björn Þór Ólafsson Það sem er alvarlegast við þessa stefnu er að það er tekin upp stýring áfisk- veiðum en ekki vinnslu. Á sama tíma og staðir eru að drukkna í afla hafa aðrir ekkifisk og skip eru send ísiglingar og gámafiskur stóreykst. aukið sókn sína í aðra fiskistofna t.d. rækju, humar, skelfisk, síld ofl. Aflatregða framan af Á síðasta ári var aflatregða framan af ári og varð það til þess að lengur var hægt að halda uppi vinnslu, en í ár er þessu öðruvísi varið eins og kemur fram í viðtali við skipstjóra á Sólbergi ÓF., en hann „man ekki slíkt mokfisk- erí“. Margir hafa sagt að við höf- um ekki skipulagt okkar veiðar nógu vel, en sannleikurinn er sá að togarar Ólafsfirðinga hafa ver- ið meira frá veiðum en oft áður. Það kemur niður á vinnslunni að nú eru aðeins tveir togarar eftir til að afla hráefnis fyrir fiskvinns- luna þar sem breyta varð stærsta togaranum í frystiskip ella yrði það boðið upp. Margir hallast nú að því að skrapkerfið hafi verið betra og það hefði mátt gera allgott með lagfæringum. Það sem er alvarlegast við þessa stefnu er að það er tekin upp stýring á fiskveiðum en ekki vinnslu. A sama tíma og staðir eru að drukkna í afla hafa aðrir ekki fisk og skip eru send í sigl- ingar og gámafiskur stóreykst. Sem dæmi um stjórnleysið skal hér sögð lítil saga: Eigendur Sólbergs ÓF. höfðu lengi leitað eftir að kaupa kvóta en ekki fengið, en þar kom að lokum að Siglfirðingar gátu keypt kvóta út á togara Ólafsfirðinga en ekki út á sína þar sem þeir eru með sóknarkvóta. Nú veiðir Sól- berg fyrir Siglfirðinga. Þeir anna ekki hráefninu og tugum tonna er ekið til Ólafsfjarðar á bílum frá Siglufirði. Það er hagkvæmni í hlutunum! Trillubátaútgerð er töluverð frá Ólafsfirði og þegar við tölum um trillur eigum við við opna báta undir 6-7 tonnum. Það sem okkur finnst furðulegt í reglum um trillubátakvóta er, að þar eru í einu bátar undir 10 tonnum lok- aðir jafnt sem opnir. Nú er það öllum ljóst að margir af þessum lokuðu bátum, 9-10 tonn, hafa fiskað í net, snurvoð og fleiri veiðarfæri og ekki óalgengt að á vetrarvertíð afli þessir bátar 100- 300 tonn. Er það sanngjarnt að þessir bátar séu undir sama hatti og þeir sem aðeins geta stundað handfæra- og línuveiðar mánuð- ina maí-okt.? Veðrátta hefur sett stórt strik í reikninginn hjá trillukörlum í sumar fyrir Norðurlandi og sem dæmi get ég sagt að frá Ólafsfirði var róið sem hér segir: maí 14 dagar, júní 12 dagar, júlí 10 dagar og ágúst 7 dagar eða samtals 40 dagar á fjórum mánuðum. All- flestir sem stunda trilluútgerð frá Ólafsfirði hafa þetta sem aðalat- vinnu og ég tel að frá þeim sé tekið allríflega af tekjum og eiga þeir ekki í önnur hús að venda, frekar en annað verkafólk hér á staðnum. Óréttmœt gagnrýni í Mbl. 15. ágúst er enn fremur viðtal við Sæunni Axelsdóttur og er fyrirsögnin: „Helgarvinnu- bann í fiskiðnaði fráleitt“. Undir- ritaður er líklega ekki rétti mað- urinn til að svara þessari gagnrýni, en mér finnst hún ó- makleg. Fiskvinnslufólk vinnur langan og strangan vinnudag yfir vetrarmánuðina og þeir mánuðir eru langir og dimmir hér norður við ysta haf. Mér finnst því engin furða að fólk vilji hafa frí um helgar yfir bjartasta tíma ársins og þar sem þetta eru helst konur sem vinna við fiskvinnsluna er þetta enn skiljanlegra að þær vilji njóta sumarsins með börnum sín- um. Svo er annað sem við skulum ekki vanmeta en það er hið lága kaup sem greitt er í fiskvinnslu og hlutfall nætur- og helgidagavinnu af dagvinnu er orðið smánarlegt. Það að verkafólk á Ólafsfirði geti ef það vill haft næga vinnu er ekki svara vert og allir vita um þá sér- stöðu sem fjölskylda Sæunnar hefur til fiskikaupa. Það eiga ekki allir togara einsog þessi fjöl- skylda. Uppbygging í gangi Margir hafa áfellst bæjarstjórn og atvinnumálanefnd fyrir lítið Framhald á bls. 18 Þriðjudagur 17. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.