Þjóðviljinn - 17.09.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Side 14
HEIMURINN ^ Flugliðabraut Námsbraut í bóklegum greinum til atvinnuflugprófs verður starfrækt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1986 ef næg þátttaka fæst. Inntökuskilyrði eru: 17 ára aldur, grunnskólapróf og einkaflugmannspróf í bóklegum greinum. Að öllu jöfnu hafa þeir forgang að brautinni sem lokið hafa áföngunum Eðl 103, Stæ 103 og Ens 103. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans eða til Flugmálastjórnar, Reykjavíkurflugvelli, í síðasta lagi 21. desember 1985. Hjálmar Árnason, skólameistari, Pétur Einarsson, flugmálastjóri. TIL FISKVERKENDA OG ÚTGERÐARMANNA Höfum áhuga á kaupum á öllum rauðsprettuflökum sem þér getið framleitt, dökka hliðin af. Einnig smáþorski, heilfrystum, innanúrteknum með hausá. Sendist vikulega með íslenskum skipum til Bandaríkja N-Ameríku (austurströnd). Vinsamlega tjáið oss hve mikið magn er hægt að fá. OLAFUR JOHNSON 40 Wall Street, suite 2124, sími: 212 344 6676,718 622 0615 telex: 4945457. fggj Fjórðungssjúkrahúsið ---á Akureyri óskar að ráða hjúkrunardeildarstjóra að nýrri 10 rúma Geðdeild sem ætlað er að tekin verði í notkun eftir áramót. Ráðningin gildir frá 1. janúar 1986. Umsóknarfrestur er til 15. október 1985. Umsóknir sendist til hjúkrunarforstjóra sem veitir upplýsingar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stýrimann og vélstjóra vantar á mb Hamar SH 224 sem er að hefja síldveiðar með hringnót. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 93-6652. Allar matarkartöflur flokkaðar Frá og með mánudeginum 23. september skulu allar matarkartöflur er koma til sölu vera flokkaðar og metn- ar miðað við gildandi matsreglur. Óheimilt er að selja ómetnar kartöflur. Yfirmatsmaður garðávaxta Bændahöllinni, sími 19200. Skrifstofustarf Skrifstofustarf V hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust til umsóknar. Laun eru skv. 55. launaflokki. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum fyrir 23. september n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Faðir okkar Sigurjón Snjólfsson lést 15. sept. í Elliheimilinu Grund Börnin Suður-Afríka Innrás gerð í Angola Jóhannesarborg - Fimm manns létust í óeirðum í Suður-Afríku og að sögn lögreglu var mikið um íkveikjur, grjótkast og bensínsprengjukast í hverfum blökkumanna víðsvegar um landið. í hverfinu Tembisa skaut farþegi í framsæti sjúkrabíls á hóp manna sem hann sagði hafa ætlað að ræna bílnum og létust tveir. Þrír menn voru grýttir til bana í Soweto um helgina. Atvikin virt- ust ekki vera tengd og er ekki vitað hvað lá að baki morðunum. Alls hafa yfir 700 manns fallið í óeirðum í landinu sl. 20 mánuði. Foreldrar barna af „lituðum" kynþætti í Höfðaborg kváðust í gær staðráðnir í að senda börn sín í skóla þrátt fyrir bann yfirvalda við öllu skólahaldi. Yfir 450 skólum hefur verið lokað það sem af er mánuðinum vegna óeirða. Ráðherra skólamála í þeirri deild samfélagsins sem „lit- aðir“ eru í varaði foreldrana við og sagði að engum yrði hleypt inn í skólana sem þangað ættu ekki erindi. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd ákaft fyrir að loka skólunum en sú ákvörðun var rökstudd með því að stjórnvöld gætu ekki ábyrgst öryggi barnanna. Gagnrýnendur segja að börnun- um stafi mest hætta af lögreglu og hermönnum en ekki hverju af öðru. „Þau skjóta ekki hvert á annað né heldur varpa þau tára- gasi hvert á annað,“ sagði einn talsmaður foreldra. f gær tilkynntu yfirvöld hersins að sveitir úr suðurafrísku land- varnasveitunum hefðu ráðist inn í Angola í leit að skæruliðum Swapo, frelsishreyfingar Nami- bíu. Voru yfirvöld í Angola Kaupmannahöfn - Tólf manns slösuðust, enginn þó lífs- hættulega, í tveimur spreng- ingum sem urðu við fyrirtæki í eigu gyðinga í Kaupmanna- höfn í fyrrakvöld. Enginn hefur tekið ábyrgð á tilræðinu. Sprengjurnar sprungu fyrir vöruð við því að skerast í leikinn. Leiðtogar sex nágrannaríkja Suður-Afríku, Angolu, Bots- wana, Mozambik, Tanzaníu, Zambiu og Zimbabwe, komu saman til að ræða ástandið í landinu og var fundur haldinn í Maputo, höfuðborg Mozambik. Leiðtogarnir fögnuðu þeim refsi- aðgerðum sem vestræn ríki hafa gripið til gegn stjórn hvíta minni- hlutans í Suður-Afríku og hvöttu til þess að þrýstingurinn á hana yrði aukinn og að fleiri ríki legðu sitt af mörkum til þess að aðskiln- aðarstefnan verði afnumin svo fljótt sem auðið er. utan matvöruverslun og ferða- skrifstófu sem sérhæfir sig í ferð- um til ísraels. Að sögn lögreglu virðast þessar sprengjur ekki vera sömu gerðar og þær sem sprungu í Kaupmannahöfn í júl- ímánuði í sumar úti fyrir bæna- húsi gyðinga og skrifstofu banda- rísks flugfélags. Danmörk Sprengt hjá gyðingum VIDHORF Af atvinnumálum.. Framhald af bls. 5 framtak. Það er rétt að hlutur bæjarfélagsins í atvinnumálum er ekki stór, hér hefur einkafram- takið haft veg og vanda af at- vinnuuppbyggingunni og bæjar- félagið aðeins komið inní þegar eftir því hefur verið kallað. Þess vegna er Ólafsfjarðarbær með- eigandi í hraðfrystihúsi Ólafsf- jarðar og.togaranum Ólafi Bekk en hefur ekki meirihluta aðstöðu í þessum fyrirtækjum og því frek- ar lítil áhrif. Á síðustu 10 árum hefur orðið hér stökkbreyting í félagslegri forustu og við það hefur bæjarfé- lagið aukið fjölbreytni atvinnu- lífs. Byggt hefur verið elliheimili, heilsugæslustöð, barnaheimili og öll þjónusta við bæjarbúa aukist. Mér hefur fundist í gegnum árin að fólk vilji hafa það svo að bæj- arsjóður taki ekki beinan þátt í atvinnurekstri er hafi alla þjónustu-uppbyggingu á sinni hendi. Og atvinnurekendur hér úthrópað allan félagsrekstur. Á síðasta ári, þegar sá að hverju stefndi, fór atvinnumála- nefnd að vinna að því að koma með ýmsa hluti sem gætu komið í staðinn fyrir minnkandi þorsk- veiði. í framhaldi af könnun sem gerð var, er nú svo komið að stofnað hefur verið hlutafélag um vinnslu sjávarafla og heitir fyrir- tækið Sævar hf. Það gleðilega við þessa hlutafjárstofnun var að nú tóku margir höndum saman til að reksturinn yrði að veruleika og nú er að komast verulegur skriður á framkvæmdir. Þó að nú dökkni nokkuð í atvinnulífi okkar verður að beita allra bragða til að efla hér at- vinnutækifæri og þegar sjást þess nokkur merki um að betri tíð sé í vændum. Það að fjölga frystitog- urum hér í firðinum leysir engan vanda því eins og sést á atvinnu- lífi Ólafsfirðinga fór fyrst virki- lega að bera á atvinnuleysi þegar Sigurbjörg ÓF. var gerð að frysti- togara og nú heyrast raddir um breytingar á fleiri togurum hér. Niður með... Framhald af bls. 5 legast sé að ganga enn nær þorsk- stofninum en alþingi, hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi og sjávarút- vegsráðherra hafa ákveðið. Allt er gert til að gera einhvers konar stjórnun á veiðunum tortryggi- lega. Kvartað er um óþolandi miðstýringu og farið háðulegum orðum um „kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra“. Ef umræðum innan Alþýðu- bandalagsins um fiskveiðistefnu lýkur með því að lagt verður til að gengið verði nær botnfiskstofn- unum er hámarki skammsýni og hentistefnu náð að mínu mati. Menn skyldu varast að leggja sérfræðingaráðin frá Hafrann- sóknastofnun að jöfnu við ráð sérfræðinganna hjá Landsvirkjun og Orkustofnun. Þeir fyrrnefndu hafa ekki neinna eiginhagsmuna að gæta í sínum spám. Þeir fá ekki fjárveitingar í einhverju hlutfalli við spá sína eins og hinir hást- emmdu orkuspámenn. Og hollt er að minnast þess nú hve hátt var galað um heimsku fiskifræðinga og svartan sjó af loðnu haustið 1981 þegar verið var að moka upp síðustu kvikindunum sem hægt var að veiða næstu tvö ár. Nú - þegar svo hátt er hrópað um að aldrei hafi fundist önnur eins fisk- gengd í sjónum við ísland. Sœttanleg markmið og og ósœttanleg Að lokum fáein orð um mein- semd sem að mínum dómi á ríkan þátt í að draga úr tiltrú fólks á stjórnmálaflokkum - og á ættir að rekja til þeirra sem áður eru nefndar. Það er tilhneigingin til að lýsa stefnu sinni með fögrum markmiðum, sem eru ósættan- lega ef að er gáð, en er lýst eins og væru þau í ágætu samræmi. Þann- ig vilja menn í senn draga úr skuldasöfnun og reisa stóriðju- ver, saltvinnslu, stálbræðslu o.s.frv. sem krefst þess að fleiri milljarðir séu slegnir í viðbót. Stjórnarflokkarnir hafa það markmið að bæta ekki við erlend lán - en máttu samt til að slá fyrir flugstöð sem byggð er samkvæmt formúlunni því stærra og dýrara því betra. Markmið, sem erfitt er að sætta, eru iðulega sett fram í sam- bandi við fiksveiðistefnuna. Menn ætla bæði að koma í veg fyrir ofveiði, halda uppi fullri at- vinnu og auka útflutningsverð- mæti sjávarafurða. Raunar sé ég Rétta verður hlutinn Fiskvinnslufólk um land allt verður að rétta sinn hlut. Þau smánarlaun sem greidd eru fisk- vinnslufólki verða að hækka og þau sjálfsögðu mannréttindi sem felast í því að hafa vinnu og að ekki sé hægt að senda fólk heim með viku fyrirvara og ætlast síðan til að þetta fólk komi þegar á það er kallað verður að tryggja. Hvað gera hjón með fjögur börn í skóla þegar af þeim eru tekin þessi sjálfsögðu mannréttindi að hafa vinnu og að geta aðstoðað börn sín við framhaldsnám? Svo vitnað sé í viðtal við Auði Benediktsdóttur í Morgunblað- inu: „Það er til nóg hráefni til þess að halda vinnslunni gang- andi. Ráðamenn þjóðarinnar verða að finna leið út úr þessum vanda með því að hætta að senda hráefnið úr landi svo íslenskt verkafólk fái það til úrvinnslu." Björn Þór Ólafsson. ekki betur en slíkir annmarkar séu einmitt á þeim markmiðum sem Þjóðviljinn segir Skúla Alex- andersson hafa með tillögum sín- um um fiskveiðistjórnun. Þar er talað um „.. að tryggja og stór- auka atvinnu- og félagsleg rétt- indi fiskimanna og fiskvinnslu- fólks“ og „.. að koma í veg fyrir ofveiði". Það liggur í augum uppi að ein meginforsenda þess að unnt verði að auka atvinnu og bæta kjör þeirra, sem veiða fisk og vinna hann, er fólgin í því að byggja fiskistofnana upp - hugsa til framtíðar. Til þess að svo megi verða þarf að draga úr sókn í bili - og þar með vinnu við fiskveiðar og fiskvinnslu. A.m.k. þurfum við að vera við því búin. Og kunna að bregðast þannig við að slík fyrirhyggja komi ekki harðar niður á þeim sem eiga sitt einkum undir fiskveiðum en öðrum. Nú er það svo að uppeldis- mynstur neysluþjóðfélagsins hef- ur gert okkur fúsari til að eyða því, sem unnt er að afla, á stund- inni - heldur en að byggja upp fyrir framtíðina. Það er ekkert áhlaupaverk að breyta þeim hugsunarhætti. En stjórnmála- flokkur, sem vill eiga framtíð fyrir sér, verður óhjákvæmilega að takast á við slíkt verkefni. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.