Þjóðviljinn - 17.09.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Blaðsíða 13
Svíþjóð Olof Palme áfram við völd Hin ómengaða frjálshyggja á ekki upp á pallborðið hjá svíum. Pjóðarflokkurinn vann stórsigur á kostnað allra hinna flokkanna. Þjóðarflokkurinn vann mjög óvæntan sigur í sænsku þing- kosningunum um helgina. Flokkurinn meira en tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 30 sætum á sænska þinginu. Mest tók hann frá hinum borg- araflokkunum tveimur sem samtals misstu 22 þingsæti en vistriflokkarnir misstu 8 þing- sæti yfir „víglínuna". Samt sem áður hafa jafnaðarmenn og Vinstriflokkurinn-kommún- istar (VPK) sjö sæta meirihluta yfir borgaraflokkana. Svíþjóð mun því áfram lúta forystu ríkisstjórnar jafnaðarmanna. Hér á eftir fylgir fréttapistill sem. fréttaritari Þjóðviljans í Gautaborg, Björn Guðbrandur Jónsson, hringdi inn í gær: Úrslit þingkosninganna í Sví- þjóð á sunnudaginn eru almennt túlkuð sem sigur fyrir Olof Palme en þó fyrst og fremst fyrir Bengt Wásterberg, formann Þjóðarf- lokksins. Olof Palme situr áfram sem forsætisráðherra en Wáster- berg leiddi flokk sinn til sigurs, stærri sigurs en hingað til hefur þekkst í sænskri stjórnmálasögu. Hrapandi spútnik Það er óneitanlega gott hljóð í sænskum vinstrimönnum að loknum kosningum þó svo að jafnaðarmenn og VPK hafi tapað 8 þingsætum yfir til Þjóðarflokks- ins. Hinir borgaraflokkarnir töpuðu nefnilega heilum 22 þingsætum yfir til Wásterberg. Vinstrimenn þykjast því hafa komið í veg fyrir framgang hægri- aflanna. Vondur, en ekki óvænt- ur, er ósigurinn fyrir Miðflokk Thorbjörn Fálldin sem tapaði tólf þingsætum. En verri er ósigurinn fyrir moderatana sem töpuðu tíu þingsætum, alveg óvænt. Skoðanakannanir bentu lengst af til þess að Moderata samlings- partiet væri spútnikflokkur kosn- inganna og víst var að flestir áttu von á fylgisaukningu hans, ekki síst moderatar sjálfir. Þjóðar- flokkurinn lá hins vegar í 5-7% í skoðanakönnunum og lengi vel virtist ekkert sérstakt vera að ger- ast í þeim herbúðum. Það sem virðist hafa gerst á lokaspretti kosningabaráttunnar er að áhangendur moderata hafi flykkst til fylgis við Þjóðarflokk- inn, þannig að væntanlegri fylgis- aukningu yst á hægrivængnum var snúið upp í fylgistap. Sömu- leiðis virðist Þjóðarflokkurinn hafa hirt upp allt fylgistap Mið- flokksins sem aldrei sá til sólar í kosningabaráttunni. Þessi óvænta umturnun á fylgi milli borgaraflokkanna er að hluta tilkomin vegna ólíkra leið- toga en að hluta vegna mismun- andi blæbrigða í stefnu. Moderat- arnir höfðu hátt allt kjörtímabilið og boðuðu harkalega pólitík í frjálshyggjuanda. Þegar í ljós kom að þeir höfðu gengið of langt og að svíar væru ekki reiðubúnir skaust Wásterberg inn á milli jafnaðarmanna og moderata með boðskap sinn um „frjálsan mark- að með félagslegri ábyrgð“. Þetta sló í gegn á hægrivængnum og á síðustu tveimur vikum kosninga- baráttunnar hlóðst fylgið á Þjóð- arflokkinn. Haft er á orði að Wásterberg sé öllu alúðlegri í framkomu en Ulf Adelsohn foringi moderata. Pó- litík þeirra sé að mestu leyti sú sama en að Wásterberg kunni að færa hana fram á ábyrgan og siðmenntaðan hátt. Samstarf yfir mörkin? Úrslitin eru að því leyti sigur fyrir Palme og félaga að fyrir að- eins hálfu ári lá borgaralegur sigur í loftinu með heskáa moder- ata í fararbroddi. Jafnaðar- mönnum tókst að snúa niður ysta hægrið enda beindu þeir kröftum sínum mest gegn því. Stóra spurningin er hvort jafnaðar- menn ætli að bjóða upp á sam- starf yfir blokkamörkin og þá Erlendar fréttir eru einnig á bls. 18. Deng Peking - Kínverska fréttastof- an tilkynnti í gær að meirihátt- ar mannaskipti hefðu átt sér stað í æðstu stofnunum kín- verska kommúnistaflokksins. Yfir 100 valdamiklir leiðtogar birtu bréf í gær þar sem þeir tilkynntu afsögn sína og er litið á hana sem mikinn sigur Deng Hsiao Ping. Að sögn fréttastofunnar hafa 10 af 24 nefndarmönnum í fram- kvæmdanefnd flokksins (Polit- bureau), 65 af 210 miðstjórnar- mönnum og 67 menn sem sæti áttu í tveimur mikilvægum Deng Hsiao Ping stendur enn í stór- þvotti þótt kominn sé á níræðisaldur- og gengur vel. helst til Þjóðarflokksins. Líkurn- ar á því hafa aukist þar sem meiri áhrif VPK á stjórnarstefnuna eru jafnaðarmönnum lítt að skapi. Nú dugir jafnaðarmönnum ekki að VPK sitji hjá í þinginu, þeir þurfa beinan stuðning flokksins til að koma málum áfram. Jafnaðarmenn eru nú færri á þingi en sem nemur saman- lögðum fjölda þingmanna borg- aralegu flokkanna. Þeir hafa 159 þingsæti á móti 171, þannig að 19 þingmenn VPK koma til með að vega þungt. Allt bendir því til að sænska módelið hafi sinn gang á næstunni. Málflutningur moder- atanna þótti einfaldlega of fram- andi og „ósænskur" á alla lund. Jafnframt því að kosið var til flokksnefndum ákveðið að láta af embætti. í mörgum tilvikum eru afsagnirnar útskýrðar með háum aldri. Það á td. við um þann þekkt- asta, Ye Jianyng marskálk sem orðinn er 88 ára gamall. Hann hefur verið talinn sameiningar- tákn þeirra sem andvígir eru ný- sköpunarstefnu þeirri sem Deng Hsiao Ping hefur fylgt fram und- anfarin ár. Átta af þeim tíu mönnum úr framkvæmdanefndinni sem segja af sér eru úr hernum og er sagt að sá tími sé liðinn sem herinn hafi verið áhrifamikill í kínverskum stjórnmálum. í stað þessara 142 manna koma nú yngri menn, einkum svo- nefndir teknókratar, en í af- þings í Svíþjóð fóru fram sveitarstjórnarkosningar í landinu. Engar meiri háttar sveiflur urðu í þeim kosningum, utan hvað smáflokki einum tókst að binda endi á 66 ára stjórn jafn- aðarmanna í Málmey. Flokkur þessi nefist Skánski flokkurinn og eru menn ekki alveg vissir um hvort taka beri hann alvarlega eða ekki. Meðal stefnumála hans er að Skánn fái sjálfsstjórn og gangi síðan í Nató og EBE. Einn- ig munu þeir krefjast þess að allir skánverjar fái frítt áfengi. í Gautaborg kom Umhverfis- flokkurinn, eða græningjar, fjór- um mönnum í borgarstjórn og náði þar með oddaaðstöðu. I Stokkhólmi héldu vinstriflokk- arnir meirihluta sínum. sagnarbréfinu sögðu gömlu mennirnir að þeir vildu rýma til fyrir yngri mönnum sem gætu stuðlað að hraðri framþróun efnahagslífsins. Deng hefur sett þjóð sinni það markmið að kom- ast upp að hlið risaveldanna árið 2050. Það vakti athygli vestrænna fréttamanna að Hua Guo Feng fyrrum leiðtogi flokksins heldur sæti sínu í miðstjórninni. Hua var skipaður af Maó formanni áður en hann lést en Deng velti honum af stóli árið 1981. Er gefin sú skýring á þrásetu Huas að Deng hafi fengið vilja sínum framgengt í einu og öllu og að hann hafi engan áhuga á að láta ásaka sig fyrir hefnigirni. Endanleg úrslit í sænsku þingkosningunum munu ekki liggja fyrir fyrr en á morgun, miðvikudag, þegar öll utankjörstaðaat- kvæði hafa verið talin. En þegar búið var að telja í öllum kjör- dæmunum 792 litu hlutfalls- og þingmannatölursvona út (tölur frá kosningunum 1982 i svigum): % þingsæti Moderata samlingspartiet 21,4 (23,6) 76 ( 86) Miðflokkurinn 12,5 (15,5) 44 ( 56) Þióðarflokkurinn 14,3 ( 5,9) 51 ( 21) Jafnaðarmenn 44,9 (45,6) 159 (166) VPK 5>4 ( 5>6) 19 ( 2°) Umhverfisflokkurinn 1,5 ( 1,7) 0 ( 0) Með atkvæðum Miðflokksins teljast atkvæði Kristilegra dem- ókrata en flokkarnir buðu fram sameiginlega nú. Arið 1982 fengu kristilegir 1,9% atkvæða en engan mann kjörinn. Olof Palme og Ulf Adelsohn að loknu sjónvarpseinvígi. Öllum á óvart stal Bengt Wásterberg senunni en hann er svo óþekkt stærð að engum erlendum fjölmiðli sem við höfum aðgang að hefur dottið í hug að birta mynd af honum. Kína hreinsar til Þriðjudagur 17. september 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.