Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 7
Vil sjá konur sem tígrisdýr Björg Marteinsdóttir kennari: Eigum að vera tígulegar en sterkar. Reyni að efla sjálfsöryggi kvenna og kenni brögð gegn líkamsárásum. Björg sýnir hér einum nemenda sinna hvernig hægt er að snúa sig úr hálstaki og gefa kröftugt högg á barkakýli um leið. Myndir: Sig. Og ef árásarmaðurinn ætlar að grípa í þig þegar þú til dæmis ætlar að hlaupa í burtu þá er bara að snúa vörn í sókn og gefa honum þannig spark að hann sjái verulega eftir því að hafa farið út fyrir hússins dyr þann daginn... Myndir: Sig. „ Það var by rjað að halda þessi sjálfsvamarnámskeið í vor á vegum Samtaka um kvennaathvarf" sagði Björg Marteinsdóttir í samtali við Þjóðviljann þegarblaðamað- ur brá sér á Hallveigarstaði nýlega og fylgdist með tíma í sjálfsvörn kvenna. „Það var 20 manna hópur sem var á fyrsta námskeiðinu og það var mjög ánægjulegt að vinna með þessum konum. Þær æfðu vel saman og ætla að hittast fljót- lega og rifja upp. Annars er þetta ekki neitt sem þarf að þjálfa ævi- langt, brögðin byggjast ekki upp á karate eða júdó eða neinu slíku heldur er þetta námskeið sett dýr eru bæði sterk en þó tíguleg. Og þau urra reiðilega ef þau eru í hættu stödd. Það er ekki verið að búa til nein vöðvafjöll. Ég kenni líka hvernig á að öskra rétt í neyð; það má ekki væla á hjálp heldur á að neita því kröftuglega að einhver gangi á rétt manns. Ég fer yfir almennt öryggi i um- hverfinu og inni á heimilum, til dæmis er æskilegt að nota góðar læsingar og hafa glugga á jarðhæð ekki of opna. Nú, ef einhver skyldi ætla að smeygja sér þar inn er ágætt að raða alls kyns dóti í gluggakistuna, kaktusum og styttum og svo framvegis. Ég vil ekki hræða konur á einhverjum ímynduðum hættum en við verð- um að horfast í augu við að nauðganir og líkamsárásir hafa færst mjög í vöxt undanfarið og við förum í það á námskeiðinu hvar hættan getur leynst og hvar óþarfi er að hafa áhyggjur. Ég reyni að kenna konunum að nota óttann frekar sem aðvörun- arkerfi en eitthvað sem lamar mann. Þar er öskrið mjög mikil- vægt, það tengir mann þeim innri krafti sem býr í öllum.“ Að lokum, Björg? „Að lokum vil ég segja að kon- ur þurfa alls ekki að vera hræddar við að taka svona námskeið. Þetta er kannski stórt skref fyrir margar, sérstaklega fyrir þær sem lifa í þeirri trú að þær muni aldrei verða fyrir ofbeldi. Það verða all- ar konur að horfast í augu við þennan möguleika og læra hvern- ig á að fyrirbyggja hann og verj- ast sjálfar. Þær geta kynnt sér málið betur, og ég mæli til dæmis með því að þær komi og horfi á og fylgist með okkur í einn tíma og hugsi svo málið. Það er hægt að byrja í öðrum tíma, betra er seint en aldrei.“ -vd saman af bandarískri konu fyrir konur sérstaklega. Áherslan er lögð á að geta varið sig fyrir nauðgunarárás eða hvers konar líkamsárás og úti í Bandaríkjun- um gengur þetta undir nafninu „streetfighting“.“ Hvað stendur hvert námskeið lengi? „Við hittumst einu sinni í viku í einn og hálfan mánuð 3 tíma í senn. Fyrst hitum við upp, spjöllum saman og ég reyni að byggja upp sjálfsálit kvennanna og sýna þeim fram á að ef til kast- anna kemur þá geta þær vel varið sig með líkamanum einum sam- an. Ég vil að konur sjái sig eftir námskeiðið líkar tígrisdýrum, samlíkingin byggist á því að þessi Björg Marteinsdóttir: Það þarf enginn að vera hræddur við að koma á svona námskeið. Við þurfum að horfast í augu við að líkamsárásir færast mjög í vöxt og við þurfum að geta varið okkur sjálfar. Mynd: Sig. - Þrlðjudagur 17. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.