Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 1
Stjórnarflokkarnir
Baríst hart um
ByggðabitHnginn
Ennfrestað að ráða íforstjórastól Byggðastofnunar.Eggert Haukdal á bandi Fram-
sóknarmanna. Mikil reiði íSjálfstœð isflokknum. Óvirðing ígarð starfsfólks átalin
Innbyrðis átök fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins í stjórn Byggða-
stofnunar og átök milli stjórnarf-
lokkanna á fyrsta stjórnarfundi
hinnar nýju stofnunar í gær komu
í enn eitt skiptið í veg fyrir að
hægt væri að ganga frá ráðningu í
embætti forstjóra Byggðastofn-
unar.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans að afloknum þingflokks-
fundi Sjálfstæðismanna seint í
gærkvöldi þar sem hart var deilt,
mun Eggert Haukdal hafa lýst því
yfir að hann stæði með fulltrúum
Framsóknarflokksins að ráðn-
ingu Bjarna Einarssonar í for-
stjóraembættið. Ekki tókst að ná
sambandi við Eggert í gærkvöldi.
Einsog Þjóðviljinn skýrði frá í
gær ríkir mikil óánægja meðal
starfsfólks Framkvæmdastofnun-
ar, sem öllu hefur verið sagt upp
störfum, að ekki skuli enn vera
búið að ganga frá ráðningum að
hinni nýju Byggðastofnun. Upp-
sagnarfrestur starfsfólksins er að
renna út.
Á stjórnarfundi Byggðastofn-
unar í gær átaldi Geir Gunnars-
son þau vinnubrögð stjórnar-
flokkanna að draga þessi mál á
langinn, og þá ‘framkomu sem
starfsfólkinu væri sýnd. Einnig
lagði Geir fram tillögu á fundin-
um um að stjórnin stefni að því að
Byggðastofnun verði flutt til Ak-
ureyrar svo fljótt sem við verður
komið, reynist ekki á því sérstak-
ir meinbugir að undangenginni
athugun.
Sjálfstæðismenn lögðu til að
allri afgreiðslu mála yrði frestað
vegna hinnar óvæntu uppákomu
og hefur nýr fundur verið boðað-
ur í stjórninni á föstudag.
Ljóst er að einungis einn for-
stjóri verður ráðinn að stofnun-
inni en heimildarmaður Þjóðvilj-
ans sagði að afloknum þing-
flokksfundi Sjálfstæðismanna í
gærkvöldi að menn kyngdu því
ekki þegjandi að Framsóknar-
menn fengju þá stöðu. Einn þing-
manna Framsóknarflokksins
sagði hinsvegar í samtali við
Þjóðviljann í gær að flokkurinn
mundi ekki gefa eftir forstjóra-
stólinn.
ÖS/gg
Hornafjörður
Sá stærsti
veiddist
Stærsti steinbítur á
íslandsmiðum í
snurvoð eystra. 119
cmlangurá
þrítugsaldri
Æskan á Hornafirði veiddi 119
cm steinbit á dögunum og var
djöfsi 16 kfló á þyngd og talinn
vera á þrítugsaldri.
Að þvi er hermir í Eystra
homi, sem gefið er út á Höfti, er
steinbítur þessi sá stærsti sem
veiðst hefur hér við land. Sá sem
næst komst þessum, veiddist í
Faxaflóa 1961 og var 116 cm
langur. Steinbítur verður yfirleitt
um 74 cm langur um tvítugsaldur.
Æskan fékk steinbítinn stóra á
snurvoð á Bótinni vesta undir
Papey, segir í Eystra horni. -óg
Matarskattur
Létu undan
í gærkvöldi varð ljóst að ríkis-
stjórnin gafst upp á áformum um
að leggja á sérstakan matarskatt,
söluskatt á matvæli, til að fylla
uppí fjárlagagötin. Áformin
mættu strax tortryggni meðal ó-
breyttra stjórnarliða og viðbrögð
forystumanna verkalýðssamtaka
voru öll á einn veg.
Sjá viðtal við Ásmund Stef-
ánsson og við nokkra þing-
menn Framsóknarflokks-
ins bls 3.
Undirbúningur fyrir listahátíð kvenna stendur nú sem hæst, þessi mynd var tekin niðrí Iðnó í gær þar sem verið var
að æfa dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Það eru þau Margrét Ólafsdóttir, Valgerður Dan, Bríet
Héðinsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson sem þarna eru að æfa, en auk þeirra koma fram Hanna María Karlsdóttir,
Ingibjörg Marteinsdóttir, söngkona og Jórunn Viðar tónskáld. Bríet hefur tekið dagskrána saman og hefur umsjón
með henni, en frumsýningin verður n.k. sunnudag í Gerðubergi. Er þetta jafnframt framlag LR til listahátíðarinnar.
Mynd. Einar Ól.
MENNING
LANDIÐ
Grænfriðungar
Vigdís
brosti
Madrid — Þegar Vigdís Finnbog-
adóttir forseti íslands heimsótti
hið þekkta Prado safn í Madrid í
gær höfðu umhverfisverndar-
sinnar úr grænfriðungum komið
fyrir 10 metra löngum uppblásn-
um plasthval úti fyrir safninu. Að
sögn fréttamanns Reuters virti
Vigdís hvalinn fyrir sér og brosti.
Grænfriðungar sögðu að til-
gangur þeirra væri að sýna Vig-
dísi að hvalir ættu ekki heima á
söfnum. í plaggi sem samtökin
dreifðu var minnt á að íslending-
ar hefðu undirritað samkomulag
árið 1982 um bann við hval-
veiðum en að á þessu ári hefðu
þeir ákveðið að halda veiðunum
áfram í vísindaskyni.
-ÞH/reuter
Iðnaður
Smátt er
árangurs-
ríkt
Olav Grueforstjóri
danska
Iðnlánasjóðsins:
Smáar einingar í
iðnaði hafa orsakað
meiri vöxt í dönsku
efnahagslífi en í
öðrum iðnríkjum
Það er uppgangur í dönsku
efnahagslífi sem stendur og það á
sinn þátt í því, að lögð hefur verið
áhersla á að byggja upp og styðja
við bakið á smáiðnaði ýmis kon-
ar. Það felst ákveðinn styrkur í að
byggja á smáiðnaði, sagði Olav
Grue forstjóri danska Iðnlána-
sjóðsins m.a. á fundi með blaða-
irönnum í gær.
Olav Grue er hér á landi í boði
Iðnla.'asjóðs íslands í tilefni af
því að n,< eru 50 ár síðan hann var
stofnaður. Grue hélt fyrirlestur í
Átthagasal Hótel Sögu í gær
undir heitinu „Fjármögnun og
þróun iðnaðar í Danmörku."
Grue er gjörkunnugur dönsku
atvinnulífi. Áður en hann gerðist
forstjóri Iðnlánasjóðsins árið
1981 hafði hann verið forstjóri
m.a. Burmeister og Wain og
Bang&Olufsen.
Danski Iðnlánasjóðurinn hef-
ur lagt sérstaka áherslu á að
styðja við bakið á einstaklingum
sem vilja koma sér upp atvinnu-
rekstri í smáum stíl og veitir til
þess hagstæð lán. Nú er enda svo
komið í Danmörku, að viðskipta-
vinir sjóðsins hafa vaxið úr 2300
árið 1982 í rúmlega 4000 í ár. í
Danmörku eru nú u.þ.b. 7000
fyrirtæki með fimm manns á
launum eða fleiri.
Grue sagði í erindi sínu í gær að
danskur iðnaður byggður upp á
smáum einingum hefði reynst ár-
angursríkur og sveigjanlegur
þannig að uppgangur í dönskum
iðnaði væri mun meiri en í öðrum
iðnríkjum.
gg