Þjóðviljinn - 18.09.1985, Page 4
LEIÐAR!
Nú hafa samningar tekist í bónusdeilunni, og
verkfalli sem var í gangi í fjölmörgum frystihús-
um um allt landiö aflýst. Auövitaö er þaö rétt, aö
þær sanngjörnu og réttlátu kröfur sem settar
voru fram náðust ekki í höfn nema aö litlu leyti.
Samt sem áöur fólst í verkfallinu viss áfanga-
sigur. Þaö tókst meö sameinuðum aögeröum
að ná fram kjarabótum, og það er að veröa
nokkuð langt síðan íslensk verkalýðshreyfing
hefur meö því aö beita afli sínu náö fram ein-
hverju sem ekki er rifið strax af fólki aftur. Aö því
leyti má segja aö árangur þessarar deilu sé
verulegur.
En auövitaö er málinu fráleitt lokiö. Baráttan
mun halda áfram. Það eitt aö í þessari hrinu
tókst aö ná árangri, þó lítill væri, er jákvætt í
sjálfu sér. Það sýnir, aö það má ná árangri meö
samvinnu og samstöðu. Þaö eitt aö þaö var
samstaðan sem knúöi fram kjarabætur mun
veröa öllum hvatning til þess að halda málinu
vakandi, til aö freista þess aö ná málinu enn
lengra í næstu lotu. Því samningarnir núna eru
enginn endapunktur, þeir marka ekkert nema
lok einnar lotu í löngu stríði, og sá lotusigur sem
vannst nú ætti aö veröa öllum einsog vítamín-
sprauta. Áfangasigurinn sem er í höfn sýnir
nefnilega aö samstilltar aðgerðir skila árangri.
Það er hinn raunverulegi stóri sigur þessa ver-
kfalls.
Framkvæmd verkfallsins var gagnrýnd af
Áfangasigur
ýmsum, og þaö kann vel aö vera að henni hafi í
upphafi verið eitthvaö áfátt. Þá er aö læra af því.
Einsog mennirnir, þá eru verk þeirra ófullkomin
og alltaf má betur gera. Hitt er þó aö sönnu rétt,
aö áöur en verkfallið hófst gerðist fremur sjald-
gæfur atburður. Formaöur Verkamannasam-
bandsins fór um landið og hélt vinnustaðafundi
á þrjátíu stööum til aö stappa stálinu í fólk og
meta stöðuna. Fágætur var þessi atburður aö
því leytinu að þaö gerist alltof sjaldan aö for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar fari út til
fólksins, skeiði landsbyggöina, til aö komast íj
snertingu viö þaö hjarta sem þar slær. Þetta
hefur Guðmundur J. Guðmundsson sjálfur
gagnrýnt í riti og ræöu, og fundaherferð hans
fyrir upphaf verkfallsins skipti áreiöanlega miklu
fyrir samstöðuna sem náöist um allt land. Þettaj
fordæmi mættu menn gjarnan hafa bak viö'
eyrað næst þegar kjaradeilur eru í uppsiglingu.
Þaö er nefnilega staðreynd, aö það er einangr-
unin fyrst og fremst sem oft og tíðum dregur
mjög úr baráttukjarki fólks úti um landið. Þaö
skortir tengslin viö stéttarsystkin sín í öörum
stööum, sem er jafn óánægt og óhresst meö hin
hraklegu kjör sem fiskverkafólki er boðið upp á.
Það var reynt meö ærnu erfiði að bregöa fæti
fyrir bónusverkafólk í nýafstöönum deilum. En
samstaöan hélt, og virtist meira aö segja vera
að eflast sums staöar um landið þegar verkfall-
inu lauk. Hitt er þó einnig rétt, aö meðai fisk-
verkafólks eru skiptar skoöanir um hvaöa
stefnu beri aö taka í bónusmálum. Vísindalegar
kannanir hafa sýnt án alls vafa, að bónusvinnan
hefur ótrúlega slítandi áhrif á fólkiö, auk þess
sem bónusinn er í eðli sínu sundrandi fyrir sam-
starf á vinnustað, og hefur oftlega verið nefndur
sem sökudólgur þegar rætt er um vondan mór-
al. Þjóöviljinn hefur margsinnis lýst þeirri
skoðun, aö þaö beri í framtíðinni aö vinna aö því
að hækka kaupið nógu mikið til aö fólk veröi
ekki lengur háð bónusþrælkuninni um framfæri,
og bónusinn veröi þá smám saman lagður af.
Bónussamningarnir núna miöa ekki í þá átt, því
miður. En þeir eru þó góðir aö því leytinu, að
upp er tekinn fastur bónus fyrir hvert frystihús,
og öllum ber saman um aö stress og samkeppni
milli manna muni stórlega minnka. Þaö eitt er
heillaspor.
Menn skulu ekki horfa framhjá því, að það eitt
aö sameiginlegar aögeröir leiddu til undanhalds
atvinnurekenda er stórsigur í sjálfu sér. Það eitt
aö samstaöan og samheldnin héldu var einnig
sigur. Verkfallið var á vissan hátt prófsteinn:
Það sýndi að fólk er aö veröa reiðubúið til aö
leggja út í aðgerðir til að ná fram kjarabótum.
Þaö er reiöubúið til aö vinna saman - til að
standa saman. Meö því er lagður grundvöllur
fyrir veturinn. Bónusverkfallið ætti aö veröa
öllum hvatning til baráttu, því það sýndi aö með
samstöðunni næst árangur. - ÖS
KUPPT OG SKORBÐ
Kerfið
Fyrir áratug eða svo bar mikið
á umræðu um „kerfið“ , „báknið"
og hvernig ætti að bregðast við
óeðlilegri útþenslu þess, tilhneig-
ingu þess til að þenjast út, án þess
að þjóðfélagsþegnar fyndu fyrir
bættri þjónustu, léttara lífi.
Áhyggjur manna fóru vaxandi
vegna skriffinnskunnar sem of-
tátíðum var og er yfirþyrmandi.
Vinstri menn og hægri menn
deildu þessum áhyggjum hver
með öðrum og ræddu og reifuðu
meðan „kerfið" lullaði áfram
með sínum vexti.
Nýfrjálshyggja —
„Nýliberal-
sisminn“
Fram eftir öldinni hefur hins
vegar verið visst samkomulag um
að byggja upp velferðarkerfi, —
þó hægri menn hafi alltaf haft
horn síðu félagslegra umbóta-
mála, hafa þeir ævinlega um síðir
gefið sig; tryggingum, heil-
brigðisgæslu, skólamálum, dag-
vistarmálum og þar fram eftir
götum, þartil komið var velferð-
arþjóðfélag. Þegar þenslan í
efnahagslífinu eftir stríð tók að
hægja á sér, urðu umræðurnar
um „kerfið" æ háværari.
Pólitískt voru hægri mennirnir
og flokkarnir fljótari að bregðast
við; þeir dustuðu einfaldlega ryk-
ið af gamalli hugmyndafræði
uppvaxandi borgarastéttar frá
síðustu öld sem stóð í stríði við
aðalinn ogskýrði upp frjálshyggj-
una, nýliberalismann. Guðfeð-
urnir voru menn eins og Fried-
man og Haeyk og þeir sem fjárm-
ögnuðu áróðurinn til að byrja
með voru Verslunarráð heimsins
og viðskiptajöfrar, (þeir sem
græða á vexti og viðgangi hug-
myndafræðinnar). Og upp risu
spámenn, einsog Hannes Hólms-
teinn hér á landi. Til að byrja
með var hlegið að spámönnunum
en áður en varði varð hugmynda-
heimur þeirra að stefnuskrá og
starfsháttum stórra stjórnmál-
flokka og ríkisstjórna. Einnig
hérlendis.
Frjalshyggju
hafnað
Nú hefur það verið að gerast
gleðilegt að frjálshyggju sem
hugmyndafræði og flokkum sem
henni hampa er hafnað hvar-
vetna sem því verður við komið.
Þetta sést glöggt af kosningaúr-
slitum í Evrópu að undanförnu
og skoðanakannanir benda til
hins sama.
Þó frjálshyggjan hafi þannig
látið undan er oftar en ekki svo
ástatt að vinstri menn hafa ekki
almennilega náð vopnum. Þeir
eru auðvitað sjálfir með efa-
semdir um „kerfið", þeir vilja
finna betri leiðir í átt til betra
þjóðfélags. Slík er framvinda
sögunnar.
Velferðar
gætt
Ofstækið í hægri mönnum hef-
ur verið slíkt að vinstri menn hafa
oft talið sig vera nauyðbeygða til
að verja „allt kerfið" þó einstaka
þættir þess valdi þeim að sjálf-
sögðu hugarvfli og að þeir hafi
efasemdir um ýmsa starfsrækslu
ríkisins. Sumir hafa gengið svo
langt í þessu efni, að þeir hafa sett
jafnaðarmerki milli velferðar al-
mennt og „kerfisins“. Guðsélof
eru samt ekki margir í þeim vulg-
aribus og nú má sjá mörg teikn
þess að öðruvísi pólitík sé uppi
meðal vinstri manna, öðruvísi
andsvar við frjálshyggjunni.
Þannig finnst mönnum svo dæmi
sé tekið ekki lengur sjálfsagt að
Bifreiðaeftirlit ríkisins sjái um
skrifræðisbákn og skoðun bif-
reiða í Reykjavík, ef bifreiða-
verkstæði geta gert sjálf jafn vel
eða betur. Það er með öðrum
orðum ekki óaðskiljanlegur hluti
velferðarþjóðfélags að ríkið
skoði alla bfla á götum Reykja-
víkur. Það er framkvæmdaatriði
sem alveg eins kann að vera jafn
vel innt af hendi af bifreiðaverk-
stæðum einsog eftirliti ríkisins.
Gagnrýni á kerfið jafngildir að
sjálfsögðu ekki aðför að vel-
ferð-arþjóðfélaginu, — og hvern-
ig í ósköpunum á kerfið að geta
verið almennilegt ef það fær ekki
aðhald og gagnrýni?
Ný teikn
Efasemdir á vinstri vængnum
um skriffinnsku ríkisvaldsins og
útþenslu kerfisins hafa ekki notið
sín vegna ofstopans í frjálshyg-
gjunni, einsog áður sagði. En á
siðustu árum hafa gildi þjónustu
rikisvaldsins og innihald kerfisins
verið mjög til umræðu meðal
vinstri manna.
Gott dæmi um slíkar vanga-
veltur sem hafa ekki notið sín
m.a. vegna einkaskólaendaleysu
Sjálfstæðisflokksins er umræðan
um skólamálin. Kári Arnþórsson
skólastjóri vitnar í DV-kjallara-
grein í gær í Wolfgang Edelstein,
sem spyr hvers vegna skólakerfið
hafi setið eftir í þjóðfélagsb-
reytinghum hér á landi. Hvers
vegna ekki séu gerðar háleitari
kröfur til skólanna, menntunar
kennara, námsgagna osfrv. Kári
minnir á, að þeir foreldrar sem nú
eiga börn í skólum séu um þrít-
ugsaldur og þar yfir. Þegar þessir
foreldrar voru að alast upp var
vitundarheimur barna án sjál-
fsagðar hluta í núverandi um-
hverfi: sjónvarps, vídeós, hljóm-
flutningstækja, tölva og margs
fleira. Þá þurfti ekki vinnuafl
tveggja til að framfleyta fjöl-
sky ldu, — það er breytt fj ölsky ld-
umunstur, breyttir atvinnuhættir
og þvíumlíkt. Kallar á öðruvísi
skóla, meiri menntun osfrv.
Klippari telur að umræðu af þess-
um toga feli í sér vísi að því sem
koma skal.
Heilsuverndin
Nú eru frjálshyggjugaukarnir
að koma af stað einkarekstri í
heilbrigðiskerfinu. Nú hefur ekki
svo mikið sem einn maður lagt
fram einhverjar tölur um að
einkareksturinn feli í sér ein-
hvern sparnað. Hann sparar
heldur ekki krónu. Þetta er dæmi
um hið gagnstæða: tilraun til að-
farar að velferðarþjóðfélaginu.
Forsenda þess er að allir hafa
sama rétt og félagslegt öryggi til
að fá bestu fáanlegu læknisaðstoð
sem er fyrir hendi. Með einka-
rekstrin-um er verið að hygla hin-
um efnaðri — að sjálfsögðu á
kostnað hinna efnaminni.
Það breyttir því hins vegar
ekki, að heilbrigðiskerfið er víða
illa rekið og óhagkvæmt og því á
að breyta. Og á hinn þáttinn ber
að leggja mun meiri áherslu,
einnig í sparnaðarskyni: heilsu-
vernd.
—óg
DJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóöinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, SævarGuð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljóamyndlr: Einar Ólason, Valdís Oskarsdóttír.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslu8tjórl: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýslnga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttit, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Husmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Olga Verö * lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsverð: 40 kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 400 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 18. september 1985