Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 2
FREITIR Lónsörœfaolían Sjaldgæfur fundur Fyrsta sinn sem lífrœnt efnifinnst í setlögum á íslandi og finnst mjög sjaldan erlendis, segir Sveinn Jakobsson um „Lónsörœfaolíuna“ að sem mér fínnst sérstaklega forvitnilegt við þetta er að fínnast skuli lífrænt efni í svona holufyllingum. Venjulega fínnast þau í setlögum en mjög sjaidgæft er að lifræn efni finnist við þær aðstæður sem þarna eru,“ sagði Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur þegar hann kom af Lónsöræfum þar sem hann var að rannsaka það oiíukennda efni sem fannst í holufyllingum í sumar. „Það er hins vegar alveg ljóst að þarna er engin vísbending um olíu í einhverju magni,“ sagði Sveinn. „Það eru engar jarðf- ræðilegar forsendur fyrir því. Það eru líkur sem benda til þess að þetta olíukennda efni sé í einhve- jum tengslum við surtar- brandslög sem eru þarna ekki fjarri. En það er erfitt að segja nokkuð ákveðið um það á þessu stigi málsins. Þetta verður líkt og tjörukennd olía þegar það kemst í stofuhita. Það sem ég get sagt um samsetningu hennar nú, er að þetta er lífrænt efni sem er skylt olíu. En það verður að rannsaka þetta betur áður en hægt er að gefa frekari upplýsingar. Þetta er í fyrsta sinn sem lífrænt efni finnst í slíkum holufyllingum hér á landi og mjög sjaldgæft er að það finnist yfirleitt við slíkar aðstæður, það eru ekki mörg dæmi um slíkt í heiminum. Það verður spennandi að rannsaka þetta,“ sagði Sveinn Jakobsson, hjá Náttúrufræðistofnun. jjj Hver skyldi nú eiga olíujörðina fyrir austan? Albert Þettaer hroki Prófkjörstitringur í máli Alberts Guð- mundssonar og Ingi- bjargar Rafnar á borgarstjórnarfundi Mér líka ekki þessi ummæli borgarfulltrúans og tel þau bera vott um hroka. Ég tek alltaf mark á orðum borgarfulltrúa minni- hlutans og ber virðingu fyrir þeim, enda hef ég átt við þá ágætt samstarf um ýmis málefni, t.d. málefni aidraðra, sagði Albert Guðmundsson borgarfulitrúi og fjármálaráðherra á borgar- stjórnarfundi á fímmtudaginn og beindi þessum orðum sínum tii Ingibjargar Rafnar borgarfuU- trúa Sjálfstæðisflokksins. Albert Iét þessi orð falla í um- ræðu um fsbúrið svonefnda. Sig- urjón Pétursson og Kristján Benediktsson höfðu þá farið hörðum orðum um vinnubrögð borgarstjóra í því máli og m.a. vænt hann og samstarfsmenn hans um að hygla ákveðnum ætt- um í borginni í þessu máli og fleirum. Áttu þeir félagar þá sér- staklega við þá ísbjamarbræður. Albert líkaði ekki þessi ummæli og gerði athugasemd við þau. Það fór svo í taugamar á Ingi- björgu að hún sá ástæðu til að sneypa ráðherrann fyrir að taka mark á þessum orðum. gg Sjálfsbjörg Meikjasala á morgun Hinn árlegi blaða- og merkja- söludagur Sjálfsbjargar verður á morgun, sunnudaginn 22. sept- ember en á þeim degj vekja Sjálfsbjargarfélög um Iand allt at- hygli á málefnum fatlaðra og þá einkum starfi landsambands fatl- aðra. Margt er á döfinni hjá sam- tökum fatlaðra. Ársrit Sjálfs- bjargar kom út á dögunum og er blaðið hið vandaðasta að allri gerð, 64 bls. að stærð. Þessi mynd er tekin af kornskurði á Lágafelli á fimmtudaginn. Kornrœktin Franrtíðarbúgrein í lágsveitum sunnanlands Ágæt uppskera í ár að er mjög góð útkoma á kornuppskcrunni hér og hef- ur raunar aldrei verið betri, sagði Magnús Finnbogason áLágafelli við blaðið í gær. - Það munu vera 12 bændur hér í Austur- Landeyjum, sem rækta korn í sumar, aðeins færri en í fyrra, en þá var erfitt ár og það hefur eitthvað dregið kjark úr mönnum. Auk okkar hér beit ég til þess að bændur í Þykkvabæ, Land- broti og á Síðu rækta korn. Hér í Landeyjunum erum við með korn á 35-38 ha. Kornið er selt Stórólfsvallabú- inu, sem notar það í fóðurblönd- ur. Þar er það þurrkað og geymt og svo selt eftir hendinni í vetur. Við súrsuðum dálítið af korni núna en það tókst mjög vel í fyrra. Ef það lánast vel þá er það mikill ávinningur því þá er hægt að gefa það beint og blanda efn- um í það eftir þörfum. Ávinning- urinn er einnig fólginn í því, að kornið þarf ekki að ná eins mikl- um þroska sé það súrsað. Hálm- urinn er svo notaður til sveppa- ræktar. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - Ég tel engan vafa á því, sagði Magnús á Lágafelli, að kornræktin getur orðið framtíð- arbúgrein í lágsveitum hér sunn- anlands. En það þarf að fara að öllu með gætni. Þau afbrigði, sem við erum með, eru alin upp við allt önnur skilyrði en hér eru. Þau þurfa helst langan sprettutíma en sumrin eru hér stutt svo ekki má mikið út af bera. Okkur vantar ennþá afbrigði, sem henta okkar skilyrðum. Nú er unnið að því á RALA að leita afbrigða, sem henta hér og vonandi líður ekki á löngu þar til það finnst, sagði Magnús á Lágafelli að lokum. -mhg ÆFR Suður-Afnka í Rauða risinu ÆFR rekurpólitískt kaffihús að Hverfisgötul05 í vetur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir: Aðgerðir gegn apartheid hafa gefist vel Aðgerðir okkar gegn Suður- Afríku hafa borið sýnilegan árangur og fólk er vel með á nót- unum. í Rauða risinu á sunnu- daginn verður svo dagskrá helg- uð málefnum Suður-Afríku og kennir þar ýmissa grasa, það verður upplestur, myndir, dans og fleira, sagði Anna Hildur HUd- ibrandsdóttir félagi í ÆFR í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „ Við höfum verið að dreifa list- um yfir suðurafrískar vörur í mat- vörubúðum í borginni að undan- förnu og það hefur gefist mjög vel. í dag kemur út veggspjald tengt þessu máli. Það er greini- legt að meirihluti almennings, kirkjan og verkalýðsfélög eru til- búin að taka til sinna ráða til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku, en nú er bara beð- ið eftir að ríkisstjórnin láti frá sér heyra, því þeirra er að fram- kvæma refsiaðgerðir.“ Rauða risið? „Já, við í Æskulýðsfylkingunni ætlum að reka kaffihús að Hverf- isgötu 105 á sunnudögum í vetur og köllum það Rauða risið. Það er ætlunin að vera með alls kyns uppákomur í sambandi við stjórnmál og annað og Suður- Afríku dagskráin á sunnudaginn er önnur í röðinni það sem af er. Við ætlum að gera Hverfisgötu 105 að lifandi stað þar sem fólk getur komið saman og spjallað, notið skemmtunar og tekið þátt í stjórnmálaumræðum líðandi stundar," sagði Anna Hildur. Dagskráin á sunnudaginn hefst kl. 15.00 en húsið opnað klukku- stund fyrr. Meðal þeirra sem koma fram eru Helgi Hjörvar, Þóroddur Bjarnason, og Abdoul, en hann ætlar að berja trumbur og dansa afríkudansa. gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.