Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 12
DÆGURMAL Meistarakokkar í dúndurveislu fyrir hálfu húsi Okkarvirtustu músikantaraf yngri kynslóðinni, Mezzo- forte, lögðu sitt af mörkum til að gera 10 ára afmæli Jazzvakningar sem glæsi- legast. Virtustu, segi ég. Að minnsta kosti gengur þeim vel og eru virtir víða erlendis og ekki að ósekju. Þá heyrast manni nú íslendingar líka nokkuð montnir af spila- mennsku þeirra og velgengni. En hvar var þetta fólk síð- astliðinn laugardag þegar Mezzoforte spiluðu á hljóm- leikum í Háskólabíói um miðj- an dag? Nú er ekki eins og tækifærin til að hlýða á þá „live“ hafi verið mjög mörg undanfarin ár. Hvar voru til dæmis kollegar þeirra? Eru allir orðnir svona vankaðir af „hafa fyrir salti í grautinn mús- ik“? Mætingin varsem sagttil skammar. Nóg um það. Mezzoforte á sviðinu í Háskólabíói sl. laugardag: saxófónleikarinn Dale Barlow lengst til vinstri, Gunnlaugur Briem á baki við trommurnar, Jens Winter trompetleikari, Jóhann Asmundsson bassaleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari,lengst til hægri sér í koll og fætur Eyþórs Gunnarssonar hljómborðsleikara. Myndl N.T. Arni Bjarna. Mezzoforte mætti til leiks með tvo stórsnjalla blásara, þá Dale Barlow á saxófón og Jens Winter á trompett. Báðir eru piltarnir í hópi efnilegustu yngri djassblás- ara Evrópu í dag. Barlow lék í framlínunni í fyrri hálfleik. Sér- lega skemmtilegur spilari sem bætti enn við sig í seinni hálfleik, sérstaklega þegar Jens Winter kom inn á völlinn og lék við hlið hans. Mezzoforte (Forteforte?) voru óþarflega hávaðasamir á stund- um. Sennilega „kerfiskörlunum" um að kenna, sem voru ekki nógu vakandi á „mixernum“. Þeim er kannski vorkunn þar sem tími til undirbúnings ku hafa verið tak- markaður. Samt sem áður efast enginn um snilli piltanna í Mezzoforte. Sérstaklega fannst mér Gunnlaugur sýna sitt rétta andlit. Lék við hvorn sinn kjuð- ann. Hinir voru reyndar óvenju daufir. Hressastir fannst mér þeir í lögum eins og „Bullet train“ og blúsnum hans Eyþórs. Kannski ekki von að menn komist ívstuð við að leika fyrir hálfu húsi og það áheimavelli. Hvað um það. Takk fyrir mig. -S Tríó NHÖP Mezzoforte Snjallir en daufir Tríó Nils Hennings Örsted-Pedersen á æfingu í Háskólabíói 13. september sl.: Ole Koch Hansen við flygilinn, Nils Henning bassann og Pétur okkar Östlund trommurnar. Fremst á myndinni sér í hnakkann á einum fiðlara strokvartettsins sem var þeim til fulltingis við þjóðlagadjassinn. Ljósm. Sig. Það var ekki amalegur kvöld- verður sem borinn var á borð fyrir þá sem mættu í 10 ára afmælisveislu Jazzvakningar í Háskólabíói kl. 19 að kvöldi föstudagsins 13. september. Já, hann er meistara „Kock- ur“ hann Ole Koch Hansen, svo ekki sé meira sagt. Út- setningar hans á dönskum þjóðlögum (skandinavískum, eins og NHOP sagði), ís- lenskum þjóðlögum, „Ég að öllum háska hlæ“, „Kindur jarma í kofunum", „Sumri hallar" og „Veröld fláu“, og þá ekki síst „Maður hefur lent í öðru eins“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson og „Vikivaka" Jóns Múla, eru hreint út sagt frábærar. „Maður hefur...“ Gunnars Reynis virðist sem samið akkúrat fyrir þessa hljóðfæraskipan. Allt vel soðið og steikt og smekklega kryddað. Þá var nú ekki hægt að kvarta undan framreiðslunni á góðgætinu. Vinur vor Niels Henning Örsted Pedersen (sem okkur finnst við eiga núorðið megnið í), meistari Pétur Östlund ásamt Kochnum náðu strax dúndrandi sveiflu í upphitunar- blúsnum. Sveiflu sem ekki heyrist nema snillingur sé í hverju rúmi. Niels og Ole virðast, eftir óralöng kynni, geta lesiðhugs- anir hvorannars, endasamprjón þeirra eftir því, Öll sóló NHÖP hnitmiðuð samblanda af melódík og hraðatækniundrum sem á eng- an sinn líka. Nú kannaðist maður við pilt. Aldrei týndist laglínan þegar smekkmaðurinn Pétur östlund þeytti kjuðana um settið í sínum sólóköflum. Hvflík tækni! Svona á að taka sóló. Pétur ætti að koma miklu oftar í heimsókn. Ole Koch lék sér á hljómborð- ið eins og sá sem valdið hefur. Ótrúleg blæbrigði og tækni í leik hans. Svo er hann líka svo skond- inn oft á tíðum í útsetningum og leik. Til aðstoðar í íslensku þjóðlög- unum fengu þeir strokkvartett skipaðan þeim Þórhalli Birgis- syniogKathleenBearden á fiðlur, Guðmundi Kristmundssyni á lág- fiðlu og Guðrúnu Sigurðardóttur á selló. Er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig sannarlega vel og settu sérkennilegan, skemmtilegan og sjaldheyrðan blæ á. Hvílík veisla! Þrefalt húrra fyrir Jazzvakn- ingu. S 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.