Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 14
UM HELGINA MENNING MYNDLIST Ustahátfð (dagkl.14opnaráK|ar- valsstöðum sýning á myndlist íslenskra kvenna. Á sýningunni sem ber yf ir- skriftina Hór og nú sýna 30 konur 40 verk, málverk, skúlptúra, collage ofl. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14-22 og stendur til 6. októ- ber. f Gallerf Langbrók opnarÁsrún Kristjánsdóttir sýningu kl. 16 og í Gerðu- bergl veröur á sunnudag kl. 14opnuösýningá bókum og bókaskreyting- um eftir konur. (Ásmund- arsal stendur yfir sýning á verkum 13 íslenskra kven- arkitekta og á Vesturgötu 3 eru sýndar tillögur um notkun húsanna og saga þeirra. Norrœna húsið Bertel Gardberg sýnirsilf- urmuni í anddyri Norræna hússins. Á sýningunni eru um 100 verk sem sýna þró- unina í list Bertels Ga- dbergs síðustu 40 árin. Sýningin er opin á venju- legum opnunartíma. Gallerf Borg Þar stendur yfir myndlist- arsýning til styrktar bygg- ingutónlistarhúss. Mynd- listarmenn hafa gef iö verk á sýninguna og eru þau á ákveðnu lágmarksverði. Gestir geta boðið í verkin og fær sá sem hæst býður. Sýningunni lýkur á mánu- dagskvöld en um helgina verðuropiðkl. 14-18. Nýlistasafnlð f Nýlistasafninu stendur yfir samsýning 8 lista- manna: Gerwald Rock- enschaub, Jan Knab, Jan Mladowsky, John van't Slot, Juliano Saramento, Peter Angerman, Stefan Szczesny og Thomas Stimm. Sýningin stendur til sunnudagsins 22. sept- ember og er opin daglega kl. 16-20. Garður Bragi Einarsson opnar sýningu á vatnslitamynd- um f samkomuhúsinu Garði. Sýningin er opin um helgarkl. 14-20ogvirka dagakl. 19.30-22 oglýkur 22. september. Ustasafnalþýöu fijami Jónsson sýrwtjós- myndir, svart-hvftar og I lit f Listasafni alþýðu. Sýningin eropin alladagakl. 14-21 og aðgangur ókeypis. Þetta er siðasta sýningar- helgin. Ustmunahúsið KarlKvaransýnirí Listmunahúsinu 30 túss- myndir og olíumálverk. Sýningin sem er sölusýn- ing er opin virka daga kl. 10-18ogkl. 14-18um helgar. Lokaö mánudaga. Sýningunni lýkur á sunnu- dag. Ásgrfmssafn Vetrarsýning stendur yfir. Opið sunnudaga, þriöju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16.00. Á8mundarsafn Nú stendur yfir í Ásmund- arsafni sýning er nefnist Konan í list Ásmundar Sveinssonar. Sýningin er opin f vetur á þriðjudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Oddl Listasafn Háskóla Islands sýnir nú verk sín í glæsi- legum húsakynnum á efstu hæð Odda, nýbyggingar hugvísindadeildar. Opið daglegakl. 13.30-17.00. Ókeypis aögangur. Gallerí Klrkjumunir Sýning Sigrúnar Jónsdótt- ur I Kirkjumunum. Kirkju- stræti 10eropindaglega frá kl. 9 fyrír hádegi. ÝMISLEGT Llstahátíð Ásunnudagkl. 15.30 verða flutt í Gerðubergi Ljóðbönd- Ijóðlist kvenna f þrjár aldir. Er þetta fyrsta dagskrá af sex og þema fyrstu dagskrárinnar er Við vinnu. Kópavogur Frfstundahópurinn Hana- nú gengur um Kópavogs- bæ og næsta nágrenni. Lagtaf staðkl. 10 frá Digranesvegi 12. Stúdentaleikhúsið Stúdentaleikhúsiðer I leiklör með rokkleikinn Ekkó-Guðimirungu. Sýn- ing 21. september á Höfn, 24. september f Vík, og 25. septemberá Hvolsvelli. Llstahátfð I kvöld kl. 21 verður í Kjall- araleikhúslnu, Vestur- götu 3 frumsýnd leikgerð Helgu Bachmann á Reykjavíkursögu Ástu Sig- urðardóttur. Á sunnudag kl. 20.30 verður i Menning- armiðstöðinni Gerðuberg! frumsýnd dagskrá úr verk- um Jakobínu Sigurðardótt- ur sem leikarar úr Leikfé- lagi Reykjavíkur flytja. Leikstjóri er Bríet Héðins- dóttir. MÍR Á sunnudag kl. 16 verður sýnd kvikmyndin T sapaóv. Myndin var gerð fyrir hálfri öld og er talin í hópi klass- Iskra kvikmynda Sovét- manna. Myndin ermeð enskum skýringartexta, aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Oxsmá Oxsmásamsteypan endur- sýnir kvikmyndirnar Osmá plánetan og Sjúgðu mig Nlna í F-sal Regnbogans og hefjast sýningar kl. 21 laugardags- og sunnu- dagskvöld. Sædýrasafnið Sædýrasafnið i Hafnarfirði eropið alladaga kl. 10-19. Háhyrningnum er gefið á klukkutíma fresti um helgar kl. 13-17. Þjóðmlnjasafnlð Meö silfurbjarta nál heitir sýning sem opnuð hefur verið f Bogasal Þjóðminj- asafnsins og fjallar hún um fslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Opiö daglega kl. 13.30-16.00. TÓNLIST Listahátfð Klukkan 17 á sunnudag verður flutt tónlist eftir Karólínu Eiríksdótturog Misti Þorkelsdótturá Kjar- valsstöðum. Námsstyrkir fyrir starfandi félagsráðgjafa og æskulýðsleiðtoga Counsil of International programmes for Youth Leaders and Social workers (CIP) býöur styrki til þátt- töku í 4 mánaða námskeiðum fyrir félagsráðgjafa, æskulýðsfulltrúa og kennara þroskaheftra, árið 1986. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar liggja frammi hjá Fullbrightstofnuninni Garðastræti 16, sem er opin kl. 13-17, sími 10860. Umsóknarfrestur er til 4. október 1985. Verslunarstjóri Við óskum að ráða verslunarstjóra fyrir verslunina Torgið í Austurstræti. Hér er um ábyrgðarstarf að ræða sem felur í sér umsjón með daglegum rekstri auk stjórnunar á sölu og innkaupum. Við leitum að manni á aldrinum 30Ö-40 ára sem er frjór og áræðinn, hefur reynslu af verslunarrekstri og er laginn að umgangast fólk og stjórna því. Enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er veitir upplýsingar. Umsóknarfrestur til 30. þessa mánaðar SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Jens Urup glerlistamaðiir Steindir gluggar Skreyfingar í Sauðárkrókskirkju Danski listamaðurinn Jens Urup er íslendingum að góðu kunnur, enda standa tengsl hans við landið á gömlum og traustum merg. Kona hans er Guðrún Sig- urðardóttir, systir listmálaranna Sigurðar og Hrólfs, og er hún reyndar listmálari sjálf. Jens hef- ur haldið sýningar á verkum sín- um víða um heim, m.a. stóra yfir- litssýningu í Norræna húsinu í Reykjavík árið 1975. Fyrir utan að hafa fengist við olíumálverk og grafík hefur Jens Urup lagt mikla stund á skreyti- list af ýmsu tagi, steinda glugga, góblínteppi og kirkjumuni. Fyrir tíu árum gerði hann tvo steinda glugga fyrir Sauðárkrókskirkju, og nú hefur hann lokið að gera átta glugga til viðbótar sem verið er að setja upp í kirkjunni. Þetta eru reyndar ekki einu tengsl Jens við íslenskar kirkjur. Uppúr 1950 vann hann ásamt fleirum að því mikla verki að gera upp og lagfæra veggmyndirnar miklu sem prýða Thorvaldsens- safnið í Kaupmannahöfn að utan, en þær myndir sýna endurkomu Thorvaldsens til fæðingarborgar sinnar. Jens fékk það verkefni að endurgera myndina af Thorvald- sen sjálfum og gerði stóra frum- mynd til að mála eftir á vegginn. Þessa mynd gaf hann hann síðan kirkjunni í Miklabæ í Skagafirði, þar sem afi Thorvaldsens var prestur. Gamlir kunningjar Jens í Sept- emhópnum buðu honum að sýna gluggana átta á sýningu þeirra sem nú er nýlokið að Kjarvals- stöðum og þar gafst borgarbúum tækifæri til að skoða þessa fögru gripi. Gluggarnir verka við fyrstu sýn sem algerlega óhlutbundin form en þegar grannt er skoðað felur hver þeirra í sér tákn fyrir ákveðna kirkjuhátíð og saman veita þeir yfirferð yfir kirkjuárið. Þessum táknum er mjög hagan- lega komið fyrir þannig að þau vekja ekki á sér athygli heldur falla algerlega inn í formheild hvers glugga, en verka við íhugun mjög sterkt í yfirlætisleysi sínu. Fyrstur er aðventuglugginn með kertaljós er tákna biðina eftir fæðingunni. Þá er jólaglugg- inn, djúpblár með skínandi stjörnu. Glugginn fyrir föstuna er í ströngum og hörðum formum og fjólubláum lit, en það er litur föstunnar. Á páskaglugganum eru tákn þeirrar hátíðar - kross, þyrnikóróna, stigi og teningar. Uppstigningin er sýnd með björt- um, gulum, uppleitum formum og hvítasunnan með eldtungun- um sem komu yfir postulana þann dag. Þrenningarhátíðin er táknuð með þremur hringlaga formum sem grípa hvert inn í annað. Þessir gluggar eru mótaðir af þeirri skýru og föstu formhugsun sem einkennir verk Jens Urup og unnir af sérstakri vandvirkni og alúð. Með þeim hefur Sauðár- krókur eignast dýrmætan fjár- sjóð. sh. Tónlist Ný hljómplata með gömlu lögunum Út eru komnir á hljómplötu söngdúettar með píanóundir- leik. Söngvarar eru þeir Bjarni Lárentsínusson, tenór, og Njáll Þorgeirsson, baritón. Jó- hanna Guðmundsdóttir leikur undirápíanó. Á plötunni eru 17 vinsæl lög, íslensk og erlend, þar á meðal: Svanasöngur á heiði, Þú komst í hlaðið, Ég er hinn frjálsi föru- sveinn, í fyrsta sinn ég sá þig, Ég vildi að ung ég væri rós, Énn syngur vornóttin, Á vegamótum og Vöggukvæði Emils Thorodd- sen. Er þetta fyrsta hljómplatan sem út kemur með þeim félögum, en þeir hafa sungið saman í ára- raðir við ýmis tækifæri, á tón- leikum og skemmtunum víða um land. Halldór Víkingsson tók upp plötuna, útgefandi er Fermata, dreifingu annast Fálkinn. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.