Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 16
FRETK1R Samstaða Norðurlönd styrkja Winnie Mandela Stokkhólmi - Ríkisstjórnir Norðurlanda afhentu í gær nefnd Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku ávísun að upphæð 900 þúsund íslenskar krónur sem renna eiga til Winnie Mandela, eiginkonu Nelson Mandela leið- toga Afríska þjóðarráðsins sem setið hefur í fangelsi í Suður- Afríku í hartnær aldarfjórðung. í yfirlýsingu sem fylgdi gjöfinni segir að fyrir þetta fé geti Winnie Mandela látið gera við heimili sitt og heilsugæslustöð sem stór- skemmdust í sprengingu fyrir nokkru. „Féð mun einnig gera henni kleift að halda áfram störf- um sínum í þágu undirokaðra í Suður-Afríku. Norðurlöndin fimm vilja með þessu sýna sam- stöðu sína með Winnie Mandela í þeirri baráttu sem hún heyr í þágu hins svarta meirihluta í Suður-Afríku þrátt fyrir stöðugar ofsóknir suðurafrískra yfir- valdaV‘ segir í yfirlýsingunni. - ÞH/reuter Byggðastofnun Malmkvist fékk stólinn Tillaga Geirs Gunnars- sonar vegna flutnings stofnunarinnar tilAkur- eyrar var felld Guðmundur Malmkvist lög- fræðingur Framkvæmdastofnun- ar ríkisins til margra ára og dygg- ur stuðningsmaður Sverris Her- mannssonar var í gær ráðinn for- stjóri hinnar nýju Byggðastofn- unar. Um leið var Bjarni Einars- son ráðinn aðstoðarforstjóri. Var þetta niðurstaðan af samninga- makki stjórnarliða síðustu dæg- rin og felur í sér að hvorugur nú- verandi forstjóra fékk endur- ráðningu. Þeir Guðmundur og Bjarni fengu atkvæði allra stjórnar- manna nema Geirs Gunnars- sonar sem sat hjá eftir að tvær tillögur hans um afgreiðslu máls- ins höfðu verið felldar. „Ég lagði til að forstjóri yrði ráðinn með þeim fyrirvara að starfsemi Byggðastofnunar kynni fljótlega að verða flutt til Akureyrar," sagði Geir, „en það var fellt. Þann fyrirvara tel ég nauðsyn- legan svo ekki verði unnt að reisa bótakröfu á stjórnina vegna flutningsins norður. Þá gerði ég athugasemd við ráðningu aðstoð- arforstjórans á þessum fundi og lagði til að henni yrði frestað. I ráðningu hans felst ákvörðun um innra skipulag stofnunarinnar sem er órætt í stjórn og eðlilegt að fjalla um með nýráðnum for- stjóra. Eftir að báðar þessar til- lögur voru felldar ákvað ég að taka ekki þátt í afgreiðslu máls- ins.“ Gallerí Borg Nýstárleg sýning til styrktar tónlistarhúsl Á fimmtudag var opnuð í Gall- erí Borg við Austurvöll myndlist- arsýning til styrktar byggingu tónlistarhúss í Reykjavík og er hún með nokkuð nýstárlegum hætti. Það eru myndlistarmenn sem gefa verk á sýninguna og eru þau á tilteknu lágmarksverði, síðan geta gestir boðið í myndirnar og fær sá sem hæst býður. Öllum til- boðum verður skilað í þar til gerðan pott og opnuð á mánu- dagskvöld, þ.e. 23ja sept., en þá lýkur sýningunni formlega. Sýningin verður opin á laugar- dag og sunnudag og munu ein- hverjir tónar verða slegnir um helgina milli kl. 14.00 og 18.00. Um fjörutíu verk eru á sýning- unni; grafík, teikningar, vatnslita- og olíumyndir. segir Dagbjartur Guðjónsson að Lyngum í Meðallandi sem setti Barkar þakeiningar á fjárhúsið sitt Burðarþol Barkar þak- og veggeininga er raikið og uppsetning auðveld og fljótleg. Barkar þak- og veggeiningar henta mjög vel í flestum byggingum, einkum atvinnu- og geymsluhúsnæði, ekki síst þar sem mikils hreinlætis er krafíst, s.s. í tengslum við verslun, matvælaiðnað og landbúnað. Barkar hús- einingar tryggja ótvíræðan sparnað í byggingu, viðhaldi og rekstrarkostnaði. „Við vorum aðeins tvo daga að smella þakeiningunum á og unnum þó bara milli mjalta. Síðan er fjárhúsið allt miklu hlýrra og fyrir vikið get ég vetrarrúið og fengið þannig greiða og fína ull sem flokkast betur og gefur hærra verð. Ég er hæstánægður með að hafa valið Barkar þakeiningar,“ segir Dagbjartur Guðjónsson. Hafið samband og kynnist af eigin raun kostum Barkar þak- og veggeininga BÚRKUR hf. HJALLAHRAUNI 2 • SÍMI 53755 • PÓSTHÖLF 239 ■ 220 HAFNARFIRÐI Augiýsingaþjónustan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.