Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Ríkisstjórnin Bráðabirgðalög um bensínhækkun Ríkisstjórnin hrifsar tilsín hundruð miljóna með skattheimtu. Bensínlíterinn kominn uppí35 krónur. Albert viðurkennir „aðeins“50miljónir íaukafjárveitingum. Ríkisstjórnin „leikurá“ vísitöluframfœrslukostnaðar. Þetta eru hreinar neyðarráð- stafanir sem við erum að gera vegna efnahagsástandsins. Þetta er tekjuöflun vegna halla á fjár- lögum fyrir næsta ár og mun skila ríkissjóði um 400 miljónum í tekj- um á einu ári, sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Ríkisstjómin hefur samþykkt bráðabirgðalög sem leiða til þess að bensíngjald hækkar úr 6.80 kr. upp í 9.54 krónur. Bensínlíterinn hækkar upp í 35 krónur. Hækk- anirnar taka gildi um næstu mán- aðamót. Þungaskattur hækkar í samræmi við áðumefndar hækk- anir á bensíni. í fréttatilkynningu frá ríkis- stjórninni segir að vísitala fram- færslukostnaðar muni ekki hækka við þessar ráðstafanir. Til þess að ná þessu markmiði brá stjórnin á það ráð að lækka að- flutningsgjöld af bifreiðum og snjósleðum úr 90% í 70% og að sögn Alberts mun útsöluverð á bifreiðum þá lækka um 10%. Nærri má geta um hver áhrif þess- ar hækkanir hefðu haft á sam- komulag ríkisstjómarinnar og verkalýðshreyfingarinnar um rauðu strikin svonefndu hefði ríkisstjórnin ekki „leikið svona á vísitöluna“. Kartöflur Góðar horfur í Þykkvabæ 1300-1500 tonnum hent afuppskeru fyrra árs - Kartöfluuppskeran hjá okk- ur hér í Þykkvabænum má yfir- leitt heita góð, a.m.k. er óhætt að segja hana vel í meðallagi, sagði Friðrik Magnússon f Miðkoti Þjóðviljanum f gær. Uppskerunni er nú lokið hjá allflestum, hinir eru á cndasprettinum. í vor settu Þykkbæingar niður 700 tonn af útsæði. Kartöflu- ræktin er þeirra aðal búgrein og því ríður ekki á litlu hvernig til tekst. Sala á nýjum kartöflum er rétt að byrja en Friðrik áleit sölu- horfur góðar „enda er kartöflu- uppskera víst fremur slök að þessu sinni nema á Suðurlandi“. Það em Þykkvabæjarkartöflur í Garðabænum sem sjá um söluna og það fyrirtæki stendur sig með prýði. Friðrik Magnússon sagði Þykkbæinga hafa orðið að henda 1300-1500 tonnum af uppskem síðasta árs. Olli því bæði sölu- tregða og svo skemmdir á kart- öflum, sem ekki þoldu geymslu. Rekstur kartöfluverksmiðj- unnar í Þykkvabænum gengur ágætlega. í sumar var unnið þar á vöktum allan sólarhringinn en nú er unnið 12 tíma í sólarhring. Tuttugu menn unnu í verksmiðj- unni í sumar en tíu nú. Fram- leiðslan hefur flogið út. Verks- miðjan nýtur allar úrgangskart- öflur, sem annars mundu ekki seljast. Hún er alfarið í eigu þykkbæinga og þykir hið ágæt- asta fyrirtæki. -mhg „Það er rétt að aukafjár- aukafjárveitingar sem ég sem blaðamaður spurði hann út í því, á sínum tíma að ekki myndi veitingar ríkissjóðs á þessu ári ráðherra á þátt í em innan við 50 aukafjárveitingar á þessu ári, en koma til aukafjárveitinga á þessu eru hátt í einn miljarður, en þær miljónir,“ sagði Albert þegar eins og menn muna lýsti hann yfir ári. gg/óg Frá skrúðgöngu aðstandenda listahátíðar kvenna f gær sem lúðrasveit kvenna leiddi og opnaði með því umfangsmikla listahátið. Listahátíð Lagtaf stað í glampandi sól Listahátíð kvenna hófst í gær í glampandi sólskini. Kvenna- lúðrasveit undir stjóm Lilju Valdimarsdóttur gekk í broddi fylkingar frá Ásmundarsal að Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3 þar sem margt var til skemmtunar. Yfir helgina verða opnaðar sýn- ingar og flutt verk eftir konur í hinum ýmsu listgreinum: Ásmundarsalur: Þar stendur yfir sýning á arki- tektúr íslenskra kvenna. Kjarvalsstaðir: Laugardag 21. sept kl. 14. Opnun myndlistarsýningar sem ber yfirskriftina Hér og Nú. Sunnudaginn 22. sept. kl. 17. Tónlist eftir íslenskar konur I. Flutt verða verk eftir Karólínu Eiríksdóttur og Misti Þorkels- dóttur. Gallerí Langbrók: Laugardag 21. sept. kl. 16. Opnun sýningar Ásrúnar Krist- jánsdóttur. Gerðuberg: Sunnudag 22. sept. kl. 14. Opnun sýningar á bókum og bókaskreytingum eftir konur. Sama dag kl. 15.30 „Ljóða- bönd.“ Ljóðlist kvenna um þrjár aldir. Fyrsta dagskrá af sex. Sama kvöld kl. 20.30. Fmmsýning dag- skrár úr verkum Jakobínu Sig- urðardóttur. Leikfélag Reykja- víkur umsjón: Bríet Héðinsdótt- ir. Mánudag 23. sept. kl. 21.00 „Ljóðabönd“ - Ljóðlist kvenna um þrjár aldir. Ljóð um ástina. Vesturgata 3: Laugardag 21. sept. kl. 21. Reykjavíkursögur Ástu Sigurð- ardóttur. Fmmsýning á leikgerð Helgu Bachmann. 20. sept. var opnuð sýning á tillögum arkí- tekta um endurbyggingu á Vest- urgötu 3 og sýning á sögu hús- Borgarstjórn Skúlagötuskipu- lagið samþvkkt Síðasti borgarstjómarfundur- inn á þessu síðasta sumri yfir- standandi kjörtimabils var í lengra lagi, stóð allt fram til kl. íjögur um nóttina. Þau voru ófá málin sem borgarfulltrúar þurftu að tjá sig um og taka afstöðu til og nægir þar að nefna fyrirhugaðan samruna BÚR og ísbjaraarins, dagvistunarvandann, hugmyndir frjálshyggjuliðsins i heilsugæsl- umálum borgarbúa og Skúla- götuskipulagið. Eins og áður hefur komið fram bar minnihlutinn fram tillögu um að ítreka umsókn um starfsleyfi fyrir heilsugæslustöðina í Drápu- hlíð og að þess yrði farið á leit við heilbrigðisráðherra að stöður heilsugæslulækna og hjúkmnar- fræðinga verði auglýstar hið fyrsta. Meirihlutinn féllst á að rekið yrði á eftir umsókn um starfsleyfi, en greiddi atkvæði á móti því að stöður yrðu auglýst- ar. íhaldið með Katrínu Fjeld- sted í fararbroddi ætlar nefnilega að láta bjóða reksturinn út, þótt það stangist á við lög í landinu. Meðan svo er, er ekki fyrirsjáan- legt að fyrsta heilsugæslustöðin í tíð þessa meirihluta komist í gagnið jafnvel á þessu kjörbíma- bili. Skúlagötuskipulagið var síðast á dagskrá fundarins og var sam- þykkt með atkvæðum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins gegn öllum atkvæðum fulltrúa minni- hlutans. gg Laugardagur 21. september 1985 pJÓÐVILJINN ~ SÍÐA 3 VINtJUM SAMAN — FRAMUBNIÁTAK VLBCTRIUFSKJARA RAÐSTEFNA UM FRAMLEIÐNI í FYRIRTÆKJUM H IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS efnir til raöstefnu um FRAMLEIÐNI föstudaginn 27. september í Átthagasal Hótel Sögu. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 árdegis. DAGSKRÁ Kl. 8.45. GREIÐSLA ÞÁTTTÖKUGJALDS. Kl. 9.00. SETNING. Hr. Sverrir Hermannsson, iönaöarráöherra. REYNSLA BANDARÍKJAMANNA VIÐ AÐ NÁ MEIRI FRAMLEIÐNI í OPINBERUM REKSTRI. Hr. Jerome Mark, US Department of Labor, Washington, Bandarikjunum. FRAMLEIÐNI I' OPINBERUM REKSTRI SÉÐ FRÁ FRÖNSKUM SJÓNARHÓLI. Hr. Pierre-Louis Remy, National Quality of Working Life Centre, Frakklandi. FRAMLEIÐNI OPINBERRA AÐILA SÉÐ FRÁ ALÞJÓÐLEGUM SJÓNARHÓLI Hr. Imre Bernolak, Kanada. HVAÐ GETA JAPANIR ENN LÆRT AF VESTURLÖNDUM? Hr. Joji Arai, Japan Productivity Center, Japan. NORSKT KYNNINGARRIT UM FRAM- LEIÐNI, INNIHALD OG NOTKUN. Hr. Wilhelm Meyn, Norsk Produktivitets Institut, Noregi. Kl. 12.00. HÁDEGISVERÐUR. K1 13 30 NÝLEG DÆMI UM SAMSTARF STARFS- MANNA OG STJÓRNENDA í SVÍÞJÓÐ TIL AÐ AUKA HAGKVÆMNI I REKSTRI OG ÞÁTTTAKA STARFSMANNA i ÁKVARÐ- ANATÖKU. Hr. Björn Gustavsen, Arbetslivscentrum, Svíþjóö. FRAMLEIÐNIÁTAK i HÁÞRÓUÐU ÞJÓÐ- ' FÉLAGI MEÐ ÞÁTTTÖKU ATVINNUREK- ENDA OG LAUNÞEGA. Hr. Arthur Smith, Canadian Labour Market and Productivity Centre Kanada. FRAMLEIÐNIÞRÓUN HJÁ fSLENSKA JÁRN- BLENDIFÉLAGINU. Hr. Sigtryggur Bragason, framleiöslustjóri. SAMANTEKT Á NIÐURSTÖÐUM FRUM- MÆLENDA. Hr. Tony Hubert, European Association of National Productivity Centre. PALLBORÐSUMRÆÐUR. Stjórnandi Ingjaldur Hannibalsson. Ráöstefnustjóri veröur Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri ITÍ. Aöeins takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að. Þátttökugjald er kr. 1.500. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. september til Iðntæknistofnunar íslands í síma 68 70 00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.