Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 7
Listahátíð Kjallaraleikhús í Hlaðvarpanum Rœttvið Helgu Bachmann um leikgerð hennar á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur [ kvöld laugardagskvöld kl. 21 dóttur í leikgerð Helgu Bach- Þjóðviljanum lékforvitni áað verðurfrumsýning á Reykja- mann. Sýnt verður í Hlað- vita meira um Reykjavíkur- víkursögum Astu Sigurðar- varpanum Vesturgötu 3. sögurnar og þennan nýja sýn- ingarsal. RættvarviðHelgu Bachmann leikstjóra verksins innan um hamarshögg og hamagang því verið var að leggja síðustu hönd á að gera kjallarann í Hlaðvarpanum að leikhúsi. Sögur Ástu rífa upp í fólki. „Fólk horföi fyrst í stað á mann sem geðsjúkling að ætla að setja upp leikrit í þessum kjallara," sagði Helga. „En staðreyndin er sú að þetta umhverfi er mjög pó- etískt. Þetta er 100 ára gamall grágrýtiskjallari með fullt af gömlum stoðum. Maður hrein- lega gengur inn í Reykjavíkur- sögurnar þegar maður kemur þarna inn. Leikmyndin er sér- staklega sniðin fyrir þennan kjall- ara en hún er verk Steinunnar Þórarinsdóttur. Salurinn tekur 75 manns í sæti. Leikarar í sýningunni eru Guð- laug María Bjarnadóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Helgi Skúlason og Emil Gunnar Guðmundsson. Meðleikari er Þorsteinn M. Jóns- son. Aðrir sem standa að sýning- unni eru Guðni Franzson sem samdi músíkina og Sveinn Bene- diktsson sem hannaði lýsinguna." Hvernig verk er þetta? „Þetta eru 5 af sögum Ástu Sig- urðardóttur úr bókinni Sunnu- dagskvöld til mánudagsmorguns. Sögurnar gerast allar í Reykjavík á stríðsárunum. Fyrir mér er þetta ein heil sýning en ekki fimm lítil verk en auðvitað eru margar nýjar persónur á sviðinu.“ Tilfinningaverk Hvert er þemað? „Þemað er samhygð Ástu með fólki, karlmönnum ekki síður en konum. Efnið er svo margbreyti- legt, þetta er tilfinningaverk. Ég get fullyrt að það rífur upp í fólki ýmislegt, ekki síður gleði en sorg. Helga Bachmann: Þetta er tilfinningaverk. Sterkur frásagnarstíll einkennir verk Ástu. Persónurnar í sögum hennar eru heilsteyptar og ég sem leikari finn fljótt hvort höfundur- inn hefur lifað með persónunum eða ekki. Og svo sannarlega hef- ur Ásta gert það um leið og hún skrifaði sögumar. Maður kynnist Ástu heilmikið í gegnum verk hennar.“ Hvað hafa æfíngar staðið yfír lengi? „Við byrjuðum fyrsta ágúst. Síðan hefur þetta verið tvöföld vinna. Leikararnir hafa hlaupið í það að rífa niður skilrúm sem voru í kjallaranum, henda út drasli og skrúbba. Við fengum hjálparsveit frá fólki í hlutafé- laginu Vesturgata 3 hf., því það skynjuðu allir mikilvægi þess að geta opnað þetta hús. Þessi fyrsta sýning ætti að geta vakið athygli fólks á staðnum. Þetta verður eins og áður hefur komið fram vinnustaður hinna ýmsu kvenna." Á dauða mínum átti ég von, en... Verður kjallarinn nýttur áfram sem leikhús? „Já, örugglega í vetur en síðan verður hann gerður að krá og stefnt er að því að vera með leikhús í þessu sama húsi. Það eru arkítektar daglega að hanna teikningar að húsinu, þetta hús býður upp á svo margt, m.a. vegna þess að hér eru svo margar vistarverur. En það er mjög skemmtilegt að setja upp Reykjavíkursögurnar í kjallaran- um. Þessu til skýringar get ég sagt frá því að það kom til mín stúlka um daginn, Ragnheiður Ás- geirsdóttir, sem hefur lært leiklist í París og kynnst kjallaraleikhús- unum þar og hún sagði: „Á dauða mínum átti ég von en ekki að svona leikhús væri til í Reykja- vík“. SA Laugardagur 21. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.